Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1999, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1999, Blaðsíða 20
FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1999 DV 20 mtal Nauðsynlegt að hafa verið blankur Hvar byrjaðir þú? „Ég átti íbúð. Það var allt og sumt. En það er eitt sem er nauð- synlegt í þessum geira til þess að ná árangri. Það er að hafa verið blank- ur. Þegar ég hafði verið atvinnu- skákmaður i nokkur ár þekkti ég mjög vel þá tilfmningu að búa við þröngan efnahag. Ég þurfti að skipuleggja mín fjármál mjög vel. Ég var ekkert á vonarvöl en þurfti að láta enda ná saman. Það fylgdi því mikill kostnaður að taka þátt í mótum erlendis og auðvitað vildi ég að fjölskyldan lifði við góð kjör. En það var alltaf erfltt að aura saman fyrir Visa-reikningnum. Ég fór að lesa um fjármál er- lendra fyrirtækja og sá þama leið til að bæta efnahaginn. Það fyrsta sem ég fjárfesti í var Eimskip en það hefur margur maðurinn byrjað á því.“ Og var ævintýrið þar með komið af stað? „Þetta hefur ekki verið neitt æv- intýri og fjárfestingar eiga ekkert skylt við ævintýramennsku. Ég hef til dæmis aldrei grætt á því að spila í happdrætti en menn halda stund- um að þeir séu að fjárfesta þegar þeir eru í rauninni að taka þátt í fjárhættuspili eða happdrætti. Það koma stundum til mín menn sem segjast vera með frábærar hug- myndir, eða eitthvað sem þeir hafa heyrt, eða fengið heita ábendingu. Þegar ég fer síðan að spyrja þá út í þetta kemur í ljós að þeir vita ekki neitt nema að það „eigi“ að vera hægt að græða mikið á þessu og segja: „Ég veit að þetta er gambl.“ Mér er mjög illa við þetta og segi við menn: Ef þú vilt vera í fjár- hættuspili skaltu fara til Las Vegas en þú skalt ekki blekkja þig með því að þar sért þú að fjárfesta." r Ohjákvæmilegt að tapa stundum Hefurðu sjálfur einhvem timann tapað peningum í hlutabréfaviðskipt- um? „Já, já, oft. Það fylgir þessu að taka stundum rangar ákvarðanir. Það er algerlega óhjákvæmilegt. Þá skiptir máli að viðurkenna mistökin og selja viðkomandi hlutabréf með tapi. Það eiga margir mjög erfitt með að gera það og fara þess í stað að bíöa eftir að ástandið lagist. Ég tek sem dæmi: Ef þú kaupir hlutabréf sem svo lækka um tíu prósent þá er mun meiri ástæða til að selja en ef þau hækka um tíu prósent. Það er hins vegar mannlegt eðli að gera þveröfúgt. Tíu prósenta lækkun er vísbend- ing um að þú hafir tekið ranga ákvörðun þegar þú keyptir. Þá ætt- irðu að skoða hvers vegna þú keypt- ir i fyrirtækinu og kanna hvort eitt- hvað hafi breyst." Mér heyrist nú vera smá„gambl“ í þessu. „Þessu fylgir viss áhætta. Við erum alltaf að reyna að finna fyrir- tæki sem eru ekki í tísku því þú græöir sjaldan á því að elta tískufyr- irbrigði. Við reynum að finna fyrir- tæki sem eru með trausta stjómend- ur, traustan efnahag og vaxtarmögu- leika. Til þess þarftu að hafa þekk- ingu en ekki bara aö láta slag standa." Hvort er betra að kaupa í íslensk- um eða erlendum fyrirtækjum? „Fyrir okkur er heppilegra að kaupa í innlendum fyrirtækjum vegna þess að við emm í návígi við fyrirtækin og vitum hvernig þau ganga, auk þess sem við þekkjum markaðinn sem þau em að vinna á. Hins vegar er nauðsynlegt að eiga líka í erlendum fyrirtækjum til að gæta nauðsynlegrar áhættudreifing- ar.“ Auðvelt að selja heimsendaboðskap Maður les stundum greinar um að á verðbréfamörkuðum séu fyr- irtæki alltof hátt metin og þetta eigi allt eftir að hrynja. „Það er svo auðvelt að selja fjöl- miðlum heimsendaboðskap. hér. í þriðja lagi eru venjuleg skil- yrði fyrir stofnun hlutafélags. Umsóknin fer til fjármálaeftirlits- ins og það kannar hvort einhverj- ir annmarkar séu á henni og gef- ur sér yfirleitt góðan tíma til þess.“ Hjá Margeiri tók það aðeins þrjár vikur. Ekki lengur einn úti í horni „Ég er búinn að starfa á þessu sviði í nokkur ár,“ segir Margeir, „og stofnaði fjárfestingarfyrirtæki árið 1995. Það hefur gengið ágæt- lega svo það má segja að það hafi verið eðlilegt að stofna verðbréfa- fyrirtæki með öllum réttindum. Það voru ýmsir sem tóku eftir því og því kynnst þeim aga sem verð- ur að ríkja í slíkum fyrirtækjum. Ekki má heldur gleyma því að hann var atvinnumaður í skák i sjö til átta ár og þar kynntist hann ýmsum erlendum banka- mönnum sem hann hefur síðan átt viðskipti við. „Þegar hér kom fullkomið frelsi i fjármagnsflutningum á milli landa 1. janúar 1995 þurfti ég að koma mér upp aukabúgrein með skákinni því þaö harðnaði á daln- um um þetta leyti og var eðlilegt að hugsa sér til hreyfings og skipta um starf. Fyrir tíu árum hefði ekki verið neinn grundvöllur fyrir þetta fyr- irtæki, nema til að stunda útlán, sem við höfum engan áhuga á.“ betri ávöxtun en vextir af banka- innstæðum og þá er ég að tala um lönd þar sem hafa verið skipulagð- ir verðbréfamarkaðir. Þú veist hverju reikningur með fostum verðtryggðum vöxtum mun skila í framtíðinni en hefur enga hug- mynd um hvaða tekjur hlutabréf muni færa þér. Þú getur aðeins spáð í það.“ Þegar Margeir er spurður út í skattaafsláttar-gylliboðin sem rign- ir yfir þjóðina í desember segir hann: „Gallinn á islenskum hluta- bréfasjóðum er að þeir fjárfesta ekki nema að hluta í hlutabréfum og skattleggjast flestir eins og al- menn hlutafélög. Ef þú ert bara aö spá í skattaafslátt er það þokkaleg- ur kostur en ef þú vilt vera með í atvinnulífmu þá er betra að kaupa í einstökum félögum." Fyrsta hlutabréflð sem ég keypti var í Útvegsbanka ís- lands 1987, fyrir tíu þúsund krón- ur. Því var síðan skipt yflr í íslandsbanka og hefur gefið ágætlega af sér,“ segir Mar- geir Pétursson, fyrrum skák- meistari, sem nýlega opnaði M.P. Verðbréf en hann hefur stundað verðbréfaviðskipti í nokkur áir. Margeir er þessa dagana að koma fyrirtæki sínu fyrir 1 hús- næði í Garðastræti 38. Tveir og hálfur mánuður eru síðan fyrir- tækið var stofnað og segir Mar- geir hafa gengið ótrúlega vel að fá öll leyfí og aðild að Verðbréfa- þingi en til þess þarf að uppfylla þrjú skilyrði. „Við þurfum fyrst og fremst að vera löggilt verðbréfafyrirtæki. í öðru lagi þarf að leggja fram lág- markshlutafé og framkvæmda- stjórinn þarf að vera löggiltur verðbréfamiðlari. Það próf tók ég fyrir ári og þá var langt síðan boðið hafði verið upp á slíkt nám að ég hafði safnað miklum upplýs- ingum um verðbréfamarkaði - bæði hér heima og erlendis - og höfðu áhuga á að nýta það. Ráð- gjafarþjónustu og verðbréfamiðl- un er ekki hægt að veita almenni- lega nema i verðbréfafyrirtæki sem hefur öll starfsréttindi. Nú höfum við heimild frá réttum. að- ilum til að veita alla þjónustu á þessu sviði. Ég er mjög ánægður með að vera ekki lengur einn úti í horni að vinna fyrir sjálfan mig heldur get ég veitt öðrum þjónustu. Ég hef mikinn áhuga á þessari grein og hef tekið fjölda námskeiða, til dæmis hér uppi í Háskóla, til að athuga hvað viðskiptafræðingar og aðrir kunna fyrir sér.“ Margeir, sem hefur alltaf haft gaman af að lesa ársskýrslur fyr- irtækja, bæði innlendra og er- lendra, starfaði sem lögfræðingur í Búnaðarbankanum frá 1984-89. Hann segir það hafa verið góða reynslu fyrir þá starfsemi sem hann rekur í dag. Hann hefur einnig starfað í fjármálafyrirtæki Betra að kaupa í ein- stökum félögum Margeir telur fjármálaþjónustu verða vaxtargrein hér á næstu árum. „Maður þarf ekki annað en horfa á aldurssamsetninguna í þjóðfélaginu til að sjá það,“ segir hann. „Það er ljóst að færa þarf fjármuni á milli þeirra sem eru starfandi hverju sinni og þeirra sem lifa á sparnaði. Það er sífellt stærra og stærra hlutfall fólks sem ekki liflr af vinnu, er til dæmis komið á eftirlaun, og það þarf að lifa á sparnaði. Þetta segir að það verði sífellt fleiri verkefni fyrir fyrirtæki í fjármálaþjónustu. Það má segja að það sé hlutverk verð- bréfafyrirtækjanna að brúa þetta bil og hjálpa fólki að flytja kaup- mátt á milli tímabila." Hvemig þá? „Það er grundvallarmuniu- á því hvort þú ert að leggja inn í banka á fostum vöxtum eða fjárfestir í hlutabréfasjóöum. Á þessari öld hafa hlutabréf verið að gefa mun Ég tek alveg undir það að bandarísk hlutabréf séu mjög hátt metin - í sögulegu samhengi. Þau hafa aldrei verið eins hátt metin. Hins vegar verðum við að viður- kenna að efnahagslifið í heimin- um hefur aldrei verið eins blóm- legt og núna. Það er greinilegt að fjármálamarkaðurinn spáir til dæmis heimsfriði um ófyrirsjáan- lega framtíð í löndum sem skipta máli. Heimsfriður næstu áratuga er kominn inn í hlutabréfaverð í dag. Þjóðir eru orðnar svo háðar hver annarri í viðskiptum að þær mega ekkert við því að valda tjóni á eignum og mannslífum." Hvaða teikn eru um þessar frið- arhorfur og áframhaldandi blómatíð? „Það sem er mest sláandi er verð á gulli. Ég held að það sé núna hið lægsta, í dollurum, í meira en tuttugu ár. GuU er orðið tU skrauts og er ekki lengur not- að tU að varðveita kaupmátt í gegnum verðbólgutíma, styrjaldir og plágur eins og verið hefur öld- um saman. Núna þurfa seðla- bankar ekki einu sinni að eiga gullforða tU að tryggja gjaldmiðl- ana. Þeir eru því að selja guU á fuUu um aUan heim. Gullmarkað- imir eru því mjög daprir. Það ríkir mikU trú á frið og trú á ríkisstjórnir: að þær nái að hafa sín mál i lagi. Væringar á afmörk- uðum stöðum í litlum löndum, sem ekki eru mikUvæg í viðskipa- legu tiUiti, ógna heimsfriðnum ekki. Þetta er ein skýringin á háu hlutabréfaverði." Endurdreifing eigna í gegnum ríkisvaldið úr sögunni Annað sem Margeir segir að hafi haft afgerandi áhrif á verð á hlutabréfum síðustu árin er hrun kommúnismans. „Það hefur aUtaf vofað yfir endurdreifing eigna í gegnum ríkisvaldið, aUt fram á þennan áratug. Þá á ég við komm- únismann og sósíalismann að ein- hverju leyti. Þetta er núna úr sög- unni og þvi eru menn fúsari tU langtímafj árfes tinga. Það má kannski segja að þetta sé undir- liggjandi skýring á þessu háa verði.“ Nú hafa verðbréfa- og peninga- markaðir verið að hrynja á síð- ustu árum, tU dæmis í Japan, BrasUíu, Rússlandi. Hvers vegna hefur það ekki haft áhrif á okkar efnahagslíf? „Það er vegna þess að það eru engir erlendir fjárfestar hér á verðbréfamarkaðinum svo heitið geti. Ef við fáum erlenda fjárfesta inn verðum við að vera viðbúin miklum sveiflum og þá verður meiri fylgni á miUi íslenski'a og erlendra verðbréfa." Er þá hlutabréfaverð ekki of hátt hér? „Það er misjafnt. Það eru mörg félög sem eru hræódýr og litlar líkur á að tapa peningum á þeim. Tvö undanfarin haust hafa ver- ið miklar sveiflur niður, bæði haustið ‘97 og ‘98. Fyrst fór Rúss- land og svo hnmdi bandarískur áhættusjóður. Það hafði sýnUeg áhrif hér heima. Eftir að þessi áhættusjóður fór yfir um hrundu bankar í verði og það hafði þau áhrif að draga úr áhuga á FBA á þeim tíma. Þetta er aUtaf saman- brnrður á miUi landa. fslenskir bankar geta ekki verið á verði sem er í hróplegu ósamræmi við bcinka í Evrópu. Tengingin er þó enn óbein og verðsveiflur hér eru mun minni en erlendis." Engin kreppa í aðsigi Eru þá spár um ný kreppuár ekki á rökum reistar? „Það hefur mikið verið skrifað um heimskreppuna miklu og or- sakir hennar. Um ástæður hennar eru tvær mjög andstæðar skoðan- ir. Annar hópurinn telur að ástæðumar megi rekja tU hruns- ins á WaU Street en innan hag- fræðinnar rekja menn þetta tU þess að verndartoUar voru settir á í Bandaríkjunum. Við það dróst
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.