Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1999, Page 44
~ 56
LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 1999
Ferðir til fjarlægra heimshluta
eru að verða æ algengari meðal Is-
lendinga. Ein af þeim ferðum sem
Heimsklúbbur Ingólfs stendur fyrir
er tveggja vikna ferð til Taílands
með viðkomu í Bangkok og Pattaya.
'V Þar sem við vorum nýútskrifuð
hjón og ferðin á hentugum tima
varð hún fyrir valinu en við höfðum
einnig heyrt marga mæla með
Taílandi og þá sérstaklega þeirri
þjónustu og viðmóti sem ferðamenn
fá þar. Lagt var af stað þann 2. sept-
ember og flogið til London þar sem
skipt er yfir í lúxusvél Thai Air,
Boeing 747-400 breiðþotu af stærstu
gerð. Ferðin til Bangkok tekur hátt
í 12 tíma og er næturflug á leiðinni
þangað. Segja má að maður fá smá-
forsmekk af TaUandi þegar flogið er
með Thai Air því að þjónustan um
borð er þvílík og flugþernur og þjón-
ar á báðar hendur. Boðið var upp á
kvöldverö og morgunverð sem val-
^ inn er af matseðli og allt áfengi var
frítt um borð, hvort sem um var að
ræða bjór eða koníak.
Bangkok
Bangkok er stór borg á suður-
asískan mælikvarða, með yfir 8
milljónir íbúa. Hún er byggð við
fljót og er aðeins um metra yfir sjáv-
armáli, enda liggja síki og skurðir
um hana alla. Há yfirborðsstaða
vatnsins gerir líka allar lagnir og
byggingar neðanjarðar illmögulegar
* og eitt af því sem íslendingum
finnst mjög skrýtið að sjá þar er
Einhver algengasti ferðamáti Bang-
kok-búa er um síkin og skurðina á
hvers kyns fleytum.
- þar sem þjónustan við ferðamenn er lykilatriði
Fuglunum sleppt til að öðlast hamingjuríka lífdaga á musterishæðinni í
Pattaya.
Áð á musterishæðinni í Pattaya. Takið eftir skiltinu til vlnstri.
hvemig rafmagnið er lagt utan á
húsin, upp í trén og yfir fjölfarín
gatnamót, að því er virðist í einni
bendu. Ekkert neðanjarðarlestakerfi
er þar heldur af þeim sökum en
bygging lestakerfis á brúarstöplum,
eða svokölluð „Skyline", er komin
vel á veg. Einhver algengasti ferða-
máti Bangkok-búa er þó um síkin og
skurðina á hvers kyns fleytum. Al-
gengt er að sjá langar flatbytnur
með gamalli bílvél sem breytt hefur
verið þannig að búið er að setja
langt drifskaft aftur úr henni með
skrúfu á endanum. Flest opinber
þjónusta fer fram eftir þessum leið-
um og má þar nefna alla neyðar-
þjónustu, lækna, póstburð, sorp-
hirðu, og ef hengdur er blár borði
utan á húsið koma starfsmenn
Taílandsbanka í heimsókn eftir
þessum leiðum. Skoðunarferð um
síkin, og þá með viðkomu í íbúðar-
hverfum innfæddra, þar sem hægt
er að fylgjast með mannlífinu, er því
óhætt að mæla með.
Pattaya
Borgin sú var aðeins þorp þangað
til fyrir rúmmn þrjátíu árum, er
bandaríski herinn kom þangað og
gerði hana að hvildarstað fyrir her-
menn úr Víetnam-stríðinu. Afleið-
ingin var sú að vændi varð brátt að-
alatvinnugreinin þar og nafnið Patta-
ya stóð fyrir stærsta hóruhús í
heimi. Svo hvarf Kaninn á braut og
skildi eftir sig tómar byggingar og
fólk sem var orðið háð verslun við
hann.
Ráðið við því var að byggja stað-
inn upp sem ferðamannastað, sem
gert var af miklum glæsibrag, og
standa þar lúxushótelin í röðum við
ströndina. Reyndar hafa vinsældir
Pattaya dalað aðeins á síðustu ármn
vegna tilkomu fleiri ferðamanna-
staða í Taílandi og aukinnar meng-
unar i flóanum. Enn kemur þó mikið
af túristum þangað frá öllum heims-
hornrnn. Verðlag þar er mjög hag-
stætt á evrópskan mælikvarða, svo
hagstætt að passa þarf að láta ekki
plata sig því að okkur finnst hlutur-
inn ódýr þegar verið er að okra á
manni. Oftast er hægt að slá næstum
helming af uppsettu verði vörunnar
nema í stórmörkuðunum þar sem
um innflutta vöru er að ræða. Utan
við hótelin við ströndina bjóða inn-
fæddir svo þjónustu sína: sæþotur,
fallhlífasvif, nudd, handsnyrtingu,
hárgreiðslu, skoðunarferðir og allt
sem nöfnum tjáir að nefna.
Klæðskerinn viðkunnanlegi
Eitt að því sem ferðamenn gera
mikið að þegar þeir koma til
Taílands er að láta klæðskerasauma
á sig fót. Við höfðum með okkur
nafnspjald klæðskera sem vinnufé-
lagi minn hafði mælt með og reynd-
ist hann okkur mjög vel. Jakkaföt,
kasmírullarfrakki og þrír kjólar, auk
ýmislegs annars, kostaði aðeins
35.000 krónur og gæðin voru 100% út
i gegn.
Klæðskerinn, sem var indverskur,
var okkur einnig mjög hjálplegur við
að mæla með þeim stöðrnn sem við
skyldum heimsækja þar og einn eft-
irminnilegasti dagurinn var þegar
við leigðum mótorhjól og skoðuðum
aðeins nágrennið. Uppi á hæðinni
fyrir ofan bæinn er musteri með
stærðar Búddalíkneski sem við
heimsóttum. Þar getur maður keypt
nokkra fugla í búri og sleppt þeim til
að öðlast gæfuríkt líf og reykelsisilm-
urinn yfirgnæflr þar allt annað. Það
sem er eftirminnilegast eftir ferðina
í heildina er þægilegt viðmót Taí-
lendinga sem maður sér í nýju ljósi.
Þjónustulund og brosandi andlit
mæta ferðamanninum alls staðar og
gerir hann staðráðinn í að heim-
sækja landið einhvem tímann aftur.
-NG
Umdeild málverkasýning
Þeir sem eru á leið til New
York á næstunni eiga þess kost að
fara á eina umdeildustu mál-
verkasýningu sem þar hefur ver-
ið haldin undanfarin ár. Sýningin
er haldin í Brooklynlistasafninu
og ber yflrskriftina Sensation.
Um er að ræða verk breskra sam-
tímalistamanna sem era í eign
auglýsingakóngsins Charles
Saatchi. Sýningin var fyrst sett
upp fyrir tveimur áram í Konung-
legu akademíunni í London þar
sem hún hlaut metaðsókn; ekki
áður höfðu fleiri gestir skoðað
sýningu um samtímalist í hálfa
öld. Það er hins vegar borgarstjór-
inn í New York, Robert Guiliani,
sem er ósáttur við sýninguna sem
hann segir jaðra við guðlast. Er
það helst málverk Chris Offilis af
Maríu mey sem ögrar borgarstjór-
anum og hefur hann m.a. hótað
að skera niður styrki til safnsins.
Lætin út af sýningunni hafa hins
vegar gert það að verkum að að-
sókn hefur fremur aukist en hitt
enda menn vart viðræðuhæfir
nema þeir hafl myndað sér skoð-
un á verkum sýningarinnar.
Hætt að reykja
Þeim sem hefur mistekist að
hætta að reykja býðst nú að slá
tvær flugur í einu höggi; láta af
hinum bráðdrepandi ósið og njóta
um leið sólar og sælu í strand-
bænum Algarve í Portúgal, en
staðurinn hefur einmitt verið vin-
sæll hjá Islendingum um árabil.
Á fimm stjömu hótelinu Vilara er
nú boðið upp á sex daga meðferð
þar sem reykingamenn eru vand-
ir af ósómanum, m.a. með nál-
arstungum. Hægt er að kynna sér
námskeiðið nánar á
www.thermalia.co.uk á Netinu.
Ættaróðalið opið almenningi
Nú geta aðdáendur bresku
gamanþáttanna Ættaróðalið (To
the Manor Bom), sem sýndir
vora á níunda áratugnum í Ríkis-
sjónvarpinu og endursýndir á
Skjá eitt fyrr á árinu, dvalið á
sjálfu Ættaróðalinu. Setrinu, sem
er í Somerset-héraði, var nýverið
breytt í hótel og kallast Cricket
St. Thomas.
London vinsælust
Nærri þriðjungi landsmanna
finnst líklegt að hann fari í helgar-
eða borgarferð nú í haust. Þetta
kemur fram í Flugleiðafréttum og
er byggt á könnun Gallups fyrir fé-
lagið. Þær borgir sem flestir vilja
heimsækja eru London, Barcelona
og París. Dublin var áður í þriðja
sæti en vera kann að vinsældir
Parísar megi rekja til þess að nú
er flogið þangað áriö um kring.
Alls sögðust 62% aðspurðra hafa
farið í borgarferð á síðustu funm
árum; íbúar á höfuðborgarsvæð-
; inu og fólk á aldrinum 25 til 34 ára
3 hefur að jaínaði íarið í fleiri borg-
arferðir en aðrir hópar.