Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1999, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 3. MAÍ 1999 Fréttir Þrír menn handteknir eftir skyttirí i Vatnsdal: Skutu 70 helsingja og heiðargæsir Dy Akureyri: Þrír Akureyringar á þrítugsaldri voru handteknir á laugéirdagsmorg- un og fimdust í fórum þeirra 59 helsingjar og 8 heiðargæsir sem óleyfilegt er að skjóta á þessum árs- tíma. Lögreglunni á Akureyri var til- kynnt um ferðir mannanna, að þeir væru á leið til bæjarins á pallbíl, og var setið fyrir þeim og þeir stöðvað- ir norðan bæjarins. Hafði maður sem gisti veiðiheimilið Flóðvang í Vatnsdal í A-Húnavatnssýslu til- kynnt um ferðir mannanna en þeir höfðu staðið fyrir mikilli skothríð skammt frá veiðiheimilinu síðla nætur. Þegar maðurinn var á leið til Akureyrar á laugardagsmorguninn ók hann fram úr bifreið byssumann- anna á Öxnadalsheiði og tilkynnti lögreglunni um ferðir þeirra. Lögreglan lagði hald á þrjár haglabyssur í fórum mannanna, tvær hálfsjálfvirkar og eina pumpu, um 90 skot í byssumar og eitthvað af gervigæsum. Þá voru fuglamir að sjálfsögðu teknir af mönnunum og þeir verða ákærðir fyrir ólöglegar skotveiðar. Veiðar á helsingja eru bannaðar hér á landi frá 15. mars til 1. septem- ber og veiðar á heiðagæs frá 15. mars til 20. ágúst. -gk Elliðavatniö opnað: Fjöldi fólks - fjöldi fiska „Byrjunin var þokkalegt hjá okkur í Elliðavatninu, það veiddist þónokk- uð af fiski en veðrið hefði mátt vera betra. Það er spáð betra veðri næstu daga,“ sagði Vignir Sigurðssoi, á El- liðavatni í gærdag en vatnið var opn- að formlega á laugardaginn. „Veiðimenn vom að fá þetta 3-4 fiska og Geir Torsteinsson veiddi 16 fiska og ég vigtaði þá, þeir voru 5 kíló. Það er ágæt veiði og nokkuð margir fiskar komu á land. Fjöldi fólks lagði líka leiö sína hingað, bara til að kíkja á veiðimennina. Austanáttin er komin og veiðimenn sem vom héma neðan hjá mér í morgun veiddu ágætlega. Veiði- skapurinn hefur breyst mikið hin seinni árin, fluguveiðin hefur unnið vemlega á. Það er varla veitt með öðra núna í vatninu og margir eru með mjög góðar græjur," sagði Vignir ennfremur. „Þetta var allt í lagi en frekar var kalt og fiskurinn tók illa. En þetta kemur, því fiskurinn er til í vatn- inu, bara að fá hann til að taka,“ sagði veiðimaður sem barði vatnið og veiddi 4 fiska. Veiddu 18 fiska í Minnivalla- læk „Hann var finn fyrsti dagurinn, við fengum 18 fiska og hann var 8 pund sá stærsti, flesta fengum við í Stöðvarhylnum. Þar var mikið af fiski," sagði Þröstur Elliðason við Minnivallalæk í Landsveit í gærdag en lækurinn var formlega opnaður á laugardaginn. „Það vora Nobbler og púpur sem gáfu besta veiðina en við sleppum öllum fiski aftur í læk- inn. Stærsti fiskurinn veiddist í Djúphylnum og hann tók Rektor- fluguna, hann var 8 pund. Veiði- menn sem byrjuðu í morgun vora búnir að fá þrjá fiska eftir stutta veiði,“ sagði Þröstur í lokin. ----—I-----------ET-I Það var líf og fjör við Elliðavatnið á laugardaginn þegar opnað var fyrir veiði. Og veiðimenn renndu víða í vatninu, eins og þessi mynd ber með sér. DV-mynd Hari Áðeins í skamman tíma. Austurstræti 20 Suðurlandsbraut 56 McDonaid's Magnús Axelsson, varðstjóri lögreglunnar á Akureyri, og Tómas Viðarsson rannsóknarlögreglumaður með fuglana 67 sem teknir voru af byssumönn- unum. DV-mynd gk KEA og Kaupfélag Þingeyinga: Samruni verslana félaganna hafinn DV, Akureyri: Kaupfélag Eyfirðinga og Kaupfé- lag Þingeyinga hafa gengið til sam- starfs um stofnun einkahlutafélags- ins Matbæjar ehf. um rekstur mat- vöruverslana Kaupfélags Þingey- inga. Rekstur Matbæjar verður í höndum Kaupfélags Eyfirðinga og tóku breytingamar gildi sl. laugar- dag. Um er að ræða þrjár verslanir sem era á Húsavík og Reykjahlíð við Mývatn. Velta verslana KÞ á síðasta ári nam 470 milljónum króna og stöðugildi við þær era 22. Stofnun Matbæjar er fyrsta skref- ið í frekara samstarfi KEA og KÞ á sviði matvöraverslunar og er síðar stefnt að samrana verslananna í eitt félag. Umræður um þetta samstarf hafa átt sér allnokkum aðdraganda ásamt umræðum um hagræðingu á ýmsum öðram sviðum í starfsemi félaganna. KEA og KÞ hafa um árabil haft með sér margvíslegt samstarf og má í því sambandi nefna að félögin hafa rekið sameiginlegt innkaupafyrir- tæki, Samland, sem hefur annast innkaup fyrir matvöruverslanir beggja félaganna. -gk 1. maí hátíðahöld á Eskifirði DVi Eskifirði: 1. maí hátíðahöldin á Eskifirði voru haldin í samkomuhúsinu Val- höll. Þau hófust á kvikmyndasýn- ingu fyrir yngstu kynslóðina og svo hófst dagskrá fyrir fullorðna fólkið. Var það mikil samkoma. Sigurður Ingvarsson, formaður Verkalýðsfé- lagsins á Eskifirði, setti samkom- una með athyglisverðri ræðu. Ræðumaður dagsins var Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusam- bands íslands. 1. mai-ávarpið flutti Pétur Örn Magnússon fyrir hönd Verkamannafélagsins. Samkór Vopnafjarðar var fenginn til að syngja og gerði haim mikla lukku. Tveir félagar úr verkalýðsfélag- inu á Eskifirði vora heiðraðir, Þóra Guðmundsdóttir og Jón Andrésson. Fengu þau gullmerki og fána verka- lýðsfélagsins. Kaffiveitingar voru veittar af mikilli rausn. -Regína ísaQörður: íbúð skemmd eftir bruna íbúö á þriðju hæð i gömlu fjölbýl- ishúsi á ísafirði skemmdist töluvert þegar kviknaði í henni á laugardag. Þegar lögreglan kom á staðinn var húsráðandinn inni í íbúðinni og var honum bjargað. Hann var fluttur á sjúkrahús vegna gruns um reykeitr- un en mikill reykur var í ibúðinni. Húsráðandanum virtist hins vegar ekki hafa orðið meint af því hann fékk að fara af sjúkrahúsinu skömmu síðar. Eldur var mestur í stofu íbúðar- innar. íbúðin er mikið skemmd og það sama má segja um innanstokks- muni. Rannsókn stendur yfir á upptök- um brunans. -SJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.