Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1999, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1999, Qupperneq 28
28 ílk LAUGARDAGUR 17. JULI 1999 Hinn myrti og hinn grunaði voru sameiginiega dæ Agnari tæmdist arfu vímuástand og peningaleysi hins grunaða í morðmálinu við Leifsgötu bendir til að um vímuglæp h Vinir Agnars W. Agnarssonar, sem fannst myrtur á heimili sínu við Leifsgötu síðastliðinn fimmtu- dag, eru ekki i vafa um að Agnari hafi verið ráðinn bani vegna pen- inga - hér sé um ránmorð að ræða. Agnari hafði nýverið tæmst arfur og að sögn vina hans ræddi hann frjálslega um þetta nýfengna fé sitt. Var hann með ráðagerðir um að snúa sér að innflutningi auk þess sem hann undirbjó kaup á risíbúð í húsi því sem hann bjó í á Leifsgötu og hugðist innrétta eftir eigin teikn- ingum. Gleymdi gleraugunum Vinkona Agnars hafði verið í heimsókn hjá honum kvöldið áður en hinir skelfllegu atburðir urðu sem ollu dauða hans. Er hún var á leið heim til sín skömmu fyrir mið- nætti tók hún eftir að hún hafði gleymt gleraugunum sínum hjá Agnari. Sneri hún því við til að sækja gleraugun og kom Agnar til dyra á náttfotum og afhenti henni gleraugun. Bendir því allt til að Agnar hafi gengið til náða að þessu loknu. Síðar sömu nótt var Þórhall- Þórhallur undirritar samning um mikinn vatnsútflutning sem síðar var dreg- inn til baka. Það má segja að þessi undirskrift hafi verið eina starfsemi Vatnsberans - fyrir utan að Þórhallur sendi inn 111 falsaðar virðisauka- skattsskýrslur til skattayfirvalda. ur Ölver Gunnlaugsson, sem liggur undir grun um að hafa banað Agn- ari, handtekinn vegna ölvunarakst- urs á Skúlagötu og færður á lög- reglustöðina. Var Þórhallur þá al- blóðugur og gaf þær skýringar að hann hefði lent í slagsmálum við menn á Vesturgötunni. Lögreglan Gamall vinur um Agnar W. Agnarsson: Listfengur einfari „Agnéir var listfengur einfari og fékkst töluvert við myndlist. Hann gerði fallegar klippimyndir og mál- verk og seldi eitt og eitt verk,“ seg- ir Sigurður Þórðarson, fram- kvæmdastjóri í Eðalvörum, sem meðal annars flytur inn ginseng. „Það var Agnar sem fyrstur manna flutti ginseng til landsins og ég tók við þegar hann hætti. Við vorum gamlir skólafélagar úr Austurbæjar- skólanum en leiðir skildi þegar hann fór í Verslunarskólann en ég til sjós,“ segir Sigurður þegar hann rifjar upp kynni sín af Agnari. „Agnar átti þýska móður og fékk að ýmsu leyti óvenjulegt uppeldi. Hann var alltaf í fínt pússuðum skóm í skólanum og gekk í lafa- frakka. Fyrir bragðið fékk hann við- urnefnið „lafafrakkinn" og það loddi við hann lengi. Vegna sér- stæðs útlits var honum strítt tölu- vert og ekki skánaði það þegar móð- ir hans mætti á skólalóðina og skammaði bæði krakkana og kenn- Sigurður Þórðarson framkvæmda- stjóri: „Agnar fékk að ýmsu leyti óvenjulegt uppeldi." Jörmundur Ingi Hansen allsherjar- goði. „Agnar var okkar maður og verður kvaddur sem slíkur." arana í nafni sonar síns,“ segir Sigurður. Á yngri árum birtust myndir og viðtöl við Agnar í dagblöðum og tímaritum þar sem hann viðraði skoðanir sínar á flkni- efnum sem hann taldi rétt að lögleiða. Var Agnar á þann hátt bam síns tíma og gaf út málgagn vegna þessa er hann nefndi Hampinn. Á seinni árum sneri Agnar við blaðinu og fékk meiri áhuga á fæðubótarefnum en fíkniefnum eins og lesa má um á heimasíðu hans sjálf á Netinu. Agnar var um tuttugu ára skeið félagi í ásatrúarsöfnuðinum og sá um heimsíðu safnaðarins og sam- skipti við erlenda aðila: „Agnari var ýmilegt til lista lagt og heimasíða hans var það góð að hann fékk bandarísk verðlaun fyrir hana skömmu áöur en hann lést,“ segir Jörmundur Ingi Hansen, alls- herjargoði ásatrúarmanna. „Ég geri fastlega ráð fyrir að Agnar verði jarðsettur að sið okkar ásatrúar- manna í grafreit okkar sunnan við Gufuneskirkjugarðinn þegar þar að kemur. Hann var okkar maður og verður kvaddur sem slíkur. Agnar verður þá annar maðurinn sem jarðsettur verður samkvæmt okkar sið. Sá fyrsti var Sveinbjörn Bein- teinsson," segir Jörmundur Ingi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.