Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1999, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1999, Blaðsíða 18
18 MÁNUDAGUR 3. MAÍ 1999 Fréttir Jón Kr. Gunnarsson lét veiða Keikó: Jarðarförin kæmi Keikó á ný í heimspressuna Jón Kr. Gunn- arsson. Veiðimaður Keikós, Jón Kr. Gunnarsson, sem rak Sædýrasafnið í Hafnarfírði, segir að það veki grun- semdir og valdi enn fremur áhyggjum að helst engir fái að fara út að flotgirð- ingunni sem reist var fyrir Keikó í Vestmannaeyjum. „Það vekur þær spurningar hvort heilsufarið sé ekki alveg eins gott og af er látið. Þær myndir sem birtar hafa verið af Keikó eru ekki traustvekjandi. Bakugginn, sem er einkennistákn þessara glæstu dýra, er kengboginn og virðist enn vesælli en þegar hann kom til landsins," segir Jón Kr. í nýútkominni bók sem hann skrifaði um Keikó-ævintýrið og heitir „Hvalreki eða kvalræði". Jón greinir frá veiðum á háhyrn- ingum hér við land fyrir tveimur áratugum eða svo, sölu hvalanna, lífi þeirra í sædýragörðum og múgsefjuninni sem hann segir að fjölmiðlar hafi skapað í kringum meinta frelsun Keikós. Jón er lítt hrifinn af flutningnum til íslands, sem hann telur mjög ámælisverðan. „Strangt til tekið stríðir það gegn allri meginhugsun í umhverfismál- um að flytja dýr á milli ólíkra vist- kerfa. Flutningur á Keikó hlýtur því að vera í andstöðu við stefnu flestra umhverfissamtaka. Þó Keikó hafi Bakugginn er kengboginn og virðist enn vesælli en þegar hann kom til landsins, segir Jón Kr. i núútkominni bók sem hann skrifaði um Keikó-æv- intýrið. ekki verið í Kyrrahafinu sjálfu hef- ur hann verið á meðal dýra þaðan. Það krefst auðvitað sérstakrar að- gæslu," segir Jón Kr. Gunnarsson. Jón vill hugsa Keikó-ævintýrið allt til enda. Hann segir að einn góð- an veðurdag geispi hvalurinn gol- unni. Þá þyki það á við mannát að hakka kjöt hans í 60.000 kjötbollur til Súdans, eins og lagt var til í fyrra og frægt er orðið. „Ef illa fer þá verður að hugsa fyrir jarðarför með pomp og prakt. Það yrði öllum til sóma og Vest- mannaeyjar kæmust í heimspress- una enn á ný, jafnvel klukkum yrði hringt. Árni Johnsen mundi spÚa á gítarinn sinn og Stórhöfðasvítan duna í eyrum," segir Jón Kr. Gunn- arsson í bók sinni um Keikó. Fjóröungssjúkrahúsið á Akureyri: Samningar um barnadeild undirritaðir DV, Akureyri: Akureyrarbær, heilbrigðisráð- herra og forsvarsmenn Fjórð- ungssjúkrahússins á Akureyri hafa undirritað verklokasamning vegna flutnings barnadeildar sjúkrahússins í nýbyggingu sjúkrahússins. Barnadeildin verður fyrsta deildin sem fiytur í nýbygginguna en byggingin hef- ur staðið auð í langan tíma eftir að uppsteypu hússins lauk. Halldór Jónsson, fram- kvæmdastjóri Fjóröungssjúkra- hússins, segir að meö undirritun verklokasamningsins og með út- boði, sem þegar hefur farið fram, sé tryggt að barnadeildin flytji í 4. hæð nýbyggingarinnar í janú- ar á næsta ári. Hann segir deild- ina hafa búið við þröngan húsa- kost, eins og reyndar aðrar deild- ir sjúkrahússins, en nú séu bjart- ari tímar fram undan. „Okkar hugur stendur til þess að samningar um flutning starf- semi annarra deilda sjúkrahúss- ins í nýju bygginguna fari fram eins fljótt og auðið er. Það er full þörf að taka hinar þrjár hæðirn- ar í notkun sem fyrst því við búum við mikil þrengsli," segir Halldór. •gk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.