Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1999, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1999, Síða 11
H>"V LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 1999 11 '/'5&S prófessor var alla tíð ötull talsmaður frjálsræðis - harður andstæðingur skömmt- unar, miðstýringar og hafta. í bók sinni, Frjáls- hyggja og alræðishyggja, segir Ólafur meðal ann- ars um afleiðingar hafta: „En auk þess sem slíkt fyrirkomulag hlýtur að draga mjög úr fram- leiðsluafköstum og skerða lífs- kjör almennings, leiðir slíkt ... óhjákvæmilega til þess, að þjóð- lífið í heild verður meira eða minna í skugga alræðishyggj- unnar. Slík skipan efnahags- mála færir svo mikið í hendur hins opinbera, að lýðræðinu, ef það á að vera annað og meira en nafnið tómt, verður hætta búin ... Það er ekki eingöngu hjá hin- um vondu Rússum, að alræði ríkisvaldsins í efnahagsmálum leiðir líka til alræðis á öðrum sviðum. Nákvæmlega sama hættan er fyrir hendi í þeim löndum, sem telja sig búa við hið sanna lýðræði. í sambandi við spurninguna um það, hvers beri að gæta, ef íslendingar vilja byggja upp þjóðfélag sitt á grundvelli hugsjóna lýðræðis og persónufrelsis, er e.t.v. öllu öðru mikilvægara að gera sér þetta ljóst.“ Það hefðu margir gott af því að taka sér bók Ólafs Björnsson- ar í hendur eina kvöldstund um leið og þeir gæða sér á munaðar- varningi - grænmeti. Guðni Ágústsson landbúnað- arráðherra verður ekki tekinn alvarlega þegar hann segist hafa áhyggjur af fákeppni, að hann sé maður samkeppninnar og hafi áhyggjur af neytendum og bænd- um. Guðni Ágústsson er ekki trúverðugur sem áhyggjufullur hugsjónamaður frjálsra við- skipta gegn einokun á grænmet- isverslun. Guðni Ágústsson, sem nú hefur verið ráðherra land- búnaðarmála í nokkra mánuði, getur ekki þvegið hendur sínar af úreltu og rotnu kerfi landbún- aðarins með jafnauðveídum hætti og hann reynir að gera í viðtali við DV síðastliðinn fimmtudag. „Þessi litlu fyrirtæki sem stóðu sig vel gagnvart neytend- um og bændum hafa dáið út og þrífast ekki í dag,“ segir land- búnaðarráðherra um leið og hann reynir að koma fram sem sérstakur varðmaður neytenda landbúnaðarvara. Það væri sér- stakt gleðiefni ef Guðni Ágústs- son tæki sér stöðu við hlið neyt- enda gegn landbúnaðarkerfmu, sem hann hefur tekið þátt í að byggja upp og verja með kjafti og klóm. Vandinn er sá að al- mannahagsmunir - hagur neyt- enda - hafa aldrei verið efst á blaði hjá landbúnaðarráðherra frekar en flestum öðrum stjórn- málamönnum. Sérhagsmunir hafa ætíð verið ofar í hugum þeirra sem til dæmis leggja til að íbúar ákveðinna landsvæða fái sérstakan persónuafslátt í stað- greiðslu til viðbótar því sem al- mennt gildir. Guðni Ágústsson telur 150 þúsund krónur á ári vera sanngjarnt. Fortíðin í nær þrjá áratugi hefur Guðni Ágústsson verið virkur þátttakandi í íslenskum stjórn- málum. Hann var formaður Fé- lags ungra framsóknarmanna í Árnessýslu og formaður kjör- dæmissambands framsóknarfé- laganna á Suðurlandi fram til þess að hann varð varaþingmað- ur og síðan þingmaður Sunn- lendinga 1987. Landbúnaðarráð- herra hefur því um langt árabil tekið þátt í að móta þá úreltu landbúnaðarstefnu sem er að ganga að neytendum jafnt sem bændum dauðum. Raunar hafði hann lifibrauð sem innanhúss- maður I kerfinu er hann var mjólkureftirlitsmaður hjá Mjólk- urbúi Flóamanna í ellefu ár. Fortíðin bendir ekki sérstak- lega til þess að Guðni Ágústsson hafi ástæðu til að undrast að fá- keppni sé ríkjandi í landbúnaði, framleiðslu og dreifingu land- búnaðarvara. Hins vegar er ástæða til að fagna yfirlýsingu Guðna um að hann sé maður samkeppninnar - „samkeppnin þarf að vera fyrir hendi svo menn haldi vöku sinni“. Er land- búnaðarráðherra að boða rót- tækan uppskurð á landbúnaðar- kerfinu, aukið athafnafrelsi bænda jafnt sem kaupmanna? Ætl- Grænmeti 100 hef ekki mótað en eg Græn knar mér neinar byltingarkenndar hugsjónir til að fylgja eftir, held- ut ei ur vonast til að geta orðið Uðs- Líni maður í að þróa íslenskan land- búnað til sóknar.“ Þessa yfirlýs- ingu gaf Guðni Ágústsson í Morgunblaðinu þegar hann tók við í landbúnaðarráðuneytinu á liðnu vori. Þessi yfirlýsing er miklu trúverðugri en óljóst tal um samkeppni. Ég er einn þeirra sem hef alltaf furðað mig á því hvers vegna stjórn- málamenn sem setjast í ráð- herrastól telja sér skylt að gerast tals- menn og verðir sér- hagsmuna. Það er eins og þeir verði að gæta hagsmuna þess málaflokks sem heyrir undir þá, en láta um leið málefni skattgreiðenda, sem undir öllu standa, sitja á hakanum. Guðni Ágústsson er langt frá því að vera fyrsti, og að líkindum ekki heldur síðasti stjórnmálamaðurinn, sem sér gamlan draum um ráðherraemb- ætti rætast og tekur um leið að sér gæslu sérhagsmuna. Fram til þessa hefur Guðni verið heill í varðmennsku sinni fyrir land- búnaðarkerfið þrátt fyrir ódýrar Eftir situr íslenskur landbúnaður sem stein- runninn þurs, með örfá- um ánægjulegum undan- ' tekningum. Staðreyndin er sú að íslensk- ur landbúnaður hefur verið bundinn á klafa opinberra af- skipta þar sem dugnaður og þor sjálfstæðra bænda hefur ekki fengið að njóta sín. Afleiðingin er verri lífskjör til sjávar og sveita. Á það var bent hér í DV í ágúst síðastliðnum að stuðning- ur við landbúnað hefði numið 15 milljörðum króna á liðnu ári. Sterk rök voru sett fram fyrir markaðsvæðingu landbúnaðar- ins sem gæti skilað 2-3% hag- vaxtaraukningu. Landbúnaðarráðherra þarf ekki að vera hissa þó verð á grænmeti sé langt fyrir ofan allt velsæmi. Grænmeti hefur yfir- leitt verið selt hér á landi á ok- urverði. Fjórðungshækkun á grænmeti frá júlí er ekki sér- stakt fréttaefni heldur enn einn dómurinn yfir rotnu kerfi. Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, hef- ur rétt fyrir sér þegar hann held- ur því fram í viðtali við DV að engin þörf sé á að vernda ís- lenskt grænmeti fyrir innflutn- ingi: „Ef garðyrkjubændur verða ekki látnir spreyta sig í sam- keppni við erlenda vöru þá verð- ur engin þróun. íslenska græn- metið ber af i gæðum og er til- valin útflutningsvara. Það verð- ur þó ekkert af slíkum útflutn- ingi á meðan þetta ástand varir. Höfuðpaur þeirra sem í veginum standa er landbúnaðarráð- herra.“ Alræði - lýðræði Skipan landbúnaðarmála brýt- ur gegn öllum grunnhugmynd- um manna um frjálst samfélag manna. Enginn stjórnmálaflokk- ur getur hvítþvegið hendur sín- ar af því hvernig komið er. En það er hlægilegt að tala um nauðsyn þess að neytendur fái góða og ódýra vöru, en leggjast síðan gegn markaðsvæðingu landbúnaðar. Fyrr á þessu ári féll einn af bestu hugmyndafræðingum Is- lendinga frá. Ólafur Björnsson 115,5 NeysW iVerðsVV 103,8 s\ta\a Laugardagspistill Óli Bjöm Kárason ritstjóri hann að lofa neytendum að njóta ávaxtanna í formi aukins vöru- úrvals, bættra gæða og lægra vöruverðs? Ef ráðherra telur að brotalöm sé á kerfmu skipta orð litlu en athafnir öllu. Verðir sérhagsmuna „Nýjum mönnum fylgir alltaf eitthvað nýtt og breytt viðhorf, yfirlýsingar hans vegna hækk- unar á grænmeti. Þannig hefur Guðni, að því er ég best veit, ekki verið með sama tvískinn- unginn og Sighvatur Björgvins- son sem gagnrýndi landbúnaðar- kerfið og opinberan stuðning við íslenskan landbúnað harðlega haustið 1993. Hann taldi nauð- synlegt að aflétta innflutnings- banni og koma á eðlilegri sam- keppni í landbúnaði. En sem iðnaðarráðherra var Sighvatur Björgvinsson tilbúinn til að verja sérhagsmuni. í ársbyrjun 1994 lagði hann til að settir yrðu verndartollar á smíði skipa og báta erlendis og um leið yrði is- lenskur skipasmíðaiðnaður styrktur beint, þ.e. gripið yrði til niðurgreiðslna. Hér var talsmað- ur samkeppninnar í landbúnað- armálum búinn að taka sér stöðu við hlið sérhagsmuna á kostnað útgerðarmanna, sjó- manna og almennings. Gríðarlegar breytingar Á síðustu árum höfum við orðið vitni að gríðarlegum breyt- ingum í islensku atvinnulífi - flestar hafa þær verið af hinu góða. Samkeppni hefur á flestum sviðum aukist og athafnaþrá ein- staklinga hefur verið virkjuð. m er hann hissa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.