Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1999, Side 19

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1999, Side 19
ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 1999 ______5> Fréttir Geri flaug strax á toppinn Ný smáskífa fyrrverandi Kryddpíunnar Geri Halliwell, Mi chico latino, flaug strax í efsta sæti vinsældalistans í Englandi. Geri er að vonum yfir sig ánægð. Ímaí síðastliðnum gaf Geri út fyrstu smáskífu sína eftir skilnaðinn við Kryddpíurnar. Sú plata fékk slæmar viðtökur og komst aldrei efst á sölulista. Brjálæðingur vill giftast Juliu Stundum getur verið erfitt að greina milli veruleikans og skáld- skaparins. Aumingja Julia Ro- berts hélt að það væri bara á hvíta tjaldinu sem hún væri að hlaupast á brott frá manni sem hún vill ekki giftast, það er að segja í myndinni Strokubrúður- inni. Annað hefur þó komið á dag- inn því að einhver brjálæðingur- inn hefur verið að gera leikkon- unni fögru lífið leitt að undan- fomu með kröfúm um að hún gangi að eiga hann. Vesalings maðurinn eltir Juliu á röndum hvert sem hún fer og játar henni ást stna við hvert tækifæri. Hann hefur aldrei haft í hótunum við stúlkuna en hún er engu að síður óttaslegin. Camilla kom, sá og stal senunni Camilla Parker Bowles, ást- kona Karls Bretaprins, stal svo sannarlega senunni um daginn þegar hún brá sér á leikrit sem fjaliar um fráskilda konu sem komin er nokkuð við aldur. Sú fræga leikkona Greta Scacchi leikur umrædda konu, þótt ekki sé hún nú mjög roskin. í leikritinu segir frá miðaldra fráskilinni konu sem giftist inn í hástéttarfjölskyldu og má þola ýmsa fordóma fyrir tiltækið. Heimildarmenn segja að Camilla hafi verið í grænni dragt og að henni hafi þótt mikið til frammistöðu Gretu Scacchi koma. Með Camillu voru vinir hennar og Karls. Nýi blossinn í lífi Bruce: SvikaJkvendi sem lifir tvöföldu lífi Nýjasta ástkona kvikmyndaleik- arans Bruce Willis er gift kona sem lifir tvöfóldu lífi, að því er breska æsifréttablaðið Sunday People fuil- yrðir. Blaðið segir spænsku senjórítuna Mariu Bravo vera svik- ara sem skipti um nafn til að kom- ast undan því að greiða skuldir sín- ar. Og þegar Maria er ekki að gamna sér með Bruce er hún með eigin- manni sínum í Bandaríkjunum. Bruce mun hafa fallið fyrir Mariu, sem er dökk á brún og brá, við opnum Planet Hollywood-veit- ingastaðar í Madrid. „Hún er æðis- leg. Ég er ástfanginn á ný og það er æðisleg tilfmning. Þessi kona er gimsteinn sem maður finnur bara einu sinni á ævinni," sagði Bruce við vini sína. Hann kann þó að skipta um skoð- un þegar hann fréttir af vafasamri Bruce lét gabba sig. Símamynd Reuter. fortíð senjórítunnar sinnar bæði á Spáni og í Ameríku. Þegar þau hitt- ust kvaðst hún starfa í kauphöllinni í Madrid. Rannsókn Sunday People hefur leitt í Ijós að Maria er alveg óþekkt í fiármálaheimi Spánar. Maria, sem er 32 ára, hefur að mestu dvalið í Bandaríkjunum frá árinu 1991 ásamt eiginmanni sín- um, Pierre Gonyou. Þau hafa notað að minnsta kost þrjú nöfn og jafn- margar kennitölur. Þar til nýlega bjuggu Maria og Pi- erre í lúxusvillu í Beverly Hills. Þau voru hins vegar hrakin úr henni þar sem þau gátu ekki greitt leig- una. Sagt er að Maria hafi beitt gömlu ráði til þess að krækja i Bruce. Hún hafi sýnt honum lítinn áhuga þegar þau voru kynnt. Áhugaleysi hennar hafi kveikt í honum. Oliver Stone í samningum Lögmaður kvikmyndaleikstjór- ans Olivers Stones stendur í samningaviðræðum við dómara í Beverly Hills vegna ákæru á hendur leikstjóranum um neyslu fikniefna. Ætlunin er að koma í veg fyrir að Oliver þurfi að sitja inni fyrir brotið. Vandræðin hófúst 9. júní þegar löggan handtók Stone fyrir að keyra i rykkjum og skrykkjum eftir hinum bugðótta Benedickt Canyon-vegi. í bílnum hans, svörtum Ford Mustang, fundust síðan alls konar fíkniefni. Skemmtir sér með fyrrverandi eiginkonu Sögusagnir um Michael Douglas og Catherine Zeta Jones gangi inn- an tíðar í hjónaband eru orðum auknar. Þetta hafa erlend slúður- blöð eftir Allen Burry, talsmanni kvikmyndaleikarans. „Michael og Catherine eru enn mjög ást- fangin og það verður mikið urn dýrðir í Hollywood þeg- ar þau halda upp á afmælis- daginn sinn saman sem er 25. september. En ég veit ekki til þess að trúlofun standi fyrir dyr- um,“ segir talsmaðurinn. En þrátt fyrir heita ást á Catherine eyddi Michael hluta af fríi sínu á Mallorca með fyrrver- andi eiginkonu sinni, Diöndru. Þau fóru meðal annars á kappakstur saman. Michael og Diandra skildu fyrir tveimur árum eftir 19 ára hjónaband. Diandra er þó ekki ein því hún á kærasta sem heitir Sasha Newly. Sasha er sonur kvikmyndaleikkonunnar Joan Collins. Downey fær til- boð í steininum Robert Downey, Hollywood- leikari og alvanur tugthúslimur, segir frá því í viðtali að hann hafi fengið furðulegustu tilboð þegar hann sat inni í Kalifomíu fyrir einhverju sinni. Einhverju sinni var hann i ein- angnmarvist eftir slagsmál viö annan fanga. Þangað komu þá dag nokkurn tveir lögregluþjónar í heimsókn og spurði annar hvort hann væri nokkuð að fara yfir strikiö með því að biðja hann um að lesa fyrir sig kvikmyndahand- rit. Þá segir Downey að samfang- ar hans hafi alltaf verið aö gauka að honum alls lags hugmyndum. Blaðberar óskast í eftirtaldar götur: Breska ofurfyrirsætan Naomi Campbell tók þátt í mikilli baðfastasýningu í gleðiborginni Rio de Janeiro í Brasilíu um helgina. Naomi tók sig vel út f bað- fötunum sem ætluð eru fyrir sumarið mikla árið 2000. Fergie á strönd með ítalska greifanum Þó svo að fullyrt hafi verið að sambandi Fergie og ítalska greifans Gaddo della Gherardesca hafi lokið fyrir nokkrum mánuðum þykir augljóst að enn sé hlýtt á milli þeirra. Parið sást nefnilega nýlega sam- an á strönd í Toscana og fór ekki á milli mála hversu heitar ástríðurn- ar eru. Sást greifinn meðal annars strjúka Fergie sinni. Hún kom til heimilis greifans í Toscana með dætrum sínum eftir að hafa verið í fríi á Sardiníu. Fergie og greifinn njóta einnig frí- daga saman núna í lok þessa mán- aðar í Frakklandi á heimili vinar hertogaynjunnar, Paddy McNally. Brúnaveg Selvogsgrunn Máshóla Dalbraut Sporðagrunn Orrahóla Ugluhóla Valshóla Auðbrekku Löngubrekku Bankastræti Laufbrekku Laugaveg Upplýslngar veitir afgreiðsla DV í síma 550 5000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.