Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1999, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1999, Blaðsíða 45
LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 1999 57; J - naust A miðöldum gat fólk leitað í klaustrin í Evrópu og fengið bæði mat og húsaskjól. Nú hyggjast kaþ- ólskir munkar í Austurríki opna klaustur sín enn á ný fyrir almenn- ingi; ekki þó fyrir þeim sem minna mega sin heldur fyrir örmagna og yfirstressuðum borgarbúum sem þrá ekkert heitar en frí frá nútíma- lifnaðarháttum og eru aukinheldur reiðubúnir að borga vel i aðra hönd fyrir slíka hvUd. „Við erum einfaldlega að endur- vekja gamla hefð og í raun er ferða- þjónustan okkur afar mikilvæg. Þannig mun okkur takast að öngla saman fjármagni til að halda við byggingum klaustranna," segir ábótinn Joachim Angerer sem er búsettur í 12. aldar klaustrinu Ger- as í suðurhluta Austurríkis. Alls hafa sextán klaustur víðs vegar um Austurríki nú bundist samtökum uin að heUa sér út í ferðaþjónustu. Hvíld frá lífsgæðakapphlaupinu Flestir ferðamenn sem koma til Austurrikis halda beint til skíða- staðanna þar sem lifið er stanslaust fjör. Því eru klaustrin, sem sum hver byggja á þúsunda ára gömlum hefðum, í hrópandi mótsögn við skíðamarkaðinn. Það þykir munk- unum hið besta mál en minna á að þeirra gestir geti reiknað með meiru en hálmfleti og grautarskál. Þeir munu fá nóg að borða og her- bergin verða búin helstu þægind- um. Til skemmtunar verður síðan boðið upp á fjölbreytta fyrirlestra um listir. Þá verður karlkyns gest- um gefmn kostur á að dvelja innan sjálfra klausturmúranna og lifa samkvæmt daglegum venjum munkanna um nokkurra vikna skeið. Meginmarkmið þessarar nýju ferðaþjónustu er að bjóða fólki hvíld frá lífsgæðakapphlaupinu en þess í stað gefst fólki kostur á að hvíla sig og örva andlega hæfileika sína. „Fólk í dag hefur upplifað svo margt og ferðast svo víða. Þeim fjölgar sem vilja leggja rækt við sjálfan sig og æ fleiri eru farnir að velta fyrir sér andlegum hlutum," segir Angerer ábóti. Ofurvinsældir ekki markmið Líf ferðamannsins í klaustri verð- ur einfalt og þægilegt. Konur fá að sjálfsögðu ekki aðgang að húsa- kynnum munkanna en boðið verður upp á gistingu í byggingum til hlið- ar við sjálf klaustrin. Þeir karlmenn sem kjósa líf með munkum um stundarsakir þurfa ekki að hafa áhyggjur af pyngjunni; um 800 krón- Þjófstart um áramót Þeir sem verða staddir í Boston eða Los Angeles næst- komandi gamlárskvöld ættu alls ekki að treysta á vasaúrið I sitt; það er að segja ef þeir búast við því að nýju ári verði fagnað á miðnætti. í báðum borg- um verður um nokkurs konar þjófstart að ræða. Aðalhátíðahöldin í Los Angeles hefjast um sjöleytið. Ástæðan mun vera sú að ef Los Angeles-menn biðu til miðnættis þá myndu fáir á austurströnd Bandaríkjanna fylgjast með þeim í sjónvarpi enda væri klukkan á þeim slóðum þrjú um nótt. Mt> Austurrískir munkar í ferðaþjónustu: Morgunbænir eru stund- víslega klukkan sjö - fyrir ferðamenn sem dvelja innan klausturmúranna Alis hafa sextán klaustur víðs vegar um Austurríki nú bundist samtökum um að hella sér út í ferðaþjónustu. ur á dag fyrir fæði og gistingu. Þeir þurfa þó að mæta í morgunbænir sem hefjast klukkan sjö stundvís- lega en það þætti víst seint í mörg- um öðrum klaustrum. Angerer ábóti á ekki von á því að klaustrin nái ofurvinsældum á ferðamarkaði enda sé það ekki markmið. Miklu frekar að gestir klaustranna haldi heim endurnærðir á sál og likama. Hægt er að kynna sér ferðaþjónustu austurrísku klaustranna sextán á heimasíðunni www.kloesterreich.at á Netinu. Reuter .Torfæran HeimsbikabWl rnmmmm motlð TTORFÆm Lokaumferð Heimsbikarmörs DV , torfæn, KePpnIn hefst klukkan - - verður haldin i Lokaumferð ___________ Grindavík laugardaginn 2. október. °9 þá verða eknar tvasr þraufir. ma Óa kenptónni ha.dið éfran, klukkan13; SíðanvorðurgertWeogkepP , m """" w w w . v i s i r . i s £sso
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.