Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1999, Page 18
18
FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1999
Kvikmyndir
Börn himinsins
Leitin aö týnda
skóparinu
★★★ Ég verð að viðurkenna að ég hafði þó
nokkrar efaseradir um þessa mynd áður
en ég fór á hana. Mín eina reynsla af íranskri
kvikmyndagerð var leiðinleg og viðvaningslega
gerð mynd eftir Jafar Panah sem sýnd var á ein-
hverri kvikmyndahátíðinni fyrir nokkrum árum.
Böm himinsins sýndi mér hins vegar rækilega
fram á flónsku þess að dæma kvikmyndaiðnað
heillar þjóðar af einni mynd. Myndin býður upp á
skemmtilega, heilsteypta
og vel byggða sögu, góðan
leik og á köflum ansi
fyndna og sérstæða íroníu.
Myndin segir frá hinum
9 ára Ali sem lendir í þeirri
ógæfu að týna eina skópari
yngri systur sinnar. For-
eldrar þeirra eru mjög fá-
tækir og hafa ekki efhi á að
kaupa nýja skó fyrr en
heimilisfaðirinn fær út-
borgaö um mánaðamótin. Systkinin ákveða því að
segja ekki foreldrum sínum frá heldur reyna að
bjarga málunum sjálf. Þau nota bæði útjaskaða
strigaskó Ali - hún fer í þeim í skólann á morgn-
ana og skiptir síðan við Ali áður en hann fer í
skólann um eftirmiðdaginn. Þegar þau síðan kom-
ast að því hver tók skóna flækjast málin enn frek-
ar því þau telja sig ekki geta krafist þeirra aftur.
Þau verða því einhvem veginn að útvega sér nýtt
par og fá tækifæri til að gera það á afar sérstakan
hátt.
Þær bamamyndir sem rata hingað era yfirleitt
bandarískar og jafiian drekkhlaðnar af væmni,
einfeldningslegum boðskap og ódýrum sögubrell-
um. Þessi íranska bamamynd er ekki alveg laus
við þessa galla en þeir em alls ekki áberandi og
bera ekki söguna ofurliði. Bjánalegur boðskapur
er ekki tuggður stanslaust ofan í krakkana eins og
þeir séu algjörlega lausir við sjáifstæða hugsun.
Hér er borin virðing fyrir bömunum og myndin
kemur boðskap sínum á framfæri á tiltölulega
hógværan hátt, jafnvel með vott af kaldhæðni á
köflum, sérstaklega í frábærum endi myndarinn-
ar, sem er í senn ljúfsár og íronískur og ákaflega
viðeigandi sögulok. Sagan er sem sagt ansi hug-
myndarík og vel skrifuð.
Hún ber passlega mikil
þjóðareinkenni, er nógu
írönsk tO að vera sérstök og
áhugaverð en ekki svo mik-
ið að hún verði illskiljanleg
vestrænum áhorfendum.
Það er ansi gaman að því
hversu mikið mál verður úr
jafii lítilfjörlegum hlut og
okkur allsnægtafólkinu
hlýtur að finnast týnt skóp-
ar vera og maður brosir í kampinn við að sjá
hversu himinlifandi systirin verður þegar hún
fær kúlupenna að gjöf. Þessi menn-
ingarheimur er afar frábragðinn
okkar samfélagi en sagan er fram-
reidd á þann hátt að hún yfirvinn-
ur auðveldlega hugarfarsleg landa-
mæri. Hún þarf ekki að fela sig á bak við ólíka
menningarheima því hún stendur fyllilega fyrir
sínu sem vel skrifuð, vel gerð og skemmtileg
bamamynd.
Sýnd í Regnboganum. Leikstjorn og handrit: Majid
Majidi. Kvikmyndataka: Parviz Malek. Tónlist: Key-
van Jahanshahi. Klipping: Hassan Hassandoost.
Leikarar: Amir Naji, Amir Farrokh Hashemian, Ba-
hare Sediqui og Nafise Jafar-Mohammadi. jrönsk,
1997. Pétur Jónasson
K v i k m
Lucky People Center International
Athyglisverð til-
raunastarfsemi
GAGNRYNI
★★ Þessi sænska heimildar-
mynd er afrakstur tveggja
ára ferðálags aðstandenda hennar
vítt og breitt um heiminn. Hún
bræðir saman tónlist og heimspeki
ólíkra menningarheima í tilraun
til að öðlast einhvers konar sýn á
stöðu mannkynsins undir lok ár-
þúsundsins. Af einhverjum ástæð-
um virðist ríkja almennt sam-
komulag um að mannkynið standi
á merkum tímamótum vegna þess
að árið 2000/2001 er við það að
ganga í garð. Það verður að virða
Lucky People Center það til tekna
að hún gerir að minnsta kosti til-
raun til að grennslast fyrir um
stöðu mannsins á þeim „tímamót-
um“, meðan íslenskir grúskarar rífast um
hvort að árið 2000 eða 2001 sé hið raunveru-
lega tímamótaár! En þótt myndin sé nú öllu
merkilegri en þessi helsta ritdeila íslendinga
á síðustu árum gengur hún engan veginn upp.
Fulltrúar ólíkra samfélaga
láta í ljós skoðanir sínar á lífinu
og tilverunni. Þótt slíkar heim-
spekilegar vangaveltur séu
áhugaverðar á kvikmyndaform-
ið erfitt með að gera þeim skil og verða þær
flestar á endanum æði klisjukenndar. Enn-
fremur býr myndin yfir æði gamaldags og ein-
feldningslegum boðskap, þótt hún gefi sig út
fyrir að miðla ólíkum skoðunum. Hér á ég við
þá tilhneigingu að upphefja „frumstætt" líf úti
í náttúrunni meðan lif Vesturlandabúa birtist
sem andlegur dauði í gráum ferningslaga há-
hýsagröfum. Enda er það svo að eina framlag
n d a
#•
hvítra Vesturlandabúa (að undanskildum
' þeim sem hafa hafnað siðmenningunni og leit-
að uppruna síns, jafnvel allt aftur til apanna)
til vitsmunalegrar umræðu myndarinnar er
sænsk klámdrotting sem ætlar aö frelsa heim-
inn með fullnægingarstunu!
Listrænir tilburðir myndarinnar eru oft við
það að vera tilgerðarlegir og næsta hjákátleg-
ir og tónlistin reyndar einnig lítið heillandi.
Engu að síður er myndin athyglisverð tilraun
og ánægjulegt að sjá kvikmyndagerðarmenn
reyna eitthvað nýtt. Áhugasömum er því ráð-
lagt að skoða þessa mynd því þótt hún sé ekki
góð er hún öðruvísi og kvikmyndaforminu
veitir ekki af tilbreytingu endrum og eins.
Leikstjórn og klipping: Erik Pauser og Johan
Söderberg. Kvikmyndataka: Jan Röed.
Sænsk, 1998.
Björn Æ. Norðfjörð
Dagskrá fimmtudaginn 2. sept
HÁSKÓLABÍ
s
SAMWt
SNORRABRAUT
16:45 The Winslow Boy 16:40 Full Metal Jacket
17:00 Do You Remember Dolly Bell 17:00 Barry Lyndon
Night Shapes Sex-Annabel Chong
19:00 Non Stop 18:50 Full Metal Jacket
Black Cat White Cat 19:00 Sex-Annabel Chong
Little Tony 21:00 The Shining
21:00 My mom is a Gangster Sex-Annabe! Chong
21:15 Black Cat White Cat Full Meta! Jacket
23:00 Time of the Gypsies 23:00 Sex-Annabel Chong
Non Stop 23:15 Full Meta! Jacket
23:30 A Clockwork Orange
iiCíi* *t4á**AA
er klúbbur hóiíðarinnar
vefsíða hálíðarinnar
vísir.is
IhubL
Bilaleiga
FLUGFÉLAG ÍSLANDS
Air lceland
á
DCCMDACIMM
16:00
17:00
18:30
19:00
21:00
23:00
23:30
TVGZIMSEN
Happiness
Children of Heaven
Trick
Happiness
Three Seasons
Last Days
Happiness
Half a Change
Trick
Happiness
lltTOI ANTt