Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1999, Blaðsíða 45
LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 1999
57;
J -
naust
A miðöldum gat fólk leitað í
klaustrin í Evrópu og fengið bæði
mat og húsaskjól. Nú hyggjast kaþ-
ólskir munkar í Austurríki opna
klaustur sín enn á ný fyrir almenn-
ingi; ekki þó fyrir þeim sem minna
mega sin heldur fyrir örmagna og
yfirstressuðum borgarbúum sem
þrá ekkert heitar en frí frá nútíma-
lifnaðarháttum og eru aukinheldur
reiðubúnir að borga vel i aðra hönd
fyrir slíka hvUd.
„Við erum einfaldlega að endur-
vekja gamla hefð og í raun er ferða-
þjónustan okkur afar mikilvæg.
Þannig mun okkur takast að öngla
saman fjármagni til að halda við
byggingum klaustranna," segir
ábótinn Joachim Angerer sem er
búsettur í 12. aldar klaustrinu Ger-
as í suðurhluta Austurríkis. Alls
hafa sextán klaustur víðs vegar um
Austurríki nú bundist samtökum
uin að heUa sér út í ferðaþjónustu.
Hvíld frá lífsgæðakapphlaupinu
Flestir ferðamenn sem koma til
Austurrikis halda beint til skíða-
staðanna þar sem lifið er stanslaust
fjör. Því eru klaustrin, sem sum
hver byggja á þúsunda ára gömlum
hefðum, í hrópandi mótsögn við
skíðamarkaðinn. Það þykir munk-
unum hið besta mál en minna á að
þeirra gestir geti reiknað með
meiru en hálmfleti og grautarskál.
Þeir munu fá nóg að borða og her-
bergin verða búin helstu þægind-
um. Til skemmtunar verður síðan
boðið upp á fjölbreytta fyrirlestra
um listir. Þá verður karlkyns gest-
um gefmn kostur á að dvelja innan
sjálfra klausturmúranna og lifa
samkvæmt daglegum venjum
munkanna um nokkurra vikna
skeið.
Meginmarkmið þessarar nýju
ferðaþjónustu er að bjóða fólki hvíld
frá lífsgæðakapphlaupinu en þess í
stað gefst fólki kostur á að hvíla sig
og örva andlega hæfileika sína.
„Fólk í dag hefur upplifað svo margt
og ferðast svo víða. Þeim fjölgar sem
vilja leggja rækt við sjálfan sig og æ
fleiri eru farnir að velta fyrir sér
andlegum hlutum," segir Angerer
ábóti.
Ofurvinsældir ekki markmið
Líf ferðamannsins í klaustri verð-
ur einfalt og þægilegt. Konur fá að
sjálfsögðu ekki aðgang að húsa-
kynnum munkanna en boðið verður
upp á gistingu í byggingum til hlið-
ar við sjálf klaustrin. Þeir karlmenn
sem kjósa líf með munkum um
stundarsakir þurfa ekki að hafa
áhyggjur af pyngjunni; um 800 krón-
Þjófstart um áramót
Þeir sem verða staddir í
Boston eða Los Angeles næst-
komandi gamlárskvöld ættu alls
ekki að
treysta á
vasaúrið
I sitt; það er
að segja ef
þeir búast
við því að
nýju ári
verði fagnað
á miðnætti. í
báðum borg-
um verður
um nokkurs konar þjófstart að
ræða. Aðalhátíðahöldin í Los
Angeles hefjast um sjöleytið.
Ástæðan mun vera sú að ef Los
Angeles-menn biðu til miðnættis
þá myndu fáir á austurströnd
Bandaríkjanna fylgjast með þeim
í sjónvarpi enda væri klukkan á
þeim slóðum þrjú um nótt.
Mt>
Austurrískir munkar í ferðaþjónustu:
Morgunbænir eru stund-
víslega klukkan sjö
- fyrir ferðamenn sem dvelja innan klausturmúranna
Alis hafa sextán klaustur víðs vegar um Austurríki nú bundist samtökum um
að hella sér út í ferðaþjónustu.
ur á dag fyrir fæði og gistingu. Þeir
þurfa þó að mæta í morgunbænir
sem hefjast klukkan sjö stundvís-
lega en það þætti víst seint í mörg-
um öðrum klaustrum. Angerer
ábóti á ekki von á því að klaustrin
nái ofurvinsældum á ferðamarkaði
enda sé það ekki markmið. Miklu
frekar að gestir klaustranna haldi
heim endurnærðir á sál og likama.
Hægt er að kynna sér ferðaþjónustu
austurrísku klaustranna sextán á
heimasíðunni www.kloesterreich.at
á Netinu. Reuter
.Torfæran
HeimsbikabWl
rnmmmm motlð
TTORFÆm
Lokaumferð Heimsbikarmörs DV , torfæn,
KePpnIn hefst klukkan - - verður haldin i
Lokaumferð
___________ Grindavík laugardaginn 2. október.
°9 þá verða eknar tvasr þraufir.
ma Óa kenptónni ha.dið éfran, klukkan13;
SíðanvorðurgertWeogkepP
,
m
""""
w w w . v i s i r . i s
£sso