Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1999, Síða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1999, Síða 7
FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 1999 7 DV Fréttir Umhverfismat vegna svinaeldisstöðvar i Melasveit: Matsúrskurður byggð- ur á ráðherraheimild Stefán Thors, skipulagsstjóri rík- isins, segir í samtali við DV að stöðvun framkvæmda við nýja svínaeldisstöð að Melum i Melasveit þar til umhverfismat hefur farið fram á hinni fyrirhuguðu starfsemi sé byggð á lögum um mat á um- hverfisáhrifum frá 1993. í 5. grein laganna eru taldar upp þær greinar sem alltaf eru háðar umhverfismati, svo sem virkjanir, vegir o.fl. í grein- inni er hvergi minnst á neins konar landbúnaðarstarfsemi. í 6. grein lag- anna segir hins vegar að umhverfis- ráðherra sé heimilt, að fengnu áliti skipulagsstjóra, að heimila að ákveðnar framkvæmdir sem kunni - bein lagafyrirmæli ekki til að hafa umtalsverð áhrif á náttúru- auðlindir og samfélag, en ekki er getið í 5. grein, verði háðar um- hverfismati samkvæmt lögunum. Eins og greint var frá i forsíðu- frétt blaðsins í gær hefur Skipulag ríkisins lagt til að umhverfismat fari fram á áhrifum fyrirhugaðrar svínaeldisstöðvar að Melum þótt bein lagafyrirmæli um slikt mat séu ekki fyrir hendi vegna starfseminn- ar. Skipulagsstjóri vísar í því sam- bandi til viðauka með reglugerð um mat á umhverfisáhrifum þar sem búfjár- og dýrahald er tilgreint sem rekstur sem kunni að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif. Þar við bætist að sam- kvæmt 17. tölulið i viðauka nr. 1 í til- skipun Evrópusam- bandsins frá 1997 séu stöðvar þar sem fram fer þauleldi fleiri en 3000 eldissvína háðar umhverfismati. Sú tilskipun hefur hins vegar ekki verið stað- fest af Alþingi. Aðspurður um það sagði Stefán: „Það bar að lög- festa tilskipunina á íslandi fyrir 14. mars Stefán Thors, skipulags- stjóri ríkisins. 1999. Það lá fyrir frumvarp til laga um mat á umhverfisáhrif- um sem náði ekki fram þannig að það er ekki búið að lögfesta hana. Það breytir þó ekki því að þarna er ekki verið að tala um skyldulista eins og er í tilskipuninni heldur er verið að beita 6. grein gildandi laga þar sem ráðherra er gefin heimild til að ákveða að fram- kvæmdir sem ekki eru á skyldulista fari í mat. Við telj- um það vera ákveðin rök, þótt ekki sé búið að lögfesta tilskipunina hér, að þauleldi með fleiri en 3000 eldis- svínum sé viðmiðun í tilskipuninni. Þegar um er að ræða 20 þúsund eld- issvín þá er ekki vafi í okkar huga með hliðsjón af því sem er að gerast annars staðar í Evrópu,“ sagði skipulagsstjóri. Stefán Thors sagði enn fremur að ef ala ætti færri en 3000 svín á jörð- inni þá þurfi ekki að fara fram um- hverfismat. „Ég efast um að þá myndum við leggja til við ráðherra að umhverfismat færi fram,“ sagði hann. -SÁ Hrólfur Jónsson, siökkviliðsstjóri í Reykjavík, telur að til greina komi að slökkviliðið í Reykjavík fái leið út á Bústaða veginn frá stöð sinni við Skógarhlíð. Slökkvistööin við Skógarhlíð: Fái leið út á Bústaðaveg - segir slökkviliðsstjóri - telur stöðina vel staðsetta Hagnaður 76 milljónir Rekstrarhagnaður Samvinnusjóð íslands hf. fyrstu sex mánuði árins 1999 var 99 milljónir króna fyrir skatta en 76 milljónir króna eftir skatta. Vöxtur hagnaðar eftir skatta nemur 38% frá sama tímabili í fyrra. Hreinar vaxtatekjur hækkuðu um 33% og vaxtamunur sem hlutfall af útlánum lækkar lítilega, var 3,6% á tímabilinu. Aðrar rekstrartekjur hækka um 38 milljónir króna en skýringin á þess- ari hækkun liggur aðallega í aukn- ingu á þóknunartekjum, um 9 millj- ónum króna, og söluhagnaði á deCODE um 20 milljónir. Önnur rekstrargjöld hækka um 28% frá sama tímabili 1998. Þrátt fyrir að önnur rekstrargjöld hækki þá lækkar kostnaðarhlutfallið, þ.e hlutfall ann- arra rekstrargjalda og hreinna vaxta- tekna um 13%, voru 26,5% fyrstu sex mánuði ársins. Kostnaðarhlutfall Samvinnusjóðsins er mun lægra en hjá viðskiptabönkum og öðrum fjár- festingarbönkum á Islandi. Heildarútlán Samvinnusjóðsins 30.6. námu 8,5 milljörðum króna, höfðu aukist um 8% frá áramótum. Heildareignir hækkuðu um rúmar 600 milljónir, námu 10,2 milljörðum í lok júní. Eigið fé var 1.479 milljónir króna 30. júní . Arðsemi eigin fjár var 11% á tímabilinu. -bmg með öllu, ek. 15 þús. km, dekurbíll, sem nýr. Hrólfur Jónsson, slökkviliðs- stjóri í Reykjavík, telur að til greina komi að slökkviliðið í Reykjavík fái sér leið út á Bústaða- veginn frá stöð 'sinni við Skógar- hlíð. Byggingarframkvæmdir eru fyrirhugaðar á lóðinni við Skógar- hlíð 12 og er talið að umferð muni þyngjast allverulega í næsta ná- grenni við slökkvistöðina. „Það þyrfti að tryggja slíka sér leið með hliðum og ljósum og út- keyrslan yrði aldrei notuð nema í neyðartilfellum," segir Hrólfur. Hann telur að auðveldast væri ef slík leið lægi út af lóð slökkviliðs- ins en með henni myndi umferð um Bústaðaveg stöðvast 7-10 sinn- um á dag vegna neyðarútkalla slökkviliðsins og sjúkrabíla. „Það kemur auðvitað einnig til greina að útbúa sérstaka auka- akrein á Flugvallarveginum eins og er fyrir strætisvagna i Banka- stræti. Það er ljóst áð ef 4-5 bílar eru á hvorri akrein verða slökkvi- lið og sjúkrabílar í verulegum vandræðum með að komast út,“ segir hann. Hrólfur segir Slökkvistöðina það vel staðsetta að ekki komi til greina að færa hana annað. „Staðsetningin er að mínu viti prýðileg. Við erum mjög miðsvæð- iðs en aðeins út úr þannig að ég er alveg á því að hún er vel staðsett. Við höfum aðra slökkvistöð uppi í Tunguhálsi og erum fljótir að kom- ast út á helstu stofnbrautir. Ef við skoðum svo okkar stöð í tengslum við slökkvistöðina í Hafnarfirði þá sjáum við að hún er vel staðsett,“ segir Hrólfur. -hb Upplýsingar í síma 566 7363 og á kvöldin í síma 566 7196. Bíldshöfða 12 Sími: 567-3131 fax 587-0889 VWGolf 1,6 GL,árg. 1998, 5 g., vökvast., álfelgur, spoilerkit, rafr. o.fl., ek. 55 þús. km. Verð 1.390.000. Ath. skipti á ódýrari. Chevrolet Bel Air, árg. 1954, 2 d., uppgerður, fallegur bíll. Verð 2.250.000. Ath. öll skipti. Dodge Caravan SE 3000, árg. 1993, ek. 219 þús. km, framdrifinn, rafdr. rúður o.fl. Verð 1.290 þús. Ath. skipti. Nissan Micra, árg. 1998, 5 d., 5 g., vökvast., ek. 44 þús. km. Verð 940.000. NissanAlmera LX1400, árg. 1999, ek. 8 þús. km, 3 d., cd., álfelgur, litað gler. Verð 1.350.000. Ath. skipti á ódýrari. BMW 320i, árg. 1995, ek. 76 þús. km, 5 g., 17“ álfelgur, rafdr. o.fl. Verð 2.290 þús. Daihatsu Charade SG sedan, árg. 1993, ek. 98 þús. km, ssk., vökvast. Gott eintak. Ath. skipti á ódýrari. Verð 540.000. VWGolf GL1400, árg. 1996, 5 d., 5 g., ek. 55 þús. km. Verð 990.000. VW Polo 1400Í, árg. 1998, 5 d., ek. 22 þús. km, 5 g., vökvast. Verð 1.030 þús. VW Transporter 4x4 dísil, árg. 1997, ek. 19 þús. km, langur, hliðarhurðir báðum megin. Verð 1.620.000.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.