Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1999, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1999, Blaðsíða 14
14 MANUDAGUR 3. MAI 1999 Utgðfufélag: FRJALS FJOLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFDR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aðstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ vlsir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Rftstjórn: dvritst<s>ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIDLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk., Helgarblaö 230 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Vonir bresta Undir lok síöasta árs voru vinstri menn fullir bjartsýni, langþráður draumur um sameinaöa vinstri menn var talinn innan seilingar. Jóhanna Siguröardóttir talaöi fjálglega um möguleika vinstri manna um meirihluta. Nokkrum vikum síöar voru væntingarnar hógværari. Samfylkingin átti raun- hæfa möguleika á aö verða jafnstór í komandi kosningum og Sjálfstæðisflokkurinn. Vinstri menn voru þannig búnir að sætta sig við að allt sameiningarbröltið skilaði þeim ekki neinu frá síðustu kosningum. í mars síðastliðnum voru forráðamenn Samfylkingarinnar farnir að örvænta og Sighvatur Björgvinsson, formaður Al- þýðuflokksins, taldi 31-32% fylgi næstkomandi laugardag vera sigur. Nú, nokkrum dögum fyrir kosningar, benda skoðana- kannanir til að Samfylkingunni takist ekki einu sinni að ná því sem Sighvatur í hófsemi vonbrigðanna taldi fyrir nokkrum vikum að væri sigur í kosningabaráttu. Jóhanna Sigurðardóttir, sem Sighvatur vildi ekki að yrði talsmaður Samfylkingarinnar, var kokhraust að vanda þegar hún var spurð um niðurstöður nýjustu skoðanakönnunar DV, sem birt var hér í blaðinu síðasta fóstudag. Þar mældist Sam- fylkingin með 26,7% eða 2,6 prósentustigum meira en í síðustu könnun blaðsins, en í raun innan skekkjumarka. „Þetta er gleðilegt og í samræmi við það sem við fmnum alls staðar úti í þjóðfélaginu. Við erum í mikilli sókn," sagði Jóhanna Sig- urðardóttir. Nú er það svo að stjórnmálamenn eru misjafnlega næmir fyrir því hvernig vindar blása í þjóðfélaginu, en fáir hafa betri tilfmningu en stjórnmálamaður sem finnur mikla sókn í því að bæta við sig 2,6 prósentustigum milli kannana. „Við stefnum að því að fá 35% í þessum kosningum og ég held að okkur muni takast það," sagði stjórnmálamaðurinn sem fyrir nokkrum mánuðum taldi ekki fjarri að samfylking vinstri manna næði jafnvel meirihluta á Alþingi. í taugaveiklun hefur Samfylkingin gripið til þess ráðs að ausa úr kosningasjóðum í magnaða auglýsingaherferð, enda standa sjóðirnir vel, að því er Margrét Frímannsdóttir segir. „Samfylkingin nýtur lánstrausts í gegnum þá flokka sem að henni standa því um er að ræða flokka með mjög góða fjár- málastjórn, bæði Alþýðuflokkurinn, Alþýðubandalagið og Kvennalistinn," sagði Margrét Frímannsdóttir á Beinni línu DV í liðinni viku. Þetta er merkileg yfirlýsing frá talsmanni kosningabandalags stjórnmálaflokka sem ekki hafa verið þekktir fyrir mikið hyggjuvit þegar kemur að innri fjármál- um, eins og dæmin sanna. Aðeins hinar „hagsýnu" í Kvenna- listanum hafa sýnt nokkra fyrirhyggju í þeim efnum. Vandi Samfylkingarinnar liggur í því að frambjóðendum flokksins hefur ekki tekist að koma fram með trúverðuga stefhu - þeim hefur ekki tekist að ná trúnaði og trausti kjós- enda með yfírboðum og fallegum loforðum. Kjósendur sjá í gegnum yfirboðin og þeir hræðast upphlaup í anda Össurar Skarphéðinssonar. Til að standa undir loforðum ætlar Samfylkingin hins veg- ar að byggja á þeim árangri sem náðst hefur í efnahagsmálum undanfarin ár og á þeim árangri sem fyrirsjáanlegt er að ná- ist vegna þess hve vel menn hafa búið í haginn. Margrét Frí- mannsdóttir sagði á áðurnefndri Beinni línu DV að loforð Samfylkingarinnar kostuðu um 35 mfUjarða króna. „Við reiknum með 2,5 prósenta hagvexti, sem helstu sérfræðingar spá að verði á næstu árum." Auk þessa eru boðaðar skattahækkanir. Leggja á sérstakt tryggingagjald á stærri fyrirtæki, sem örugglega eykur sam- keppnishæfni þeirra á erlendum mörkuðum og eykur svigrúm þeirra til að hækka laun starfsmanna. Setja á umhverfis- og mengunargjöld, sem að líkindum lenda á neytendum við bens- índælurnar eða við kassa stórmarkaða. Og síðast en ekki síst á endanlega að eyðileggja staðgreiðslukerfi tekjuskatts með fjölþrepa tekjuskatti, sem gerir lítið annað en auka enn jaðar- skatta þeirra sem síst skyldi. Á sama tíma er því lofað að efla fjölskylduna. Óli Björn Kárason „Samfylkingin er hreyfing sem sprottin er upp af vilja fólksins í landinu til að skapa raunverulega breiðfylkingu félagshyggjufólks". - Þingflokkur Samfylkingarinnar á síðasta þingi. Sögulegar kosn- ingar í nánd Nú eru aðeins fimm dagar til sógu- legustu kosninga til Alþingis i áratugi. Þaö hefur komið skýrt fram í kosn- ingabaráttunni að valið stendur fyrst og fremst um það hvort Sjálfstæðis- flokkurinn eöa Sam- fylkingin leiði land- stjórnina á næsta kjörtímabili. Sam- fylkingin er eina stjórnmálaaflið sem getur tryggt með góðri útkomu í kosningunum að breyting verði á landstjórninni og komið verði 1 veg fyrir 12 ára stjórnar- setu Sjálfstæðis- flokksins. Kjallarinn Margrét Frímannsdóttir talsmaður Samfylkingarinnar stöðugleika í efnahags- málum. Andstæðingar Sam- fylkingarinnar hafa sameinast í árásum á stefnumál hennar. Þeir óttast samtakamáttinn sem Samfylkingin er að kalla fram hjá fólk- inu í landinu. Þeir ótt- ast að það verði gerðar breytingar sem hnekkja vörnum á ýmsum sérhagsmunum sem stjórnarflokkarnir hafa komið upp á und- anfórnum árum og ára- tugum. Ótti þeirra er skiljanlegur vegna þess að Samfylkingin berst fyrir jafnræði einstak- linga og fyrirtækja. Hreyfing fólksins fyrir fólkið Samfylkingin er hreyfing sem sprott- in er upp af vilja fólksins í landinu til að skapa raunveru- lega breiðfylkingu félagshyggjufólks. Víðtækum vilja al- mennings til að skapa samstöðu um öfluga og rétt- láta velferðarþjónustu, þar sem málefni fólks sem á undir högg að sækja eru ekki afgangsstærð á fjarlógum, heldur raunveruleg og brýn úrlausnarefni. Samfylkingin er hreyfing jafnaðar, réttlætis og lýðræðis á öllum sviðum samfé- lagsins, sem leggur áherslu á ábyrga stjórn ríkisfjármála og „Það hefur veríd fullyrt að Sam- fylkingin ætli að hækka skatta á fólki sem hefur lágar og meðal- tekjur. Það er af og frá. Ég treysti dómgreind almennings þegar hann vegur og metur mál- flutning Samfylkingarinnar milli- liðalaust." Hún vill rækta mannauðinn sem m.a. þýðir að hún vill styrkja og styðja þá sem koma fram með nýj- ar og ferskar hugmyndir á öllum sviðum, sem íhald til hægri og vinstri skynjar sem ógn við hags- muni sína og berst gegn. Rangfærslur og útúrsnúningar Það hefur verið fullyrt að Sam- fylkingin ætli að hækka skatta á fólki sem hefur lágar og meðaltekj- ur. Það er af og frá. Ég treysti dómgreind almennings þegar hann vegur og metur málflutning Samfylkingarinnar milliliðalaust. Er hækkun ótekjutengdra barna- bóta, sem verði færðar inn í stað- greiðslukerfið, tillaga um skatta- hækkun? Er það tillaga um skatta- hækkun að foreldrar geti nýtt per- sónufrádrátt barna sinna upp að 18 ára aldri, sem getur aukið tekj- ur foreldra um 280 þúsund krónur á ári með einu barni? Er það til- laga um skattahækkun að taka upp fjölþrepa skattkerfi þar sem millitekjufólk og lágtekjufólk greiði lægri skatt en það gerir nú? Er það tillaga um skattahækkun á almenning að foreldrar haldi full- um launum i fæðingarorlofi sem verði 12 mánuðir og foreldrar geti skipt því með sér? Er það til- laga um skattahækkun að fram- færslugrunnur námslána verði hækkaður? Er það tillaga um skattahækkun að leggja til að samið verði við samtök aldraðra og öryrkja um afkomutryggingu, þar sem afkomutrygging skerðist ekki vegna launa maka? Er það skattahækkun að vilja afnema 10% fjármagnstekjuskatt af eðli- legum sparnaði ungra jafnt sem aldinna á sparisjóðsbókum en skattleggja þess í stað miklar fjármagnstekjur eins og aðrar tekj- ur? - Svari hver fyrir sig. Þann 8. maí ræðst hvort réttlát stefna Samfylkingarinnar verður ráðandi við landstjórnina eða Tivort áframhald verður á þeirri misskiptingu sem ríkisstjórnin hefur viðhaldið. Nú er tækifærið til að breyta rétt. Margrét Frímannsdóttir Skoðanir annarra Gengi hlutabréfa „Aðgerðir Seðlabankans hafa haft neikvæð áhrif á markaðinn en ég tel að þau áhrif séu þegar komin fram. Fyrirtæki eru yfirleitt að sýna ágætis afkomu. Ég tel að það óöryggi sem nú er á markaðnum teng- ist að nokkru leyti kosningum og myndun nýrrar ríkisstjórnar. Mér finnast þær skoðanir sem margir verðbréfamiðlarar hafa sett fram að undanförnu geti verið tengdar þeirra eigin hagsmunum; t.d. kom stórt fyrirtæki í smásöluverslun á markað nýlega og strax eftir að þeirri sölu lauk koma þeir aðilar sem um sóluna sáu og sögðu fjárfestum að fara varlega í hlutabréfakaupum." Þorsteinn Þorsteinsson í Degi 30. apríl. Bráðaþjónusta fyrir geösjúka „Við getum ekki boðið geðsjúkum börnum og að- standendum upp á það þjónustuleysi að hafa Barna- og unglingageðdeild Landspítalans lokaða um helg- ar. Við getum ekki boðið geðsjúkum börnum og að- standendum upp á það þjónustuleysi, að engin bráðaþjónusta sé fyrir hendi. Barn sem ber eld að sjálfu sér þarf þegar í staö á bráðaþjónustu að halda; barn sem reynir sjálfsvíg itrekað þarf þegar á bráða- þjónustu að halda...Við þessum vanda verður strax að bregðast og stjórnvöld eiga að sjá sóma sinn í þvi að hafa snör handtök til hjálpar geðsjúkum börnum og unglingum og foreldrum þeirra." Úr forystugreinum Mbl. 30. apríl. Hægir á hagvexti „Það er enn þá ekki hægt að sjá neina niðursveifiu í merkingunni að það sé að verða samdráttur í landsframleiðslu. Hins vegar sýnist mér einsýnt að það muni hægja á hagvexti og hann verði ekki jafn- mikill og í fyrra. Þessu til viðbótar virðast viðskipta- kjörin vera farin að versna og það mun rýra tekjur þjóöarinnar að öðru óbreyttu. Það birtist í hækkandi olíú- og bensínverði, lækkandi verði fyrir ál og sjáv- arafurðaverð hefur staðnað og er jafnvel að byrja að síga niður á við. Þannig að þetta ár verður okkur ekki jafn hagstætt í viðskiptakjörum og síðasta ár, það er alveg ljóst." Már Guðmundsson í Degi (fjármál og markaður) 30. apn'l.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.