Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1999, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1999, Qupperneq 16
16 fcygarðshornið LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 1999 A!^"V Ég væri reiðubúinn að sýna því mildan áhuga ef forsetinn tilkynnti að hann væri búinn að gifta sig. Ég myndi jafnvel kinka velvilj- uðum koili, ef hann segði opinberlega frá slíkum ráðagerðum, og spyrja kurt- eislega: Og hver er sú lukkulega? En hitt að hann „eigi sér vinkonu“ flnnst mér óþarfi að hafa spurnir af. „Enn gef- ast meyjar mönnum / menn hallast enn til kvenna“ orti Páll Vídalín á 18. öld og ekk- ert við það að bæta, málið er þar með útrætt. Að ekkjumaður eigi í einhvers konar tilhugalifi við ein- hleypa konu er ófrétt. Svo sjálfsagt og eðlilegt að það á ekki að þurfa að ræða það - það á ekki að ræða það: það er einkamál. Ætli hitt væri ekki fréttnæmara ef hann ætti ekki i neinu sam- bandi við konu. Maður neyðist til að minna á viss grundvallarat- riði. Forsetinn hefur ákveðna þýðingu í íslensku þjóðlífi og sinnir ákveðnum skyldum við og fyrir íslensku þjóðina, sem Ólaf- ur Ragnar gerir með alveg sér- stakri prýði, en í þessu embætti er líka manneskja sem verður að fá að lifa lífi sínu: Við lifum því ekki. Forseti landsins á ekki að þurfa að mæta í sjónvarpið í miðri opinberri heimsókn til Austfjarða til þess að svara fyrir vináttumál sín. Hann skuldar engum skýringar á þeim. Hann á að njóta þeirra mannréttinda að hafa einkamál sín í friði fyrir sig. Samdráttur ekkjumanns og konu er ekkert til að skrifta um. Sjónvarpið er ekki skriftarstóll. Sjónvarpið er golfvöllur Viss Qarlægð þarf að vera milli fólks í opinberum embættum og al- mennings, eins og hefur verið til þessa hér á landi. Hvemig náum við þessari fjarlægð? Með nálægð. Þeir kunnu þetta í Hagabúðinni sálugu sem var ein ágætasta búðin í Reykjavík þangað til einhver af þessum keðjum, sem allar era í eigu Bónus, ákvað að drepa hana, að því er virðist sér til skemmtun- ar því enn er engin ný búð komin þama þótt bráðum sé ár síðan Hagabúðin var hrakin á brott. Það var merkilegt að fylgjast með því þegar ráðherra hverfisins var að kaupa þarna í kvöldmatinn. Um leið og hann gekk inn í búðina var eins og hann hætti að vera ráð- herra og yrði einn úr hverfinu. Hann stóð kannski hugsi yfir kína- kálinu og allt í kringum hann fólk og hann fékk kannski augnagotur en hann var fyrst og fremst maður úr hverfinu að kaupa í matinn, eins og hinir. Landhelgi hans var virt með venjulegu kaupmanns-á- horninu-rabbi. Hann var bara Jón Jónsson. Allir þekktu hann, en létu eins og þeir þekktu hann ekki, enda þekktu þeir hann ekki þegar allt kom til alls. * * * Þeir lifðu ekki hans lífi. Með því að vera nálægt fólki var eins og ráðherranum tækist að skapa eðli- lega fjarlægð milli sín og fólksins, þá fjarlægð sem ríkir milli tveggja venjulegra einstaklinga sem vita hvor af öðrum en þekkjast ekki persónulega og kæra sig ekki um slík kynni. * * * Þegar skandínavíska slúður- og sjónvarpsdagskrárblaðið Se og hör barst til íslands þá gerðist eitt- hvað. Það varð einhver grundvall- arbreyting á íslensku samfélagi. Fyrst og fremst fór í gang einhver þykjustuleikur um að íslenskt samfélag væri miklu stærra en það er og miklu stéttbundnara. Búið var til þotulið úr því fólki sem reiðubúið var að gerast þotulið. Það sem Séð og heyrt hefur þó sennilega helst áorkað er að ganga af íslensku kjaftasögunni dauðri. Er það gott? Ég veit það ekki. Kannski má líta svo á að þar hafi farið merkilegt bókmenntaform sem lifði sjálfstæðu lífi, munnlegar bókmenntir sem voru heillandi stúdía fyrir fræðimenn. Hún sner- ist fyrst og fremst um að para ólíka og líka einstaklinga. I henni var viss alþýðuviska um að eitt- hvert fólk ætti vel saman og gæti orðið að sniðugu pari. Enginn trúði beinlínis svona kjaftasögum. Þær voru fyrst og fremst sagðar til að lífga þvífölkÍ upp á þröngt og viðburða- snautt samfé- lag - bók- menntir: fólkið sem sögumar snerust um hætti að verða það sjálft og varð að bók- menntapersónum sem áttu fátt sameiginlegt með hinum eiginlegu persónum. Þetta var vissulega ófagurt. Þessar sögur voru alltaf rætnar og vitnuðu um óvild. Sumt fólk lenti jafiivel blásaklaust í því að munn- mælin tók það snimmendis af lífi, einkum vinsælir dægurlagasöngv- arar. Allir skömmuðust sín fyrir að bera út kjaftasögur. Hver kannast ekki við að hafa verið í boði þar sem sett er upp leikrit: byijað er á því að býsnast yfir öllum þessum kjaftasögum, síðan tekur einhver sig til og fer að leika Gróu á Leiti, bregður fyrir sig sérstök- um málhreim og munnsvip og segir: Vitiði bara hvað ég var að heyra... Um- ræðan snýst á ytra borði um það hvílík viður- styggð kjaftasög- ur séu en undir niðri er verið að dreifa óhróðrin- um. Kjaftablöðin breyta þessu: göfga slúðrið, innræta okkur að til sé fólk æðra okkur og að við fáum hlutdeild í ljómanum frá þeim, með- an við lesum. Lifum smástund þeirra lífi. Búið var til þotulið úr sem reiðubúið var að gerast þotulið. Það sem Séð og heyrt hefur þó sennilega helst áorkað er að ganga af islensku kjaftasögunni dauðri. dagur í lífi Einbeittur frumsýningardagur Jóhann G. Jóhannsson er einn af ungu leikurum þjóðarinnar. Hann leikur um þessar mundir í Vorið vaknar sem frumsýnt var um síðustu helgi. Við fengum Jóhann til að lýsa frumsýningardeginum. Rándýr Versace-jakki Ég véiknaði eins og flesta daga. Og þá voru, eins og vanalega, Guð- rún kona mín og Jói litli sonur minn komin á ról. Ég fékk nefni- lega að sofa út vegna hátíðleika dagsins. En við fórum þó snemma af stað til að heimsækja mömmu, stoppuðum fyrst hjá tengdaforeldr- um mínum til að ná í frumsýning- arjakkann en hann er hábleikur og fjólublár Versage-jakki metinn hátt í 100.000 kallinn. Við stoppuð- um einnig hjá Jóa Fel. bakara og þar hitti ég Sóleyju Elísdóttur sem leikur sér meö mér í leikritinu Vorið vaknar. Ég keypti heilmikið af brauði og bakkelsi og nú hröð- uðum við okkur í Kópavoginn því hungrið vaknaði í okkur. Mamma tók að sjálfsögðu vel á móti okkur og við slátruðum þessum tveimur pokum af bakarísgúmmulaði. Þar mátaði ég svo gallann sem var val- inn fyrir partíið. Eitt orð: Vaaaa- háááááá!! 27 ára qamall maður í gervi 14 ára unglings Svolítið bumbult eftir allt sykur- átið héldum við aftur til baka. Þeg- ar heim kom ákvað ég að pumpa mig svolítið upp fyrir kvöldið og fór með hundinn okkar (Foldu) út að skokka. Ég skokkaði um Laugar- dalinn í dágóða stund og kíkti að- eins á firmakeppni Þróttar sem stóð yfir á gervigrasinu. Ég fór í bað þegar heim kom og fór þá að- eins að firma fýrir því að þetta var ekki bara venjulegur dagur. Fiðr- ildi og ýmis önnur skorkvikindi tóku að erta mig innvortis. En ég bældi bara þessar hvatir og þurrk- aði mér, maður hressist svo við að takast á við sjálfan sig. Svo var bara að klæða sig og taka til bama- dótið því strákurinn var í fyrsta skipti í pössun þetta kvöld. Ég er alveg gáttaður á hve mikið dót get- ur fylgt ekki fyrirferðarmeiri veru því þessum 7 kílóum fylgja ein 30 kíló af dóti. Þegar áfangastað var náð bárum við dótið úr bílnum og svo bamið og ég settist aðeins inn og fékk mér kjötsúpu hjá tengdó. Þá var mér skutlað upp í Borgó og ég var klipptur, snyrtur, farðaður og fegraður þar til ég leit nokkum veginn út eins og 27 ára gamall maður í gervi 14 ára unglings og undi glaður við. Svo leið og beið og ég gerði smáupphitun og reyndi að ná sambandi við þá sem ég leik á móti. Áður en maður vissi af VEir tónhstin komin í gang og tjaldið lyftist. Og viti menn, það var klapp- að í lokin, hraustlega meira að segja. Ekkert að því. Eftir á að hyggja var þetta svo- lítið tíðindalaus dagur, lítið um fiumsýningarstress og lítið um flest annað. Bara í raun eins og all- ir frumsýningardagar eiga að vera: einbeittir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.