Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1999, Qupperneq 34

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1999, Qupperneq 34
34 fálgarviðtalið LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 1999 U¥ LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 1999 %ilgarviðtalið « Borgarstjórinn, ingibjörg Sóirún Gísladóttir, ræðir um þau átakamál sem hæst hefur borið upp á síðkastið: Laugardalinn og Reykjavíkurflugvöll, ágreininginn við minnihlutann í borgarstjórn, tilvistarkreppu Samfylkingarinnar og kjarabaráttu kennara Fyrsta kvarter kjörtímabilsins hef- ur verið æði viðburðaríkt hjá borgar- stjóranum, Ingibjörgu Sólrúnu Gísla- dóttur. Eftir fjögurra ára skin síðasta kjördímabils er óhætt að segja aö gengið hafl á með skúraleiðingum frá þvi Reykjavíkurlistinn hélt borg- inni á vordögum 1998. Þegar í kosn- ingabaráttunni komu upp mál sem reyndust listanum og borgarstjóra erflð og má þar helst nefna uppsagn- ir fatlaðra hjá garðyrkjustjóra og kjarabaráttu kennara. Á yfirstand- andi ári hefur „erfiöum" málum síð- an fjölgað og þessa dagana ber lík- lega málefni Laugardals og Reykja- víkurflugvallar hæst - og minnihlut- inn í borgarstjóm, Sjálfstæðisflokk- ur, hefur verið mun virkari en á síð- asta kjörtímabili. í skoðanakönnun á vinsældum einstakra stjómmálamanna í DV á dögunum virðast vinsældir Ingi- bjargar minni en áður og spuming hvort ágreiningsmál undangenginna mánaða hefðu sett mark sitt á af- stöðu þeirra sem spurðir vom eða hvort þau átök sem valdið hafa fjaðrafoki allt frá því fyrir kosningar væm að draga dilk á eftir sér. Kennarar virði leikreglur Á fundi grunnskólakennara í Reykjavík, sem haldinn var í Bíóborg- inni við Snorrabraut í apríl síðast- liðnum, lýstu menn því yfir aö þeir myndu aldrei aftur kjósa Ingibjörgu Sólrúnu og gerðu hana að blóraböggli í kjarabaráttu sinni. Borgarstjóri lýsti því yfir að með aðgerðum væm kennarar sð sýna dæmafátt agaleysi og sagðist ekki ganga að kröfum þeirra að óbreyttu. í kjölfarið fylgdu erfiðleikar í mönnun grannskólanna í Reykjavík og þegar borgarstjóri er spurð hvers vegna hún leitaði ekki leiða tU að koma tU móts við kennara svarar hún: „Það er mín skoðun að báðir aðU- ar séu bundnir af því að fara að þeim leikreglum sem menn hafa komið sér saman um á vinnumarkaði. Um kaup og kjör er samið í kjarasamn- ingum en ekki með þvingunum á milli samninga. Bæði kennarar og leikskólakennarar em ósáttir við laun sín og telja þau ekki í samræmi við mikilvægi þeirra starfa sem þeir gegna. Ég get vel fallist á það en um slíkt verður að semja í kjarasamn- ingum. Það eru leikreglumar. Það hefur ekkert breyst í skólastarfmu frá 1997, þegar síðasti kjarasamning- ur var gerður, sem réttlætir þær að- gerðir sem farið hefur verið út í. Ég skal fúslega samþykkja aö laun þessara stétta séu síst of há, en ef okkur á að takast að lyfta launum kennara, þá verða samhliða að eiga sér stað breytingar á skipulagi skóla- starfsins. En þetta er ekki bara vandamál hér á landi, heldur á öllum Norðurlöndum.“ Hvers vegna varð þetta að póli- tísku máli ef þetta er spuming um kjarasamninga? „Þegar menn em í harðri baráttu reyna þeir að beita öllum tiltækum ráðum - það er gömul saga og ný. Þá lemja þeir á pólitíkusum vegna þess að þeir eru veikir fyrir. Við verðum bara að þola það. Boltinn byrjaði að rúlla fyrir sveit- arstjórnarkosningarnar 1998 og kennurum varð nokkuð ágengt vegna yfirvofandi kosninga. Þetta byrjaði úti á landi og færðist til Reykjavíkur og ég held að taktíkin hafl verið meðvituð frá upphafi.“ Vantar faglega umræðu um grunnskólann Varla er það taktík sem virkar til lengdar? „Kennarar hafa náð ákveðnum fjármunum út úr sveitarfélögunum en á endanum verður að taka á þeirra málum í kjarasamningum. Það er hins vegar áhyggjuefni að þetta er orðin fimmtán ára deila sem varpar neikvæðu ljósi á kennara og skapar neikvæða umræðu um skóla- starf. Þetta getur ekki gengið og menn verða að nota kjarasamningana árið 2000 til að bæta skólastarfið og kjörin. Það er hins vegar sláandi að það skuli nær aldrei heyrast jákvæð um- ræða um skólamál, eða bara fagleg umræða. Það vantar miklu meiri umræðu um það að hverju við eigum að stefna með grannskólann, hvað við viljum fá út úr honum. Við eram of oft að ræða einstök, afmörkuð mál án þess að setja þau í heildarmynd. Við ræðum um mælan- lega hluti eins og minútur í kennslu, fermetra í húsnæði, fjölda barna í bekk, kennsludaga á ári, þ.e.a.s ytri aðbúnað, í stað þess að ræða um innihald." Annað mál sem upp kom í kosninga- baráttunni og olli hörðum viðbrögð- um var uppsagnir garðyrkjustjóra á fötluðum einstaklingum. Vora þessar uppsagnir nauðsynlegar? „Ég vissi ekki að til stæði að segja upp fötluöum starfsmönnum hjá garðyrkjustjóra. Vegna kosninganna var þetta mál blásið upp í fjölmiölum meira en hefði verið gert á öðram tíma. En þótt ég hafi ekki vitað um uppsagnimar ber ég engu að síður ábyrgð á öllum fyrirtækjum og stofn- unum borgarinnar og þá ábyrgð axla ég, þótt ég sé ekki með puttana í því hverjum er sagt upp af þeim 8000 starfsmönnum sem vinna hjá borg- inni. Þótt þama hafi ekki verið vel að verki staðið af hendi þeirra sem áttu hlut að máli þá er engu að síður hægt að skilja þann vanda sem garð- yrkjustjóri átti við að stríða. Honum vora ekki skapaðar aðstæður sem þarf til að vera með fatlað fólk í vinnu. Það var ákveðið að fara ofan í mál þeirra einstaklinga sem sagt var upp og fundin störf við þeirra hæfi. Einn hafnaði starfstilboði og annar er hættur að vinna samvkæmt læknisráði. Annaö mál er að það þarf aö athuga hvaða liðveislu er hægt að veita fyrirtækjum sem taka við fötluðu fólk, sérstak- lega geðfótluðu, því það er ekk- ert öllum gefið að umgangast það án leiðsagnar.“ Vinsældakannanir fáfengilegar Þegar borgarstjóri er spurð hvort hún telji þessi mál hafa orðið til þess að hún njóti minni vinsælda en áður, eins og fram kemur í skoðanakönnun DV í síðustu viku, svarar hún: „Eg hef ekki hugmynd um hvert fylgi mitt hefur verið í könnunum í gegn- um tíðina þannig að sú skoðana- könnun sem þú vísar til hefur engu breytt. Einhverjir vilja leggja hana út á þann veg sem þú gerir en það era öðru fremur menn sem era alltaf að hanna atburðarás og búa til þá mynd af veruleikanum sem þeim hentar. Mér finnst vinsældakannan- ir fáfengilegar, rétt eins og kannanir á því hver er fallegastur eða kyn- þokkafyllstur. Það hvarflar ekki að mér að taka mark á þessum könnunum sem mælikvarða á verk mín. Það er í mesta lagi hægt að hafa af þeim gam- Dreifð byggð er vandamál Siðustu vikumar hafa átökin um Laugardalinn verið mál málanna í Reykjavík. Hvemig hefurðu hugsað þér að leysa það? „Mín skoðun er sú - og alveg óbreytt - að við Suðurlandsbraut fari vel á því að reisa vegleg mannvirki sem setja svip á mannlífið í borginni. En það era skiptar skoðunir um þetta og mörgum borgarbúum finnst að þama eigi ekki að reisa nein mannvirki. Það er mikill áhugi á í Gallup-könnun sem við lét- um nýlega gera kemur fram aó 80% aðspuröra telja aó Reykjavík eigi ekki að leggja áherslu á aö laða til sín fólk frá öðrum sveitarfélögum. umhverfismálum í Reykjavík og þá taug hefur tekist að virkja í þessu máli. Ég get vel skilið sjónarmið þeirra sem eru á móti byggingum þarna og virði þau en mín sjónarmiö era óbreytt og mér finnst málið ekki hafa verið rætt út frá heildarsýn." Hvað áttu við? „Það er vandamál á höfuð- borgarsvæðinu öllu hvað byggðin er dreifð. Það felur í sér mikinn kostnað um- hverfismálum. Við göngum sífellt nær hinni ósnortnu náttúru, bíllinn tekur sífellt meira rými, vegalengdir aukast, bílaumferð eykst og gerir þar af leiðandi umhverfi okkar verra. Það gerir það líka að verkum að það er mjög eifitt að halda úti góðum al- menningssamgöngum. Út frá al- mennum umhverf- issjónarmiðum er ekki æski- legt að dreifa byggðinni svona. Þetta tengist svo þjónustu borgarinnar og kostnaðin- um við að veita hana. Ný og alger- lega sjálfstæð borgarhverfi verða til sem oft eru í litlum tengslum við það sem fyrir er. Þetta gerir það að verk- um að það kostar svo mikið að halda uppi granngerðinni, s.s. skólum, göt- um, holræsum, íþróttasvæðum eða hverju sem er. Það er líka umhugsanar- efni fyrir sveitarfélögin hér á höfuðborgar- svæðinu að ef við tökum eitt nýtt 5000 manna íbúðahverfi þá duga þær tekj- ur sem við fáum af því hverfi ekki fyrir fiárfest- ingunni sem liggur í því. Það þýðir að þeir sem búa í sveitarfélaginu fyrir þurfa að greiða niður þessa fiárfestingu sem kemur síðan niður á þjónustunni við þá og viðhaldi eldri borgar- hluta. Þetta reiknings- dæmi gengur ekki upp eins og málum er háttað í dag. Ég held að borgarbúar séu famir að gera sér grein fyr- ir þessu vegna þess að í Gallup-könnun sem létum nýlega gera kemur fram að Eg hef ekki hugmynd um hvert fylgi mitt hefur verið í könnunum í gegnum tíðina. DV-mynd 80% aðspurðra telja að Reykjavík eigi ekki að leggja áherslu á að laða til sín fólk frá öðram sveitarfélögum. Ég hef það sterkt á tilfinningunni að við stöndum á þröskuldi nýrra tíma í þessum málum eins og svo mörgum öðrum og við þurfum að horfa á mál- ið út frá nýjum sjónarhomum og við- fangsefnum." Hversu lengi hefur Reykjavík ver- ið að stækka „of hratt?“ „Ef við tökum höfuðborgarsvæðið sem slíkt þá hefur það verið að stækka of hratt allar götur frá því eftir stríð. Hins vegar hefur hlutfall íbúa i Reykjavík ekki verið að aukast á þessum tíma. Það hefur ver- ið 37-39% af landsmönnum í um fimmtíu ár. Það er sjálft svæðið sem hefur verið að stækka.“ Flugvöllurinn: Gild sjón- armið á báða bóga Þú talar um að horfa á heildar- mynd og vilt þétta byggðina. Hvar kemur ReykjavíkurflugvöOur inn í þá mynd? „Reykjavíkurflugvöllur er hluti af henni. Þó að staðið hafi deilur um flugvöllinn í fimmtíu ár er hann að koma inn í umræðuna á annan hátt en áður var, til dæmis, fyrir tuttugu áram. Þá ræddu menn fyrst og fremst um hávaðamengun og ör- yggisþætti. Núna er rætt um flug- völlinn út frá skipulagssjónarmið- um. Það er rætt um miðborgina og nauðsyn þess að hún eigi þetta bak- land sem flugvallarsvæðið er. Þetta er orðið meira mál en áður vegna þess að menn gera sér betur grein fyrir þeim vanda sem fylgir dreifðri byggð og einangrun miðborgarinn- ar. Síðan kemur hitt sjónarmiðið, sem er alveg fullgilt, að á meðan ekki séu til betri samgöngutæki til Keflavíkur sé mjög mikil- vægt fyrir landsbyggðarfólk að eiga aðgang að flugvellinum þar sem hann er. Það eru gild sjónarmið á báða bóga.“ Það hefur heyrst að hér hafi verið Danir sem hafi verið að gera úttekt á skipulagi borgarinnar. Hverjar eru niðurstöður þeirra? „Hér eru Danir; danskir ráðgjafar sem eru að vinna fyrir sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu að skipulagi svæðisins til næstu tuttugu ára. Þar koma umhverfismálin auðvitað mikið til skoð- unar þvi gert er ráð fyr- ir því að á næstu tutt- ugu áram fiölgi íbúum um 56 þúsund. Það þarf talsvert landrými und- ir þá íbúafiölgun og oá atvinnustarfsemi sem þeim tengist. Okkur sýnist sem höfuðborgarsvæðið geti tekið við hund- rað þúsund manns til viðbótar því sem þar býr í dag en þá sé það líka fullbyggt. Við höfúm ekki haft miklar áhyggjur af landrými hingað til enda ísland stórt. En við höf- um ekki óendanlegt land, sér- staklega ekki hér á þessu svæði, og verðum að temja okkur að líta það sem auðlind sem okkur ber ið nýta skynsamlega. í öllum þessum áætlunum um fiölgun á höfuðborgarsvæðinu er gert ráð fyrir óbreyttu ástandi hvað það varðar að fólk haldi áfram að flyfia af landsbyggðinni á suðvesturhornið. Það væri mikið hagsmunamál fyrir Reykjavík og höfuðborgar- Teitur svæðið allt að til yrðu sterkir kjamar úti á landi, þannig að fólk flyttist þangað en ekki til Reykja- víkur. Þá fengjum við góða makk- era í baráttunni við ríkisvaldið." Samfylkingin í tilvistar- kreppu Ingibjörg Sólrún hefur oftar en ekki verið nefnd sem sjálfsagður leiðtogi Samfylkingarinnar og þá hefur verið gert ráð fyrir að fylking- in næði að beisla krafta sína og mynda sterka samstöðu. Þessa dag- ana virðist hún þó vera að gliðna í sundur og menn spyrja hvort við komum ekki til með að sjá fiór- flokkamynstrið ganga aftur innan tíðar. En er borgarstjóri með einhver áform um að ganga tO liðs við Sam- fylkinguna og leiða hana? „Nei, ég held að sá sem ætli að gefa sig til forystu þar verði að gera það af heilum hug, miklum áhuga og gefa sig allan í það. Ég er ekki í að- stöðu til þess því borginni verður ekki stjórnað með annarri hendi.“ Telurðu Samfylkinguna vera að liðast í sundur? „Hún á í talsvert mikilli tilvistar- kreppu um þessar mundir og menn verða bara að fara í gegnum þá kreppu. Ég held að Samfylkingin hafi alla burði til að verða öflug hreyfing ef menn einbeita sér að því að styrkja hana. Lykilatriðið í því er að hætta að ræða um það sem grein- ir menn að og snúa sér að því sem þeir eiga sameiginlegt.“ Vinstri menn hafa alltaf verið duglegir að skemmta skrattanum Nú er fyrrverandi aðstoðarmaður þinn, Árni Þór Sigurðsson, að stökkva af skipinu og greinilega á leiðinni yfir í Vinstri græna. Hvers vegna er hann að guggna? „Ámi Þór var náinn samstarfs- maður Steingríms J. Sigfússonar þegar hann var ráðherra og ég held að hann eigi miklu meiri samleið með honum en Margréti. Hann hefði betur gert sér grein fyrir því strax í upphafi. Ég lít svo á að þegar þessi framboð urðu til, Samfylkingin og Vinstri grænir, þá hefðu menn átt að skipa sér í fylkingar og gera sér grein fyrir því að það er ekki enda- laust hægt að halda áfram umræð- unni um það hvar menn eiga heima. Menn áttu að gera það upp við sig með hverjum þeir standa - taka KR- inga sér til fyrirmyndar - og vera á sínum stað, sama á hverju gengur; hafa úthald. Eða segir ekki í KR- söngnum: „Mótlæti er til að sigrast á.“ En það er nú einu sinni svo að vinstri menn hafa alltaf verið dugleg- ir að skemmta skrattanum með inn- byrðiskarpi.“ Stjórnarandstaðan ber ekki hag borgarinnar fyr- ir brjósti Þegar borgarstjóri er spurður um mál Hrannars Péturssonar, sem vék úr borgarstjórn á meðan málefni fyr- irtækis hans eru í rannsókn, segir hún Hrannar sjálfan hafa ákveðið að draga sig í hlé en nú fari að styttast í því að hann mæti til leiks. „Ólíkt því sem ætla hefði mátt af umræð- unni fyrir kosningar verður engin opinber kæra gefin út í þessu máli,“ segir Ingibjörg. „Eins og Hrannar sagði sjálfur þá vildi hann draga sig í hlé þar til mál hans hefðu verið far- sællega til lykta leidd og ég held að margt bendi til þess að hann sé á leið inn í borgarstjórn." Það sem af er kjörtímabilinu hefur heyrst snöggtum meira í stjómar- Okkur sýnist sem höfuðborgarsvæðið geti tekið við hundrað þúsund manns til viðbótar því sem þar býr í dag en þá sé það llka fuilbyggt. andstöðunni í borginni en á síðasta kjörtímabili og óhætt að segja að hún hafi verið býsna virk í að mótmæla áformum meirihlutans og ákvörðun- um. „Já,“ segir Ingibjörg Sólrún, „því miður liggur pólitísk víglína í gegn- um Reykjavík og eftir að borgin tap- aðist öðru sinni var tekin ákvörðun um það í Sjálfstæðisflokknum að nú skyldi engu eira. Og andstaðan er ekki bara hér í borginni heldur beita ráðherrar Sjálfstæðisflokksins sér líka. Þótt ég telji eðlilegt að menn takist á um pólitísk ágrein- ingsefni þá finnst mér minni- hlutinn í Reykjavík ekki bera hag borgarinnar fyrir brjósti í sinni andstöðu. Mér finnst hann fyrst og fremst vera að hlýða dagskipan um að vera í and- stöðu, kosti hvað kosta vill. Mér finnst aðgerðir hans vera til að sverta ímynd borgarinnar þannig að menn sjáist ekki alveg fyrir. Það er athyglisvert að bera saman minnihlutann í Reykjavík saman við stjórnarandstöðuna í ná- grannasveitarfélögunum Þar finnst mönnum mikilvægt að standa saman um sitt bæjarfélag - jafnvel þótt þeir séu í minnihluta. Það á ekki við hér í Reykjavík.“ Leiðtogasamkeppni í Sjálfstæðisflokknum Inga Jóna Þórðardóttir, sem leið- ir stjórnarandstöðuna hér í borg- inni, hefur verið mun virkari en fyrirrennarar hennar. Sérðu hana fyrir þér sem leiðtoga og borgar- stjóraefni í næstu kosningum? „Mér sýnist að það standi yfir mikil samkeppni innan Sjálfstæðis- flokksins í borginni um það hver eigi að verða leiðtogi í næstu kosn- ingum. Inga Jóna, Júlíus Vífill, Vil- hjálmur Þ. og jafnvel Guðlaugur Þór blanda sér í þann slag.“ Sérðu einhverja meinbugi á því að borgarstjóri sé maki fiármála- ráðherra? „í forystuslagnum reikna ég með að það geti orðið Ingu Jónu erfitt að vera með Geir Haarde sem fiár- málaráðherra. Þótt við séum ekki ókunnug því að hafa borgarfulltrúa sem eiga maka í ráðherrastól er það annað mál ef menn era að bjóða sig fram til að vera í forsvari fyrir sveitarfé- lagi því í því forsvari hljóta menn að rekast mjög á fiármálaráðherr- ann. Það er hins vegar enginn kom- inn til með að segja að Geir geti ekki flutt sig eitthvað annað.“ Þú talar um innbyrðissamkeppni. Finnst þér þá fulltrúar stjórnarand- stöðunnar ekki vera samstíga í stjórnarandstöðu sinni? „Nei, ólíkt þvi sem gerist i öðram flokkum þar sem menn hafa ákveðna talsmenn fyrir málaflokka, er Sjálfstæðisflokkurinn með fiórar raddir í hverju máli í borgarstjórn- inni. Þar er hægt að nefna flugvall- armálið og Laugardalinn sem dæmi. Sjálfstæðisflokkurinn í borg- arstjórn er orðinn eins og fiórir smáflokkar þar sem hver hefur sinn talsmann. Staðan er ekkert ólík því sem hún var hér á árunum 1982-1990, bara með öðrum for- merkjum. Það getur vel verið að flokkurinn nái að sameinast um einn mann þegar baráttan hefur verið til lykta leidd. Það er líklegt að sjálfstæðismenn sjái hag sínum betur borgið með því að sameinast aftur. Það er sterkt lím í sameigin- legum hagsmunum og velþóknun flokksins.“ Nú hefur stjórnarandstaðan túlk- að það sem veikleika hjá þér sem stjórnmálamanni að draga í land með Laugardalinn, svo dæmi sé nefnt, eftir að borgarbúar efndu til mótmæla um byggingar þar. „Það kemur mér ekki á óvart. Það hefur verið markviss stefna hjá leiðtogum flokksins að hlusta ekki á fólk og eftir höfð- inu dansa limirnir. Ég hef eng- an áhuga á að stunda slíka póli- tík og lít alls ekki á það sem -veikleikamerki að virða tilfinn- ingar annarra og viðurkenna að þeir sem era mér ósammála geti haft eitthvað til síns máls. Auðvitað geta þær aðstæður skapast að maður verði að knýja fram sinn vilja en þá verður það að byggjast á því mati að miklir hags- munir séu í húfi fyrir borgarsamfé- lagið.“ Ætlarðu að byggja í Laugardal?“ Málinu er ekki lokið. Skipulagsferl- inu lýkur 8. október og þá höfum við tima fram í desember til að skoða skipulagstillögurnar. Við höfum þann tíma til að leysa úr þessu máli svo allir geti sæmilega við unað. Ég hef áhuga á að halda Landssímanum innan borgarinnar og ég hef líka áhuga á að tómstunda- og kvik- myndahús, eins og það sem rætt hef- ur verið um í Laugardalnum, geti risið i borginni. Við viljum reyna að mæta óskum allra þeirra sem hlut eiga að máli, en hvort það tekst ... það er ekki víst.“ -sús Sjálfstœðisflokkurinn í borgarstjórn er orðinn eins og fjórir smáflokkar þar sem hver hefur sinn talsmann.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.