Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1999, Side 51

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1999, Side 51
LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 1999 formúla „< Ralf Schumacher: Verður „litli bróðir" næsti meistari? - stakk „stóra bróður" af í Frakklandi og hefur kafkeyrt félaga sinn, Zanardi Hann hefur ávallt verið kallaður „litli bróðir" ungi efnilegi ökumað- urinn sem ekur með Williams Supertec-liðinu í Formúlunni. Ralf Schumacer er bróðir hins snjalla Michaels Schumachers en hefur ávallt neitað að standa í skugga hans. Þeim er gjaman líkt saman og gerður samanburður á árangri þeirra. En Ralf stendur fyllilega undir nafni og er í dag orðinn einn af betri ökumönnum í Formúlunni. Eftir að hafa átt erfitt uppdráttar sýnir hann þroskaðan akstur, hefur oftast skilað bil sínum í mark og unnið sér og liði sínu inn dýrmæt stig. Ralf varð 24 ára þann 30. júní síð- astliðinn en sleit bamskónum, líkt og bróðir hans, á gokart bílabraut föður síns, Hann var farinn að aka fyrir 3 ára aldur og fór því snemma að afla sér reynslu. Eftir að bróðir hans Michael, sem er sex áram eldri, var kominn á fullt skrið í kappakstrinum tók umboðsmaður hans, Willi Weber, Ralf upp á sína arma og vann að því að koma hon- um á samning hjá þýskum F3 liðum og síðan áfram í erflðari og hrað- skreiðari flokka. Eftir að hafa vakið athygli í Evrópu fór Ralf til Japan árið 1996 þar sem hann ók í Ail Nippon 3000, gerði sér lítið fyrir og vann flokkinn sem er talinn vera allt að því jafnerflður og Formúla 1. Með japanska meistaratitilinn í farteskinu tók Ralf Schumacher næsta stökk og gerði samning við Eddie Jordan um akstur í liði hans fyrir árið 1997. Ferill hans í Formúlu 1 hófst með látum. í fyrstu keppninni sem hann lauk nældi hann sér í þriðja sætið eri hafði þá að vísu ekið niður félaga sinn, Fisichella, þegar hann reyndi framúrakstur. Vinátta þeirra varð því skammvinn og fékk Ralf á sig orð fyrir að vera ruddi eins og bróðir hans. Reyndar átti yngri Schumacher- bróðirinn mjög erfitt fyrsta árið hjá Jordan þar sem hann endaði oftast utan brautar eftir klaufalegan akst- ur og talað veu- um að hann yrði lát- inn fara frá liðinu. Meira að segja náði hann að aka stóra bróður út úr kappakstrinum í Lúxemborg 1997 þegar Michael var í baráttu um heimsmeistaratitil- inn. En hann þótti mjög fljótur og átti yf- irleitt einn af hröð- ustu hringjunum þótt hann næði ekki að ljúka keppni. Þegar Ralf, hins vegar, lauk keppni var hann í stigasætum. Tímatök- ur og æfingar vora tími Ralfs Schumachers og hann náði oftast mjög góðum rásstað. Með það í farteskinu hófst keppnistímabil- ÍÖ1998 og nýr félagi, Damon Hill, kom til sögunnar. Ralf og Damon Hill, sem aldrei haföi verið mikill vinur Schumachers- flöl- skyldunnar, virtust ná ágætlega saman en Jordan Muegen Honda híllinn stóð ekki undir væntingu- mog árangur félag- anna var heldur dap- urlegur framan af ár- inu. Þær miklu reglu- breytingar sem vora gerðar á bílunum milli 1997 og 1998 voru illa leystar hjá Jordan, bíllinn lét illa að stjóm og var liðið stigalaust þar til Ralf átti ótrúlegan akstur á Silverstone við Schumacherbræðurnir eru miklir mátar þótt þeir berjist hart á brautinni. ískyggilegar aðstæður. Hann barð- ist frá 21. rásmarki og krækti i fyrsta stig Jordan-liðsins árið 1998. Úrhellisrigning var mestalla keppn- ina og sýndi Ralf að hann er meist- ari 1 rigningu eins og bróðir hans. Það sýndi hann einnig á SPA þar sem rigningin buldi á brautinni og er keppnin þekkt fyrir sögulegan árekstur við upphaf keppninnar. Þar sá Ralf hvað í vændum var og lagði út í kant á meðanþrettán bílar lentu í einum af mestu árekstran- um í sögu Formúlu 1. Seinna þann dag náði hann sínum bestu úrslitum þegar hann kom annar í mark á eftir félaga sínum, Damon Hill. Ljós Ralfs var farið að skína og Jordan-bíllinn byij- aður að virka. í næstu keppni, sem háð var á Monza á Ítalíu, náði hann að ljúka keppni í þriðja sæti og var það einnig söguleg stund þar sem stóri bróðir haföi sigrað og í fyrsta skiptið í sögu For- múlu 1 voru bræður á verð- launapafli. Nú voru hjólin farin að snúast. í stað hins óbeislaða, villta ökumanns var kominn fljótur en öragg- ur bilstjóri sem önnur lið fóra að líta hýru auga. Það fór svo að Ralf Schumacher gerði samning við Frank Williams um ökumannssæti í liði hans en Williams á að baki glæsilegan feril og mun aka með BMW-vélar á næsta ári. Þótt Wifliams-bíllinn í ár hafi ekki átt mikið í Ferrari og McLaren hefur Ralf, með aðdáunarverðum akstri, náð að krækja sér í stig í öll þau fimm skipti sem hann hefur lokið keppni í sumar. í síð- ustu keppni í Frakklandi gerði hann sér svo lítið fyrir, tók fram úr og pakkaði „stóra bróður" saman; skildi hann eftir á blautri brautinni sem hefði nú einhvern tímann hentað Michael. Nú var það hins vegar Ralf sem enn og aftur gerði góöa hluti í rigningu. Hann hefur einnig kafkeyrt félaga sinn, hinn tvöfalda Cart-meistara Alexandro Zan- ardi, sem átti að vera skraut- flöður liðsins en hefur ekki nema einu sinni náð að ljúka keppni. Það er því deginum ljósara að Ralf Schumacher er mað- ur framtíðarinnar. Frank WillÍEuns gerir sér það að fullu ljóst og heldur því fram að í nánustu framtíð eigi Ralf eftir að hampa hinum eftirsótta Formúla 1 meistaratitli. Þvílikir séu hæfilekar hans sem ökumanns. Silverstone-brautin Herflug- völlur fráfyrri heims- styrjöld- inni - heimavöllur flestra keppnisliðanna Einn stærsti íþróttaviðburð- ur Bretlands fer fram nú um helgina á Silverstone-kappakst- ursbrautinni. Formúla 1 sirkus- inn er kominn í nágrenni Lund- únaborgar þar sem hann ætlar að halda sýningu fyrir ensku þjóðina sem er ein helsta kappakstursþjóð heims. Það sést best á því að Silverstone er heimavöllur flestra liðanna sem taka 'þátt í Formúlunni í dag. Lið eins og Williams, McL- aren, BAR, Arrows, Stewart og Jordan era öll heimalið og verður því sérstaklega lagt í alla umgjörð fyrir aðdáendurna sem koma í tugþúsunda tali hvaðanæva að, meira að segja um 200 manns héðan frá ís- landi. Ökumennirnir David Coult- hard, Eddie Irvine, Johnny Herbert og Damon Hill eru heimamenn. Þeir reyna að sjálf- sögðu að gera sitt besta fyrir landa sína sem koma til með að sjá fyrrum heimsmeistarann, Damon Hill, keppa í síðasta sinn en hann á bróðurpartinn af bresku aðdáendunum. Damon hefur tilkynnt að þetta verði hans síðasta keppni og kemur hann því til með að hætta þar sem hann hóf feril sinn, á Silverstone. Silverstone Breski Formúla 1 kappaksturinn 8. keppni 11. júlí 1999 150 Copse 170 Maggots ■ Luffield Lengd: 1998: 5,140 m 59 hringir 303,260 km PYTTUR Aksturstími 1 333 m 283 sek. 250 n Woodcote km/h Gír Shell Heimildir: FIA Lengd brautar: Eknir hringir: Keppnisvegalengd: Einkenni brautar: Einn af stæiri íþrótta- viðburðum í Engiandi á ári hverju er þegar Formúla 1 kemur og keppt er á hinni frægu Silverstone-braut. Hún hefur að bjóða 17 mjög krefjandi beygjur sem bæði eru mjög hraðar, hraðar og hægar. Brautin krefst ýtrasta árangurs bíls og ökumanns. Becketts S-beygjumar em mjög þýðingarmiklar og uppsetning bílanna þarf að vera hámákvæm svo aðþeir tapi ekki tíma. Verðlaunapallur '98 Michael Schumacher (Ferrari) Q Mika Hakkinen (McLaren-Mercedes) 0 Eddie Irvine (Ferrari) Útsending RÚV: Sunnudag kl. 11.30 Brautarmet: Hraðasti hringur: M. Schumacher 1997 á Ferrari á 1.24,475 mín. Fyrsta hreska Formúla 1 Grand Prix keppnin var haldi á Silverstone árið 1950 og hefur verið haldin þar óslitið síðan 1987. Silverstone-brautin hefur mátt þola ótal breytingar síðan fyrst var keppt á henni. Hún er I reynd herflugvöllur frá fyrri heimsstyrj- öldinni. Vegna allra breytinganna er erfitt að dæma brautarmet en hraðasti tímatöku- hringur sem mælst hefur í Formúiu 1 keppnisbraut frá upphafi náðist árið 1985 á Silverstone þegar Keke Rosberg gerði sér lítið fyrir og fór hringinn á meðalhraðanum 243 km/klst á Williams Honda. Eftir breyt- ingar undanfarinna ára hefur hraðinn í brautinni verið minnkaður og ör- yggið bætt og er meðalhraðinn kom- inn niður í 193 km/h. -ÓSG 4F X *

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.