Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1999, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1999, Blaðsíða 37
33 "V LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 1999 trímm 49. Fram undan... Baráttuglöð systkin í Berlínar-maraþoni: / > Október: 02. Sparisjóðshlaup UMSB n 30 km boðhlaup. Hver sveit skal skipuð 10 hlaupurum, þar af skulu vera a.m.k. 4 konur. Hver hlaupari hleypur 3x1 | km, (1 km í senn þrisvar sinn- um). Skráningar skulu berast skrifstofu UMSB, Borgarbraut 61, Borgamesi, sími 437 1411. 09. Víðavangshlaup íslands n Á eftir að ákveða keppnis- stað. Vegalengdir: Timataka á öllum vegalengdum og flokka- skipting: Strákar og stelpur 12 ára og yngri, piltar og telpur 13-14 ára (1 km), meyjar 15-16 ára (1,5 km), sveinar 15-16 ára, drengir 17-18 ára, konur 17 ára og eldri (3 km), karlar 19-39 ára, öldungaflokkur 40 ára og eldri (8 km). Fjögurra manna sveitakeppni í öllum aldursflokkum, nema í öld- ungaflokki þar er þriggja manna. 10.Sri Chinmoy—Friðarhlaup n Hefst kl. 14.00 við Ráðhús Reykjavíkur. Vegalengd: 2 mílur (3,2 km). Flokkaskipting ákveðin síðar. Verðlaun fyrir fyrstu hlaupara í mark, einnig verður þeim veitt verðlaun er ná bestum árangri á heims- vísu í þessu alþjóðlega hlaupi. Upplýsingar: Sri Chinmoy maraþonliðið i síma 553 9282. 23. Vetrarmaraþon n Hefst kl. 10.00 við Ægisíðu, Reykjavik. Vegalengd: mara- þon með tímatöku. Allir sem ljúka keppni fá verðlaunapen- ing. Verðlaunaafhending klukkan 15.00 i Vesturbæjar- laug. Afhending keppnisgagna og pastaveisla í Mjódd hjá Námsflokkum Reykjavikur fostudaginn 22. okt. kl 20.00. Upplýsingar: Pétur I. Frantz- son í síma 551 4096 og símboða 846 1756. brídge Martha bætti Islandsmetið Martha Erntsdóttir stóð við stóru orðin. Hún hafði einsett sér að bæta íslandsmet sitt í heilu maraþoni í Berlín um síðustu helgi, en gamla metið var 2:35:16 klst. Þetta gat þó ekki verið naumara hjá Mörthu; hún bætti metið um eina sekúndu. „Það er erfitt að útskýra af hverju mér tókst ekki að bæta metið meira. Mér fannst ég vera í betri æflngu en þegar ég setti fyrra metið í apríl á þessu ári,“ segir Martha. „Ég ætlaði að reyna að hlaupa á undir 2:30 klst. í Berlín. Ég þurfti að glíma við ýmis vandamál í hlaupinu í Berlín; stífn- aði strax í upphafi aftan í lærunum og kenndi til í mjöðminni. Mér tókst þó framan af að hlaupa eftir timaá- ætlun og töluvert hraðar en ég hafði gert þegar ég setti íslandsmetið í apríl,“ segir Martha. Þegar á leið hlaupið fór að draga af Mörthu og hún fór að verða smeyk um að tak- markið næðist ekki. „Síðustu kíló- metramir voru i raun sálræn bar- átta við sjálfa mig. Ég endurtók í sí- fellu fyrir mér að „ég gæti þetta“ og þannig tókst mér að halda hraðan- um. Þegar ég nálgaðist markið sá ég á klukkunni í marklínunni að ég væri alveg á mörkunum. Á ein- hvern hátt tókst mér að pina sjálfa mig áfram og komast yfir endalín- una á sekúndu betri tíma en fyrra íslandsmeti,“ segir Martha. Þriðja fjölmennasta hlaupið Berlinar-maraþon er með þekkt- ustu hlaupum heims. Þátttakendur í ár voru hvorki fleiri né færri en 22.758 talsins í 26. sinn sem hlaupið er haldið. Það er þriðja fjölmenn- asta Berlinar-maraþon frá upphafi. Fjölmennasta hlaupið fór fram í fyrra, en þá voru keppendur 27.621. Aðstæður í hlaupinu voru eins og best verður á kosið. Þurrt í veðri, þó hann hafi hlaupið á góðum tíma, 2:40:43 klst. Hann á um fjórum mínutum betri tíma. Martha var mjög ánægð með alla umgjörð móts- ins. „Þetta var algert ævintýri og skipulagning í Berlínarborg var til fyrirmyndar. Allar götur lokaðar fyrir hlauparana og brautargæsla óaðfinnanleg. Talað var um að yfir - ein milljón manns hafi flykkst út á götur borgarinnar til að fylgjast með hlaupinu og þessi mikli fjöldi hafði hvetjandi áhrif á keppend- urna. Trumbur voru barðar, hljóm- sveitir og kórar mættu okkur mörg- um sinnum á leiðinni og söngvarn- ir hljómuðu alls staðar. Það er ótrú- leg upplifun að lenda í svona stemn- ingu,“ segir Martha. Martha fær á næstunni betra tækifæri til æfínga, því hún áform- ar að flytjast um stundarsakir bú- ferlum til Flórída í Bandaríkjunum. „Eiginmaöur minn, Jón Oddsson, er að taka við starfi hjá íslensku net- fyrirtæki í Flórída í nóvember næst- komandi og það kemur sér vel fyrir mig. Ég get lagt mun betur rækt við æfingarnar í Flórída en hérna heima á íslandi. Ég er áhugamann- eskja í hlaupum og verð að nýta frí- tíma minn til hins ýtrasta. Það er erfitt að halda uppi keppni við at- vinnufólk í greininni því áhuga- maðurinn fær aldrei jafn mikinn tíma til æflnga eins og atvinnumað- urinn. Ég hef ekki notið styrkja frá fyrirtækjum en gaman væri ef ein- hver sæi hag sinn í því að styrkja mig í íþróttinni," segir Martha. -ÍS. Keníska stúlkan, Tegla Loroupe, setti heimsmet í kvennaflokki í Berlínar- maraþoni um síðustu helgi. hiti við upphaf hlaupsins var 14 C" og hækkaði ekki nema um 2-3 gráð- ur á meðan á hlaupinu stóð. Það er talið algjört kjörhitastig maraþon- hlauparans, enda náðist framúr- skarandi góður árangur í hlaupinu að þessu sinni. í kvennaflokki var heimsmetið bætt. Keníska stúlkan, Tegla Loroupe, hljóp á tímanum 2:20:43 klst. og bætti eigið heimsmet um fjórar sekúndur. í karlaflokki náðist einnig einstakur árangur, þó að heimsmetið hafi haldið velli. Keníabúinn, Isaac Kiprono, hljóp á 2:06:44 klst sem er ekki langt frá heimsmetinu. Japaninn, Takayuki Inubushi, kom skammt á eftir á sjötta besta tíma sögunnar, 2:06:57 klst. Það er í fyrsta sinn í sögunni sem tveir hlauparar í karlaflokki ná því að hlaupa á innan við 2:07 klst. í maraþoni. Kiprono þurfti svo sannarlega að hafa fyrir sigrinum í hlaupinu. Að loknum 30 km í hlaup- inu hafði Kiprono náð mínútu for- skoti á Japanann, en Inubushi hafði minnkað forystuna niður í 15 sek- úndur við 40 km markið og var að- eins 17 sekúndum á eftir Kiprono í markið. Milljón áhorfendur Martha Erntsdóttir var ekki eini íslendingurinn í Berínar-maraþoni. Hún var þar i félagsskap systkina sinna, Sveins og Bryndísar sem bæði eru þekktir hlauparar. Bryn- dís bætti verulega tíma sinn í heilu maraþoni, hljóp á 2:56:09 klst. Það er persónuleg bæting um heilar 9 mín- útur. Sveini tókst hins vegar ekki að bæta sinn persónulega árangur ia- og skúffuframhliðu ru hættar í framleiðsli Tilvalið fyrir minni sinnréttingar og fatas að taka málin áður e fynr alla muni Sjö niður, doblaðir á hættu! Frá því að heimsmeistaramótið var haldið í Japan árið 1991, sem íslend- ingar unnu sællar minningar, hefur árlega verið haldið sterkt bridgemót kennt við fjölþjóðafyrirtækið NEC. Japanir unnu langþráðan sigur í fyrsta sinn í þessu móti, þegar þeir sigruðu sterka breska sveit í úrslita- leik með 125 impum gegn 115. í undan- úrslitum sigraði breska sveitin' þá kínversku, meðan sú japanska sigraði sterka bandaríska sveit. í keppni um þriðja sætið voru yfirburðir Kínverja algjörir gegn Bandarikjamönnum. í undanúrslitunum kom örlagaríkt spil fyrir, sem olli mörgum bridgemeistar- anum miklum vandræðum. Við skul- um skoða það nánar. (1) Multi - veik opnun í öðrum hvorum hálitnum (2) 13-15 HP jafnskipt eða 19 + (3) Hvor háliturinn? (4) Lágmark með spaðalit (5) Sterk tvílita hönd (6) Kröfupass Umsjón N/A-V 4 - * KG97542 - * ÁD10743 4 KDG1064 • 108 + 75 * 962 Stefán Guðjohnsen Kokish ákvað að liggja í leyni, sem getur verið gott með slíkar hendur. Þegar hann síðar kom inn, var ljóst að hann var með sterk spil, en hvað sterk, var ekki svo gott að vita fyrir austur. Suður (1) Fimm ása Blackwood. (2) Eitt lykilspil. Sumir telja að enn þann dag í dag, heyrist dobl suðurs bergmála í spilasalnum. Alla vega er það eitt af traustustu sektardoblum sem þekkjast og sjö niður gerði 2000 til n-s og 20 impa til Bandaríkjanna. í hinum undanúrslitaleiknum gerðust einnig mikil tíðindi. Á öðru borðinu fengu Hackett og Armstrong að spila 7 hjörtu og fengu fyrir það 2210. Það voru vissulega vonbrigði fyrir Kínverj- ana, sem áttu ódýra fóm í 7 spöð- um. Þeir reiknuðu með því að tapa stórt á spilinu, en sú varð ekki raunin. í lokaða salnum sátu n-s Hackett-bræður Justin og Jason, en a-v Liu og Zhang: 4 Á87 * ÁD6 * 9643 * KG8 4 9532 •» 3 4 ÁKDG1082 * 5 gerði vel að fórna í sex spaða og Noröur Austur Suður Vestur þrátt fyrir kröfupass vesturs, 34 pass 4 4 4 gr. ákvað austur að dobla. Austur pass 54 6 4 6» drap hjartaútspilið og spilaði 64 pass pass 7* meira hjarta. Sagnhafi trompaði og pass pass 7 4 dobl gat nú á opnu borði sloppið einn pass 7 gr. dobl pass niður. En hann spilaði ofur eðli- pass pass Það kemur engum á óvart, að tví- lita hendur geti verið viðsjárverðar og stundum erfitt við þær að eiga. í leik Japans og Bandaríkjanna sátu n- s Imakura og Miyakuni en a-v Colker og Kokish í opnum sal. Sagnirnar lega trompi og varð þvi tvo niöur, 300 til a-v, sem var ekki mikið upp í alslemmu á hættunni. í lokaða salnum gerðust ótrúleg- ir hlutir. Þar sátu n-s Capelletti og Lipscomp, en a-v Ino og Chen: gengu á þessa leið: Noröur Austur Suður Vestur 2 4 pass 4*(1) dobl Norður Austur Suður Vestur 4 4(2) pass 4 4 5 * 2 4(1) . dobl(2) 2 gr.(3) pass! pass 6 * 64 pass 3 4(4) pass 4 4 5 4(5) pass 7 Dobl pass pass 6 4 pass 6» pass 7 gr. Dobl pass pass pass 6 4 pass(6) pass pass pass dobl Allir pass Nú ultu 4490 stig á útspilinu, sennilega dýrasta útspil aldarinnar. Eftir nokkra umhugsun komst Justin að þeirri niðurstöðu að doblið þýddi, að hann ætti ekki að spila tígli, eins og sex tígla sögnin hafði beðið um. Hann spilaði því spaöakóng og beið eftir því, að spil- ið færi marga niður. Sú varð ekki raunin og Kínverjarnir skrifuðu 2490 í sinn dálk og græddu 7 impa í stað þess að tapa 25! Stefán Guðjohnsen
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.