Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1999, Blaðsíða 16
16
FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1999
Of hár
símareikn-
ingur
Þegar leikfangasíminn nægir börnun-
um ekki lengur fara þau aö fikta viö
„stóra“ símann á heimilinu og það getur
haft grunsamlega háan símreikningií for
með sér. Þennan vanda má leysa með því
að setja stifa og breiða teygju undir tólið
sem börnin geta ekki smokrað af.
Notkunarstuðull
Auðvelt er að sjá hvort hitakostnaður
sé of hár. Hjá hitaveitu má fá upplýsing-
ar um rúmmetrastærð húsnæðis og árs-
notkun heits vatns mælda í rúmmetrum
eða tonnum (sömu tölur). Með því að
deila rúmmetrafjölda í vatnsnotkunina
fæst vatnsnotkun á ári á hvem rúmmetra
húsnæðis. Eftirfarandi tafla segir hver út-
koman úr dæminu ætti að vera:
Fjölbýlishús 12+ 1,0-1,4
Minna fjölbýli 1,1—1,5
Einbýli/raðhús 1,2-1,5
Verslun 0,6-0,8
Skrifstofuhúsn. 0,5-0,8
Kaldir að neðan
Ofnar eiga alltaf að vera kaldir að neð-
anverðu. Það þýðir að hitinn úr vatninu
sé fullnýttur. Sé ofninn heitur að neðan
þýðir það að heitt vatn fer út úr ofninum
án þess að vera nýtt til hitunar. Mishitun
ofna má rekja til þess að hitakerfí er ekki
jafnvægisstÓlt.
Jafnvægisstilling
Mikilvægt atriði við húshitun er jafn-
vægisstilling hitakerfa. Margir hafa
kynnst því vandamáli þegar ofnar í íbúð
hitna mismikið. Ofninn í stofunni er
kaldur og veldur hrolli meðan ofninn
frammi á gangi er sjóöheitur og sóar viö
það vatni og peningum. Ástæða þessa er
að hitakerfíð er ekki í
jafnvægi, krefst
jafnvægisstill-
ingar.
Steingrímur Hermannsson hefur ánægju af að gera hlutina sjálfur:
Góður undirbún
ingur er
aðalatriði
gaman af. Ég get nefnt sem dæmi
að það fauk upp stór franskur
gluggi í bústaðnum hjá okkur og
eyðilagðist. Ég tók mig til og
smíðaði nýjan glugga og lagaði
karmana. Þetta tók að vísu lengri
tíma en ef iðnaðarmaður hefði
gert þetta en var mun ódýrari
lausn. Eftir að viðgerðinni lauk
fór ég að hugsa út í hvort við
væram ekki tryggð fyrir tjóninu
og það stóð heima. Ég fékk bætur
frá tryggingafélaginu. Það er í
fyrsta skipti sem ég hef fengið
greitt fyrir svona vinnu.“
Rissa upp og
mæla
Báöir afar Steingríms voru
smiðir og lærði hann fljótt af
þeim handtökin. Fékk hann ung-
ur kompu til að athafna sig í. Síð-
an má segja að viður hafi leikið í
höndum hans. Steingrímur er
ekki verkkvíðinn maður, segist
hafa mjög gaman af að spá í
hvernig hlutimir eru gerðir og
leggur áherslu á að fólk flani ekki
að neinu þegar kemur að viðgerð-
um eða nýframkvæmdum á
heimilinu.
„Góður undirbúningur er aðal-
atriði og mjög mikilvægur. Það
er best að teikna eða rissa upp
það sem maður ætlar t.d. að
smíða og vanda sig við að taka öll
mál. Þá ganga hlutimir mun fljót-
ar fyrir sig og maður er snöggur
að átta sig ef vandamál koma
upp. Svo þarf að huga að efn-
isvali og verkfærum," segir
Steingrímur. Þar geta starfs-
menn byggingavöruverslana
reynst ráðagóðir og ekki sakar
að leita ráða hjá vinum og
kunningjum.
Ekki flana að
neinu
„Fólk á ekki að rífa neitt í
sundur fyrr en það er fullvisst
um að geta sett hlutina saman
aftur, ekki að byrja fyrr en fyrir-
séð er hvemig ljúka eigi verkinu.
Gott dæmi er að ekki á að byrja
að mála fyrr en búið er að verja
alla þá hluti sem málning á ekki
slettast á. Það getur tekið mun
meiri tíma að hreinsa upp eftir
sig en að verja þessa hluti al-
mennilega."
Steingrímur segir pípulagnir
sjaldnast vandamál fyrir sig,
enda lagði hann í bústaðinn sinn
og gekk frá ölum lögnum til og
frá húsinu. „Það er hægt að
kaupa snittuð rör og vönduð
þéttiefni í búðum. Ef maður mæl-
ir rörin sem vantar á pípulögn
ekki að vera stórt vandamál."
Steingrimur segir að í sjálfs-
hjálpinni felist bæði spamaður
og ánægja. Og til að hagsýnin við
að framkvæma sjálfur fái notið
sín sé best að ganga yfirvegaður
að öllum verkum. Flas sé ekki til
fagnaðar í þessu né öðm.
-hlh
„Ég hef fyrst og fremst haft
mikla ánægju af að gera hlutina
sjálfúr og hef ráðist i öll verk sem
legið hafa fyrir heima og í sumar-
bústaðnum. Ég hef smíðað, mál-
að, lagt pípulagnir og fengist við
rafmagn. Ég er rafmagnsverk-
fræðingur og nýt ákveðinnar
kunnáttu úr mínu fagi en síöan
hef ég lært af báðum öfum mín-
um, sem voru trésmíðameistarar,
og auk þess fengið leiðsögn frá
vinum og kunningjum. Loks hef
ég fengið leiðbeiningar úr bók-
um,“ segir Steingrímur Her-
mannsson, fyrrverandi forsætis-
ráðherra og seðlabankastjóri, þar
sem hann var staddur í sumarbú-
stað sínum í Brogarfirði í vik-
unni.
Steingrímur er einn fjöl-
margra sem taka hlutina í
eigin hendur ef breyta þarf
eða bæta heima fyrir eða í
sumarbústaðnum. Hann
hefur innréttað verk-
stæði í kjallaranum
heima hjá sér og hefur
komið sér upp miklu og
vönduðu verkfærasafni.
Gríðarleg eftirspum er eft-
ir iðnaðarmönnum þessa
dagana og verða þeir sem ekki
geta tekið til hendinni upp á eig-
ið eindæmi því að bíða lengi eftir
að fá gert við eða breytt heima
hjá sér. Sum verktakafyrirtæki
era auk þess í vandræðum með
að skila húseignum á umsömdum
tíma. En þar sem Steingrímur er
ófeiminn við að bretta upp
ermamar og ráðast í bæði lítÖ
verk og stór heima hjá sér kemur
þessi iðnaðarmannaekla ekkert
sérstaklega við hann.
„Það er ekki nema við blasi
mjög erfið verk og flókin,
eins og mjög snúnar
pípulagnir eða vand-
ræði vegna hita-
veitu. Annars
bjarga ég mér
sjálfur og
hef yfir-
leitt
Ef klósettið
kllkkar er
Internetið
hlð mesta
þarfaþing og
getur sparað
þér peninga.
Gerðu það sjálfur:
Netið er ótæmandi
upplýsingabanki
Það er í raun tak-
markalaust hvað
hægt er að gera sjálf-
ur þegar hugmynda-
flugið og áhuginn fær
að ráða. Oft er mikil
ánægja fólgin í því að
vinna sjálfur aö endur-
bótum og viðgerðum en
jafnframt er hægt að
spara verulega peninga
með því. Eins og staðan er á
vinnumarkaði í dag getur ver-
ið ákaflega erfltt að fá fagmenn á
ýmsum sviðum til að vinna fyrir
sig yegna mikillar eftirspurnar eftir
iðnaðarmönnum og ef þeir fást get-
UI
það
kostað
mikið. Þó
verða menn að
athuga að þó
svo hægt sé að fá
góðar upplýsingar getur borgaö sig
að fá fagmenn til aö vinna fyrir sig.
Óendanlegt
Til era ótal bækur og blöð sem
hægt er að nýta sér til að vinna
hlutina. En þó er einn miðill sem
ber af öðrum. í gegnum Internetið
er nánast takmarkalaust hvaða upp-
lýsingar er hægt að fá. Ef þú hefur
fyrir fram skilgreint vandamáí er
einfalt að finna hvemig hægt er að
gera við og leysa vandamálið sjálf-
ur. Til að taka dæmi um hversu
mikla hjálp er hægt að fá á Netinu
ímyndaði blaðamaður DV sér að
klósettið væri bilað. Til eru margir
vefir sem hjálpa mönnum að gera
hlutina sjálfur og varð http://alta-
vista.looksmart.com/ fyrir valinu.
Þar velur maður Do-It-yourself og
fer í pípulagnir og klósett. Þá opnast
tengill á fremstu klósettsíðu í
Bandaríkjunum, Toiletology.Com,
þar sem hægt er að fá allar hugsan-
lega og óhugsanlegar upplýsingar
um klósett, viðgerðir og viðhald.
íslenskir veflr eru enn sem kom-
ið er ekki orðnir nógu öflugir til að
bjóða upp á svona gæðaþjónustu.
Ástæðan er fyrst og fremst hversu
fáir íslenskir netverjar era og því
borgar sig ekki að setja upp svona
sérhæfða vefi og því verða menn að
sætta sig við leiðbeiningar á ensku.
Því má alls ekki gleyma að fag-
mennska getur borgað sig. Undir
mörgum kringumstæðum getur ver-
ið dýrara að reyna að gera við hlut-
ina sjálfur og beinlinis hættulegt.
Ekki er skynsamlegt að ráðast í raf-
magnsviðgerðir nema hafa til þess
góða kunnáttu og rétt verkfæri.
Vinna við pípulagningar getur ver-
ið vafasöm og ef menn vilja gera
sjálfir við klósettin sín borgar sig að
kynna sér málið vel. Fátt er nefni-
lega eins hvimleitt og bilað klósett
-bmg