Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1999, Qupperneq 47

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1999, Qupperneq 47
Leikstjórinn knái Emir Kusturica og Dr. Nelle verða í sviðsljósinu í Laugardalshöllinni í kvöld. DV-mynd Pjetur Kjarnorkusprengjan Kusturíca Einn fremsti leikstjóri Evrópu, Emir Kusturica, er heióursgestur Kvikmyndahá- tíðar DV í Reykjavík. Hann á farsœlan feril að baki, einar átta myndir, og hefur vœgast sagt raðaó inn verðlaunum fyrir þær út um allan heim. Nýjasta myndin hans, Svartur köttur, hvítur köttur, er opnunarmynd Kvikmyndahátíðarinnar. Hún fjallar um sígaunafjöiskyldur í Júgóslavíu. Myndin er á allt öðrum nótum en síðasta mynd Kust- urica, Neðanjarðar. Flestir ættu að kannast við Neðanjarðar, en hún var sýnd í Há- skólabíói fyrir rúmum tveimur árum. Með Kusturica í fór er hljómsveit sem hann spil- ar á ritmagítar í, No Smaking Band. Þeir gerðu tónlistina við Svartur köttur, hvítur köttur. Forsprakki No Smoking Band, og aðalhöfundur tónlistarinnar í myndinni, er einn besti vinur Kusturica, Dr. Nelle. Marg- ir muna kannski eftir honum þar sem hann var á harðahlaupum í byrjunaratriðinu í Neðanjarðar að reyna aó snapa peningfyr- ir aó spila á gítar. Svínið og Trabantinn Svartur köttur, hvítur köttur átti uppruna- lega að vera heimildamynd um sígaunahljóm- sveit. Af hverju ákvaóstu aö gera leikna mynd í staóinn? „Hún átti vissulega fyrst að vera heimilda- mynd en síðan áttaði ég mig á því að það var óþarft að gera heimildamynd um sígaunatón- list. Málið er að tónlistin þeirra er í rauninni eins uppbyggð og aðferðir mínar við kvik- myndagerð, andinn ræður oft ferðinni. Því ákvað ég að fara alla leið með þessa hug- mynd.“ í myndinni má oft sjá bregða fyrir kattapari, hvítum ketti og svörtum ketti. Þeir fylgjast með atburðarásinni úr fjarlægð en hlutverk þeirra er óljóst. Hvíti og svarti kötturinn í myndinni, hvaó tákna þeir? „Þetta er gamalt bragð sem ég nota stund- um. Ég vil alitaf hafa tvö eða þrjú mismunandi samsíða lög í uppbyggingu atburðarásarinnar. Margir hlutir gerast á sama tíma. Þannig get ég skapað andstæður í sömu atburðarás. Kett- imir þjóna hlutverki mállausu vitnanna sem horfa upp á ósköpin." í myndinni má einnig sjá svíni bregða fyrir sem dundar sér við það að japla á gömlum Trabant. Þegar líður á myndina verður minna og minna eftir af Trabantinum. Hvaó um svíniö? „Það er brandari. Oft gerist það í kvikmynd- um að hinar ýmsu persónur segja hinar og þessar setningar sem skipta ekki neinu máli eða einhver labbar fram hjá myndavélinni og kemur\ síðan sögunni ekkert við. Ég stillti svíninU og Trabantinum upp þar sem oft er farið fram hjá. Þannig staðsetti ég þennan stað í einskismannslandi og persónugerði bak- grunninri." Sumir 'halda þvífram að þetta eigi aó tákna kapitalisniann veraaó háma kommúnismann í sig.\ ] , ' „Nei, nei. Ég er ekki svo róttækur. Þar að auki myndi kommúnisminn örugglega éta á móti.“ Hamingjan brýstfram Sagt er aö myndin nái aö framkalla 100% lífshamingju. Ertu sammála því? „Myndin tekur á því hvemig menn geta verið misjafhir. Tekur á hverfulleika hvata mannanna. Samt held ég að ekki einu sinni sígaunar séu jafn glaðir og fólkið í myndinni. Ég veit ekki hvort það er til jafh mikil lífsham- ingja og þar.“ En þú, er lífshamingjan 100% hjá þér? „Varla, ég er mjög jarðbundinn, nema þeg- ar ég stíg á svið með hljómsveitinni. Þá brýst hamingjan fram.“ Tengist Svartur köttur, hvítur köttur Tíma slgaunanna, sem þú gerðir fyrir 11 árum, á einhvem hátt? „Á vissan hátt. Sígaunar era mjög sér- stakir, svipaðir fyrirsætum hjá málara, sem reynir að ná lifandi ímynd á strigann. Málarinn snýr alltaf aftur til fyrirsætn- anna. Ég er líka að snúa aftur, eftir erfitt tímabil í lífi mínu, til einhvers sem ég var að vinna að áður. Ég ólst einnig upp i kringum sigauna. Það er mér mjög mikilvægt. Nú átta ég mig á því hversu miklu máli umhverfið skiptir á þroskaskeiðinu. Það var alltaf líf og fjör í kringum þetta fólk.“ Skylda að horfa Þegar Dr. Nelle er spurður hvort hann hafi séð allar myndir Kusturica skella þeir báðir upp úr. „Ég verð að sjá allar mynd- imar hans, annaö er ekki hægt. Ef ekki, bankar lögregl- w Oskar, nei, takk an upp á hjá mér og handtekur mig. Þegar lög- reglan stoppar mann á 180 km/klst spyr hún hvort maður hafl séð nýjustu myndina hans eða hvort maður vilji fara í steininn. Annars finnst mér Svartur köttur, hvítur köttur vera sú besta sem hann hefur gert en þar spilar kannski inn í að ég vann að henni." Er Kusturica er inntur eftir því hver mynda hans sé í uppáhaldi er hann ekki viss. „Það er erfitt að segja. Það er erfitt að gera upp á milli myndanna. Neðanjarðar var án efa sú erfiðasta, sú sem skildi mest eftir. Það mætti líkja þessu við málverk, ein myndin er flennistór með fjölda manns, sneisafull af smá- atriðum, meðan önnur er lítil en listamaður- inn hellti sálinni af sama krafti yfir hana. Neð- anjarðar segir frá svo miklu, sársaukanum, gleðinni, sögunni, pólitíkinni og stríðinu í landinu okkar. Þetta var mjög átakanlegur tími i lífi mínu og eftir að myndin varð til var þungu fargi létt af mér. Ég er sannfærður um að myndin á eftir að verða enn sterkari með tímanum. í lokaatriði Neðanjarðar flaut hópur af fólki burt á eyju. Það er það sem gerðist raunverulega í landinu. Þetta atriði var tekið einum kílómetra frá tökustað Svartur köttur, hvítur köttur. Þannig er komið nýtt tímabil, en fortíðin er ekki gleymd." „Það var svipað hjá mér,“ segir Dr. Nelle. „Eftir stríðið gerði ég erfiða piötu sem heitir I am not from here þar sem ég reyndi að losa mig við alls kyns tilfinningar í sam- bandi við stríðið og fleira. Með Svartur köttur, hvitur köttur erum við báðir að hefja nýtt tímabil í lífi okkar, aðeins að slaka á taumunum." Kusturica er með farsælli leikstjórum okkar tíma og sést það best á þeim fjölda verðlauna sem hefur verið ausið yfir hann. Hann er m.a. eini maðurinn sem hefur tvisvar hlotið gull-pálmann í f Cannes. Hins vegar vantar eina styttu í safriið, sjálfan óskar þeirra vestanhafs- manna. Langar þig í óskar? „Alls ekki. Svona hlutum *J » hef ég nákvæmlega engan 111 áhuga á. Fyrir mér hafa verð- I jí laun misst allan ljóma, nú til | I\ dags snýst allt um markaðs- ' ' setningu og miðasölu. Þú verður að vera meö Kevin Costner, sem er bara vitleysa." „Ég hefði ekkert á móti því að fá óskar,“ skýtur Dr. Nelle inn í. „Það var miklu meira vit í leikstjórum í Evrópu í gamla daga,“ heldur Kusturica áfram. „Þeir voru ekki endalaust að stuðla að algleymi kvikmyndanna. Þeir voru óhræddir við að fara nýjar leiðir, sama þótt þær væru tormeltar. Það endaði með því að sjónvarpið varð þarfaþing á hveiju heimili. Nú til dags eru menn hins vegar alltaf að rembast eins og ijúpan við staurinn við að gera myndimar sínar aðgengilegar og taka sem mest inn í miðasölu. Þetta höfðar ekki til mín.“ -* Kvikmyndagerðarmenn óhamingjusamir Kusturica leikur með hljómsveit Dr. Nelle, No Smoking Band. Hann spilar á ritmagítar og til gamans má geta að sonur hans, Stribor, spilar á trommur. Emir byrjaði að spila með hljómsveitinni árið 1986, en hann og Dr. Nelle höfðu þá þekkst í nokkur ár. Þeir kynntust þegar Dr. Nelle tók viðtal við Kusturica í stutt- um gamanútvarpsþætti sem hann sá um árið 1983. Ríflst þiö aldrei? „Við rífumst daglega, þess vegna erum við svona góðir vinir. Við erum yin og yang, höf- um rifist í fimmtán ár,“ segir Dr. Nelle. Er skemmtilegra að rokka með hljómsveit- inni heldur en aö leikstýra? „Það er mikið ffelsi sem fylgir því að spila með hljómsveitinni, lítið sem hvílir á bakinu,“ segir Kusturica. „Það reynir einnig mjög á mann að koma fram og spila af viti. Það er mjög gefandi. Þetta eru tveir ólíkir hlutir. Ég leik tónlist félagslega, ekki til að tjá mig á list- rænan hátt. Tek tónlistarferil minn ekki alvar- lega. Ég vil frekar hafa gaman af þessu." Drekka tónlistarmenn meira heldur en kvik- myndageröarmenn? „Tónlistarmenn drekka vegna þess að það er þeim eðlislægt. Kvikmyndagerðarmenn drekka hins vegar vegna þess að þeir eru óhamingjusamir. Ég drekk hins vegar ekki mikið." „Hann drakk nóg fyrir alla sina ævi fyrstu tuttugu árin,“ segir Dr. Nelle hlæjandi. No Smoking Band heldur tónleika ásamt Sigur Rós í Laugardalshöll þann 28.8. og eru allir hvattir til að fara á þessa einstöku tónleika, sem og mynd Kusturica, Svartur köttur, hvít- _ ur köttur. -hvs i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.