Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1999, Qupperneq 62

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1999, Qupperneq 62
LAUGARDAGUR 20. MARS 1999 » myndbönd : S I dAM i GAGNRYNE To Kill a Mockingbird Sígild meðhöndlun kynþáttahaturs ★★★i. Lögfræðingurinn Atticus Finch (Gregory Peck) tekur að sér málsvöm blökkumans sem er sakaður um að hafa nauðgað hvítri konu. Sagan gerist snemma á fjórða áratugnum i smá- bæ í Suðurríkjunum og er hugtakið kynþáttahatur næsta óþekkt á þeim bænum. Aðskilnaður svartra og hvitra, og öll sú stigskipting kynþáttanna sem fylgdi honum, þótti jafnan náttúrlegur/eðlilegur. Þeg- ar myndin er gerð 1962 em menn aftur á móti farnir að opna augun fyrir því gríðarlega misrétti er ríkti (og gerir vissulega enn) á milli kynþáttanna - og er To Kill a Mockingbird ágætt dæmi um þá hugar- farsbreytingu sem átti sér stað á sjöunda áratugnum. Fordómaþema myndarinnar vinnur á tveimur plönum sem þó tengj- ast órjúfa böndum. Jafnan er lögð áhersla á úrvinnslu fordóma hvítra Suðurríkjamanna i garð blökkumanna en lykill myndarinnar er ekki síður fólginn í sigri barna Atticusar á fordómum sínum í garð einfeldn- ingsins Boo Radley (Robert Duvall). Og reyndar rétt að geta magnaðrar frammistöðu barnanna í myndinni sem gefa óskarsverðlaunahafanum Gregory Peck ekkert eftir. Samleikur þeirra og ákallandi umfjöllunar- efni (þrátt fyrir einfeldningslega framsetningu) gera myndina að lykil- verki í sögu bandarískra kvikmynda. Útgefandi: ClC-myndbönd. Leikstjóri: Robert Mulligan. Aðalhlutverk: Gregory Peck, Mary Badham og Phillip Alford. Bandarisk, 1962. Lengd: 124 mín. Bönnuð innan 12 ára. -bæn Le diner de cons (The Dinner Game) Heimskra manna ráð M ★i Heimskingjar hafa verið vinsælt efni í grín- myndir, enda löng hefð fyrir þvi hjá mannfólk- inu að hlæja að heimskum. Bandaríkjamenn hafa á síðasta áratug eða svo þróað þessa tegund grínmynda í nokkuð þétta og ærslafulla formúlu sem hámarkinu náði með Dumb and Dumber en hefúr verið á niðurleið allra síðustu ár, sbr. myndir eins og Bio-Dome og The Stupids. Heldur er minni hamagangur í þessari frönsku útgáfu á heimskingjagríninu. Þar segir frá útgefanda sem býður heimskingja nokkrum til kvöldverðar þar sem menn keppast um hver komi með mesta heimskingjann. Hann býður honum fyrst heim til sína til að kynnast honum aðeins nánar en svo illa vill til að hann fær í bakið og liggur hjálparlaus heima. Til að bæta gráu ofan á svart stingur eiginkonan hans af og hann þarf því á hjálp bjálfans að halda til að finna hana og fá hana til að koma heim aftur. Hér eru ágætir leikarar á ferðinni en þeir eru að leika ffemur óspennandi persónur. Frakkamir hafa ekki sama slagkraft í grininu og Kanamir - brandaramir era of fyrirsjáanlegir og taka of mikinn tima í uppbyggingu. Það vora nokkur ágæt hlátrasköll í þessu en of langt á milli þeirra. Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: Francis Veber. Aðalhlutverk: ThierryLhermitte og Jacques Villeret. Frönsk, 1998. Lengd: 90 mín. Öllum leyfð. -PJ Velvet Goldmine Glys og glaumur ';zrí:A< ★★★i. Vinsældir glitrokksins urðu nú ekkert sérstak- lega langlífar en það markaði þó sín spor í tónlistarsög- una. Fyrir utan „hreina“ glitrokkara eins og Gary Glitt- er og Marc Bolan í T. Rex voru mörg stór nöfn meira eða minna að dufla við stefnuna, svo sem David Bowie, Queen og jafnvel Kiss. Glitrokkið var eiginlega meira um útlit og fram- komu en einhverja niðumjörvaða tónlistarstefnu og út frá því sjónarmiði má sjá áhrif glitsins í mörgum tónlistarrisum nútímans, svo sem Marily Manson og gæjanum sem einu sinni kallaði sig Prince. Nú til dags er þetta þó meira bara á sviðinu og fjöllynd tvíkynhneigð er ekki ómissandi hluti af gervinu. Flestar tónlistarstefnur hafa einhvern tíma ratað inn í kvikmyndirnar en ég man ekki til þess að hafa séð glitrokkmynd fyrr. Þráður myndarinnar er rekinn í gegnum rannsókn blaðamanns (og fyrr- um glitrokkaðdáenda) á hvarfi eins frægasta glitrokkarans 10 árum fyrr og flakkar myndin milli þessara tveggja tímaskeiða. Melódramatísk stíl- brögð og sögufléttur tröllríða myndinni og er það í góðu samræmi við umfjöllunarefnið. Góður leikhópur nær að lifa sig vel inn í tíðarandann. Jonathan Rhys-Myers og Ewan McGregor sýna báðir mikla takta í tveim- ur af stærstu hlutverkunum sem byggð eru á David Bowie og Iggy Pop. Annars er þetta bara fantasía um stjörnudrauma og stjörnuhröp en um- gjörðin er frábær. Útgefandi: Myndform. Leikstjóri: Todd Haynes. Aðalhlutverk: Jonathan Rhys Meyers, Ewan McGregor, Toni Collette og Christian Bale. Bresk/bandarísk, 1998. Lengd: 111 mín. Bönnuð innan 16 ára. -PJ Fjórir dagar í september Helgar tilgangurinn meðalið? ★★★Á Þessi ágæta mynd leikstjórans Brunos Barretos er byggð á sannsögulegum atburðum er áttu sér stað í Brasilíu undir lok sjöunda áratugarins. í upphafi mynd- arinnar kynnumst við ungum hugsjónarmönnum í Ríó sem ganga til liðs við byltingarhreyfingu sem vílar ekki fyrir sér að beita öfgakenndum aðferðum í baráttu við ritskoðun, pyntingar og önnur mannréttindabrot. Hún ákveður að ræna bandaríska sendiherranum í von um að vekja athygli á málstað sínum því slíkur viðburður verður vart kveðinn niður með ritskoðun. Sérfræð- ingar koma frá Sao Paulo til aðstoöar en þeir eru miklir atvinnumenn og stinga heldur betur í stúf við „sakleysi" Ríó-ungmennanna. Þótt mynd á borð við þessa komist ekki hjá því að taka afstöðu til umfjöllunarefnis sins tekst Barreto að skapa víðfeðma og yfirgripsmikla sýn á dramatíska atburði myndarinnar. Lykilspuming myndarinnar er hvort ránið (og hugsanleg aftaka sendiherrans) sé réttlætanlegt í ljósi framferði herstjóm- arinnar. Þetta er hin sígilda spurning um hvort tilgangurinn helgi meðal- ið. Þema sem myndin vinnur afskaplega vel úr þótt svarið við spurning- unni sé ekki að finna hér frekar en annars staðar. Útgefandi: Háskólabíó. Leikstjóri: Bruno Barreto. Aðalhiutverk: Alan Arkin, Pedro Car- dosa og Fernanda Torres. Brasilía, 1997. Lengd: 113 mín. Bönnuð innan 12. -bæn Woody Allen: Sérlundaður snillingur Woody Allen hefur verið mikið milli tannanna á fólki á þessum ára- tug sökum skrautlegs einkalífs síns. Hann skildi við eiginkonu sína, Miu Farrow, eftir að upp komst um samband hans við fósturdóttur þeirra, Soon-Yi Previn, sem hann síðar giftist. Skilnaðurinn fór að miklu leyti fram í réttarsölum og fjölmiðlum og hann var m.a. sakað- ur um að hafa misnotað aðra fóstur- dóttur sína. í öllu þessu fjölmiðla- fári, sem hefur þó sjatnað nokkuð síðustu árin, hefur hann þó haldið ótrauður áfram kvikmyndagerð sinni en hann hefur nánast undan- tekningarlaust gert eina mynd á ári síðan hann sló í gegn með Annie HalL Fyrstu árin Woody Allen fæddist 1. desember 1935 í Brooklyn í New York. Hann var skírður Allen Stewart Konigs- berg en tók sér sviðsnafnið Woody Allen 17 ára gamall. Hann fékk inn- göngu i kvikmyndadeild New York háskólans en gekk ekki vel og var fljótlega rekinn úr skólanum. Næstu árin vann hann fyrir sér með því að skrifa gamanefni, fyrst fyrir grínistann David Elber og sið- an fyrir sjónvarp. Hann gerðist síð- an sviðsgrínari í nokkur ár og gaf út plötu áður en kvikmyndaferill hans hófst. Ári eftir að hann skrifaði hand- ritið og lék i What’s New Pussycat? (1965) gerði hann fyrstu kvikmynd sína, What’s up Tiger Lily?, þar sem hann tók japanska njósnamynd og talsetti hana á ensku með alveg nýj- um söguþræði. Strax frá fyrstu mynd var hann sannkallaður au- teur, eða kvikmyndahönnuður, en hann ræður jafnan algjörlega ferð- inni í myndum sínum - leikstýrir, skrifar handritið og leikur oftast einnig aðalhlutverkið. Næstu árin leikstýrði hann nokkrum verulega geggjuðum jað- argrínmyndum og tryggði sér aðdá- endahóp en hann hafði metnað til að vera tekinn alvarlega sem kvik- myndagerðarmaður og Love and Death (1975) var fyrsta skrefið á þeirri braut. Þrátt fyrir að vera full af þeim ærslafengna húmor sem orðinn var einkennismerki Woodys Allens voru í henni fjölda vísana í rússneska menningu, sögu og kvik- myndir. Fastagestur á ósk- arsverðlaunahátíðum Annie Hall (1977) var tímamóta- verk af hálfu Woodys Allens. Hún gaf ekkiaðeins tóninn fyrir síðari myndir hans heldur ruddi brautina fyrir nýja tegund fágaðra grín- mynda með alvarlegum undirtóni. Woody Allen hlaut fyrstu ósk- arsverðlaunatilnefningar sínar fyr- ir hana og fékk þau fyrir bestu leik- stjórn og besta handrit. Hann var m.a.s. tilnefndur fyrir leik sinn í myndinni og er það eina tilnefning- in sem hann hefur hlotið fyrir leik á ferlinum. Tveimur árum síðar gerði hann síðan Manhattan, sjálfsævisögulegan lofsöng í svart- hvítu, um hans ástkæru heimaborg, New York. Myndin vann að vísu enga óskara en er af mörgum talin helsta meistaraverk hans. Woody Allen hefur samtals verið tilnefndur sex sinnum fyrir leik- stjórn og þrettán sinnum fyrir handrit en segja má að hann hafi verið nánast áskrifandi að ósk- arsverðlaunatilnefningum fyrir handrit síðan um miðjan níunda áratuginn. Tíu tilnefningar á fjórt- án árum segja sína sögu. Eina styttan sem hann hef- ur þó fengið eftir Annie Hall var fyrir handritið að Hannah and Her Sisters (1987). Leikar- arnir í mynd- um hans eru einnig fasta- gestir á ósk- arsverðlauna- hátíðum en hann þykir naskur að skrifa bitastæð hlutverk og að galdra fram góða frammi- stöðu úr leik- urum sínum. Það þykir þvi eftirsóknar- vert að leika í myndum hans, Delluhúmor af klikkuðustu sort ★★★Á Bananas er þriðja mynd Woodys Allens og sú fyrsta sem kemst eitthvað nálægt hefðbundnu kvikmyndaformi. Woody Allen leik- ur Fielding Mellish, taugaveiklaðan New York borgara, sem verður ást- fanginn af pólitisku baráttukonunni Nancy (leikin af þáverandi eigin- konu hans, Louise Lasser). Eftir stutt samband lætur hún hann róa þar sem henni finnst hann vera of mikil rola. Mellish fer þá til banana- lýðveldisins San Marcos þar sem hann flækist í uppreisn skæruliða gegn herstjórninni og er að lokum dubbaður upp sem forseti landsins. Vopnaður hermannagalla og síðu, rauðu gerviskeggi heldur hann heim til Bandaríkjanna til að reyna að afla fé fyrir fátæka þegna sína. Þar hittir hann Nancy aftur og hún verður ást- fangin af þessum rauðskeggjaða póli- tíska leiðtoga. Woody Allen fer hér aðeins hefð- bundnari leiðir en í fyrri tveimur myndum sínum. Bananas hefur til- tölulega línulegan söguþráð og leik- ararnir tala yflrleitt hver við annan en ekki við áhorfandann. Það er þó ekkert hægt að skafa utan af þvi að myndin er illa geggjuð, eins og verk hans hafa gjarnan verið, sérstaklega á fyrstu árunum. Snobbaðir gagn- rýnendur hafa yfirleitt lítið gott um þessar ærslafullu myndir Woody Allen frá fyrstu árum hans að segja, og fóru fyrst að taka hann í sátt eftir Love and Death, og síðan að dýrka hann eftir Annie Hall. Bananas gerir vissulega út á dellu- húmor og margir brandaranna missa marks, sérstaklega í fremur slöppum atriðum í fyrsta hluta myndarinnar, sem gerist í New York. Myndin tekur við sér þegar til San Marcos kemur og er þá oft drep- fyndin. Húmorinn er auðvitað dellu- húmor af klikkuðustu sort og sum atriðin nánast súrrealísk en þegar hann virkar svinvirkar hann og er oft ansi snjall. Þótt Woody Allen hafi síðar öðlast virðingu fyrir öllu fágaðri kvik- myndagerð er hann fyrst og fremst húmoristi og sýnir hér snilli sína á því sviði. Tónlistin er mjög skemmti- leg og gefur strax tóninn í byrjun myndarinnar. Woody Allen er í sín- um vanalega taugaveiklunarham og aðrir fá ekki mikið að láta ljós sitt skína en menn eins og Carlos Montalban og Jacobo Morales skila sínu vel. Þá er hægt að sjá Danny DeVito og Sylvester Stallone þarna i pínuhlutverkmn. Fæst í Vídeóhöllinni. Leikstjóri: Woody Allen. Aðalhlutverk: Woody Allen. Bandarísk, 1971. Lengd: 82 mín. Pétur Jónasson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.