Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.1999, Page 9

Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.1999, Page 9
ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ 1999 9 DV Utlönd Albright og Cook: Hvetja Serba til að losa sig við Milosevic Robin Cook, utanríkisráðherra Bretlands, hvatti í gær Serba til þess að losa sig við Slobodan Milos- evic Júgóslavíuforseta. „Milosevic veit örugglega að það er komið að leiðarlokum," sagði í yfirlýsingu Cooks. Staðhæfði breski utanríkisráð- herrann að Milosevic væri versti óvinur serbnesku þjóðcirinnar. „Efnahagur Júgóslavíu er í rúst. Vinir Milosevics og fjölskylda hans hafa stolið eða lagt hald á milljónir dollara til þess að þjóna eigin hags- munum.“ Madeleine Albright, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, sem hefur jafnmikinn áhuga og Cook á að bola Milosevic frá völdum, sagði í gær- kvöld að aðildarríki NATO væru sammála um þörfma á að styðja stjórnarandstöðuna í Serbiu. Al- bright ítrekaði andstöðu sína við Madeleine Albright. Símamynd Reuter Lítil albönsk stúlka hvílir í fangi afa síns í Stankovic flóttamannabúðunum í Makedóníu. Skömmu seinna héidu þau ásamt 400 öðrum flóttamönnum af stað til heimkynna sinna í Kosovo. Símamynd Reuter Stokkhólmur: Sprengjuárás gegn blaðamanni Blaðamaður og átta ára sonur hans særðust alvarlega er bila- sprengja sprakk í Nacka í Stokk- hólmi í gærmorgun. Blaðamaður- inn, sem var undir lögregluvernd vegna hótana, hafði ásamt sambýlis- konu sinni skrifað um starfsemi nýnasista. Parið hafði skrifað undir önnur nöfn en sín eigin, að því er kemur fram í sænska blaðinu Afton- bladet. Sænska lögreglan vildi ekki stað- festa í gær að blaðamaðurinn og sambýliskona hans hefðu rannsak- að starfsemi nýnasista. Lögreglan vildi heldur ekki greina frá í hvaða hópum hún leitaði árásarmann- anna. Það var um klukkan hálfellefu í gærmorgun sem feðgarnir gengu að fjölskyldubílnum sem hafði verið lagt við hús þeirra. Sprengjan, sem hafði verið komið fyrir á götunni undir sæti ökumanns, sprakk þegar feðgarnir opnuðu bíldyrnar. Lögreglan og blaðamaðurinn höfðu komið sér saman um hversu mikillar verndar hann ætti að njóta. „Með tilliti til þess sem gerðist vitum við ekki hvort við höfum metið ástandið rangt eða hvort við höfum ekki fengið mikilvægar upp- lýsingar um hótanirnar," sagði Bjöm Pihlblad lögreglumaður. Það eru fyrst og fremst vélhjóla- gengi og nasistar sem hafa hótað sænskum blaðamönnum. „Tilgang- urinn er að hræða blaðamennina tO þagnar," segir Hákan Carlsson, for- maður sænska blaðamannafélags- ins. „Öryggislögreglan hefur gert allt of lítið af því að fylgjast með og koma upp um nasista og aðra öfga- hópa.“ alla efnahagsaðstoð við Serbíu að frátalinni mannúðaraðstoð. Albright benti á að biskupar rétt- trúnaðarkirkjunnar í Serbíu hefðu gagnrýnt Milosevic harkalega í gær og hvatt hann til að segja af sér. Kirkjuleiðtogamir hvöttu jafn- framt til þess í bréfi til meðal ann- arra Bills Clintons Bandaríkjafor- seta og Kofis Annans, framkvæmda- stjóra Sameinuðu þjóðanna, að frið- argæsluliðamir í Kosovo stöðvuðu árásirnar á Serba í héraðinu. „Það er nauðsynlegt að leiðtogar Kosovo- Albana skilji að þeir sem eru sekir um glæpi gegn Serbum fá sömu meðferð og þeir sem em ábyrgir fyr- ir glæpunum sem áttu sér stað áð- ur,“ skrifa kirkjuleiðtogarnir. Bréf þeirra var sent til Bills Clint- ons, Kofis Annans, Javiers Solana, framkvæmdastjóra NATO, og til ut- anríkisráðherra Frakklands, Þýska- lands, Italíu, Bretlands og til yfir- manns friðargæsluliðanna í Kosovo, Michaels Jacksons. Undanfarna daga hafa Albanir rænt og ruplað í yfirgefnum húsum Serba og síðan kveikt í húsunum. Hafa jaínvel heilu þorpin logað. Andúð á Eng- lendingum land- lægt vandamál Samkvæmt nýrri skoðanakönn- un skoska dagblaðsins Daily Record er Skotum ekkert sérlega hlýtt til Englendinga. Um 75% aö- spurðra viðurkenndu andúð á Eng- lendingum og töldu hana landlægt vandamál. Hingað til hafa Skotar haldiö því að fram að þeir séu umburðarlynd- ari en Englendingar; t.d. sé minna um glæpi tengda kynþáttahatri á Skotlandi. Fulltrúar minnihluta- hópa á Skotlandi sögðu niðurstöð- urnar benda til Englendingahaturs en það væm þó önnur þjóðarbrot sem yrðu fyrir kynþáttahatri. Ný gögn um kjarnavopn Bandaríska ríkisskjalaasafnið í Washington hefur gert opinber skjöl þar sem kemur fram að bann við kjamorkuvopnum náði ekki til Grænlands fyrr en árið 1968. í skjölunum er greint frá því að H. C. Hansen, utanríkisráðherra Dan- merkur, hafi árið 1957 heimilað Bandaríkjamönnum að geyma kjarnorkuvopn í herstöðinni á Thule. Ellefu árum síðar hrapaði B-52 ormstuþota Bandaríkjahers yfir Thule og í kjölfarið var ákveð- ið að bann við kjarnorkuvopnum næði einnig til Grænlands. Mitre Prima fótboltaskór fyrir krakka í fjórum litum stærðir 33-40 kr. 2.990 Jói útherji ÁRMÚLA 36 • REYKJAVÍK ■ SÍMl S88 1560 BORGARSKIPULAG REYKJAVIKUR BORGARTÚN 3 • 105 REYKJAVlK • SlMI 563 2340 • MYNDSENDIR 562 3219 Auglýsing um breytingar á deiliskipulagi í Reykjavík. í samræmi viö 18. og 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr 73/1997 er hér með auglýst til kynningar breyting á aöalskipulagi Reykjavíkur 1996-2016 og deiliskipulagi eftirtalinna staða í Reykjavík: Nethylur 3 Breyting á deiliskipulagi Ártúnsholts frá 03.12.1982. Lóð og byggingarreitur að Nethyl 3 er stækkuð og sett upp auglýsingaskilti á lóðinni. Skógarhlfð 12 Deiliskipulagstillaga að lóðinni við Skógarhlíð 12. Tillagan gerir ráð fyrir að reist verði 4 til 6 hæða verslunar- þjónustu og skrifstofuhús. Sundlaugavegur 34, farfuglaheimiii Breyting á skipulagi lóðar farfuglaheimilis við Sundlaugaveg 34 frá 13. des. 1977. Lóð og byggingarreitur stækkar og innkeyrslum er breytt. Jafnframt er fyrirhugað að breyta aðalskipulagi Reykjavíkur 1996-2016 á þann veg að landnotkun lóðarinnar breytist úr útivistarsvæði til sérstakra nota í athafnasvæði með sérskilmálum. Gylfaflöt 18, nýbygging Breyting á skilmálum deiliskipulags Gylfaflatar frá 9. apríl 1991. Þakform og -halli breytist Ofangreindar tillögur eru til kynningar í sal Borgarskipulags og Byggingarfulltrúa í Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 10:00 til 16:00 frá 30. júní til 28. júlí 1999. Ábendingum og athugasemdum skal skila skriflega til Borgarskipulags Reykjavíkur eigi síðar en 11. ágúst 1999. Þeir, sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillöguna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.