Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1999, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1999, Blaðsíða 27
MANUDAGUR 3. MAI1999 Fréttir íslensk miölun á Stöðvarfirði: Fjölgar störfum Fyrirtækið íslensk miðlun Stöðv- arfirði ehf. var stofnað 29. apríl og verða starfsmenn fyrirtækisins á Stöðvarfirði 12-14. Þeir munu sinna markaðs- og upplýsingastörfum á vöktum í beinum tengslum við höf- uðstöðvar íslenskrar miðlunar ehf. í Reykjavík. Framkvæmdastjóri verð- ur ráðinn. á næstu dögum og er áætlað að starfsemin hefjist i ágúst. íslensk miðlim Stöðvarfirði ehf. er einkahlutafélag í eigu íslenskrar miðlunar ehf. og Stöðvarhrepps. Tæknival hf. setur upp tölvu- og víð- netsbúnað fyrir fyrirtækið ásamt símbúnaði frá Smith & Norland. Jafnframt verður sett upp fjarfunda- kerfi með tengingu við skrifstofu fyr- irtækisins í Reykjavík. Hin nýja víð- netstækni gerir mögulegt að íslensk miðlun getur starfað jafnt í Reykja- vík sem á Stöðvarfirði og Raufarhöfn þvi nú er unnt að tengja saman tvo eða fleiri vinnustaði sem geta starfað saman óháð vegalengdum. í tilefni af stofnun fyrirtækisins á Stöðvarfirði býður Islensk miðlun íbúum á tölvunámskeið og í kjölfar- ið að eignast hraðvirkar tölvur og prentara í samvinnu við Lands- banka íslands á staðnum. íslensk miðlun ehf. rekur full- komna símamiðstöð með um 25 starfsstóðvum í Reykjavík og á Rauf- arhöfn og annast margvisleg mark- aðs- og sölustörf. Fyrirtækið tekur að sér simsvörun fyrir fyrirtæki, út- hringingar og innhringingar vegna upplýsinga-, markaðs- og söluher- ferða, markhópavinnslu og gerð spurninga- og markaðskannana. Fyrirtækið var stofnað fyrir tveimur árum að erlendri fyrir- mynd en starfsemi af þessu tagi vex hröðum skrefum erlendis. Þess má geta til gamans að þetta þýðir um það bil 15% fjólgun starfa á Stöðvar- firði og munar um minna. íslensk miðlun ehf. er í eigu hjónanna Svav- ars Kristinssonar framkvætnda- stjóra og Karólínu Hróðmarsdóttur. -GH DV, Hólmavík: Jósef A. Friðriksson og Svavar Kristinsson skrifa undir og handsala samn- inginn. DV-mynd Garðar Skert dýralæknisþjónusta Sauðfjárbændum á Ströndum fell- ur til dæmis miður að eiga minni ítök i aðstoð Laufeyjar þegar sauð- burður er að hefjast en hún hefur dvalið á Hólmavík undanfarin vor. Sauðfjárbændur sem aðrir þurfa því að drekka lopaseyðið af ákvörð- unartöku aðila sem standa þeim fjarri og virðast oft í himinhæð ofan við hversdagslegt líf fólks til sveita. -GF Breytt skipan dýralæknisþjónustu í landinu, sem taka átti gildi um síð- ustu áramót en frestað var af ýmsum ástæðum, orsakaði að minnsta kosti að meginhluta til að velflestir Vest- firðingar njóta nú þjónustunnar í mun minna mæli en verið hefur eftir að dýralæknishjónin, Höskuldur Jens- son og Laufey Haraldsdóttir, fluttu sig um set undir lok síðasta árs. B180xD85xH79 86.940,- B210xD92xH90 103.190,- Vandaðir Amerískir svefnsófar með innbyggðri springdýnu. Frábær lausn þegar sameina þarf fallegan sófa og gott rúm. Við bjóðum margar gerðir, mikið úrval áklæða og lita. V geröir, r Raðgreiðslur i 36 mán. HÚSGAGNAHÖLUN . "¦''.¦'.:¦? """.'¦ HZReykJavík Sfrhi 510 800ÍÍ Skjár 1 er ó'llum opinn án endurgjalds. Stöðin er eingöngu rekin á auglýsingum. Útbreiðslusvaði Skjás h Faxaflóasvœ ðið Suðurnes Suðurland Akranes Til að stiUa inn á myndlykil veljið fyrst CP takka, stimplið síðan inn 63 eða 99, mism unandi eftir endurvarpi Þegar mynd er komin ýtið þd á opin tígul, sláið inn minnisnúmer og siðan á lokaðan tígul. Endið aðgerð með aðýta aftur á CP takkann. Stöðin er nu fost i m inni á lyklinum. KAPALVÆÐINGjcbf BAiutsgaoiM Keflavfc Sóni: 421-1432 ÍKEYMÍ f JémMtTll - ÍLLiB ÍFIK Skjár 1 er sendur út á örbylgju og á Breiðvarpi Landssímans. ¦ Ef þúþarft aöstod við að stilla á Skjá 1 hringdu í 544-4242 og starfsmenn stöðvarinnar munu kiðbeina þér. f*

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.