Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1999, Blaðsíða 8
Utlönd MANUDAGUR 3. MAI1999 Stuttar fréttir r>v Akærður fyrir sprengjutilræðin í London 22 ára gamall verkfræðingur, sem grunaður er um að bera ábyrgð á þremur sprengjutilræð- um í London undanfarna daga, var í gær ákærður fyrir morð. Hann kemur fyrir rétt í dag. Sam- kvæmt frásögn lögreglunnar er hinn ákærði ekki félagi í þeim fasistasamtökum sem lýst hafa ábyrgð á sprengjutilræðunum. Verkfræðingurinn, David Copeland, var handtekinn á laug- ardaginn á heimili sínu í Cove sem er í um 50 kílómetra fjarlægð frá London. Breskir fjölmiðlar greindu frá því í gær að heimili mannsins hefði verið eins og sprengjuverksmiðja. Tveir létust, barnshafandi kona og svaramaður i brúðkaupi henn- ar, í sprengjutilræðinu á krá sam- kynhneigðra í Sohohverfinu síð- astliðinn fóstudaginn. Hinn ákærði hafði komiö nagla- sprengju fyrir á gólfi krárinnar. Nær sjötíu manns særðust alvar- lega og lést einn þeirra á laugar- dagskvöld. Noregur: Tugir Kosovo-AI- bana slasast DV, Ósló: Skemmtiferö þrjátíu og sex kosovo-albanskra flóttamanna í dýragarðinn endaði með hörm- ungum í Noregi í gærkvöld. Rút- an þeirra valt á veginum við Mandal, syðst í Noregi, og lést einn farþeganna samstundis. Flestir Junir slösuðust og margir þeirra alvarlega. Þrjár þyrlur voru þegar sendar á vettvang að flytja hina slösuðu á sjúkrahús og í gærkvöld voru nokkrir þeirra enn í lífshættu. Fólkið hefur síðustu vikur búið í flóttamannabúðum í Lista, nærri Mandal, og fór í gær í dýragarð- inn í Kristjánssandi. Á heimleið- inni valt rútan af ókunnum or- sökum. i Norðmenn hafa samþykkt að taka við 6000 Kosovo-Albönum meðan átökin geisa í heimalandi þeirra. Flóttamönnunum hefur verið komíð fyrír á ýmsum stöð- um í Noregi. En þótt sveitavegir við Mandal eigi að teljast tryggari en vegirnir í Kosovo þá virðist þetta fólk hvergi óhult. Unglingar í Turku særðu 13 með hnífum Unglingar á aldrinum 14 til 18 ára gengu berserksgang í miðbæ Turku í vesturhluta Finnlands að- faranótt sunnudags. Skáru ung- lingarnir þrettán manns með hnífum og er ástand eins hinna særðu alvarlegt. Þrír árásaramannanna voru stúlkur. Nokkrir unglinganna voru enn í gær í haldi lögreglunn- ar. Bandarískur þingmaöur fullyröir: Vendipunktur í Kosovodeilunni Bandarískir og rússneskir þing- menn náðu samkomulagi í Vín um ramma að nýjum friðarsamningi í Kosovodeilunni. í rammasamn- ingnum er ákvæði um eftirlit vopn- aðra alþjóðlegra sveita. Þetta full- yrti bandaríski þingmaðurinn Curt Weldon við erlendar fréttastofur í gær. Uppkast að samningnum var á laugardaginn sent til Belgrad. Ná- inn samstarfsmaður Slobodans Milosevics Júgóslavíuforseta sagði að menn hefðu ekkert við uppkastið að athuga. 1 sendinefnd rússnesku þingmann- anna voru meðal annarra Vladimir Ryzjkov og Vladimir Lukin. Kaup- sýslumaðurinn Dragomir Karic, sem er náinn Milosevic, tók þátt í viðræðunum í Vín og var allan tím- ann í sambandi við Júgóslavíufor- setann. „Karic ræddi með reglulegu millibili við Milosevic og hvatti hann til að taka fyrsta skrefið og sleppa stríðsföngunum," sagði þingmaðurinn Bernie Sanders. Þrátt fyrir fullyrðingu Weldons um að Milosevic væri samþykkur rammasamningnum ítrekaði talsmaður utanríkisráöuneytisins í Belgrad að yfirvöld í Júgóslavíu myndu ekki leyfa eftirlit erlendra hersveita í Kosovo. Fulltrúar Atlantshafsbandalagsins, NATO, lýstu yfir efasemdum sínum gagnvart fullyrðingu Weldons að vendipunktur væri nú í Kosovodeilunni. Kváöust NATO- menn bíða eftir að heyra frá Milosevic sjálfum. Borís Jeltsín Rússlandsforseti sendi í gær Viktor Tsjernómyrdín, sáttasemjara sinn í Kosovodeilunni, til Bandaríkjanna. Mun Tsjernómyrdín eiga viðræður við Bill Clinton Bandaríkjaforseta í dag. NATO hefur beðið Rússland um að reyna að miðla málum í Kosovodeilunni vegna góðs sambands síns við Júgóslavíu. Tsjernómyrdín var í Belgrad síðastliðinn föstudag. Hann hefur ekki greint frá viðræðum sínum við Milosevic. Clinton Bandaríkjaforseti lýsti í gær yfir ánægju sinni yfir að Júgóslavar hefðu sleppt þremur bandarískum stríðsföngum. Forsetinn sagði hins vegar að loftárásunum á Júgóslavíu yrði haldið áfram. Ólíklegt er talið að Clinton muni funda með Milosevic. Júgóslavíuforseti stingur upp á fundi með Clinton í bréfi sem hann bað séra Jesse Jackson fyrir. Jackson var um helgina i Belgrad ásamt fleiri trúarleiðtogum. Voru bandarísku stríðsfangarnir samferða Jackson úr landi. Þeir höfðu verið rúman mánuði í haldi Júgóslava. Atlantshafsbandalagíð viðurkenndi í gær að hafa óviljandi skotiö flugskeyti að langferðabifreið nálægt Luzane norðan við Pristina í Kosovo á laugardaginn. Samkvæmt heimildum Serba létusts tugir farþega í árásinni. Ætlun Atlantshafsbandalagsins var að eyðileggja brúna sem bifreiðin ók yfir. Símamynd Reuter Spennandi lokasprettur í kosningabaráttunni í Skotlandi: Skoska sparsemin sterkari en stoltið DV, Edinborg: „Allar aðrar þjóðir hafa hagnast á sjálfstæði. Af hverju ættu Skotar ekki að gera það líka?" Þannig svar- ar Alex Salmond, leiðtogi Skoska þjóðarflokksins, jafnan með spurn- ingu þegar hann er beðinn að færa rök fyrir sjálfstæði Skotlands. Hann vill að Skotar fái að ákveða sjálfir í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort þeir vilja sjálfstæði eða halda áfram að vera eins og hjálenda frá Englandi. Þjóðaratkvæðagreiðslan um sjálf- stæði yrði helsta verkefni nýrrar ríkisstjórnar í Skotlandi ef Skoski þjóðarflokkurinn næði meirihluta á þinginu sem kosið verður til á fimmtudaginn. Sjálfstæðissinnar höfða í kosningabaráttunni til þjóð- arstolts. Andstæðingarnir höfða til skosku sparseminnar. Og það lítur út fyrir að sparsemin reynist stolt- inu sterkari á lokasprettinum. Verkamannaflokkurinn er höfuð- andstæðingur Skoska þjóðarflokks- ins. Og Verkamannaflokkurinn vill enga breytingu á stöðu Skotlands vegna þess að breytingar leiði að- eins til útgjalda og aukinnar skatt- heimtu. Þetta viðhorf hefur verið ríkjandi hjá öllum fjölmiðlum í kosningabar- áttunni og daglega eru birtar nýjar tölur um útgjöldin sem sjálfstæði leiði af sér. Salmond segir að þetta sé samsæri fjölmiðla og rikisstjórn- arinnar í London og hefur hafið út- gáfu á eigin blaði, Rödd Skotlands, þar sem mikið er skrifað um þjóð- arstolt og ekkert um peninga. Fylgi flokkanna hefur sveiflast töluvert í kosningabaráttunni. Um tíma leit út fyrir að Skoski þjóðar- flokkurinn fengi yfir 40 prósent og seinna að Verkamannaflokkurinn næði hreinum meirililuta. Síðan, þegar fréttist að Verkamannaflokk- urinn væri búinn að mynda sam- steypustjórn með Frjálslyndum, náði Skoski þjóðarflokkurinn sér á strik að nýju. Líkurnar á að Skoski þjóðarflokk- urinn nái meirihluta eru þó hverf- andi. Hins vegar gæti svo farið að Verkamannaflokkurinn og Frjáls- lyndir næðu ekki meirihluta saman og þá gæti farið svo að Skotar hæfu heimastjórnartímabil sitt á stjórn- arkreppu og nýjum kosningum í haust. GK 70 létust í hitabylgju Rúmlega 70 manns hafa látist af völdum hitabylgju á Indlandi undanfarna daga. Hitastigið hefur verið allt að 47 gráður. Tilbúinn með verri veiru Taívanski verkfræðingurinn Chen Ing-hou, sem bjó til Tsjernóbyltölvuveiruna, sagði við yfirheyrslu að hann hefði verið næstum tilbúinn með tvær enn verri tölvuveirur. Barak í vandræðum Ehud Barak, leiðtogi Verka- mannaflokksins í ísraels, lenti í vandræðum í gær vegna um- mæla leikkonu sem styður hann. Barak hefur keppt að því að ná at- kvæðum þeirra sem minna mega sín. Leikkonan, Tiki Dayan, kallaði þá sem Barak biðlar til skríl. Hann fordæmdi í gær um- mælu Dayan. Harmleikur í Sviþjóð Lögreglan í Ánaset norðan við Umeá í Svíþjóð fann í gærmorgun tvo fullorðna og tvö börn skotin til bana. Allt þótti í gær benda til fjölskylduharmleiks. Óttast dómsdag Yfir 35 þúsund verkamenn í borginni Alang á Indlandi hafa flúið til heimkynna sinna í Himalaya í kjölfar blaðaskrifa um að dómsdagur renni upp 8. maí. Grunur um ebólufaraldur Yfirvöld í Kongó óttast að hin banvæna ebólaveira herji á ný. Um 50 manns í norðurhluta lands- ins hafa látist úr dularfullum veirusjúkdómi. Oliver Reed látinn Breski leikarinn Oliver Reed lést skyndilega á eyjunni Möltu I gær. Reed, sem leikið hafði í 53 kvik- myndum, var við tökur á myndinni The Gladiator á eyj- unni. Hann veiktist á bar í Val- letta þar sem hann var staddur ásamt eiginkonu sinni og vinum. Reed lést á leiðinni á sjúkrahús. Uppnám vegna slæðu Uppnám varð við þingsetningu í Tyrklandi í gær er nýkjörin múslimsk þingkona mætti með slæðu um höfuðið. Ecevit forsæt- isráðherra sakaði þingkonuna, Merve Kavakci, um að ögra rík- inu. Andófsmenn handteknir Að minnsta kosti 20 andófs- menn voru handteknir í Kína um helgina. Nokkrir voru gripnir er Tpeir ræddu hvernig minnast skyldi þess að 10 ár eru liðin frá blóðbaðinu á Torgi hins himneska friðar í Peking. Kosningar í Panama Panamabúar gengu í gær að kjörborðinu til að kjðsa sér for- seta. Annar frambjóðand- inn, Martin Torrijos, er son- ur Omars Torri- jos Herrera sem stýrði Panama með harðri hendi. Hinn frambjóðandinn Mireya Moscoso, ekkja Arnulfos Arias, fyrrverandi forseta. Lést í snjóflóði Að minnsta kosti einn lést í snjóflóði við Mont Blanc í Frakklandi í gær. Hundruð björgunarmanna leituðu fimm eða sex manna sem talið var að gætu hafa orðið undir snjóflóðinu. ífebrúar létust 12 í snjóflóði á svipuðum slóðum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.