Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1999, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1999, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 3. MAÍ 1999 15 Breytingar á fisk- veiðistjórnarkerfi Því er stundum haldið fram að litlar breytingar hafl orðið fiskveiðistjómarkerf- inu að undanfórnu. Það er þó rangt, eins og hér verður rakið. Breytingamar hafa verið margvíslegar og sumar býsna afdráttar- lausar. Aukið rými fyrir smábáta í fyrsta lagi má nefna að á þessu kjör- tímabili var þróað nýtt stjómkerfi i fiskveið- um fyrir smábáta. Kerfið hefur lengst af verið sóknartengt og '1........... hefur því í veigamikl- um atriðum verið frábmgðið kvóta- kerfinu. Þetta fyrirkomulag færði smábátunum stóraukið rými. Þetta hefur skilað ýmsum sjávarútvegs- byggðunum stórauknum tekjum og afla. Glöggt dæmi um það eru Vest- Kjallarinn Einar K. Guðfinnsson 1. þingmaður Vestfjarða „Enginn vafí er á því að ef þau lög sem nú gilda hefðu verið til staðar fyrir nokkrum árum hefð- um við séð umtalsverðar skatt- greiðslur fjölmargra sjávarút- vegsfyrirtækja, sem hafa hagn- ast vel, en ekki greitt skatta.u fólki leið inn í útgerð. Það er afar mikilvægt. Bann við að af- skrifa kvótaeign Annað atriði má nefna. Leiddar voru í lög heimildir til þess að afskrifa eða fyma kvótaeign. Slíkt hafði verið heimilt fram að breytingunum og var skattalega ívilnandi fyrir útgerðirnar. Þetta var sjálfsagt ein ástæða lítillar tekju- skattsgreiðslu margra sjávarútvegsfyrirtækja sem oft hefur verið vakin athygli á. Eng- inn vafi er á því að ef þau lög sem nú gilda hefðu verið til staðar fyrir nokkrum árum hefðum við séð umtalsverðar skattgreiðslur flölmargra sjávarút- vegsfyrirtækja, sem hafa hagnast vel, en ekki greitt skatta. Að öllu óbreyttu hefði þessi ákvörðun átt að -------------u. lækka kvótaverð, þótt það hafi ekki átt sér stað. Lög sem tak- marka kvótaeign firðir. Þar hefur aflaaukningin i þessu fiskveiðistjórnarkerfi að nokkru vegið upp þann aflasam- drátt sem orðið hefur hjá aflamarks- skipunum. Þetta kerfi hefur líka stuðlað að nýliðun og opnað ungu Þriðja atriðið sem breytt var lýtur líka að tíðum gagn- rýnisatriðum. Oft lýsa menn áhyggj- um yfir þvi að kvótaeignin í land- inu sé að safnast á stöðugt færri hendur. Rétt er það að færri lögaðil- ar ráða nú yfir meiri aflahlutdeild en fyrrum. Eignadreifing fyrirtækjanna er þó meiri en áður. Stöðugt fleiri fyrirtæki eru orðin almenningshluta- Nýtt stjórnkerfi í fiskveiðum fyrir smábáta hefur lengst af verið sóknar- tengt og í veigamiklum atriðum frábrugðið kvótakerfinu. Þetta fyrirkomu- iag færði smábátunum stóraukið rými. félög. Jafnframt þessu hefur nú verið leidd í lög hámarkskvótaeign ein- stakra fyrirtækja og skyldra fyrir- tækja. Þetta er þegar farið að hafa áhrif. Skemmst er þess að minnast að Kaupþing vakti athygli á að þessi lög- gjöf væri farin að virka hamlandi á samrunaferli í sjávarútveginum. Það er að vonum. Takmörkun framsals Ejórða atriðið sem nefna má lýtur að framsalinu. Fátt hefur verið jafnumdeOt og sá þáttur fiskveiði- stjórnarkerfisins. „Brask með óveiddan fisk“, - „sala á auðlind- inni“ er stundum sagt í því sam- bandi og stöðugt hafa gengið sögur um menn sem hafa yfir kvóta að ráða, fiska hann ekki, en lifi í vellystingum praktuglega á leigu- viðskiptum. Nú hefur mjög dregið úr leiguviðskiptum með aflaheim- ildir, það er afleiðingin af lagabreyt- ingum sem meðal annars fólu í sér aukna veiðiskyldu. Því er ekki að neita að þessi breyting er mjög umdeilanleg. Bátar með litlar veiðiheimildir og einstak- lingsútgerðir telja sig til dæmis fara haliloka vegna þessara breytinga. Forystumenn sjómanna hafa hins vegar lagt á þetta atriði höfuðá- herslu. Verðmyndun á fiski og kvóta hafa einmitt verið höfuðdeUu- efnin i amk. tveimur sjómannaverk- föUum. Taisverðar breytingar Af öUu þessu má sjá að talsverðar breytingar hafa átt sér stað í starfs- umhverfi sjávarútvegsins og á lög- um um fiskveiðistjómun. Nú er búið að ákveða með lögum að end- urskoða skuli fiskveiðistjómarlögin í heild sinni. Sú vinna mun fara fram á þessu ári og því næsta. Það er því alrangt sem stundum er hald- ið fram að ekki hafi verið hugað að breytingum á fiskveiðistjómarlög- unum á þessu kjörtímabUi. Einar K. Guðfinnsson Þagað Oft er sagt að versta lygin sé þögnin. Með þögninni er hægt að koma í veg fyrir, að menn kynnist hugmyndum og staðreyndum, sem hefðu áhrif á hugmyndir þeirra um samtímann. Þetta virðast afar margir fréttamenn nýta sér í póli- tiskum tUgangi. TUgangi sem virð- ist oftlega liggja tU „ vinstri" í þjóðmálaumræðunni. Tökum dæmi; Einar Oddur, þingmaður Vestfirðinga, hafði for- göngu um og barðist hetjulegri baráttu fyrir því, að krókabátar yrðu ekki bundnir nær aUt sumar- ið. Hann eggjaði samflokksmenn sína lögeggjan tU aðgerða tU bjarg- ar þeim sem stunduðu þessar veið- ar frá hinum fjölmörgu byggðar- lögum um aUt land. Þingfréttamönnum virðist ekki hafa fundist þetta neitt sérstaklega merkUegt því þeir gáfu þessari baráttu lítinn gaum. Með þrot- lausri baráttu og harðfylgi komst Einar nokkuð áleiðis en hvergi nærri eins langt og hann hafði sett markið. Drög voru uppsett um rýmkun innan kerfisins. Þessi rýmkun mun hafa verulega þýð- ingu fyrir landsbyggðina nú strax í sumar en þegar þingið hafði sam- þykkt þessi drög, var þess getið svona í framhjáhlaupi. Fréttamat Svona fréttamat er stórfurðulegt á þeim tímum sem þessir sömu fréttamenn tíunduðu í langhund- um baráttu þingmanns nokkurs til embættissviptingar bankastjóra sem einvörðungu voru að við- halda þeim hefðum sem fyrirrenn- arar þeirra höfðu komið á. Þing- manni þessum var hampað í hverjum fréttatímanum eftir öðr- um þar sem menn veltu sér upp úr meintu misferli og skömm þessara starfsmanna. Fréttamennirn- ir tóku ekki hús á þessum sama þingmanni þegar Alþingi þurfti að taka á þeim milij- arðavanda sem þessi hafði komið á.þegar hann var ráðherra félagsmála, með félags- legu húsnæðiskerfi sveitarfélaga. Nei, það hefði kallað á of djúpar pælingar og hefði þurft að reka spaðann niður dýpra en ristu- spaðafarið. Að vekja upp draug Kjósendur muna margir aftur til þess tíma þegar verðbólgan át „Þeir væru menn að meiri, þeir hinir þöglu blaðamenn og ritstjór- ar, sem nú mæra og yppa þessum sanga graut sem Fylkingin er, færu þeir í beina andstöðu við þau öfí, sem kynda vilja undir verð- bólgu og koma í veg fyrir afnám Ólafslaga í nútíð og framtíð. “ af list tíma vinnu þeirra til margra ára. „Mis- gengishópurinn", þ.e. þeir sem lentu hvað verst úti í óðaverð- bólgu og fundu ægi- þunga Ólafslaga um verðtryggingu á kropp sínum, eru enn á besta aldri. Sumir þeirra hafa jafnvel orðið ritstjórar víð- lesinna blaða. Þeir hljóta að gera sér grein fyrir því að lof- orðaflaumur Fylking- arinnar um aukin framlög hér og stór- auknar peninga- greiðslur þar hljóta að koma með einum eða öðrum hætti inn í verðlagið og vekja upp þann draug - sem nær gerði út af við þá sjálfa - og senda hann á unga kjósendur sem eitt- hvað hafa verið að fjárfesta í íbúð- arhúsnæði hin síðari ár. Af hverju þegja þessir menn? Hví geta þeir ekki verið sannir sínum fyrri framburði og bent á hættumar sem eru á næsta leiti, komist þessir fjármálaspekingar til valda eftir kosningar? Hvað rekur þessa frómu menn til þagn- arinnar? Hver hefur argað og gargað í eyru þeirra þar til þeir firrtust viti sínu? Hver er sú Gýg- ur sem þeir hafa tekið trúnað við, vart er það sú hin sama hverrar gerðir í félagsmálaráðuneytinu munu kosta ríkissjóð ótalda millj- arða? Ágúst Einarsson hef- ur farið mikinn gegn kvótaleigu og öllum millifærslum í kvóta- kerfinu sem hann að öðru leyti er sáttur við I aðalatriðum. Hann hefur einnig og jafnframt hvatt mjög til gjaldtöku ríkisins af sama kvóta og sömu útgerðum, allt í nafni réttlætisins. Meginrök Ágústar gegn leigukvóta hafa verið þau að þungi þeirra viðskipta komi niður á áhöfn skip- anna og verkafólki í landi. Þessi rök hefur hann einhverra hluta vegna ekki haft mjög uppi um veiðigjaldskvótann - furðulegt að tarna. Val ungra kjósenda Þeir væru menn að meiri, þeir hinir þöglu blaðamenn og ritstjór- ar sem nú mæra og yppa þessum sanga graut sem Fylkingin er, færu þeir í beina andstöðu við þau öfl sem kynda vilja undir verð- bólgu og koma í veg fyrir afnám Ólafslaga í nútíð og framtíð. Því hvet ég allt ungt fólk til að kjósa Sjálfstæðisflokkinn því þar á bæ er færra um loforðin og fagur- galann en meira um framkvæmdir og efndir á þvi sem máli skiptir fyrir komandi kynslóðir - frelsi til athafna án skattpíningar og reglu- gerðarfargans besservissera. Bjarni Kjartansson nrcl/nmmt i m Kjallarinn Bjarni Kjartansson verkefnisstjóri Með og á móti Tóbak verði eingöngu selt í lyfjabúðum Verður að grípa til aðgerða „Engir foreldrar vilja að barnið þeirra reyki. Og engir foreldrar vilja að barnið þeirra verði fíkni- efnum að bráð. Tóbak er fíkniefhi sem böm geta sælgæti, eins og kannanir hafa sýnt. Á sama tíma eru stjórnmála- menn með yfir- lýsingar um að ná tökum á fikniefna- vandamálinu. En með hvaða hætti? Fáir virðast hafa hugkvæmni eða hugrekki til að ráðast að rót- um vandans. Til þess þarf póli- tískan vilja. Ef tóbak væri nýtt af nálinni myndi það aldrei tilheyra „lögregri“ vöru og aldrei komast í sölu, enda yfir 40 krabbameins- valdandi efni í tóbaksreyk. Það er engin tilviljun að Gro Harlem Brundtland, aðalframkvæmda- stjóri WHO, vill takmarka að- gengi að tóbaki eins og kostur er, þannig að fólk geti eingöngu nálg- ast það eins og lyf. Árið 2010 er reiknað með að tóbak drepi um 10 milljónir manna árlega langt fyr- ir aldur fram. Það að stemma stigu við reykingum ungmenna er á forgangslista WHO og sömu- leiðis á forgangslista heilbrigðisá- ætlunar heilbrigðisráðuneytisins til ársins 2005. Þess vegna þarf að grípa til róttækra aðgerða. Yfir 80% af reykingamönnum vilja hætta þessum dauðans ávana og þess vegna myndi takmarkað að- gengi hjálpa fólki til að taka þá ákvörðun að hætta. Það er okkur til skammar að bömum okkar séu afhentar sígarettur í dag nán- ast afskiptalaust. í ljósi þess að allt eftirlit með því að lögum um tóbaksvarnir sé framfylgt er I molum, verður að gripa til að- gerða til að stöðva fíkniefnafar- aldurinn i landinu." nálgast eins og Þorgrímur Þráins- son, framkvæmda- stjóri Tóbaksvarn- arráðs. Kolbrún Bergþórs- dóttir blaðamaöur. Hingað og ekki lengra „Manni fallast hendur þegar maður heyrir hugmyndir á borð við þessa. Tóbak á ekkert erindi í lyfjaverslanir að mínu mati og fólki getur ekki verið alvara með slíkum hugdett- um. Er til dæm- is gert ráð fyrir þvi að fólk þurfi að fram- visa lyfseðli þegar það kaupir sér tó- bak? Eiga menn að gefa sig fram við af- greiðsluborð apótekanna sem einhverjir tóbaksfiklar eða eins og eiturlyfjaskjúklingar sem ekki verður við bjargað. Forræðishyggja er af hinu illa og þessari hugmynd verður vart líkt viö annað en hreinan fas- isma. Tóbak er löglegt á íslandi og öllum frjálst að kaupa það sem eru orönir sextán ára. Á meðan það er leyfilegt að reykja þá hljóta mehn að vera sammála um að það sé selt í almennum versl- unum en aðgangur ekki hertur með þessum hætti. Það er kom- inn tími á að hætta að líta á reyk- ingamenn sem ótínda glæpa- menn. Reykingamenn hafa reynd- ar verið sjálfum sér verstir því þeir láta yfirleitt valta yfir sig. Ég hvet reykingamenn til að rísa upp og segja hingað og ekki lengra.“ -SJ/aþ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.