Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1999, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1999, Page 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚNÍ 1999 Spurningin Hvernig tónlist líkar þér best? Davíð Svansson, 14 ára: Bara svona eins og Kom. Agnar Freyr Gunnarsson, 14 ára: Mér finnst þungarokk best og er hljómsveitin Kom í uppáhaldi. Ninna Davíðsdóttir nemi: R og B eða Rhythm and Blues. Arna Huld Sigurðardóttir nemi: Gömul tónlist. Útvarpsstöðin Gullið er til dæmis fm. Pétur Öm Gunnarsson, 12 ára: Rapp og popp og R and B. Nas er í uppáhaldi. Daníel Arnar Guðjónsson, 13 ára: Mér finnst rapp-tónlist best og eru margar hljómsveitir í uppáhaldi. Lesendur______________________ Fréttatengdar sjón- varpsauglýsingar - mismunur á samkeppnisaöstööu :. : SK * . V áí• m .. 4 . ■ íf ijá'- , t 'ííE&l: % ir*’1 Bréfritari saknar þáttanna með David Lettermann sem Skjár 1 var neyddur til að taka af dagskrá vegna þess að hann var ótextaður. Gísli Jónsson skrifar: Ég las grein í Mbl. fimmtudaginn 27. maí sl. með yfirskriftinni „Lokað á David Letterman". Mér þótti það mið- ur þegar sjónvarpsstöðin Skjár 1 var neydd til að taka þennan þátt af dag- skrá. Ég hef horft á nánast hvem þátt og taldi hann eitt besta efni sem var í boði i íslensku sjónvarpi og merkilegt að það skuli vera á sjónvarpsstöð í einkaeigu. Mér þótti allt í lagi að þátt- ur þessi væri ótextaður, því betra fannst mér að hafa nýja og ferska þætti. Samkvæmt ofannefndri grein var þetta sama útsending og varnarliðið á Keflavíkurflugvelli fékk og væntan- lega margir aðrir um gjörvalla Evr- ópu því annars hefði þurft að sýna þáttinn um miðja nótt vegna tímamis- munar. Fyrir mér er þetta bein út- sending því þetta er sending frá Bandaríkjunum. Að bera fyrir sig þýðingarskyldu finnst mér hæpið í þessu tilfeÚi þegar fjöldi sjónvarps- stöðva á enskri tungu.er í boði hér á landi. Ég er sammála forsvarsmanni Skjás 1 að þarna sé um að ræða mis- mun á samkeppnisaðstöðu þar sem stóru sjónvarpsstöðvunum leyfist það sem hinum minni leyfist ekki. Hann nefnir einnig að samkvæmt útvarps- lögum megi ekki hafa auglýsingar í fréttaþáttum eða fréttatengdu efni og vitnar þar í 4. grein útvarpslaga. Ég fletti þessum lögum upp á Net- inu og þar segir í 4. grein: „Óheimilt er að skjóta auglýsingum inn í útsend- ingu á guðsþjónustu eða trúarlegri dagskrá, fréttum eða fréttatengdum dagskrárliðum eða dagskrá fyrir börn.“ Því spyr ég: Er t.d. þátturinn 19>20 á Stöð 2 ekki fréttir eða frétta- tengdur þáttur? í 19>20 eru a.m.k. 4 auglýsingatímar, auk veðurfrétta sem eru kostaðar af símafyrirtæki. Eru fréttatími Sjónvarps og veðurfrétta- tíminn ekki einn og sami þátturinn? Síðar í greininni í Mbl. er vitnað í formann útvarpsréttarnefndar sem segir lög ekki brotin í þessum frétta- þáttum. Hann segir: „Það er heimilt að hluta fréttatima í sundur með öðru efni. Það hefur ekki verið talið að þarna væri verið að rjúfa fréttaút- sendingu með auglýsingum." Úr þessu svari formannins get ég ekki lesið annað en að hann sjái engar aug- lýsingar í þessum fréttaþáttum og þar af leiðandi sé þetta í lagi. En kannski er þarna verið að vemda einhverja? Þess má geta þegar litið er á verð- skrár Stöðvar 2 og RÚV á Netinu eru fréttaþættirnir eflaust stærstu liðirnir í tekjuöflun þeirra, þótt ég geti hvorki né vilji fullyrða það. En vilji menn kynna sér útvarpslögin á Netinu er slóðin http://www.media.is/ut- varpsrn. Ég er viss um að mörgum verða þau skemmtileg lesning. Milliríkjaviðskipti með búvörur - í klemmu hjá WTO L.Á. skrifar: Það er einkennilegt að nú á tím- um skulum við íslendingar enn sitja á bekk með þjóðum sem vara við alfrjálsum viðskiptum með bú- vörur. Á fundum Alþjóðaviðskipta- stofnunarinnar (WTO) um milli- ríkjaverslun með landbúnaðarvörur eram við íslendingar í hópi þeirra þjóða sem vilja höft og viðskipta- hindranir í milliríkjaviðskiptum með búvörur. Þetta tengist að sjálf- sögðu hinni gjörónýtu hugmynd að telja að íslenskar sveitir fari í eyði og landbúnaður leggist af ef eitt- hvað losnar um takmarkanir á inn- flutningi búvara. Hvað þá væri hann gefinn frjáls aö fullu. Lönd eins og Nýja-Sjáland, Ástr- alía, Kanada, Argentína og fleiri vilja aflétta öllum höftum á verslun með landbúnaðarafurðir. Það ætti lika að vera stefna okkar íslend- inga. Vonandi berum við gæfu til að losna undan klafa hafta og skrifræð- is á nýbyrjuðu kjörtímabili. Til þess er horft af þorra þjóðarinnar. Fjárfestar skila sér seint Einu sinni var það ylrækt í Hveragerði þar sem hollensk fyrirtæki í blómarækt kæmu með sína þekkingu en fjárfestarnir virðast skila sér seint og illa. - Líf- ræn kynning hjá Garðyrkjuskólanum í Hveragerði. Einar Ólafsson skrifar: Hvað skyldi vera langt síðan að farið var að ræða um það í alvöru - af alvöru spekúlöntum í fjármálum - að hingað til lands mætti að laða erlenda fjárfesta sem nýttu land- kosti (þ.m.t. jarðhita, vatnsorku, o.íl.) og þá ekki sist „legu landsins" (eins og það er enn orðað) tO að setja hér niður fyrirtæki sín eða úti- bú frá öflugum móöurfyrirtækjum í heimalandi þeirra? Einu sinni var það ylrækt í Hveragerði þar sem hollensk fyrirtæki í blómarækt kæmu með sína þekkingu, þá hótel- keðjur sem ætluðu að setja upp úti- bú hér og Japanar vildu setja hér upp samsetningu á bílum sínum sem átti svo að selja til Ameríku. Það stóð hins vegar á fjárfestun- um. Það hafa í raun engir komið aðrir en þeir sem eiga í álverinu í Straumsvík og tvö önnur stórfyrir- tæki sem tengjast jámblendinu á Grundartanga og kísilgúrnum úr Mývatni. Og það stendur enn á fjár- festunum. - Það mun taka mörg ár að fá erlenda fjárfesta, segir fram- kvæmdastjóri Verðbréfastofunnar á fundi sem haldinn var hér nýlega um verömat og skráningu fyrir- tækja á Verðbréfaþingi. Fyrirtæki hér á landi era lítil á alþjóðlegan mælikvarða og því er erfitt að fá erlenda fjárfesta til að auka við hlut þeirra og færa út starfsemina. Markaðurinn er mjög „þunnur“ og lítið af bréfum í boði í fyrirtækjunum, eins og fram- kvæmdastjóri Verðbréfastofunnar orðar það. Og hvemig ætti annað að vera, í landi með um 260 þúsund hræður. Það lofar ekki góðu að koma inn á markað fyrir svo fámennan hóp neytenda. Sá tími kann að koma að hér komi þó eitthvað verulega eftir- sóknarvert sem erlendir fjárfestar sækjast eftir að leggja fjármagn sitt í. - Kannski verður olían okkur til bjargar eins og Færeyingum sem sjá nú fram á olíuvinnslu að nokkrum áram liðnum. DV Viðeyjarferðir hefjast - engin veröskrá Ómar hringdi: í fréttatilkynningu um Viðeyjar- ferðir mátti lesa um sumaráætiun Viðeyjaiferjunnar og eins tíma- setningu brottfarar úr Sundahöfn og úr Viðey. Einnig mátti lesa um að veitingahúsið í Viðey opnaði um helgina og þar mætti kaupa síðdegiskaffi alla daga og jafn- framt væri opið á kvöldin um helg- ar. Það sem ég saknaði að'sjá ekki í þessari fréttatilkynningu var verðið. Fargjöldin með Viðeyjar- ferjunni, því ég geri ekki ráð fyrir að ferðirnar séu fríar. Eins mátti geta þess hvað staðarskoðun með leiðsögn kostar ef um það er að ræða og jafnvel síðdegiskaffi. Það eru ekki allir tilbúnir að fara með fjölskyldunni, jafnvel þótt ekki sé lengra en út i Viðey, án þess að vita hver útgjöldin verða. Þetta er mikið atriði og ætti að geta verðs hvar og hvað sem auglýst er. Á þessu er mikill skortur hér á landi. Samfylkingin virðist mát ÞórhaUur hringdi: Ég tek undir lesendabréf Hjartar í DV sl. fóstudag um Samfylkinguna sem virðist gjör- samlega mát eftir kosningarnar. Frá henni heyrist hvorki hósti né stuna og það er eins og þessi stjómmálasamtök eigi heldur ekki neina talsmenn lengm-. Ég býð ekki í málflutning hennar í stjómarandstöðu á komandi þingi ef þetta er merki þess sem koma skal frá Samfylkingunni. Auðvitað er lítið hægt að tina til í stjómarandsstöðu þessa dag- ana þegar allir viröast ánægðir með stöðu þjóðmálanna. Kvótinn er útræddur og gagnagrannur- inn samþykktur og viðurkennd- ur af alíflestum Islendingum. Þetta, ásamt ýmsu fleira, gerir Samfylkinguna vissulega mát. Fáir ráðherrar landsbyggðar GlsU skrifar: Einhverjir furða sig líklega á því hve fáir ráðherrar koma í hlut landsbyggðarinnar, einkum af hálfu Sjálfstæðisflokksins. En þetta er í raun afar eðlilegt og endurspeglar tímans rás. Það er óeðlUegt að hlaða inn ráðherrum fyrir landshyggðarkjördæmin þar sem minni hluti landsmanna býr. Eðlilegt er að Framsóknar- flokkurinn hafi þama yfirburði með landbúnaðarmálin að leið- arljósi og stefnu sína í byggða- stefnunni. En þróunin verður ekki stöðvuð. Flóttinn frá lands- byggðinni heldpr áfram og fleiri eða færri ráðherrar breyta því ekki. Ekki heldur úrelt og óvirk byggðastefna. Fólkið vill í þétt- býlið, það verður ekki þvingaö til kyrrsetu í fásinninu. Ekið úr Reykja- vík í austurátt Steindór Einarsson skrifar: Ég fór frá Reykjavík laugard. 22. maí sem leið lá til Hvolsvallar og er ekki í frásögur færandi nema fyrir það að fjöldinn allur af bílum ók fram úr mér og var ég þó á milli 90 og 100 km hraða. Ekki var einn einasta lögreglubíl að sjá alla leiðina. Þetta fannst mér furðulegt. Annað sem sló mig þegar ég var á Miklubrautinni á leið úr borginni voru tré sem eru flestöll dauð. Þau ætti að höggva niður sem fyrst. Þarna er um að kenna mengun frá bílum sem aka eftir brautinni. Setja mætti önnur tré í staðinn, t.d. aspir eða ein- hverja aðra tegund sem þolir mengun betur. Víöa má sjá tré meðfram fjölíomum ökuleiðum sem era við það að drepast af sömu orsökum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.