Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1999, Side 22
22
kamál
LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 1999 UV
Vicky Fletcher hjúkrunarkona
var að skemmta sér með nýja
kærastanum sínum og nokkrum
góðvinum í Castlefield-kránni í
samnefndum bæ á Mið-Englandi
þegar hún kom skyndilega auga á
fyrrverandi sambýlismann sinn,
Thomas Shanks. Hann stóð fyrir
utan og horfði inn um gluggann.
„Æ, er Tommy kominn aftur,“
sagði hún þreytulega. Hún hafði
hætt að búa með honum þremur
vikum áður en hann hafði elt hana
og áreitt allt síðan. Og það bætti
ekki úr skák að bæði unnu þau á
Pontefract-sjúkrahúsinu þar sem
hann var svæfmgalæknir.
Hrædd en ákveðin
Vicky, sem var tuttugu og eins
árs, óttaöist Thomas Shanks, sem
var fjörutíu og sjö ára og því rúm-
lega tvöfalt eldri en hún. Hún reidd-
ist því nú að hann skyldi koma og
reyna aö spilla fyrir sér kvöldstund
hennar og vina hennar. Loks stóð
hún á fætur og gekk út fyrir til að
biðja hann að fara.
Þegar hún kom út stóð Shanks
við Peugeot-bíl sinn á bílastæði við
krána. Hún gekk til hans og sagði
honum umbúðalaust að hún væri
orðin þreytt á að sjá hann elta hana.
„Þú átt að koma aftur til mín,“
sagði hann, þessi hávaxni, þrekni
og stuttklippti maður sem fæstum
þótti árennilegur. En Vicky var
ákveðin í að láta ekki hræöa sig.
„Ég kem aldrei aftur til þín,“ sagði
hún. Svo snerist hún á hæli og gekk
aftur að kránni.
Skothríð
Augnabliki síðar
opnaði Thomas
Shanks bíldymar og
greip AK 47 herriffil.
Vinir Vicky sáu út um
gluggann hvað var í
aðsigi og reyndu að
gera henni aðvart en
hún heyrði ekki hróp-
in í þeim.
Og skyndilega
heyrðust nokkrir skot-
hvellir. Vicky datt.
Hún hafði fengiö kúlu
í bakið og aðra í annað
lærið. Henni tókst
samt að staulast á fæt-
ur og komast inn í
krána en Shanks hélt
á eftir henni og skaut
nokkmm skotum.
Hann hitti hana eft-
ir að hún var komin
inn fyrir og þegar hún
lá deyjandi á gólfinu
hallaði hann sér yfir
hana og hrópaði:
„Fjandans merin þín!“
Svo gekk hann út um
dymar, settist upp í
bílinn og ók burt á
miklum hraða.
Vinafólk Vicky
reyndi að halda í
henni lífinu en hún
lést áður en komið var
með hana á sjúkrahús-
ið sem hún og Shanks
höfðu unnið á.
Hvarf út í nóttina
Lögreglan fór fljótlega að leita aö
Shanks en hann var hvergi að
finna. Morðið var framið þann 8.
mai í fyrra og fréttin af því kom
eins og reiöarslag yfir marga.
Thomas Shanks var ekki bara for-
smáður elskhugi. Hann var ein
mesta núlifand: stríðshetja Breta og
ef til vill besti hermaður landsins.
Hann var höfuðsmaður i sérdeild-
unum SAS og í andhryðjuverka-
sveit sem talin er með þeim albestu
í heimi.
Thomas Shanks fæddist í Glas-
gow í Skotlandi og ólst upp hjá
grimmíyndum frænda sínum. Faðir
hans lést þegar hann var enn ungur
að áram og móðirin, sem átti sex
böm, gat ekki séð fytir þeim öllum.
Strax á unglingsámnum var Thom-
as miklu sterkari og í betri líkams-
þjálfún en flestir jafnaldrar hans og
árið 1968 var hann tekin í SAS-sveit-
irnar, þá sautján ára, og haföi eng-
inn yngri að ámm nokkru sinni
verið tekinn í þær. Eftir sex ára erf-
iða þjálfun var hann sendur í átök
sem stóðu þá yfir í Óman.
Þar var barist um landamæri.
Þetta stríð fékk litla umfjöllun en
stóð yfir í sjö ár og í þrjú af þeim
var Thomas Shanks í fremstu víg-
línu.
Hetjudáðir
Arið 1976 var sveit SAS-manna
send til að hefta framsókn skæm-
liða sem höfðu í huga aö eyðileggja
mikilvæga olíuleiðslu. Skæruliðam-
ir voru fjölmennari og sterkari and-
stæðingar en talið hafði verið og
SAS-mennimir lentu í hremming-
um. •
Þrátt fyrir mikla áhættu og beina
lífshættu bar Shanks sex særða fé
laga sína, einn á eftir
öðrum, á stað þar sem
hægt var að koma
þeim um borð i þyrlu.
Fyrir þessa hetjudáð var hann
sæmdur herorðunni, æðsta heiðurs-
merki sem veitt er innan bresku
herjanna. Og skömmu síðar var
hann kvaddur heim til að taka þátt
í starfsemi andhryðjuverkasveit-
anna.
Á þeim þremur árum sem Shanks
hafði verið í fremstu víglínu hafði
Thomas Shanks
hann séð marga af félögum sínum
deyja eða særast og hljóta varanlega
fótlun af því þeir fengu ekki rétta
læknishjálp í tæka tíð. Árið 1978
gekk hann úr SAS-sveitunum og fór
aö læra læknisfræði við háskólann í
Birmingham en fyrsta áfanga náms-
ins hafði hann lokið meðan hann
var í herþjónustunni.
Herlæknir og síðan
svæfingalæknir
Að loknu námi gerðist Shanks her-
læknir í SAS-sveitunum og tók bæði
þátt í stríðinu á Falklandseyjum og
Persaflóastríðinu við góðan orðstír.
Jafnvel í SAS-sveitunum þótti hann
sýna mikinn dug og vera harður af
sér. Reyndar einn allra-
bestur þeirra sem þar
höfðu þjónað.
Shanks hafði ákveðið að
vera í SAS-sveitunum uns
hann yrði fertugur og árið 1991 hætti
hann herþjónustu fyrir fullt og allt og
gerðist svæfingalæknir á sjúkrahúsi.
Þá hafði hann kvænst og eignast dótt-
ur.
En hermaðurinn fyrrverandi átti
erfitt með að semja sig að hversdags-
legum háttum. Hann hélt sínu her-
mannlega útliti og átti erfitt með að
slaka á. Eftir þrjú ár hafði frúin feng-
ið nóg af hjónabandinu og yfirgaf
hann ásamt dótturinni.
Töfrandi á sinn hátt
Vicky Fletcher var nítján ára
þegar hún kynntist
Thomas Shanks. Hún
féll fyrir hermannlegu
útlitinu og fannst
hann töfrandi. Þau hófu sambúð og
í fyrstu var ekki að sjá að hinn
mikli aldursmunur væri þeim til
vandræða. Hún kunni að meta
karlmannlega menn, jafnvel karl-
rembur, og á sinn hátt var Shanks
ímynd þeirra.
En Vicky kimni líka að meta
dansleiki og kráarlíf en það höfð-
aði lítið til Shanks. I raun varð
hann æ meira innhverfur og sér-
hygginn og fólk fór að hafa orð á
því að líklega væri hann kominn
með Persaflóa-heilkennið, óskýrð
sjúkdómseinkenni margra sem
barist höfðu í striðinu syðra. Þau
Vicky rifust æ oftar og í apríl í
fyrra fékk hún nóg. Hún yfirgaf
Shanks og fann sér fljótlega nýjan
kærasta meðal yngri lækna á spít-
alanum.
Leitin heldur áfram
Eftir morðið og hvarf Shanks
höfðu margir af fyrrverandi félög-
um hans í SAS-sveitunum samband
við lögregluna og vöruðu hana við.
Skoðun þessara manna var sú,
vegna náinna kynna af Shanks, að
hann myndi leita út i einhvern
skóganna á Bretlandseyjum og búa
þar um sig með mikið af vopnum.
Yrði sótt að honum við slíkar að-
stæður yrði hann afar hættulegur
andstæðingur. Honum mætti helst
af öllu líkja við kvikmyndahetjuna
Rambó og margir lögreglumenn
gætu týnt lífinu ef þeir reyndu að
ná honum.
Lögreglan óttaðist mest að
Castlefield-krá
Shanks myndi halda til Birming-
ham og reyna að myrða fyrrverandi
konu sína og dóttur. Því var staðinn
vörður við heimili þeirra og þeim
fylgt hvert sem þær fóru.
Gaf skýringu í síma
En daginn eftir morðið hringdi
Shanks í bróður sinn, Colin, og
sagði honum að hann hefði drepið
Vicky af því hann hefði ekki getað
lifað án hennar. Nú væri hann á
leið til Skotlands þar sem hann ætl-
aði að fela sig í skógi. Ef til vill
kynni hann að ráða sig af dögum
þar.
Bíll Shanks var hlaðinn vopnum
og skotfærum og magnið var slíkt
að vitað var að umsátur gæti staðið
lengi. Miklu skipti því aö reyna að
koma höndum yfir hann áður en
hann kæmist alla leið til Skotlands.
Það tókst þó ekki og tveimur dögum
síðar hringdi Shanks á ný til bróður
síns úr almenningssíma i Glasgow.
Lögreglan hleraði síma bróðurins
og gat rakið símtalið til símaklef-
ans. Svo heppilega vildi til að tveir
lögreglubCar voru á ferð í næsta ná-
grenni og áður en Shanks tókst að
komast aftur inn í hinn vopnum
hlaðna bíl sinn var hann gripinn.
Réttarhöldin
Stríðshetjan var færð í varðhald.
Yfirheyrslur fóm fram yfir honum
en þar mun fátt hafa komið fram
sem gat aukið við það sem þegar
var vitað um morðið. Er lögreglu-
skýrslur höfðu verið sendar sak-
sóknaraembættinu var gefin út á
hendur honum ákæra.
Þann 4. september í fyrra kom
Thomas Shanks fyrir rétt í Leeds.
Réttarhöldin stóðu nokkuð lengi,
ekki þó vegna þess að vafi þætti
leika á sekt hans heldur af því að
verjandi hans hélt því fram að hann
væri ekki heill heilsu. Eins og
margir aðrir sem barist hefðu í
Persaflóastríðinu væri hann með
heilkennið sem við það er kennt.
Verjandinn var þó í erfiðri stöðu
því þótt ljóst sé að margir hermenn
bandalagsþjóðanna sem sendu lið
þangað hafi veikst eftir heimkom-
una og sumir dáið hefur gengið illa
að fá yfirvöld til að viðurkenna að
dvölinni á vígstöðvunum sé um að
kenna. Þeir sem halda fast við að
heilkennið sé staðreynd vísa eink-
um til tvenns, annars vegar mögu-
leika á aö eiturgas eða sýklavopn úr
vopnabúram Iraka séu orsökin en
hins vegar að kenna megi um fjöl-
bólusetningu hermanna, það er að
þeir hafi í skyndi verið bólusettir
gegn mörgum sjúkdómum og ónæm-
iskerfið hafi ekki geta tekið slíku
álagi.
Shanks mótmælti því sjálfur að
hann væri sjúkur þó sumir teldu sig
hafa greint ýmislegt í fari hans sem
staðfest gæti Persciflóa-heílkennið.
Ekki bætti sú yfirlýsing stöðu verj-
anda og réttarhöldunum lauk með
lífstíðardómi yfir Shanks. Það þýðir
þó ekki að hann geti ekki fengið
lausn síðar á ævinni.