Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1999, Side 39
LAUGARDAGUR 2. OKTOBER 1999
fólk*
í Dagskrá fjallaði Einar Benediktsson skáld um stjárnmál, atvinnumálefni og skrifaði skarpa ritdáma um samtímaskáld
Einar Benediktsson var ótrúlega fjölhæfur og margbrotinn athafnamaður
auk þess að vera eitt af höfuðskáldum íslands. Myndin er af Einari á yngri
árum.
Fyrsta dagblaðið á íslandi telst
vera Dagskrá Einars Benediktsson-
ar skálds. Einar var ótrúlega íjöl-
hæfur og margbrotinn athafnamað-
ur auk þess að vera eitt af höfuð-
skáldum íslands.
Einar uppábúinn með hatt.
Dagskrá var eiginlega ekki frétta-
blað í nútíma skilningi en Einar
skrifaði mikið um stjómmál, at-
vinnumálefni og skarpa ritdóma
um samtímaskáld. „Hann gerist
fyrsti bókmenntagagnrýnandinn á
íslandi," segir Guðjón Friðriksson
sagnfræðingur í bók sinni um Ein-
ar. Það var líka nýjung í íslenskri
blaðamennsku hvemig hann lýsti
atburðum úr daglega lifmu á skáld-
legan hátt í stuttum rabbgreinum
eða svipmyndum í blaði sínu Dag-
skrá.
Dagskrá kom fyrst út 1. júlí 1896
en varð ekki dagblað fyrr en 16.
júní 1897. Með Einari unnu þá að
blaðinu Sigurður Júl. Jóhannesson
og Sigurður Þórólfsson, sem síðar
stofnaði m.a. skóla í Hjaröarholti og
á Hvítárbakka. Sigurður Júl. Jó-
hannesson fór til Ameríku og hóf
þar guðfræðinám, en tók síðar próf
í læknisfræði Hann starfaði við
blaðamennsku í Kanada frá
1914-1920 og var að auki kunnur rit-
höfundur. Hann stofnaði bamablað-
ið Æskuna árið 1897 og var ritstjóri
blaðsins þar til hann flutti vestur
um haf. Hann lést í Winnipeg hátt á
níræðisaldri árið 1956.
Nauðsyn á fálagsskap
verkamanna
Einar er líka fyrstur ritstjóra til
að skrifa um nauðsyn á félagsskap
verkamanna (Dagskrá 31. okt. 1896).
Hann segir á einum stað: „Sérstak-
lega gætu samtök verkamanna í
Reykjavík hjálpað mikið til að bæta
kjör hinna fátækari, starfandi borg-
arastéttar og jafnframt einnig aukið
velmegun borgaranna í heild sinni
...“ og „... þeim þjóðum vegnar jafn-
an betur sem meta háu verði allt
það sem gengur kaupum og sölum.
Óvíða í heimi mun meira fást fyrir
lítið fé en hér, og er það engum til
gagns nema útlendingum, sem
koma hingað til þess að kaupa og
leigja fé og fólk fyrir svo lítið verð,
að það er næstum til athlægis....“
Atvinnuleysi heimatilbúinn
vandi
Einar skrifaði líka um atvinnu-
leysi og telur það heimatilbúinn
vanda, „... starfsafl atvinnulausra
manna er gullnáma sem stjóm vor
og þing lætur að mestu ónotaða -
eins og svo margar auðsuppsprett-
ur sem ekki þyrfti nema meðalgóða
fjármálastjórn til að stórauðga þjóð
vora með ..."
Einar útskýrði jafnaðarmennsku
í Dagskrá 1897 og segir um hugsan-
lega útbreiðslu jafnaðarmennsku á
Islandi:
„Samgöngur og allur félagsskap-
ur milli einstaklinganna þarf að
vera á margfalt hærra stigi heldur
en hér þekkist, til þess að stjómar-
eftirlit og stjórnarframkvæmd jafn-
aðarmennskunnar gæti komist hér
að, enn sem komið er ..."
Á ámnum 1914-16 skrifar Einar
mikið um fátækralöggjöf, enda lög-
fræðingur að mennt. Hann var
brautryðjandi 1 fasteignaviðskipt-
um og samdi sjónleiki, þannig að
fátt var honum óviðkomandi.
Draumur Einars var að Dagblað-
ið hefði fréttaritara í Kaupmanna-
höfn, Englandi og Vesturheimi, í
hverju héraði íslands og í öllum
kaupstöðum landsins, en það gekk
ekki eftir þegar á hólminn var kom-
ið.
Tökum vel á móti ferða-
mönnum
Steingrímur J. Þorsteinsson pró-
fessor segir um Einar þegar Dag-
skrá hóf göngu sína: „Nú fyrst tek-
ur að kveða að Einari á sviði ís-
lenskra stjómmála, atvinnumála og
menningarmála ...“
Einar skrifaði um íslenska fán-
ann, flokkastefnur framtímans,
hvatti til botnvörpuveiða, umbóta í
Reykjavíkurhöfn og vildi reisa
skála í Reykjavík til þilskipabygg-
inga. Hann hvatti íslendinga til að
taka vel á móti ferðamönnum og „...
megum vér ekki verðsetja það of
Einar á efri árum.
lágt, sem vér látum útlendingum í
té ...“ Hrossasölu vildi hann auka
stómm með bættri hrossarækt.
Hann hvatti til stofnunar háskóla
og byggingar þjóðarleikhúss (Þjóð-
stefna 1916), „... svo voldug og lífs-
nauðsynleg eru álirif sjónleiksins í
lífi og uppeldi þjóðanna á vorum
dögum.“ Hann hvatti strax til stofn-
unar leikaraskóla og síðan til bygg-
ingar þjóðarleikhúss í beinu fram-
haldi.
Það er eiginlega sama hvar borið
er niður í málefnum þjóðarinnar
um aldamótin síðustu, alls staðar
er Einar Ben. að hrinda verkum í
framkvæmd eða hvetja yfirvöld til
meiri dáða. Einar kemur fyrst fram
sem verðandi blaðamaður er hann
stofnaði ásamt fleirum blaðið Sunn-
anfara í Kaupmannahöfn árið 1891.
Ári síðar gaf hann út tímaritið Út-
sýn, en af því kom aðeins út eitt
hefti, en þau áttu að veröa sex. Eft-
ir að Dagskrá hætti útkomu kom
Einar að útgáfu Landvarnar (1903),
Þjóðarinnar (1914-15), Þjóðstefnu
(1916-17) og Höfuðstaðarins
(1916-17).Eins og sést af þessari
upptalningu hafa blöð Einars yfir-
leitt ekki verið langlíf.
Hann átti allar stórjarðirnar
Einar var mjög umsvifamikill
fasteigna- og jarðakaupandi og átti
hann um tíma jarðirnar Korpúlfs-
staði, Krýsuvík og Nesjavelli og hið
heimsfræga hús Höfða, sem upphaf-
lega hét Héðinshöfði eins og æsku-
heimili hans í Þingeyjarsýslu.
Hann átti einnig Herdísarvík þar^
sem hann dvaldi síðustu ár ævi
sinnar. Hann gaf Háskóla íslands
Herdísarvik, bækur sínar og hús-
gögn að sér látnum.
Einar lék að sjálfsögðu aðalhlut-
verk í símamálinu, þar sem hann
gerðist umboðsmaður fyrir
Marconi-félagið, en um það var
deilt hatrammlega hvort skipta ætti
við Marconi eða Mikla norræna rit-
símafélagið, en sæstrengurinn varð
ofan á sem aðalsamskiptaleið við
útlönd.
Tíu rithættir
Árið 1898, eða um það leyti sem
Einar Ben. var að stofna Dagskrá,
beitti Blaðamannafélagið sér fyrir **•
því að láta semja reglur um is-
lenska stafsetningu í því skyni að
koma á aukinni samræmingu. í
ávarpi sem Blaðamannafélagið lét
frá sér fara um þetta mál segir
m.a.:
„Það er raunar skoplegt og geng-
ur satt að segja hneyksli næst, að
vér íslendingar, hin fámennasta
menntaþjóð í heimi, skulum ekki
komast af með minna en tíu rit-
hætti eða fleiri, en stórþjóðimar,
er skipta mörgum tugum miljóna,
láta sér lynda einn - að í vorum fá-
skrúðuga bókmentaheimi skuli
svo og svo margir vera of fræg
mikilmenni til þess að fylgja öðr-
um rithætti en þeir hafa sjálfir ;
smíðað sér.“
Segja má að íslensk stafsetning
sé í aðalatriðum byggð á tillögum
Blaðamannafélagsins fyrir rúmri
öld.
Merkilegur maður
„Einar Benediktsson er vafa-
laust einhver merkilegasti maður
sem fæðst hefur á íslandi, og einn
þeirra örfáu samtímamanna okk-
ar, sem mundur verður og metinn
eftir þúsund ár, ef nokkur veit þá
deili á íslenskum mönnum og -C
menntum," sagði Steingrímur J.
Þorsteinsson prófessor árið 1952.
Ég hugsa að mörgum farist eins
og mér að hafa eiginlega aldrei
hugsað um Einar sem blaðamann,
en svo sannarlega markaði hann
djúp spor í sögu blaðamennsku á
íslandi þegar nánar er að gáð. ^
Sigurjón Jóhannsson^-
DAGSKRÁ.
Umii, f
f, 92.
Rcykjavík, mlðvikudaglnn 16. júni.
1897.
W*T Frá í dí»a byrjar Dagslcpá að koma út hvoro vlrkan dag.
Dagskrá or hið
Fyrsta dagblað gefið út á fslandi.
Blaðlð verður nð þefftr, raeð þessum póstt. sent hverjum af þeim kaupendum sero hafa skýrt frá
DÖfnura o% helmllum íamkvamt fyrri augtýslnfum í blaðlnu.
Fri fyr»U jólí nastkomandi
verður pdatstjámtnnt failð uð annast útsending biaðelns
samkvjcmt þvi er segtr í augL um póstmál 3. uui og Jögutn 15. okL 1875.
Póststj órninuní
heJur með brjefi <kgs. í dig, verið tilkynnt um lúoa njju útscnáinS Dag»krár, samkv. J*v< icm löC *crria fynr.
Nýir kaupendur vcrða hjer cptir að p»nu blaðið hji þcin, brjcn.irðingamaoni dit pd-aaf.-rr.Wumanni
sem nastar er.
Áskript cr aðeins blndandi fyrir elnn ársfjórðunsr i senn,
Vcrð ánfjórðuDgrina frá i. jdlí til 30. scpL þ. í. cr að eins kr, 1,50 fvrir 75 tölublöð.
Askrifendur grdða alls engan burðareyri,
hddur verður burðarcjaldið ein* og áður kostað tS iltgcfanda.
liol eolaa hl^,a.,e„di bijefhirihnipnri.m póums,«i!«um„„i um |ela „
bbíið er p,nM. Allir olarf koupcndur blaSslns. *
«, K„1 lul. níft ,1« irni ta «/Em&hi bU&iœ, lí D.ediá Knda frf jmi hve, lyri, i briílbirO-
ingawöð cða pósUfgreiðslu.
Sji að öðra lcytí auglýring i síðuatu blaðriðu að því cr aocrtir cldri áakrifcodur bbðsln*.
Dagskri mua yfir þinEtímann gjðra ajcr sjcrsuklcga far uoi að fiylja greirulcgar oC Cignorðar friettjr nf
„ , „ ÖU« sem gjörist á Alþlngl.
Vg að oðru Jeyti verður sú aðalbrcytínC gjörð i sniði og efnwvali blaðsins að það vcrður nu gcfið ót
- eom dagblað
tn ekla scm UnuriL 1-ar nf teidir fynt og frcowt að
. allar frjettlr
;• ^ Wi‘“í 6“. kírV 1 D.phri. Emnií lcibi, jað «í .jilf„«j«r, D»B.lri,
• * melra on belmingl stœrzd
r n°kkuð #nnað bWJ- «■ eefið hefur vcrið út á íslandi, mun farra lcsendum nlnum
: Wta «„ bi„c,3 a fjölbroytflogra ofoí
.... . t., PÓBtstJómln goymlr andvirði blaðsins
^'Íob?• h tolubUðafÍÖIda 111 kaupcnda cr it»kriplin miðiwt við — og útgcfiuxfi fxr jKinnir citu
t ne” cndurjjoldid það'sem hann Ixtur af liendL * S
J þ^ SV° álIm ‘Ctn áakrifcndur h«U að kaupa bhðið, cf pontun er dgi cndumýjuð fyric 1. októbcr og þarf
j « I- ,0 toriri fri °n0'‘
Mcnn Icti að öðru icyU auCi. i aíðujtu bk.