Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1999, Blaðsíða 19
LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 1999
19
:nðtl falleg og sterk
Ue'y samkomutjöld
í sæti ef uppblásanlegur
.Járyggispúði er framan við það.
Leigjum borð, stóla,
ofna o.fl.
Tjaldaleigan
Skemmtilegt hf.
Skógarsel 15, sími 557 7887
Tilboð
Sigrún Valbergsdóttir er framkvæmdastjóri erlendra verkefna hjá Reykjavík 2000. Hún segir að verkefnið Raddir
Evrópu sé mjög kostnaðarsamt en á móti komi að hjá öllum menningarborgunum níu verði kórinn f fremstu röð.
Reykjavík er ein af menningarborgum Evrópu árið 2000:
Björk syngur með risakór
„Það er langt síðan hugmyndin
að Röddum Evrópu varð tU hjá
Reykjavík, menningarborg. Að tíu
ungar raddir frá hverri menningar-
borganna níu mynduðu stóran kór á
menningarárinu 2000 og syngju í
öUum borgunum. Undirbúningshóp-
ur vann lýsingu á verkefninu þar
sem ýmsir möguleikar voru viðrað-
ir og síðan var það kynnt hinum
borgunum. Svo mikUl áhugi var á
hugmyndinni að það var ævintýri
líkast," segir Sigrún Valbergsdóttir,
sem er framkvæmdastjóri erlendra
verkefna hjá Reykjavík 2000. Þor-
gerður Ingólfsdóttir er aðalstjórn-
andi kórsins en Þórunn Bjömsdótt-
ir verður verkefnisstjóri og aðalfar-
arstjóri hans.
Arvo Part og Björk
„Það er sérstaklega ánægjulegt að
Björk, okkar ástsæla söngkona, hef-
ur samþykkt að syngja með kómum
og hefur Atli Heimir Sveinsson tek-
ið að sér að setja þrjú af lögum
hennar í búning fyrir þennan bland-
aða kór og mun Björk syngja með í
þeim lögum. Önnur stjama sem
kemur að verkefninu er eistneska
tónskáldið Arvo Part. Hann er tal-
inn í fremstu röð núlifandi tón-
skálda.“ Sigrún bætir við að hún
hafi til gamans flett upp á Netinu
hvað gefnir hefðu verið út margir
diskcir með tónlist hans og það kom
í ljós að listinn frá 1984 tók yffr
þrettán þéttprentaðar síður. „Fyrst
var fólk fremur vonsvikið yfir því
að Reykjavík fengi ekki ein að
skarta titlinum Menningarborg Evr-
ópu árið 2000,“ segir Sigrún.
„Ákveðið var að menningarborgim-
ar skyldu verða níu: Bergen,
Helsinki, Avignon, Kraká, Prag,
Brussel, Bologna og Santiago de
Compostela ásamt Reykjavík. Þessi
ákvörðun var tekin í ljósi þess að
árið 2000 er ekkert venjulegt ár og
því fengu 9 borgir titilinn, 3 í
norðri, 3 í mið Evrópu og 3 syðst í
álfunni." Að mati Sigrúnar var
þetta afar farsæl ráðstöfun. „Það
kemur i ljós að útflutningur á ís-
lenskri menningu kemur til með að
verða meiri á menningarborgarár-
inu en nokkru sinni fyrr á einu ári.
Þetta er árangurinn af víðtæku
samstarfi við hinar borgirnar, sem
strax í upphafi tóku upp formlegt
samstarf. Það hafði fyrst og fremst
þann tilgang að skiptast á verkefn-
um og viðburðum og tryggja fjöl-
breytni í framboði.
Auglýst eftir ungum
röddum
Kórinn gegnir stóru hlutverki á
menningarborgarárinu og fyrir
þátttakenduma mun vinnan við
hann teygjast yfir heilt ár. Fyrst
munu hópamir æfa hver í sinni
borg og hefst sú vinna i september.
Allur kórinn kemur síðan til ís-
lands í desember og æfir og syngur
yfir áramótin. Kórinn í heild sinni
mun syngja á ýmsum stöðum og má
þar fyrst nefna hátíðahöld í
Perlunni á gamlárskvöld. Sigrún
segir að við það tækifæri taki
Reykjavík við titlinum Menningar-
borg Evrópu árið 2000. Mikill áhugi
er hjá sjónvarpsstöðvum víðs vegar
að að fá að senda beint út frá þeim
hátíðahöldum. Sigrún segir ýmis-
legt í bígerð sem verði að vera
leyndarmál enn um sinn. Hápunkt-
urinn hjá kórnum er svo um miðjan
ágúst á næsta ári þegar hann kem-
ur til íslands til æfinga á nýjan leik.
Þá verða kóffélagar í Reykholti í æf-
ingabúðum þar til þeir halda fyrstu
tónleikana í Reykjavík 26. ágúst en
svo verður farið í tónleikaferð til
hinna menningarborganna.
„Kórfélagar eiga að vera á aldrin-
um 16 til 23 ára og um þessa helgi
verður auglýst eftir ungu fólki sem
er til i að taka þátt í ævintýrinu.
Síðan fer fram inntökupróf 10. og 11.
september. Þetta verður einstök
reynsla fyrir þátttakendur. Þeir
munu kynnast hópi af fólki af ólík-
um uppruna, menningararfleifð og
nýjum straumum í tónlist, mismun-
andi vinnuaðferðum kórstjóra,
syngja lög á öllum tungumálum
menningarborganna og síðast en
ekki síst fá að ferðast um alla Evr-
ópu sem fulltrúar kynslóðarinnar
sem markar upphafið að 21. öldinni.
Á íslandi eru mörg ungmenni sem
hafa góða reynslu af kórstarfi og
verður eflaust úr miklu að moða,“
segir Sigrún Valbergsdóttir.
Sturtuhom
• Hvítur rarmni
• Segullokun
• Stærð 79-89 sm
12.900 kr.
HÚSASMIÐJAN
Sími 525 3000 • www.husa.is
viðjafnanlea
Aðeins í
I dag, laugardag, opnum við óviðjafnanlega lagerútsölu
hjá ESS0 á Geirsgötunni, við Faxaskáia.
t Fa»naíuIteinsi'iö'tt'
• 009nJrUW5,tt'
;
Dæmi um verð:
Geisladiskar frá 200 kr.
Sólgleraugu frá 200 kr.
Kolagrill frá 900 kr.
Skyrtur 300 kr.
Grillkol 100 kr.
Kuldagallar 4.600 kr.
Reiöhjólahjálmar 900 kr.
Körfuboltar 300 kr.
28. og 29. ágúst, á Geirsgötu við Faxaskála
Opið kl. 10-18 báða dagana
Olíuf éiagíð hf
www.esso.is