Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1999, Qupperneq 12
12
LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 1999 JU"V
Giulio Andreotti, fyrrum forsætisráöherra Ítalíu, sýknaöur af moröákæru:
Iðrunarfullir mafíu-
bófar einskis virði
Giancarlo Orzella, dómari í Perugia
á Ítalíu, les upp dómsorðið í réttar-
höldunum yfir Giulio Andreotti. For-
sætisráðherrann fyrrverandi var
sýknaður af ákæru um að hafa fyrir-
skipað morð á blaðamanni.
fimm öðrum sakborningum.
Andreotti var gefið að sök að hafa fyr-
irskipað morð á æsifréttamanninum
Mino Pecorelli á árinu 1979. Blaða-
maðurinn er sagður hafa verið um
það bil að birta
upplýsingar sem
hefðu komið sér
mjög illa fyrir
Andreotti og kristi-
lega demókrata.
Úr fórum
blaðamanns
Saksóknarinn í
Perugia byggði mál
sitt að mestu leyti
á vitnisburði fyrr-
um maflubófans Tommasos Buscetta.
Hann sagði fyrir dómi að annar
mafluforingi, Gaetano Badalamenti,
hefði sagt sér af morðsamsærinu.
Buscetta sagði að Pecorelli hefði ætl-
að að birta grein um að Andreotti
hefði tekið fé úr ríkisbanka og látið
vini sína í fjárkröggum fá þá. Pecor-
elli mun einnig hafa ætlað að greina
frá meintum þætti Andreottis í rán-
inu og síðar morðinu á Aldo Moro, þá-
verandi leiðtoga kristilegra
demókrata, á árinu 1978. Vinstrisinn-
aði skæruliðahópurinn Rauðu her-
deildirnar stóð fyrir ráninu.
Andreotti var forsætisráðherra á
þessum tíma.
Pecorelli taldi að ítölsk stjórnvöld
hefðu vitað hvar Rauðu herdeildirnar
héldu Aldo Moro en þau hefðu tekið
þá ákvörðun að koma honum ekki til
bjargar. Ástæðan mun vera sú að
Moro hafði hvatt til sögulegra sátta
við kommúnistaflokkinn sem var
ákaílega valdamikill á Ítalíu á þessum
árum. Sagt er að Moro hafi verið fórn-
að með blessun bandarísku leyniþjón-
ustunnar CIA.
„Þeir hafa sakað mig um að bera á-
byrgð á öllu frá því Púnverjastríðin
voru háð,“ sagði Andreotti eitt sinn
árið 1994.
Fordæmisgefandi
Niðurstaða dómsins bendir til að
vitnisburður Tommasos Buscetta hafi
ekki verið tekinn
trúanlegur. Hvort
hið sama verður
upp á teningnum
þegar dómur fellur
í Palermo á næstu
vikum skal ósagt
látið. Þar, eins og í
Perugia, er annar
iðrunarfullur
mafíubófi höfuð-
vitni saksóknara.
Leiðarahöfund-
ur dagblaðsins II Giornale sagði eftir
sýknudóminn í síðustu viku að dóm-
stóllinn í Palermo gæti ekki horft
fram hjá niðurstöðunni í Perugia og
því að vitnisburði hinna iðrandi hefði
verið hafnað.
Höfuðvitni í málaferlunum á
Sikiley er Baldassare nokkur Di
Maggio. Hann heldur þvi fram að
hinn 20. september 1987 hafi hann ek-
ið Andreotti í snjóhvítum VW Golf
Turbo á fund guðfóðurins Salvatores
„Totos“ Riina í látlausri íbúð í mið-
borg Palermo. Rina, sem gekk einnig
undir nafninu Skepnan, var þá á
flótta undan réttvísinni en náðist árið
1993 eftir 23 ára eltingarleik. Hann
var síðar dæmdur í lifstíðarfangelsi.
Bróðurkossinn
Di Maggio heldur því fram að
Andreotti, Riina og Salvo Lima, einn
valdamesti kristilegi demókratinn á
Sikiley, hafi skipst á bróðurlegum
maflukossum, kossum sem voru tákn
um virðinguna sem þeir báru hver
fyrir öðrum.
Snemma árs 1987 samþykkti ítalska
þingið nýja og strangari löggjöf um
réttarhöld yfir mafíunni. Mafiufor-
ingjarnir voru sagðir æfir yfir að
kristfíegir demókratar hefðu látið slík
lög komast í gegn um þingið.
Samkvæmt vitnisburði við réttar-
höldin yfir Andreotti vildi Riina fá
tryggingu fyrir því að kristilegir
demókratar væru ekki að snúa bak-
inu við mafíunni.
í skýrslu sikileyskra rannsóknar-
dómara frá árinu 1992 er Salvo Lima,
hægri hönd Andreottis á Sikiley, sak-
aður um að vera tengiliður mafiunnar
við stjórnmálakerfið. Hann var skot-
inn til bana það sama ár. Að því er
best verður séð var mafian að hefna
sín á honum fyrir að hafa ekki getað
tryggt sýknudóma yfir tugum mafiu-
bófa sem höfðu áfrýjað fyrri dómi.
Tommaso Buscetta kom einnig fyr-
ir dóm á Sikiley þar sem hann sakaði
Andreotti um að hafa ráðskast með
niðurstöður málaferla á hendur
mafiubófum.
„Ég hefði getað bent á Andreotti
þegar við upphaf samvinnu minnar
við rannsóknardómara en völd hans
voru þá slík að ég hefði verið talinn
fara með fleipur eitt,“ sagði Buscetta.
Erlent frétta-
Ijós
Starfsbræður hans í þinginu kalla
hann refinn. Rómverjar kalla hann
Júlíus frænda eða kroppinbak. And-
stæðingar hans líkja honum við
Kölska vegna óvenjuoddhvassra
eyrna hans. Maðurinn heitir Giulio
Andreotti, sjöfaldur forsætisráðherra
Ítalíu og holdgervingur ítalskra
stjórnmála eftirstriðsáranna og valda-
kerfis kristilegra demókrata. Hann
var sýknaður af morðsamsærisákæru
fyrir dómstóli í ítölsku borginni
Perugia í síðustu viku.
Með sýknudóminum var bundinn
endi á einhver mikilvægustu réttar-
höld eftirstriðsáranna á Ítalíu. Niður-
staðan var ekki fyrr kunngerð en upp
hófust miklar og heitar umræður um
hvort hægt væri að treysta vitnis-
burði iðrunarfullra mafiubófa sem
gengið hefðu til liðs við saksóknara
gegn loforði um mildari eigin með-
ferð.
Á mála hjá mafíunni
En vandræði hins áttræða og
strangtrúaða Andreottis eru ekki þar
með á enda. Dómstóll í Palermo á
Sikiley hefur frá árinu 1995 fiallað um
annað mál á hendur Andreotti. Þar er
honum gefið að sök að hafa notað
stjórnmálaáhrif sín til að aðstoða
mafiuna. í staðinn á mafían að hafa
smalað fólki á kjörstað í kosningum
til að tryggja að flokkur Andreottis,
kristUegir demókratar, héldi völdum
á eyjunni.
Saksóknarinn í Perugia krafðist
lifstíðarfangelsis yfir Andreotti og
Giovanne Falcone og Paolo BorseUino
sem hann lét myrða sumarið 1992.
Andreotti segir að aUar ásakanirn-
ar á hendur sér séu runnar undan rifj-
um mafiunnar, tU þess fram bornar
að refsa honum fyrir þá hörku sem
ríkisstjórnir hans sýndu skipulagðri
glæpastarfsemi á sínum tíma.
Réttarhöldin á Sikiley hafa víðari
skírskotun og táknrænni þýðingu en
þau sem fram fóru í Perugia. Siki-
leyski dómstóllinn mun ekki aðeins
fella dóm yfir Andreotti, heldur
einnig yfir stjórnkerfi Ítalíu frá árinu
1945 og þar til hin gamla skipan féU
með miklu brambolti vegna spilling-
armálá í byrjun þessa áratugar.
Hefnd mafíunnar
Það ku einmitt hafa verið bófar á
snærum Riina sem skutu blaðamann-
inn Pecorelli. En frægustu fórnarlömb
Riina voru rannsóknardómararnir
Hin strangtrúaði Giulio Andreotti, fyrrum forsætisráðherra Ítalíu, stillir sér upp fyrir myndatöku eftir sýknudóminn í
síðustu viku. Á veggnum fyrir aftan hann má sjá mynd sem virðist vera af guðsmóður og Jesúbarninu.
Rosita, systir ítalska blaðamannsins Minos Pevoreilis, grét þegar hún ræddi
við fréttamenn eftir að Giulio Andreotti, fyrrum forsætisráðherra, hafði ver-
ið sýknaður af ákæru um að hafa fyrirskipað morðið á blaðamanninum.
í einni sæng?
Menn spyrja sig meðal annars að
því hvort leiðtogar Ítalíu, sem nær all-
ir voru kristilegir demókratar, hafi
unnið með mafiuforingjum til að
tryggja sér atkvæði í suðurhluta
landsins. Og unnu þessar fylkingar
einnig saman að því að koma í veg
fyrir að kommúnistar kæmust til
valda?
Kristilegir demókratar hafa alltaf
visað öllum slíkum fullyrðingum á
bug og segja þær fáránlegar. Margir
andstæðingar þeirra segja hins vegar
að svona hafi þetta einmitt verið.
Andreotti á yfir höfði sér allt að
tuttugu ára fangelsi verði hann fund-
inn sekur á Sikiley. Líkurnar á að
hann eigi eftir að dúsa í steininum
verða hins vegar að teljast hverfandi,
jafnvel þótt sekur verði fundinn.
Hann gæti líka áfrýjað dóminum og
það ferli tekur mörg ár. Ef hann tap-
aði á þvi stigi og lifði enn gæti forseti
landsins alltaf veitt honum sakarupp-
gjöf.
Svo eru sumir sem segja að ætli
maður sér að loka Andreotti inni á
bak við lás og slá sé alveg eins hægt
að setja Ítalíu nútímans inn. Og slíkt
gerir maður ekki.
Byggt á Jyllands-Posten og Reuter.