Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1999, Qupperneq 12
12
FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1999
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON
Aöstoöarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11, 105 RVÍK,
SÍMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Vísir, netútgáfa Fijálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is
Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÓLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerö: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverö á mánuði 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins i stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim.
Stjórnmálaarmur kolkrabbans
Sjálfstæðisflokkurinn hefur áratugum saman verið
pólitískur armur nokkurra gamalgróinna einokunar- og
fáokunarfyrirtækja, sem auðguðust á sínum tíma af for-
gangi að takmörkuðum gæðum þess tíma, svo sem
bankalánum ríkisbankanna á neikvæðum vöxtum.
Fyrir þessa þjónustu hafa stórfyrirtækin haldið Sjálf-
stæðisflokknum fjárhagslega á floti. Þess vegna eru fjár-
mál flokka lokuð bók á íslandi, þótt þau séu opin í ná-
grannaríkjum okkar beggja vegna Atlantshafsins. Sjálf-
stæðisflokkurinn hindrar birtingu þessara gagna.
Aukið réttlæti í þjóðfélaginu að vestrænni fyrirmynd
hefur dregið úr ofurvaldi stórfyrirtækjanna. Innleiðing
raunvaxta í hagkerfinu leiddi til falls fyrirtækjahrings-
ins að baki Framsóknarflokksins, hringsins sem áður
var kenndur við Samband, en nú við smokkfisk.
Sjálfstæðisflokknum hefur gengið betur en Framsókn-
arflokknum að standa vörð um hagsmuni hinna fjárhags-
legu umbjóðenda sinna. Honum hefur tekizt að fram-
kvæma svokallaða einkavæðingu ríkisfyrirtækja sem
einkavinavæðingu í þágu svonefnds kolkrabba.
Frægðardæmið var úthlutun síldar- og fiskimjölsverk-
smiðja ríkisins til vildarvina Sjálfstæðisflokksins, þótt
hærra tilboð hefði borizt í þær úr annarri átt. En nú er
Davíð reiður, því að flokknum hefur mistekizt að stýra
einkavæðingu Fj árfestingarbankans í þessa átt.
Af því tilefni hafa enn einu sinni verið rifjaðir upp
kaflar úr fyrirgreiðslu- og misnotkunarsögu íslenzkra
stjórnmála. Þekktur lögmaður hefur rakið í langri blaða-
grein, hvernig misnotað bankakerfi kolkrabbans hrakti
Stöð 2 í faðm bandarísks alvörubanka.
Eftir langt hlé, sem varð Sambandinu að falli, er einka-
væðing ríkisfyrirtækja að taka við af neikvæðum vöxt-
um fyrri tíma sem aðferð kolkrabbans til nýrrar auðsöfn-
unar. Þótt stjómmálaarmi hans hafi orðið fótaskortur í
Fj árfestingarbankanum, gefast honum önnur færi.
Davíð hefur sagt, að áfallið i Fjárfestingarbankanum
geti leitt til breyttra aðferða við að selja afganginn af
bankanum. Með þessu er hann að segja, að hann stjórni
bananaríki, þar sem leikreglum sé breytt eftir veðri og
vindum til að gæta hagsmuna umbjóðenda hans.
Reynt verður að haga sölu Landssímans á þann veg, að
hann renni saman við Íslandssíma eða falli á annan hátt
í faðm kolkrabbans. Sérstök áherzla verður lögð á að ná
á sitt vald ljósleiðara símans og gera hann að hornsteini
ljósvakamiðils, sem leysi Ríkisútvarpið af hólmi.
Á sama tíma eru fyrirtæki á vegum kolkrabbans, eink-
um Eimskipafélagsins, skipulega að ná fiskveiðikvóta á
sitt vald með kaupum á ráðandi hlutum í margs konar
fyrirtækjum í sjávarútvegi. Með sama áframhaldi verður
kolkrabbinn senn að stærsta sægreifa landsins.
Það fer í taugar þeirra, sem stjórna samkeyrslu Sjálf-
stæðisflokksins og kolkrabbans, að til séu aðilar í þjóðfé-
laginu, sem geti boðið í hluta einkavæðingarinnar og þar
með hækkað gjaldið, sem kolkrabbinn þarf að borga fyr-
ir hana. Því geta menn ekki dulið gremju sína.
En ný færi munu gefast kolkrabbanum, þar sem þjóð-
in hefur sætt sig við, að Sjálfstæðisflokkurinn stjórni
landinu með langvinnum stuðningi Framsóknarflokks-
ins. Fólkið í landinu flækist ekki fyrir einkavinavæðing-
unni, heldur eru það leikreglur vestræns hagkerfis.
Meðan stjórnmálaarmur kolkrabbans nýtur trausts til
að fara með ríkisvaldið skapast ótal tækifæri til að fram-
kvæma einkavæðinguna sem einkavinavæðingu.
Jónas Kristjánsson
Nú, þegar allir eru
komnir í hár saman út
af því hver megi eiga
banka, er stundum verið
að spyrja um jafnaðar-
menn. Hljóta þeir ekki
að hafa meiri áhuga en
flestir aðrir á dreifðu
eignarhaldi á peninga-
stofnunum og öðrum fyr-
irtækjum? Af hverju
berjast þeir þá ekki með
oddi og egg fyrir því?
Hvað dvelur Orminn
langa?
Eign fyrir alla?
Það voru ekki sósí-
aldemókratar og aðrir
vinstrimenn sem ýttu á
flot hugmyndum um að
farsælast væri að allir
menn gerðust hlutafjár-
eigendur. Sú stefna
fæddist í borgaralegum
flokkum. Hér á landi
hafði Eyjólfur Konráð
Jónsson, þingmaður og
ritstjóri Morgunblaðsins,
helst orð fyrir henni.
Hún var hugsuð sem
Ef mikill meirihluti hlutabréfa dreífíst f raun á mikinn fjölda manna, þá lækkar vita-
skuld sú sneið af hlutafjárkökunni sem sá hópur þarf að skera sér sem ætlar sér að
ráða fyrirtækinu, segir Árni m.a. í grein sinni.
Jafnaðarmennska
og hlutafjáreign
og vinstriflokka. Sjálf-
stæðisflokkurinn ís-
lenski til dæmis, hann á
bersýnilega í tilvistar-
vanda út af öllu saman.
Annars vegar viU hann
fá sem flesta tU að sam-
þykkja einkavæðingu
opinbera geirans með
því að halda fram hug-
myndinni um „eign fyr-
ir aUa“ - sem rímar líka
við gömlu vígorðin um
„stétt með stétt“.
Hins vegar ráða vita-
skuld ferðinni þeir sem
treysta á markaðslög-
málin tU allra hluta.
Þau lögmál láta sig
engu varða frómar ósk-
—
„Hlutabréfavæðing almennings
(sem skipulögð er af ríkinu með
tekjuskattsafslættinum fræga)
getur náttúrlega gefið Jóni og
Gunnu nokkur þúsund í arð. En
hún breytir fáu um þeirra hag.
Hinn sanni gróði og hin sönnu
völd eru í fárra höndum. “
svar við vinstri-
mannahugmynd-
um um samfélags-
eign: í stað hennar
átti að koma „sér-
eign fyrir alla“ - í
formi almennings-
hlutafélaga. Og
jafnaðarmenn ým-
iss konar töldu
flestir að slík hluta-
bréfavæðing samfé-
lagsins væri tU
þess ætluð að eyði-
leggja samstöðu
verkalýðs með þvi
að fyrirtæki tosuðu
sem flesta starfs-
menn sína yfir
borðið svo þeir
færu að hugsa sem
smáborgarar en
ekki sem verkafólk
sem þarf á sínu
sameinaða afli að
halda i eilífri
kjarabaráttu.
Sósíaldemókrat-
ar t.d. í Svíþjóð og
Þýskalandi settu
hins vegar á odd-
inn baráttu fyrir
því að bundin
skyldu í lög og
samninga ákvæði
um meðákvörðunarrétt starfsfólks
í fyrirtækjum - sem væri þá ekki
bundinn við eign.
Baráttan fyrir meðákvörðunar-
rétti er nú að mestu gleymd, skilst
mér. Hlutabréfavæðingin er í al-
gleymingi og þora fáir í mót að
mæla. En hún er full af þversögn-
um sem rekast með ýmsum hætti
á pólitískan arf bæði hægriflokka
ir um svokallað dreift eignarhald:
þau safna jafnt og þétt eignum á
fáar hendur. Slíkri þróun verður
ekki andæft nema með harðri lög-
gjöf - og slík löggjöf er þvílíkt eit-
ur í beinum sannra markaðssinna
að þeir hrökkva nú upp af standin-
um og spyrja hvort sjálft Morgun-
blaðið sé ekki orðið að málgagni
laumustofukomma með fjasi sínu
um pólitískar ráðstafanir gegn
eignauppsöfnun.
Ekki allt sem sýnist
Jafnaðarmenn eru líka i tilvist-
arkreppu. Annars vegar eru þeir
skyldugir til að taka undir allt
sem sýnist stefna að valddreifingu,
dreifðari og jafnari eignaskipt-
ingu. En á hinn bóginn hefur þá
lengi grunað að í fögrum ræðum
um dreift eignarhald væri lævís-
leg gildra falin. Ekki vegna þess að
sú stefna brjóti niður stéttarvit-
undina eins og sagt hefði verið hér
áður fyrr. Sú vitund er ekki á dag-
skrá eins og er. Heldur vegna þess
að dreifð eignaraðild er því miður
plat.
Hlutabréfavæðing almennings
(sem skipulögð er af ríkinu með
tekjuskattsafslættinum fræga) get-
ur náttúrlega gefið Jóni og Gunnu
nokkur þúsund i arð. En hún
breytir fáu um þeirra hag. Hinn
sanni gróði og hin sönnu völd eru
í fárra höndum. Dreifð eignaraðild
hefur meira að segja í sér fólgna
þá þverstæðu, að hún getur hæg-
lega auðveldað fáeinum íslenskum
Lúxemborgurum að eignast bæði
banka og annað.
Ef mikill meirihluti hlutabréfa
dreifist í raun á mikinn fjölda
manna, þá lækkar vitaskuld sú
sneið af hlutafjárkökunni sem sá
hópur þarf að skera sér sem ætlar
sér að ráða fyrirtækinu. Vegna
þess að sá hópur stendur saman -
hinir eru dreifðir og smáir og
ógjörningur að hamra úr þeim
einn vilja. Dreift eignarhald getur
vel þýtt aukið fámennisvald, gáum
að því.
Árni Bergmann
Skoðanir annarra
Pólitísk misnotkun
„Það kemur sjálfsagt engum á óvart, sem fylgst
hefur með islenskum stjórnmálum undanfarna ára-
tugi, að Sjálfstæðisflokkurinn hefur sterk tök á
bankakerfinu - ráðið bankastjóra pólitískt, meðal
annars úr röðum eigin þingmanna, og notað lykil-
menn í flokknum sem formenn bankaráða. Það sem
hæstaréttarlögmaðurinn [Innsk. DV, Sigurður G.
Guðjónssonj segir um viðskipti íslenska útvarpsfé-
lagsins við íslandsbanka hlýtur hins vegar að vekja
marga áhangendur einkavæðingar ríkisbankanna til
umhugsunar."
Ur forystugrein Dags 1. september
Árangur í ríkisfjármálum
„Þá skal enn minnt á nauðsyn þess að draga sveit-
arfélögin til meiri ábyrgðar fyrir þeim áhrifum sem
þau hafa á þróun efnahagsmála. Almenningur þarf
að gera sömu kröfur til þeirra og ríkisins um það að
afgangur sé af rekstrinum við núverandi aðstæður.
Því er alls ekki að heilsa og ríkir mikið ábyrgðar-
leysi í rekstri margra sveitarfélaga. Er ljóst að ekki
verður hægt að ganga lengra í að flytja verkefni til
sveitarfélaga á meðan þau hafa almennt ekki betra
vald á útgjaldaþróun þeirra .málaflokka sem undir
þau heyra.“
Úr forystugrein Viðskiptablaðsins 1. september
Rescue 911
„í moldviðrinu sem þyrlað hefur verið upp í kjöl-
far óábyrgra yfirlýsinga forsætisráðherra þessa
lands, hefur það vakið athygli manna að svo virðist
sem maðurinn sá hafi myndað um sig björgunar-
sveit. Sveitina skipa þeir Hreinn Loftsson formaður
einkavæðingarnefndar, Hannes Hólmsteinn Gissur-
arson prófessor við HÍ og Jón Steinar Gunnlaugsson
hæstaréttarlögmaður. Allir eiga þessir menn það
sameiginlegt að hafa verið skósveinar Davíðs um
áratuga skeið eins og staða þeirra í þjóðfélaginu gef-
ur til kynna, en segja má um þá alla að þeir séu
komnir nokkru hærra í metorðastiganum en hæfi-
leikar segja til um.“
Groska.is 31. ágúst