Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1999, Blaðsíða 10
LAUGARÐAGUR 7. ÁGÚST 1999 I llT Kjjfatgæðingur vikunnar Nýkaup Þar sem ferskleikinn býr Möndluæði Þetta er stórfín en vandasöm j möndluterta. 200 g sykur 100 g marsi 1/2 dl vatn 4 stk. egg 120 g hveiti lyftiduft á hnífsoddi matarsódi á hnífsoddi 40 g kakó 100 g smjör 50 g hnetur 1/2 tsk. möndludropar Apríkósusulta Marsipan 200 g marsi unnið vel saman 65 g flórsykur Hjúpur 200 g suðusúkkulaði 2 msk. matarolía Vinnið vel saman sykur og marsa, blandið vatni saman viö og hrærið þar til allir kekkir eru farnir. Blandið eggjum og þurr- efnum saman og vinnið í botni í ca. 10 mínútur, bræðið smjörið og blandið út í ásamt hnetum og dropum og vinnið rólega saman. Bakið í einu formi sem er vel fitað og hulið með hnetum. Bakið við 180 gráður í 20-24 mínútur. Kælið og smyrjiö apríkósusultu yfir. Vinnið saman flórsykur og marsa og rúlliö út, hyljið tertuna með marsipaninu. Bræðið súkkulaðið og olíuna saman og hjúpið tertuna. Berið fram þeytt- an rjóma meö tertunni. Ofnbökuð smálúða með salsa og hvítlauk Spennandi og öðruvísi réttur, kjörinn í laugardagsmatinn. Fyrir fjóra 800-1000 g smálúðuflök, roðflett og beinlaus 1/2 1 salsasósa, stórt glas 8 stk. hvítlauksgeirar 160 g mozzarellaostur (lbréf) RúIIið smálúðuflökunum upp, leggið í smurt eldfast mót. Saxið hvítlaukinn út í salsasósuna og fl sjóðið saman. Hellið yfír fiskinn,; stráið rifnum osti yfir og bakið í 25-30 mínútur við 200 gráður. Annað meðlæti Berið gjaman fram með grófu ; brauði og salati. Rífið niður einn haus eikarlauf, annan frisesalat. Blandið saman 1 dl balsamediki og 1 dl ólífúolíu. HeUið yfir salat- iö og njótiö vel. Uppskriftirnar eru fengnar frá Nýkaupi þar sem alit hráefni í þær fæst. Sushi-diskur í forrátt en Keikó-steik í aðalréttinn Haukur segist elda mikið, bæði fyrir gesti og gangandi, ásamt kærustu sinni, Gaby, sem er einnig flink að elda. Þau eru að flytja til Hollands sem Haukur segir algera paradís, þar er alltaf hægt að fá ferskt grænmeti. „Græn- metið sem við borðum hérna heima er að mikium meirihluta þaðan komið.“ Matgæðingur vikunnar er ekki af verri endanum þar sem hann gjör- þekkir „matarbransann". Haukur Óskarsson starfar sem þjónn á Humarhúsinu og er í Hótel- og veit- ingaskólanum og er eðli málsins samkvæmt mikiU matmaður. Haukur og kærasta hans Gaby ákváðu að gefa lesendum blaðsins uppskrift að sushi-diski og hval- kjötsrétti, Keiko-steik. „Mér finnst synd hvað íslending- ar nota fisk lítið miðað við það hve ferskur fiskur fæst hér. Ég hef heyrt að Japönum sem koma hingað finn- ist sushi einkennilegt hér vegna þess hve nýr fiskurinn er, þeim finnst hann jafnvel of nýr,“ sagði Haukur en forrétturinn sem hann gerir samanstendur af hráum fiski. Sushi-diskur „Þessir skammtar miðast við að eldað sé handa fjórum en annars fer ég nú voðalega lítið eftir uppskrift- um.“ Þang 100 g af hráum túnfiski, smátt skornum 100 g af hráum humri 50 g af hráum rækjum Wasabi, sem mætti segja að væri nokkurs konar japönsk gerð af pip- arrót. Magn hennar fer eftir smekk. Hrært út í vatn. Sojasósa, t.d úr Heilsuhúsinu, eft- ir þörfum „Þetta er rosalega góður forréttur en gæta þarf fyllsta hreinlætis. Tún- fiskur, humar og rækjur henta mjög vel fyrir þá sem eru ekki vanir að borða hráan mat þvi fólk fmnur fyr- ir minna fyrir því en til dæmis með margt kjöt.“ Haukur segir það grundvallaratriði að skreyta disk- ana og þvi er ekki verra að hafa hugmyndaflugið í lagi þegar disk- amir eru útbúnir. Sushi-maturinn er borðaður með prjónum. Keikó-steik í Keikó-steik notast hvalkjöt sem borðað er með rauðvínströnu- berjasósu og bökuðum kartöflum. Hvalkjötið er kryddað með salti og pipar og svo léttsteikt á pönnu. „Það er gott að setja kjötið í mjólk og láta það liggja þannig í nokkrar klukku- stundir, svona rétt aðeins til þess að eyða lýsisbragðinu." * %íkert vesen Rauðvínssoð 100 g smjör, brætt í potti 2 1/2 dl hveiti 20 cl rauðvínssoð 2 dl trönuber, niðursoðin salt og pipar krækiberjasaft, 2 1/2 dl Hveitinu er hrært saman við smjörið til þess að þykkja það og vökvanum hellt saman við. Þetta þykkist eftir þörfum. Kartöflusmælki Kartöflunum er velt upp úr olíu og kryddaðar með salti og pipar. Þær eru hitaðar í ofni og svo skreyttar með djúpsteiktu og þurrk- uðu berjalyngi. Grænmeti er gott með öllum mat og Haukur segir einfaldleikann bestan í því sambandi sem svo oft áður. Matinn skal bera fram með ögn steiktum paprikum og svepp- um. „Ég ætlað skora á fyrrverandi yf- irmann minn, Kristján Þorsteins- son, eiganda Humarhússins. Hann hefur gert mér margan grikk og kominn tími til að ég launi fyrir mig,“ sagði Haukur að lokum en hann er að flytjast til Hollands inn- an fárra daga með Gaby, hollenskri kærustu sinni, og hefur því sagt upp starfi sínu hjá Kristjáni. -þor Er von á gestum? Salat með kjúklingabitum - fljótleg og þægileg lausn Góð salöt eru með betri máltíðum því þau eru í senn bragðgóð, mettandi, fljótleg og ódýr. í kjúklingasalat þarf einn kjúkling en miðað er við að upp- skriftin sé fyrir átta manns og hentar réttur- inn vel eigi menn von á gestum. Þessi réttur er góður fyrir þá sem eru að passa línumar nú í sumar enda em aðeins um 250 hitaeiningar í hverjum skammti. í salatið þarf: 1 kjúkling 7 dl melóna eða stein- laus vínber 2 dl hnetur 2 dl blaðsellerí 3 msk. laukur 2 dl rauð paprika salatblöð Kjúklingurinn er soð- inn eða steiktur eftir því hvort mönnum finnst betra og hann er svo skorinn í litla bita. Melónan er skorin í bita en vínberin era svo er laukurinn og paprikan söxuð niður. Með kjúklingnum er gott að hafa sósu en í hana fer eftirfarandi. Sósa 180 g hrein jógúrt (1 dós) eða súrmjólk (Hrein jógúrt er seld und- ir heitinu jógúrt án ávaxta) 3 msk. léttmajones 1 msk. sítrónusafi 1 tsk. karrí 1 tsk. engifer salt og pipar Jógurt, léttmajones og sítrónusafa er hrært sam- an og kryddað með karríi, engifer, salti og pipar. Að lokum er kjúklingn- um, ávöxtunum og græn- metinu blandað varlega saman og sett út í sósuna. Salatið er þá tilbúið en gott er að kæla það áður en það er borið fram en það er ekki nauðsynlegt. Verði ykk- ur að góðu. Kjúklingasalat er einfalt og gott, það er ekkert vesen eða umstang sem fylgir þvf að búa það til. Uppskriftin miðast við 8 manns og hentar því vel þegar von er á gestum. skorin í helming kjósi fólk þau frek- ar. Þá eru hneturnar saxaðar, blaðselleríið skorið í litla bita og I Grillaðar svína- kótelettur að ítölskum hætti Bragðið dugar fyrir hálfu far- gjaldi til Ítalíu. Nykaup Fyrir fjóra * 1 kg svínakótelettur Tómatmauk 11 dós niðursoðnir tómatar 1/4 laukur 1 tsk. ferskt saxað basil 2 hvítlauksgeirar, saxaðir salt og nýmalaður pipar Meðlæti 200 g pasta (Tagliatelle) matarolia 1 lambhagasalat, skorið í ræm- ur 1 blaðlaukur, skorinn í þunnar sneiðar ; 2 sellerístilkar, skomir í sneið- ar Sjóðið pastað, leggið síðan í sigti. Setjið tómata, hvítlauk og lauk í matvinnsluvél og maukið, setjið síðan í pott og látið sjóða stutta stund. Kryddið með salti, pipar og basil. Svínakóteletturnar eru smurð- ar með olíu og kryddaðar með salti og pipar, síðan grillsteiktar í 7-10 mínútur á hvorri hlið. Meðlæti Lambhagasalat, blaðlaukur og sellerí er sett á disk, pastað þar yfir. Tómatmaukið er sett yfir pa- stað og loks er svínakótelettan lögð efst. Grilluð berjabomba Hefur þú prófað að gi'illa ber? Ofureinfold en sjúklega góð berja- bomba. Fyrir fjóra 1 askja jarðarber 1 askja bláber 1 dl makkarónu kökur 50 g suðusúkkulaði Jarðarberin skorin í fernt og stilkurinn skorinn af, makkar- ónukökurnar muldar og súkkulaðið skorið smátt. Öllu blandað saman í álbakka og látið krauma á grillinu í fimm til tíu mínútur. Meðlæti Þeyttur rjómi eða ís. -þor Uppskriftirnar eru fengnar frá Nýkaupi þar sem allt hráefni í þær fæst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.