Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1999, Blaðsíða 10
10 Fréttir MÁNUDAGUR 3. MAÍ 1999 NÝJA BÍLAHÖLLIN Honda Civic coupé impetus spoilerar og púst, ‘93, rauður, leður, 5 g. Verð 1.490.000. 567 2277 Toyota Corolla h/b XLi Specal series ‘94, ekinn 55 þ., rauður, ssk. Verð 890.000, tilboð 760.000 stgr. Toyota Celica GT four turbo 4x4 ‘95, ekinn 55 þ., rauður, 5 g., leður, álf., sóll., tölvukubbur, 280 hö. Verð 2.450.000, ath. skipti. Mercedes Benz E 300 st. dísil '95, ekinn155 þ., svartur, ssk., leður, ABS, loftp. r/ö o.fl. Verð 3.150.000, ath. skipti, áhv. lán. VW Passat st., dísil, ‘96, ekinn 118 þ., ssk., saml. Verð 1.250.000, tilboð 1.050.000 stgr. Grand Cherokee Orvis ‘97, ekinn 76 þ., sægrænn, ssk., sóll., leður, r/ö, ABS, loftp. o.fl. Verð 3.950.000, ath. skipti, áhv. lán. Glæsilegur bíll. Vantar bíla á staðinn og á skrá. Toyota Corolla Gti ‘88, grár, 5 g., sóll., cd, s+v-dekk. Verð 390.000. Toppbíll. Dodge Caravan 2,4 ‘96, ekinn 36 þ., hvítur, ssk., loftp., 7 manna. Verð 1.990.000, tilboð 1.690.000 stgr., áhv.lán. Subaro sedan 4wd ‘89, ekinn 159 þ., Ijósbl., ssk., r/ r. Verð 390.000, tilboð 275.000 stgr. Gullmoli. Deilur ASÍ og Rafiðnaðarsambandsins: Búnir að kjafta sig út í horn - segir Halldór Björnsson í Dagsbrún/Framsókn, stærsta launþegafélagi landsins „Menn geta haft alls konar skoðanir en þú ferð ekki að segja í lok ræðu þinn- ar, eins og ég las í DV, að menn eigi að búa sig undir skítkast frá félög- um sínum í hreyfingunni vegna þess að þeir hafi ekki vit á að tala um al- vöru mála á annan hátt. Þetta er nokkuð sem þú segir ekki. Þetta er mál sem menn verða að leysa, en ég verð að segja eins og er að mér finnst menn bún- ir að kjafta sig út í horn,“ sagði Halldór Bjöms- son, formaður í Dagsbrún/Fram- sókn, um illvígar deilur sem geisa í launþegahreyf- ingunni. Er verið að splundra Alþýðusam- bandinu? „Ef fagfélögin, sérstaklega Rafiðn- aðarsambandið, halda áfram þess- um árásum á bæði verslunarmenn og félögin almennt þá fara menn að spyrja sig hvort ekki sé mál til kom- ið að fara að segja hingað og ekki lengra. Það er ekki hægt að sitja undir þessu öllu lengur. Ég er ekki að segja að það leysi nein mál, en það þýddi einfaldlega að menn sætu uppi með tvö alþýðusambönd í stað- inn fyrir eitt. Við erum engu bætt- ari með því en um það er ekki alltaf spurt,“ sagði Halldór. Halldór segir að deilan hafi staðið um lög Matvíss en ekki Rafiðnaðarsambandið og ekkert á það hallað. Ættu að snúa sér að hagstærðunum Guðmundur Gunnarsson, formað- ur Rafiðnaðarsambandsins, er ósam- mála: „Þeir tala um blandað félag; menn sem eru í félagi saman, menn með sveinspróf og aðra sem eru það ekki. Þeir í ASÍ ættu heldur að snúa sér að því að taka á móti öllum laun- þegum sem vilja vera innan ASÍ og segja takk fyrir, velkomnir. ASÍ á að einbeita sér að því að finna hag- stærðir og annað til að auðvelda okk- ur baráttuna þegar við gerum okkar kjarasamninga." -JBP Halldór Björnsson. Drífðli þig, seppi ■PBðB-: ■■ VVH' Þessi skautandi hundaeigandi var ekki á því að láta besta vininn draga sig áfram heldur sneri stöðunni við í Grafarvoginum. DV-mynd Pjetur Pizza 67 í Kína aðeins á færi efnaðra Kínverja: íslensk tólftomma á 250 krónur Tólf tommu pitsa í Kína kostar um 250 íslenskar krónur. Það er stórfé fyrir flesta launþega í landi þar sem skúringakonan hefur kannski 3.000 krónur í mánaðar- laun. En í stórborg eins og Tianjin, sem er þriðja stærsta borg Kína og ein af tíu stærstu í heimi, leynast allmargir Kínverjar sem hafa stjarn- fræðileg laun og munar ekki um að kaupa sér pitsu. Margir láta sér lika nægja að kaupa eina sneið af pitsu, en ekki kökuna alla. En fyrir venju- legan launþega eru pitsukaup enn sem komið er munaður sem ekki er á færi allra. Vestrænir veitingastað- ir, eins og McDonald’s og Pizza 67, fagna velgengni og miklum viðskipt- um í Kína, þar sem velmegun al- mennings virðist aukast hratt. Guðjón Gíslason, einn eigenda Pizza 67, sagði að góðar fréttir bær- ust frá Kína, þar væri allt í góðum gangi. Veitingahúsið rúmar 40 manns við borð. Þar vinna 15 starfs-' menn. -JBP Við opnun Pizza 67 í Tianjin í Kína. Ráðagerðir eru uppi um opnun fleiri ís- lenskra pitsustaða í stærsta landi veraldar. Nýjung veldur armæöu: Nýir pokar - harðara brauð „Þarna takast á tvær mismun- andi kröfur neytenda. Annars vegar þær að brauðið haldi góðri skorpu og hins vegar það að brauðið geym- ist lengur í pokunum," sagði Björn Jónsson, markaðsstjóri hjá brauð- gerð Myllunnar, um nýja brauðpoka sem settir hafa verið á markað. Þetta eru svokallaðir rifgatapokar sem anda og halda því brauðinu fersku allan daginn. Gallinn er hins vegar sá að brauðið geymist illa í þessum nýju pokum og er gjaman orðið að tvíböku morguninn eftir. Þó eru pokamir úr plasti en neyt- endur átta sig ekki allir á því að þeir era götóttir. „Þessi gerð af rifgatapokum er Brauðstúlka með brauð í rifgatapoka. mikið notuð erlendis, til dæmis í Englandi og Hollandi, og þar er brauðmenning á háu stigi. Ég tel víst að íslendingar taki þessari nýj- ung einnig vel,“ sagði Björn hjá Myllunni. Rifgatapokarnir eru innfluttir vegna þess að ekki er hægt að fram- leiða þá innanlands. Vegna kvart- ana hefur Myllan á prjónunum að afhenda venjulegan plastpoka með hverju brauði þannig að fólk geti tekið brauðið úr rifgatapokanum að kveldi og skellt því yfir í venjulegan poka svo það skemmist ekki að nóttu. Ekkert er þó afráðið í þeim efnum. -EIR DV-mynd Hilmar Þór

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.