Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1999, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 1999 JD"V m>ort - þegar Örn Ævar Hjartarson fór annan hringinn á 67 á landsmótinu í gær er að koma inn í morgun en það er mjög gott bara yfirhöfuð,“ sagði Ágúst Hú- bertsson úr mótsstjórn í gær. Áhorfendur hafa flykkst út á golfvöll til að horfa á mótið og skapað mikla stemmningu. „Það er hellingur af fólki héma. Á morg- un og sunnudaginn búumst við við miklu fjöl- menni, veðrið bjargar miklu þar líka,“ sagði Ágúst að lokum. -ÍBE Örn Ævar Hjartar- son setti vallarmet á lands- mótinu í golfi í gær er hann fór 18 holur á 67 höggum á Hvaleyrar- velli. Örn Ævar er í öðru sæti sem stendur, aðeins þremur högg- um á eftir Björg- vini Sigurbergs- syni sem heldur forystu frá, fyrsta degi. í kvennaflokki er Ólöf María Jónsdóttir efst en Ragnhildur Sigurðardóttir kemur fast á hæla henni, aðeins þrem- ur höggum á eftir Ólöfu. Landsmótið í golfi er nú í fullum gangi og í gær setti Örn Ævar Hjartarson vall- armet á Hvaleyrarvelli er hann fór 18 holur á 67 högg- um. „Þetta var frábært í dag, ég setti nú nýtt vallarmet og svona þannig að þetta er rosa flott. Ég spilaði vel, með fullt sjálfstraust, þannig að ég er hressari en í gær. Þetta era toppaðstæð- ur héma, bara bongóblíða og völlurinn eins og hann gerist bestur, flatirnar eins hraðar og þær geta orðið og það er alveg frábært. Ég ætla að halda þessu bara áfram, það gengur vel eins og er, þannig að ég ætla ekkert að breyta því, bara reyna að brosa aðeins meira því þá kemur þetta. Ég setti mér það markmið fyrir mót- ið að vera á pari þannig að það gengur ágætlega. Ef veðrið helst eins og það er núna þá er maður ekkert að hafa áhyggjur af neinu, það er ekkert nema gaman að spila héma,“ sagði Örn Ævar eftir að hann setti vallarmetið í gær. Björgvin og Ólöf enn efst Efstur í karlaflokki er Björgvin Sigurbergsson en hann fór hringinn í gær á 68 höggum og er því með þriggja högga forystu á Örn Ævar sem er annar. í kvennaflokki er Ólöf María Landsmótið í golfi 1999 enn efst, en hún fór 18 holur í gær á 75 höggum og hefur því þriggja högga forystu á Ragnhildi Sigurðar- dóttur, sem er önnur. Þriðja er hin stórefni- lega Kristín Elsa Er- lendsdóttir en hún er sjö höggum á eft- ir Ólöfu. Frábær völlur Landsmótið hefur farið vel fram í rjómablíðu og tala allir keppendur um hve völlurinn sé góður. „Mér finnst þetta ganga mjög vel. Að vísu voru tafir í gær (fimmtudag) bæði vegna þess að þetta var fyrsti dagur í landsmóti og fólk dálítið stressað, síðan „Finn hringur" Björgvin Sigurbergsson, til vinstri, er efstur í Landsmótinu eft- ir tveggja daga spilamennsku. Björgvin hefur átt við meiðsli í baki að stríða en hann lét það ekki trufla heldur bætti sig í gær og var á 68 höggum. „Þetta var finn hringur í dag. Mér leið ágætlega, svo mér hefði getað liðið bet- ur í púttunum, ég fann mig ekki alveg í púttunum í dag en það kemur. Ég er sæmilegur í bakinu, ég hugsa nú bara lítið um það, reyni bara að slá áfram, slæ vel, þannig að þetta er allt í lagi. Maður hefur engar áhyggjur þegar maður spilar vel. Sjálfstraustið er bara ágætt núna og búið að vera þessa tvo hringi - að vísu var það ékki hundrað prósent í púttunum áðan, það verður bara að vinna í þeim málum, ég veit alveg hvað ég þarf að laga. Mér líst mjög vel á morgundaginn, það era frábærar aðstæð- ur þannig að það er mjög gaman að spila golf núna, algjör rjómablíða og völlurinn alveg hundrað prósent, það er bara eins og maður sé í útlöndum,“ sagði Björgvin í gær. -ÍBE var hérna þoka hjá okkur sem bætti ekki úr skák. Það geng- ur vel í dag, það er hérna allt á tíma. Völl- urinn er virkilega góður og það sýnir sig á skorinu sem Staðan á Landsmótinu í golfi Meistaraflokkur karla, 2. dagur Björgvin Sigurbergsson, GK.......138 Öm Ævar Hjartarson, GS............141 Ólafur Már Sigurðsson, GK ........143 Guðmundur Sveinbjömsson, GK . 144 Helgi Birkir Þórisson, GK ........145 Sigurpáll Geir Sveinsson, GA .... 145 Ómar Halldórsson, GA..............145 Kristinn Ámason, GR...............145 Júlíus Hallgrimsson, GV ..........146 Ásgeir Jón Guðbjartsson, GK .... 146 Tomas Salmon, GR..................146 Tryggvi Traustason, GSE..........146 Meistaraflokkur kvenna, 2. dagur Ólöf María Jónsdóttir, GK........148 Ragnhildur Sigurðardóttir, GR . . 151 Kristín Elsa Erlendsdóttir, GK . . 155 Herborg Arnardóttir, GR..........156 Kolbrún Sól Ingólfsdóttir, GK . . 159 Helga Rut Svanbergsdóttir, GKJ 162 Nina Björk Geirsdóttir, GKJ ... 164 Katla Kristjánsdóttir, GR........168 Þórdis Geirsdóttir, GK............171 Heimsmet Sigurbjörns - í 250 metra skeiði á heimsmeistaramóti íslenskra hesta Gífurleg fagnaðarlæti urðu á mótinu í Þýskalandi er Sigurbjörn Bárðarson setti heimsmet í skeiði á Gordoni frá Stóru-Ásgeirsá. DV-mynd EJ DV, Þýskalandi Þegar Sigurbjörn Bárðarson og Gordon frá Stóra-Ásgeirsá lágu fyrsta sprett af fjórum í 250 metra skeiði á 21,72 sek. á heimsmeistara- móti íslenskra hesta í Kreuth varð mikill fógnuður meðal íslendinga því þar var talið tryggt að Sigur- björn hefði tryggt sér tvo heims- meistaratitla, í 250 metra skeiði og sem samanlagður meistari. En enginn átti von á því sem næst gerðist en þá slógu þeir félag- ar heimsmetið og fóra á 21,16 sek. Þá slepptu allir sér á mótinu jafnt íslendingar og aðrir gestir sem urðu vitni að einstæðum viðburði enda stóðu fagnaðarlætin yfir í rúman hálftíma. „Þetta er geggjað, Eirík- ur,“ sagði Sigurbjörn klukkutíma síðar. Sigurbjörn átti íslandsmetið fyrir, 21,4 sek., sem var sett árið 1986 á Leisti frá Keldudal. Heimsmeistarinn í gæðinga- skeiði, Höskuldur Aðalsteinsson, (Austurríki) er annar í 250 metra skeiði á 22,43 sek., Lothar Schenzel (Þýskalandi) þriðji á Gammi frá Krithóli á 22,44 sek. Logi Laxdal var fjórði á Freymóði á 22,46 sek. og Að- alsteinn Aðalsteinsson (Noregi) fimmti á Ringó frá Ringerike á 22,51 sek. Það skyggði þó heldur á að Logi Laxdal var dæmdur úr leik með Freymóð en hlífar Freymóðs reynd- ust of þungar. Þessi frábæri árangur Sigur- björns kom í kjölfar mikilla ham- fara íslenskra knapa í tölti en þar eigum við íslendingar efsta knapann, Jóhann Skúlason, á stóð- hestinum Feng frá íbishóli auk knapa sem era í og við úrslita- keppnina. Enginn sigrar Feng „Það er ekki til sá hestur á staðn- um sigrar Feng,“ sagði Sigurður Sæmundsson landsliðseinvaldur í sigurmóð eftir sýningu Jóhanns. Walter Feldman (Þýskalandi) er annar í tölti á Bjarka frá Aldeng- hoor, Reinhard Loidl (Austurríki) þriðji á Auði frá Eystra-Fíflholti, Vignir Siggeirsson (íslandi) fjóröi á Þyrli frá Vatnsleysu og Juliet van Bokum (Hollandi) fimmta á Gróttu frá Litlu-Tungu. Olil Amble (ís- landi) er sjötta á Kjarki frá Horni og Ásgeir Svan Herbertsson (íslandi) sjöundi á Farsæl frá Arnahóli. Líkur á sigri í tölti Það eru því töluverðar líkur á því að islenskur knapi nái að vinna B-úr- slitin i tölti á laugardag og keppa í A- úrslitum á sunudaginn. íslendingar eru mjög áberandi á heimsmeistaramótinu, ekki einungis sem knapar heldur og sem gestir en hingað eru komnir rúmlega eitt þús- und íslendingar. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra hefur fylgst með mótinu undanfarna daga, Ellert B. Schram, forseti ÍSÍ, er kominn á staðinn, Ingimundur Sigfússon, sendi- herra i Þýskalandi, er einnig mættur og í gær kom hingað forseti íslands Ólafur Ragnar Grímsson, heiðursgest- ur mótsins, og hann heilsaði upp á is- lensku knapana eftir setningarhátíð. Þjóðverjar óvenjuslakir Slakur árangur Þjóðverjanna hlýt- ur að vera mikil vonbrigði. Þeir eru á heimavelli og búist var við því að þeir myndu einoka úrslitin en annað hefur reynst á borðinu. Það sem hingað til hefur sést tO þeirra er heimsmeistara- titill í fimi, einn Þjóðverji er í úrslit- um í tölti og annar í fjórgangi og þeirra bjartasta von sem stendur er Karly Zingsheim sem er efstur 1 fimm- gangi áður en kemur að úrslitakeppn- inni. í dag verður yfirlitssýning kynbóta- hrossa og þar eiga íslendingar fjögur hross sem stendur í efsta sæti og hin tvö eru í öðru sæti. Síðar verða B-úr- slit í tölti, fimmgangi og Qórgangi og á morgun úrslit og verðlaunaafhend- ingar. -EJ jðj Óragur Ekki virðist alveg ráðið hverjir bjóði sig fram til formanns Samfylk- ingarinnar þegar hún verður form- lega gerð að stjórnmálaflokki í haust eða næsta vor. Líklegt þykir að Ingi- björg Sólrún Glsla- dóttir borgarstjóri sækist mjög eftir völd- unum og nokkuð er skorað á Jón Bald- vin Hannibalsson að snúa heim. Þá hef- ur nafn Guðmund- ar Árna Stefáns- sonar heyrst hærra með hverjum degin- um en hann mun vera allsendis j ófeiminn við að láta til skai’ar skríða, ekki síst gegn þeim sem hann telur j hafa bolað sér úr ráðherrastól á sín- j um tíma. í bók sinni, Hreinar línur, ; sem Guðmundur gaf út eftir að hann 1 vék sem ráðherra, fer hann ekki fógr- | um orðum um flokksbræður sína, Sighvat Björgvinsson og Jón Bald- vin Hannibalsson sem hann á enn j eftir að launa lambið gráa ... Fann milljarð Rekstur Flugleiða hefur verið til j nokkurra vandræða síðustu misseri en : mikill taprekstur síðasta árs varð til þess að breytingar voru gerðar á ýms- I um rekstrarþáttum fyrirtækisins. Sig- urður Helgason for- stjóri og félagar sáu : sér þann kostinn j vænstan að selja hótel í eigu fyrirtækisins og fyrir skemmstu var hulunni svipt af , nýju útlit og ímynd fyrirtækisins þar sem m.a. var breytt um lit á merki félags- ins. Kostnaðurinn við breytinguna var talinn nema nokkur hundruð milljón- um króna en mflljarður til eða frá hef- ur ekki ávallt skipt öllu máh hjá Flug- leiðum eins og kannski best sannaðist þegar hlutabréf að virði um einn millj- arður króna fundust í skúffu fyrirtæk- isins á dögunum... Inn í haust Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg- arstjóri hefur nú fengið Kristinu Ámadóttur sem aðstoðarkonu sína að nýju en hún hefur verið erlendis um eins árs skeið og var Ámi Þór Sigurðsson látinn fylla skarð hennar sem að- stoðarmaður á meðan. Hann hefur nú fengið sæti í borgarstjórn og leysir sendiherra- frúna Guðrúnu Ágústsdóttur af um nokkurt skeið. Víst er talið að vist Árna í borgarstjórn geti verið skammgóður vermir því senn líði að því að Hrannar B. Arnarsson endur- heimti sæti sitt og er talið fullvíst að það verði strax.í haust... Jagger birtist | Fyrsta jákvæða fréttin af Vesttjörð- um í 20-30 ár birtist í fjölmiðlum um verslunarmannahelgina þegar söngv- arinn heimsfrægi, Mick Jagger, dúkkaði upp á ísafirði öllum að óvör- um. Það leið ekki á löngu þangað til hefð- Íbundin dagskrá Rásar 2 var rofin og til- kynnt var um stirnið fyrir vestan. Því ' næst var sagt frá því að Finnbogi Her- mannsson, frétta- ritari Ríkisútvarps- ins á Vestfjörðum, hefði náð tali við sjálfan söngvarann og náði hann að lýsa því í beinni útsendingu hvernig var aö hitta goðið á svo undraverðan hátt að flestir töldu að | um upprisu Jesú Krists hefði verið að I ræða. Þvílík var innlifunin en flestum I þótti Rás 2 keyra einum úr hófi fram I þar sem dagskráin gekk nánast aðeins j út á Jagger þennan daginn ... Umsjón: Hjálmar Blöndal Netfang: sandkom @ff. is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.