Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1999, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1999, Blaðsíða 11
■ 33‘V FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1999 imenning u • ^ Þjóöhildarstígur Reynisvatnsvegur Grænlandsleiö Kristnibraut Gvendargeisli Sólartorg Krosstorg Þórðarsveigur Umsjón Silja Aðalsteinsdóttir Sýna í Listasafni ASÍ Við viljum minna á að nú eru uppi tvær myndlistarsýn- ingar í Lista- safni ASÍ við Freyju- götu. í Ás- mundar- sal sýnir Inga Ragn- arsdótt- ir verk frá síð- ustu tveimur árum sem unnin eru í tré, blikk og gifs. Þau eru formrænn leikur tengdur ís- lenskri byggingarlist, eins og listakonan orðar það. Hún hef- ur starfað bæði í Þýskalandi og hér heima síðan hún lauk námi frá Listaakademíunni í Múnchen árið 1987 og hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir verk sín. Þetta er tíunda einka- sýning hennar. í Gryfj- unni er sýningin „Kjörað- stæður" á verkum Helga Hjaltalín Eyjólfs- sonar en kjöraðstæður „eru hverjar þær aðstæður sem maður getur komið sér í, og því ágætur sam- nefnari fyrir þá myndlist sem ég er að gera á hverjum tíma,“ eins og Helgi segir. Á sýning- unni eru nokkur veggverk og sex metra langur byssurekki, allt úr Oregon furu. Þetta er fjórtánda einkasýning Helga. Inga og Helgi taka bæði um þessar mundir þátt í samsýn- ingunni Firma ‘99. DV Ekið inn í Þúsöldina íslendingar hafa ennþá brennandi áhuga á ör- nefnum í umhverfi sínu eins og umræður og jafn- vel deilur um nýju götunöfnin í Grafarholti bera vott um. Þó að dæmi séu um að skipt sé um nöfn á torgum og túnum í borginni - ég minni á gamla Klambratúnið sem heitir núna Miklatún - er það sjaldgæft hér hjá okkur og verður að gera ráð fyrir því að þau séu til frambúðar. Götunöfnin í Grafar- holti eru býsna óvenjuleg og eðlilegt að menn greini á um þau en ekki geta allar götur heitið Strandgata eða Laugavegur og götunöfn þurfa að vera minnisstæð. Þórhallur Vilmundarson prófessor fékk það hlut- verk að nefna götumar í Grafarholti og kaus að minnast þess að hverfið verður byggt á árinu þeg- ar þúsund ár verða liðin frá kristnitöku á íslandi og landafundunum í Vesturheimi. Eins og sjá má á kortinu hér fyrir ofan heitir að- komugatan inn í hverfið frá Vesturlandsvegi Þús- öld. Menn aka inn í Þúsöldina. Það heiti hefur stað- ið mest í mönnum en er nýyrði og merkir ‘þúsund ára tímabil’. „Þjóðverjar tóku á 17. öld upp orðið ‘Jahrhundert’ um hundrað ára tímabil," segir Þór- hallur, „og Danir siðan eftir þeim orðið ‘árhund- rede’. íslendingar gáfu nafnorðinu ‘öld’ þessa merk- ingu, en upphaflega merkti öld menn, siðan manns- aldur, þá tímabil og loks hundrað ára tímabil. Öld hefur þann kost að vera þjált orð í samsetningum - til dæmis er orðið aldamót ólíkt þjálla en ‘árhund- redskifte’. Þús- í orðinu þúsund er talið hafa merkt upphaflega ‘stór-’ eða 'fjöl-’ og hefur hér fengið merkinguna ‘tíu’ eða ‘tífalt’. Þúsund ár merkir því ‘tíu hundruð ár’.“ Þórhallur álítur að þar sem ís- lendingar hafi hafnað orðinu árhundrað og nota orðið öld í merkingunni hundrað ára tímabil megi taka upp orðið þúsöld um þúsund ára tímabil eða tíu aldir. Það er líka þjált í samsetningum, til dæm- is eru fjölmiðlamenn þegar famir að tala um ‘þús- aldarhátíð’ kristnitöku og landafunda. „Þetta er að fljúga af stað,“ segir Þórhallur. Konur og helgir menn Frá Þúsöld gengur Vínlandsleið til vesturs en Grænlandsleið til austurs og er seinni hluti nafn- anna dregið af ‘sjóleið’. Smærri gata til vesturs heitir Guðríðarstígur til minningar um Guðríði Þorbjamardóttur, konu Þorfinns karlsefnis, en gata til austurs Þjóðhildarstígur tO minningar um Þjóð- hildi Jörundardóttur, konu Eiríks rauða. Báðar tengjast þær bæði landafundunum í vestri og upp- hafi kristni á íslandi og Grænlandi. í gatnakerfi Reykjavíkur hafa götur þegar verið nefndar eftir þremur karlmönnum, sem koma við sögu landa- fundanna (Eiriksgata, Leifsgata og Þorfinnsgata í Skólavörðuholti). Þúsöld endar í Sólartorgi. Frá því liggur megin- gata til suðausturs sem nefnd er Ólafsgeisli eftir þeim báðum Ólafi konungi Tryggvasyni og Ólafi helga Haraldssyni sem komu mjög við sögu frum- kristni á íslandi. Geislanafnið minnir á drápuna Geisla sem Einar Skúlason orti um Ólaf helga um 1153. Frá Sólartorgi liggur Kristnibraut í austur og frá henni hringlaga gata í suður sem gefið er nafnið Maríubaugur en María mey var öðrum dýrlingum vinsælli á íslandi. Önnur gata austar liggur að væntanlegri kirkju hverfisins og er sú gata nefnd Kirkjustétt. Kristnibraut endar í Krosstorgi. Frá því greinast þrjár aðrar höfuðgötur sem fá nöfn eftir þjóðardýr- lingunum þremur, Jóni helga Ögmundarsyni Hóla- biskupi (1106-21), Þorláki helga Þórhallssyni Skál- holtsbiskupi (1178-93) og Guðmundi góða Arasyni Hólabiskupi (1203-37). Gvendargeisli endar í hring- torginu Þórðarsveig en Þórður Jónsson góðimað- ur var höggvinn 1385 hjá Krosshólum i Dölum. Bein hans voru flutt í Stafholtskirkjugarð 1389 með samþykki allra lærðra manna sem hugðu hann helgan mann. í lok greinargerðar sinnar segir Þórhallur að kirkjulegu nöfnin séu hugsuð sem minningarnöfn um kaþólska kristni, enda sé „um að ræða þúsald- arafmæli þess trúarsiðar". FRONSK ÍSLENSK SKÖI AORDAHÓK Mallika & Mcqueen Flautu- og slagverksdúóið Mallika & Mcqueen hélt tónleika í Sigurjónssafni siðastliðið þriðju- dagskvöld. Dúóið samanstendur af Ömu Kristínu Einarsdóttur flautuleikara og Geiri Rafnssyni slag- verksleikara, og samkvæmt efnisskránni eru Mallika og Mcqueen eins kónar alter-ego hljóð- færaleikaranna, þeirra annar maður. Kannski eru þau frumstæðari sjálf listafólksins. í efnisskránni sagði að minnsta kosti að þau væru persónur í nú- tímaþjóðsögu, í ævintýralandi þar sem tónlistin er ráðandi afl og „þörf mannsins til að hemja náttúr- una er svalað með flautu og trommu. Andi flaut- unnar er laglínan og frumkraftur trommunnar er takturinn. Líkami og sál, mallika & mcqueen, sam- einast í leit að uppruna sínum.“ Tónlist Jónas Sen Ekkert verk efnisskrárinnar hefur heyrst hér áður, enda samtímatónlist, og hófust tónleikamir á Söng fyrir flautu og marimbu eftir Geir. Tónlistin einkenndist fyrst af sterkri hrynjandi með djössuð- um strófum, síðan tók við rómantísk dægurstemn- ing sem var laus við alla tilgerð, þó John Denver hafi komið upp í hugann á einum stað. Dúóið var örlítið óöruggt í samspili í upphafi en náði sér fljótt á strik og var heildarútkoman hin prýðilegasta skemmtun. . Næst á dagskránni var Hekla fyrir Marimbu og er hún eins ólík samnefndu tónverki Jóns Leifs og hugsast getur. Þetta er innhverf tónlist, lýrísk og fljótandi, en með nokkrum kröftugum augnablikum. Fyrst heyrði maður sömu hendinguna aftur og aftur i ýmsum myndum, síðan kom vænn tremolokafli sem var dálítið langdreginn, þó innan um væru góðar hugmýndir. Hekla er nokkurs konar spuni í ætt við tónlist Keiths Jarretts þar sem form- og rökhugsun er i góðu jafhvægi við tilfmningu og innsæi. Kon tai né eftir Ian Vine var leikið af Ömu Kristínu með miklum tilþrifum. Um tónsmíð þessa er ekki margt að segja nema að hún var svo kraftmikil að maður hálfvor- kenndi áheyrendunum á fremsta bekk. Frumleikinn var ekki beint í fyrirrúmi, þetta er ósköp venjulegt nú- tímaflautuverk með stöðugum andstæðum í styrk, laglínum sem samanstanda af fjarlægum og fiar- skildum tónbilum, og svo auðvitað dramatískum smáþögnum á víð og dreif til að fullkomna klisj- una. Á hinn bóginn voru Tíu stykki eftir W.L. Calm sem ferskur andblær enda spiluðu hljóðfæraleikar- amir ekki aðeins heldur voru líka með leikræna tilburði. Fyrsta verkið hét Echo\ þar gekk slag- verksleikarinn inn haldandi á agnarsmárri bjöllu sem var bergmál flautunnar á sviðinu. Álltaf heyrðist sami tónninn eins og verið væri að hringja inn einhveija fram- andi trúarathöfn. Sem gat vel verið því pentatóníski Hátíðár- söngurinn sem á eftir kom var einkar fallegur og upphafinn, enn fremur gerðu náttúruvætt- irnar eftirminnilega vart við sig í verkunum Regndropar og Vindur, og ofsafengnar bar- smíðarnar á stóra trommu í Kontrast nr. 2 minntu á fianda- fælu úr japönskum Shintó sið. Síðustu verkin á efnis- skránni vom upp og ofan. Imaginary Landscape eftir En- rique Raxach var samið árið 1968 og af þeirri gerðinni sem kom óorði á nútímamúsík. Laglínur flautunnar eru óskilj- anlegar, slagverkið spúkí og tilgerðarlegt, tónlistin í heild klisjukennd og uppfull af sjálfri sér. Hugleiöing eftir Geir Rafnsson fyrir einleiksflautu var á hinn bóg- inn lýrísk og angurvær, en endirinn dálítið snubb- óttur og ódýr. Síðasta verkið, Mósaík fyrirflautu og slagverk, var hins vegar samið upp úr spuna af frummönnunum sjálfum, Malliku og Mcqueen, danskennd tónlist sem var bæði litrík og þróttmik- il og var hreinn unaður á að hlýða. í heild vora þetta framlegir tónleikar með nokkram verulega góðum atriðum, hljóðfæraleik- urinn var frábær og öruggt að fullyrða að hér séu efnileg tónskáld á ferð sem eiga eftir að láta að sér kveða í framtíðinni. Franska og spænska Nú er komin út stytt útgáfa af stóru Frönsk-íslensku orða- bókinni, ætluð skólafólki. Löngum dæmum og orðskýr- ingum hefur verið fækkað tals- vert þannig að fljótlegra er að fletta upp í henni og finna lausn á sínum vanda. Uppflettiorðin eru tæplega 30 þús- und og bókin er í sama broti og ensk-íslensku og dönsk-íslensku skólaorðabækurn- ar. Ritstjóri þeirr- ar frönsku er Hrafnhildur Guðmundsdóttir. Þeir sem hafa áhuga á að læra spænsku fá nú kennslu- efni í byrjendabókinni Mundos 1 sem hæfir fólki hvort sem það er í framhaldsskólum, á nám- skeiðum, í fullorðinsfræðslu eða bara heima hjá sér. Henni fylgir vinnubók, þrjár hljóð- snældur og kennarahandbók. Sigurður Hjartarson þýddi bækurnar. Fyrir þá sem vilja þjálfa sig í að skrifa er komin út bókin Hagnýt skrif eftir Gísla Skúla- son kennara við Fjölbrauta- skóla Suðurlands á Selfossi. Hann gefur þar holl ráð og leið- beiningar um hvernig á að skrifa ýmiss konar texta, blaða- greinar, starfsumsóknir, minn- ingargreinar og fundargerðir, svo dæmi séu nefnd. Meginá- hersla er þó lögð á skrifleg verkefni í skólum, uppbygg- ingu ritgerða og frágang. Mál og menning gefur bæk- urnar út.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.