Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.1999, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.1999, Page 32
eSFRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fulirar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum alian sólarhringinn. m 550 5555 Heimsfrétt frá íslandi á Reuter í morgun: . Smyrsl sem drepur eyðniveiruna fundið - lofar góöu, segir dr. Halldór Þormar prófessor Dr. Halldór Þormar líffræðiprófess- or við Háskóla íslands og samstarfs- menn hans, Þórdís Kristmundsdóttir og Guðmundur Bergsson hafa búið til blöndu tiltölulega einfaldra efna sem drepur bæði bakteríur og veirur sem berast og smitast miili fólks við kynlíf. '■^Blandan vinnur á eyðniveirunni, herpesveirum og lekandabakteríu, samkvæmt því sem tilraunir vísrnda- mannanna á rannsóknarstofu sýna. Tiiraunir eru í undirbúningi á dýrum og síðar mönnum. Dr. Haraldur Briem sérfræðingur í smitsjúkdómum sagði i morgun við DV að uppgötvun Haildórs Þormars og árangur hans og sam- starfsmanna hans sé mjög merkilegur. Hrns vegar eigi eftir að gera tilraunir á fólki til að leiða í ljós gagnsemina við raunverulegar aðstæður og þá ernnig hugsanlegar aukaverkanm. „Það liggur nú fyrir að gera frekari dýratilraunir og einnig að prófa hugs- anlega eitur- virkni í fólki. Við erum dálítið búin að prófa eit- urvirkni í kanin- um sem virðist ekki vera merkj- anleg. En það þarf auðvitað að prófa þetta í tak- mörkuðum fjölda sjálfboðaliða. Verði árangur- inn eftir vænt- ingum er auðvit- að eftir að vekja áhuga einhvers lyflafyrirtækis- ins á því að þróa þetta áfram og koma því á markaðinn," sagði Halldór Halldór Þormar prófessor á heimili sínu í morgun. Hann hefur gert uppgötvun sem valdið gæti byltingu í baráttu gegn veir- um og bakteríum sem smitast við samfarir. DV-mynd S Þormar í samtali við DV í morgun. Frá uppgötvtm Halldórs og félaga hans var greint í fréttaskeyti Reuters í morgun. Þar segir að með því að blanda tiltölulega algengri fitu sem m.a. finnst í kókoshnetuolíu I hlaup, þá hafi blandan þessi áhrif. Haildór bjó og starfaði í Bandaríkjunum í um 20 ár. Þar rannsakaði hann m.a. virkni bijóstamjólkur gegn veirum. „Þá kom þetta í Ijós að það voru fitur í mjólk- inni sem höfðu þessi áhrif. Þegar þær brotnuðu niður í minni fítur þá urðu þær sumar hveijar virkar gegn veir- um. Síðan fórum við að prófa ýmsar fitur til að vita hveijar væru virkastar og seinustu 10 árin höfúm við þrengt hringinn. Nú virðist okkur vanefht monocaprin vera virkast gegn bæði flestum veirum sem við höfum prófað, en einnig gegn bakteríum," sagði Hall- dór Þormar í samtali við DV í morgun. -SÁ , Kveiktí rónabæli Kveikt var í hreysi útigangs- manna sem hafði verið reist í El- liðaárdalnum, á móts við Ingvar Helgason. DV sagði fyrst frá hreys- inu og í kjölfarið fór Stöð 2 með myndavélar á svæðið þannig að fólk hefur átt auðvelt með að finna það. Lögreglu var tilkynnt um brunann skömmu eftir klukkan eitt í nótt og þurfti að kalla slökkvilið út. Hafði kviknað í trjám sem voru í kringum skýlið, sem og skýlinu sjálfu. Að sögn lögreglu sást til bíls sem var að fara i burtu en starfsmaður öryggis- ■'•'fyrirtækis náði bílnúmerinu og er það mál i rannsókn. - EIS Básafell hf. boðar sölu eigna: Sala frystitogarans Sléttaness hugsanleg - Þingeyringum brugðið Frystitogarinn Sléttanes ÍS, eitt af skipum Básafells. Stjóm Básafells hf. samþykkti í gær að selja verulegan hluta eigna sinna til að grynnka á skuldum félagsins. Svani Guðmundssyni framkvæmdastjóra og Ragnari J. Bogasyni stjómarformanni hefur verið falið að vinna að því á næstu mánuðum að selja skip, varan- legar aflaheimOdir og fasteignir fyrir að minnsta kosti 1,5 milljarða króna. Svanur Guðmundsson fram- kvæmdastjóri sagði í samtali við DV að ekki væri búið að ákveða hvað yrði selt. „Við gerum ráð fyrir að selja kvóta innan svæðisins þannig að kvóti á svæðinu mun ekki minnka. Við stefhum enn fremur að þvi að styrkja okkur verulega í landvinnslu en um leið að minnka hlut sjóvinnslu i rekstri félagsins. Hér á svæðinu em mörg öflug fyrirtæki sem eiga að hafa bolmagn til að kaupa kvótann," segir Svanur. Aðspurður um áhrif þessara aðgerða á atvinnuástand sagði Svanur að þau yrðu lítil. „Það hefur verið ákveðið vandamál hjá okkur að við þurfum að fljúga með sjómenn úr Reykjavík til að vinna hjá okkur. Okkur hefur hreinlega vantað sjómenn þannig að atvinnuástand ætti ekki að versna við sölu á skipum," sagði Svanur. Frystitogarinn Sléttanes ÍS, eitt af skipum Bása- fells, hefur að stórum hluta ver- ið mannaður frá Þingeyri. Þing- eyringar sem DV ræddi við óttast mjög að aðgerðir Básafells verði til að auka enn á vanda þeirra. Svanur sagði að sala á því skipi kæmi tO greina en vOdi að svo stöddu ekkert frekar um málið segja. Hins vegar má ljóst vera að ef sjómenn frá Þingeyri missa vinn- una eykst vandi Þingeyringa enn en eins og kunnugt er hafa atvinnumál verið i uppnámi þar vegna vandræða Rauða hersins. -bmg VORU ÞETTA SEKIR SKÓÖARMENN? Veðrið á morgun: Hiti allt að 20 stig Á morgun verður norðanátt, 5-8 m/s, skýjað og sums staðar rigning allra austast en annars hægviðri og víða léttskýjað. Hit- inn verður á bilinu 6 tO 20 stig, hlýjast suðvestanlands síðdegis en svalast úti við sjóinn norðan tO á landinu. Veðrið í dag er á bls. 37. Rafn og Helgi nota hvert tækifæri til þess að máia hvalbátana. Hvalbát- arnir eru líka þau skip í Reykjavíkur- höfn sem eru hvað mest mynduð og því ágætt að láta „fyrirsæturnar" líta vel út. DV-mynd GVA Krikket Símar 567 4151 & 567 4280 , Heildverslun með leikfong og gjafavörur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.