Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1999, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1999, Blaðsíða 19
MANUDAGUR 3. MAI 1999 Fréttir Ólafsvík: Nýtt hótel að rísa DV, Olafsvík: í blíðskaparveðri á sumardaginn fyrsta var tekin fyrsta skóflustung- an að nýju hóteli í Ólafsvík og er það bygging við Gistiheimilið Höfða sem stendur við Ólafsbraut. Eigandi hótelsins er Eygló Egilsdóttir en hún hefur verið með gisti- og veit- ingarekstur í Ólafsvík í sex ár. Móð- ir Eyglóar, Guðlaug Sveinsdóttir, tók fyrstu skóflustunguna. Frá vinstri: Egill Guðmundsson og Guölaug Svelnsdóttir, foreldrar Eyglóar, þegar fyrsta skóflustungan var tekin að nýja hótelinu. DV-mynd Viðbyggingin verður fjórar hæðir og um 700 fermetrar að gólfleti og í húsinu verður lyfta. Að sögn Eygló- ar verða til með þessari viðbygg- ingu 18 ný 2ja manna herbergi með baði og vel útbúin. Alls verða þá 29 herbergi í húsinu. Þá mun batna til muna öll funda- og ráðstemuaðstaða á hótelinu. Viðbyggingin er teiknuð á teikni- stofu Magnúsar H. Ólafssonar, arki- tekts á Akranesi, og eru þetta sam- ansettar, steyptar einingar sem smíðaðar eru af Einingaverksmiðj- unni hf. í Reykjavík. Öll önnur vinna iðnaðarmanna verður unnin af heimaaðilum og fram undan er mikil vinna, bæði við hótelið og önnur verkefni í bæjarfélaginu. Verklok eru áætluð 10. júlí nk. og ljóst er að mikill kraftur verður í smíði þessa húss hjá Eygló. Fyrirgreiðsla fékkst til þessara framkvæmda, bæði hjá Ferðamála- sjóði og Byggðastofnun. Sr. Friðrik J. Hjartar, sóknarprestur í Ólafsvík, bléssaði þessar framkvæmdir og óskaði Eygló alls hins besta. Sagði hann meðal annars að í fleiri en ein- um skilningi væri að koma sumar í Snæfellsbæ. Eygló sagðist mjög bjartsýn á framhaldið. Mikil aukning hefði verið á komu ferðamanna til Snæ- fellsbæjar sl. sumar. Mikil þörf væri á góðri aðstöðu fyrir ferðafólk og hún vildi bjóða það besta. Hún hefði þegar verið byrjuð að selja gistingu í nýja hótelið sl. haust því hún hefði verið ákveðin að þetta hús mundi risa. -PSJ Áður aðeins í tískublöðum *¥*t VcMitó Valmiki Muxart Valmiki Leður St. 36-4T Litur: Svart VVero 7.700 j AeourSt.aMÍ Litur: Svart Verð 7.700 Socha Fleiri geroir fáanlegar LeðurStJMÍ Litur: Hvítt Vyeri 6.800 > Sergio Rossi aeður St. 36-4Í> Litur: Svart 0/erð 9.700 Kringlunni sími 553 2888 (við hliðina á Landssímanum) -wwwTTTTwwwwwwwwwwwwwwwa staðgreiðslu- og greiðslu- kortaafsláttur og stighœkkandi birtingarafsláttur ,^, Smóauglýtlngaí MS3 Meó einu handcaki býróu tii boró á baki bíistiórasætis. \ö oóó hötf t' aóifi Alb petía mrwdí Rmwk Scémc Verð 1.678.000,- Það er líkt og Renault Mégane Scénic stækki þegar þú sest inn í hann, enda er hann fyrsti fjölnotabíllinn í flokki bíla í millistærð. Segja má að Scénic sé í raun þrír bílar, fjölskyldubíll, ferðabdl og sendibíll. Hann er aðeins 4,23 m á lengd en hugmyndarík hönnun og mikið innanrými gerir hann ótrúlega notadrjúgan og hagkvæman fyrir einstaklinga og fjölskyldur. Það er engin furða þó hann hafi umsvifalaust verið valinn bíll ársins aföllum helstu bíla- tímaritum í Evrópu þegar hann var kynntur. Hér á landi hefur hann þegarfengið frábærarviðtökur. § RENAULT Grjótháls 1, sími 575 1200, söludeild 575 1220

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.