Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1999, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1999, Blaðsíða 31
LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 1999 Hestaferðir Litla-Garðs: Ferðir sniðnar að óskum þátttakenda Fyrirtækið Litli-Garður stendur fyrir hestaferðum frá Akureyri. Hver ferð er sniðin eftir óskum þátt- takenda og geta þær verið mislang- ar. Verðið fyrir daginn miðað við 10 manna hópa er yfirleitt um 10.000 kr. Þá er innifalinn matur, hestar, reiðtygi og annar búnaður. Ferðir eru famar með hópa, allt niður í fimm manns. Þau svæði sem hafa verið könnuð í ferðum Litla-Garðs ;ru m.a. Aðaldalur, Eyjafjörður og Laugafell en þar gefst gestum færi á ið baða sig í heitavatnsuppsprettu á iræfum íslands. En ein af lengri 'erðunum, sem eigendur Litla- Garðs, bjóða liggur til Mývatns og tekur sex daga. Ferðatilhögunin er sveigjanleg og verðið ræðst af þörf- um og óskum hópsins. Frá Vaðlaheiði í Fnjóskadal Á fyrsti degi em lagðir um 20 km að baki. Lagt er af stað frá Akureyri Hestaferðir Litla-Garös eru flestar farnar um Mývatnssveit en sumar allt suð- ur á Sprengisand, eftir óskum ferðafólksins. Hestaferðir um sveitir landsins gefa lífinu gildi. ur um 40 km að baki. Farið er með fram Skjálfandafljóti, gegn- um Ystafellsskóg og fram hjá Barnafossum. Þaðan er riðið norður Ljósavatnsskarð og yfir- leitt lýkur dagsferðinni á Hálsi þar sem hrossin eru geymd og fólkinu ekið í náttstað. Góðri ferð lýkur á Akureyri Síðasta daginn er lagt af stað frá Hálsi og ýmist farið fram Fnjóskadal og yfir Bíldsárskarð eða gamli bílveg- urinn tekinn áleiðis til Akur- eyrar. Það ræðst af brottfarar- tíma hópanna hversu langt er farið en nánari upplýsingar fást hjá Ármanni Ólafssyni í síma 463-1290. -HG 39 * f :V H i ■ ■ I Stórhveli og mikilfenglegir borgarísjakar: Ný Grænlandsferð með Fagranesinu Áhöfn ferjunnar Fagraness hyggur á ferð frá ísafirði til Kulusuk á A-Grænlandi dagana 17.-24. ágúst. Verðið er 55 þúsund á manninn og er allt innifalið. Þar á meðal er svefnpokapláss, fimm máltíðir á dag og nesti fyrir ferð- ir um Kulusuk og Anmagsalik- svæðið. Lágmarksfjöldi til að lagt sé í ferðina er 35 manns en nú þegar hafa 15 manns bókað far með Fagranesinu. Siglingin til Grænlands tekur 32-34 klst. og því verður dvalist í Grænlandi í 4 sólarhringa. Á leið- inni er margt að sjá, mikið er um hvali á þessum slóðum og stórir borgarísjakar fljóta um. Þeir eru stórkostleg sýn, ekki sist fyrir þá sem ekki hafa mikið verið á sjó. Þegar komið er til Grænlands verður farþegum hleypt í land. Þá geta þeir m.a. stundað silungs- veiði en góð silungsmið eru á Grænlandi. Farþegar geta farið í gönguferðir og skoðunarferðir um svæðið og verður fararstjóri með í för. Áhöfnin verður í talstöðvar- sambandi við fararstjóra og fylgist með því hvert leiðin liggur. Þegar á áfangastað er komið bíð- ur skipið eftir farþegum sinum. Þetta er fyrsta sinn sem þessi ferð er boöin og ef viðtökur veröa góðar verður farin ný ferð á næsta ári. -HG Þessi maður er ekki einn um að finnast stórkostieg tilfinning að sigla í stórbrotnu umhverfi við Grænland. yfir Vaðlaheiði austur í Fnjóskadal. Ýmist er farið sem leið liggur um gamla bílveginn eða um Bíldsár- skarð þar sem áð er með hrossin. Að lokum er ekið með ferðalangana í svefnstað. Goðafoss skoðaður Annan daginn er farin um 30 km vegalengd. Farið er fram Fnjóskadal yfir Valiafjall og niður Eyjardal og að Hvarfi. Þar fer fólkið í bílinn og hvílist á meðan hrossin eru rekin yfir Skjálfandafljót. Ferðamennirnir fá tækifæri til að skoða hinn fallega og fræga Goðafoss. Fyrir getur kom- ið að Skjálfandafljót sé ófært og þá er farið niður af Vallafjalli hjá Stóruvöllum þar sem fólkinu er ekið að Goðafossi og svo að gististað. Gist á Skútustöðum Þriðji dagurinn hefst á því að lagt er frá Bárðardal. Riðinn er Eyfirð- ingavegur austur Fljótsheiði en oft- ast hefur verið farið að Gautlöndum í Mývatnssveit og hrossin höfð þar. Þá er ekið me fólkið að Skútustöð- um þar sem gist er þá nótt. Þegar komið er á þessar slóðir hefur ferða- löngum verið hoðin skoðunarferð um perlur Mývatns þar sem t.d. er komið við í Dimmuborgum, Náma- skarði og Stórugjá þar sem stundum hefur verið farið i bað og slakað á stífum vöðvum. Yfir Skjálfandafljót til Torfuness Fjórða daginn eru farnir um 50 km. Riðið er frá Gautlöndum niður Laxárdal niður að Þverá. Þar er far- ið upp á Fljótsheiði og komið niður hjá Stórulaugum. Þaðan er riðið yfir að Einarstöðum, upp á Fljótsheiði og norður yfir brúna á Skjálfanda- fljóti. Dagsferðinni lýkur í Torfunesi þar sem hrossin eru geymd og fólk- inu ekið í gistingu. Riðið norður Ljósavatnsskarð Fimmta daginn leggja þátttakend- Við opnum í Kringlunni Þess vegna vantar okkur fleira starfsfólk, aðallega í fullt starf, á allar 3 veitingastofur McDonald’s. Alltaf gæði • Alltaf góður matur Alltaf góð kaup Hjá McDonald's er alltaf nóg að gera, tíminn líður hratt og allir vinna saman. Við leitum nú að starfsfólki, ungu jafn sem eldra, ekki síst fólki með fjölbreytta lífreynslu. Við bjóðum upp á vaktavinnukerfi en einnig sveigjanlegan vinnutíma, t.d. bara á kvöldin eða á daginn (á meðan bömin em í skólanum). Þeir sem vinna vel og af metnaði em fljótir að vinna sig upp í launum og geta orðið liðþjálfar, hðsstjórar eða jafnvel rekstrarstjórar! Starfsmenn læra öll störf innan veitingastaðarins, fá þjálfun og sækja námskeið. Starfsmannafélagið heldur uppi fjörugu félagslífi. Starfsandinn er góður, þú kynnist nýju fólki og eignast nýja vini! Möguleiki er á að vinna á mismunandi veitingastofum McDonald's, ekki alltaf þeirri sömu. Hefur þú áhuga að vinna með okkur í McDonald’s-liðinu? Umsóknareyðublöð fást hjá vaktstjóra á veitingastofum. Fyhið þau vandlega út og skilið til vaktstjóra. Viltu vita meira? Hikaðu þá ekki við að spyrja okkur. Þú getur hringt í okkur eða sent e-mail: 5811414 (Maggi) e-mail: magnus@lyst.is eða 551 7444 (Þétur) e-mail: petur@lyst.is Austurstræti 20 Suðurlandsbraut 56 Kringlan (30. sept.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.