Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1999, Page 59
LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 1999
71
Jóhannes Gunnarsson
Jóhannes Gunnarsson, formaður
Neytendasamtakanna, Álakvísl 55,
Reykjavík, verður fimmtugur á
morgun.
Starfsferill
Jóhannes fæddist í Reykjavik og
ólst þar upp. Hann lauk gagnfræða-
prófi frá Núpi í Dýrafirði, prófi sem
mjólkurfræðingur frá Óðinsvéum i
Danmörku 1970 og stundaði þar
framhaldsnám 1970-71.
Jóhannes var mjólkurfræðingur í
Mjólkurbúi Flóamanna 1972-73,
Mjólkursamlagi Neskaupstaðar
1974, Mjólkursamlagi Borgfirðinga
1975-80, var upplýsinga- og útgáfu-
stjóri Verðlagsstofnunar 1980-90 og
hefur starfað hjá Neytendasamtök-
unum frá 1990.
Jóhannes var formaður Starfs-
mannafélags Mjólkurbús Flóa-
manna 1973, sat í stjórn Starfs-
mannafélags ríkisstofnanna 1984-90,
sat í ýmsum nefndum á vegum SFR
og BSRB, var formaður Neytendafé-
lags Borgarfjarðar 1978-80, var for-
maður Neytendasamtakanna frá
1984-97 og frá 1999 og var fram-
kvæmdastjóri Neytendasamtakanna
1990-99. Hann sat í framkvæmda-
stjórn Alþýðubandalagsins 1985-87
og í miðstjórn þess í nokkur ár frá
1987.
Fjölskylda
Fyrri kona Jóhannes-
ar var Magnea Jóns-
dóttir, f. 1.11. 1949, hús-
móðir.
Böm Jóhannesar og
Magneu era Sigrún, f.
8.11. 1970, búsett í Dan-
mörku, gift Einari
Benediktsyni og eiga
þau eina dóttur; Lilja
Guðný, f. 9.10. 1972,
kennari á Neskaupstað
og á hún einn son.
Seinni kona Jóhann-
esar er Sigþrúður Sigurðardóttir, f.
9.10. 1952, ritari við Sjúkrahús
Reykjavíkur. Foreldrar hennar eru
Sigurður B. Guðbrandsson, fyrrv.
verslunarmaður í Borgarnesi, og
k.h., Helga Þorkelsdóttir húsmóðir.
Böm Jóhannesar og Sigþrúðar
eru Gunnar, f. 28.5. 1977, háskóla-
nemi en unnusta hans er Lilja Mar-
ía Snorradóttir; Elín Eir, f. 4.5. 1979,
húsmóðir í Reykjavík en hennar
maður er Brynjar Örn Áskelsson og
eiga þau eina dóttur.
Fósturdóttir Jóhannesar er Erla
Helga Sveinbjörnsdóttir, f. 29.12.
1971, kennari í Súðavík, gift Trausta
Sigurgeirssyni og eiga þau tvö börn.
Systkini Jóhannesar eru Gísli, f.
19.3. 1938, prófessor í sagnfæði við
HÍ, kvæntur Sigríði Sigurbjörnsdótt-
ur; Vilborg, f. 6.4. 1941,
póstútibússtjóri í
Reykjavík, gift Hilmari
Þór Sigurðssyni; Guð-
finna, f. 31.12. 1943,
hjúkrunarfræðingur á
Akureyri, gift Torfa
Gunnlaugssyni; Skarp-
héðinn, f. 17.9. 1946,
starfsmaður hjá Imbak í
Reykjavík, kvæntur Kol-
brúnu Sigurðardóttur;
Guðbjörg, f. 4.5. 1948,
hjúkrunarfræðingur í
Reykjavík, gift Guð-
mundi Vilhjálmssyni;
Þóra Guðný, f. 7.7. 1954, skrifstofu-
maður hjá Stöð í Reykjavík, gift Jón-
birni Pálssyni.
Foreldrar Jóhannesar: Gunnar
Jóhannesson, f. 20.7. 1905, d. 26.1.
1990, póstfulltrúi í Reykjavík, og
k.h., Málfríður Gísladóttir, f. 18.10.
1911, d. 22.4. 1996, húsmóðir í
Reykjavík.
Ætt
Gunnar er sonur Jóhannesar, sjó-
manns í Stykkishólmi, Einarssonar.
Móðir Gunnars var Guðbjörg Jóns-
dóttir, b. á Harastöðum á Fells-
strönd, Oddssonar, bróður Valent-
ínusar, langafa Haralds prófessors
og Odds blaðamanns Ólafssona.
Móðir Jóns var Vilborg Pétursdótt-
ir. Móðir Vilborgar var Valgerður
Einarsdóttir, móðir Valgerðar,
langömmu Ólafs, fóður Gunnars
Ragnars á Akureyri. Móðir Guð-
bjargar var Jóhanna Sveinbjarnar-
dóttir, b. á Hallsstöðum á Fells-
strönd, Jónssonar, bróður Saura-
Gísla. Gunnar var þremenningur
við Berg, fóður Guðbergs rithöfund-
ar.
Málfriður er dóttir Gísla, kennara
í Krossgerði á Berufjarðarströnd
Sigurðssonar, af Ásunnarstaðaætt-
inni, bróður Áma, langafa Hannes-
ar Hlífars Stefánssonar skákmeist-
ara. Móðir Gísla var Málmfríður,
systir Sigriðar, móður Jóns Helga-
sonar prentsmiðjustjóra og ömmu
Vals Gíslasonar leikara, föður Vals
bankastjóra. Málmfríður var dóttir
Gísla, b. í Krossgerði, Halldórsson-
ar, b. í Krossgerði, Gíslasonar, bróð-
ur Brynjólfs, langafa Gísla, langafa
Ólafs Davíðssonar ráðuneytisstjóra
í forsætisráðuneytinu. Móðir Málm-
fríðar var Vilborg Einarsdóttir, b. á
Hamri í Hamarsfirði, Magnússonar
og Guðfinnu Jóhannsdóttur
Malmqvist, sjómanns á Djúpavogi,
bróður Jóhönnu, langömmu Jó-
hanns Malmqvist, afa Guðmundur
Malmqvist, framkvæmdastjóra
Byggðastofnunar, og Jóhanns
Malmquist prófessors.
Jóhannes er í útlöndum.
______________Qréttir
Jóhannes Gunnarsson.
Undirmannaðir leikskólar:
Sameiginlegur vandi okkar og foreldra
- segir Bergur Felixson, forstöðumaður Dagvistar barna
„Það er ekki önnur leiö hjá þess-
um tiltekna leikskóla en þessi.
Ástandið er mjög alvarlegt vegna
þess að það vantar starfsmenn," seg-
ir Bergur Felixson, forstöðumaður
Dagvistar barna í Reykjavík. Eins
og DV greindi frá i síðustu viku hef-
ur verið gripið til þess ráðs hjá leik-
skólanum Bakkaborg að senda börn
heim dag og dag í senn vegna þess
að nægilega margir leikskólakenn-
arar og aðrir starfsmenn fást ekki til
starfa og skólinn er undirmannaður.
DV ræddi við Guðmundu Valdísi
Helgadóttur sem á bam á leikskól-
anum og varð að taka sér launalaust
leyfi frá vinnu til að gæta barnsins
sjálf vegna þess að leikskólinn sendi
það heim. Guðmunda Valdís óttast
að þetta ástand sé orðið viðvarandi
í Bakkaborg og gerir alvarlegar at-
hugasemdir við það að vera rukkuð
um fullt gjald fyrir bam sitt án þess
þó að það njóti fullrar þjónustu á
móti.
Bergur Felixson var spurður
hvort foreldrar yrðu mkkaðir um
fullt skólagjald þegar svona væri
ástatt. Hann sagði að það færi eftir
umfangi þessara ráðstafana. „Við
höfum ekki gert neitt í því ef þetta
hefur verið lítils háttar, enda lítum
við svo á að þetta sé sameiginlegt
vandamál okkar og foreldra og í
raun og vera okkar og samfélags-
ins,“ sagði Bergur. Hann sagði að
bæði Dagvist barna og leikskóla-
stjórar hefðu bent á að þessi mál
færu versnandi og aö það vantaði
fleiri leikskólakennara samhliða
því sem uppbygging leikskóla hefði
fariö fram í borginni. Nú væri svo
komið að ekki væri hægt að manna
alla leikskólana. Hann kvaðst von-
ast til að bæði foreldrar og leikskól-
ar gætu leyst þessi mál án mikilla
óþæginda. „Auðvitað verður það
skoðað, ef við neyðumst til að draga
verulega úr þjónustunni, að þá fái
fólk afslátt af gjöldum," sagði Berg-
ur Felixson. -SÁ
Evrópusamkeppni ungra vísindamanna:
íslendingar á toppinn
Þeir Tryggvi Kjartansson, Páll
Melsteð og Sverrir Guðmundsson,
sem tóku þátt í Evrópusamkeppni
ungra vísindamanna í Thessaloniki
í Grikklandi dagana 18. til 24. sept-
ember, náðu þeim ágæta árangri að
fá ein af þrennum fyrstu verðlaun-
um sem veitt voru í keppninni. Alls
voru þátttakendur 80 talsins frá 30
löndum og höfðu þeir áður unnið
sér rétt til þátttöku með sigri í
keppnum i heimalandi sínu.
Þremenningamir tóku þátt í
keppninni fyrir hönd Menntaskól-
ans í Reykjavík.
Páll M. Jónsson, sem var farar-
stjóri íslensku þátttakendanna í
Grikklandi, segir verkefni þeirra fé-
laga hafa falist í samanburði á mis-
munandi stiamfræðilegum gagna-
grunnum og að þeir hafi notað
Internetið til að ná í gögnin. Þeir
þóttu sýna mikla þekkingu á efninu
og setja niðurstöður vel fram en
þær vöktu athygli fyrir að benda á
áður ókunnar staðreyndir varðandi
mismunandi þéttleika gagnagrunn-
anna. Þá þótti athyglisvert hvemig
þeir sýndu fram á að venjulegir
áhugamenn geta notað Intemetið til
að nálgast og vinna úr upplýsingum
sem áður voru aðeins tiltækar
fræðimönnum.
Tryggvi, Páll og Sverrir hlutu
samtals jafnvirði um 400 þúsund
króna í verðlaun auk þess sem þeim
hefur verið boðið til dvalar í
stjörnuskoðunarstöð Norðurland-
anna á fjallatoppi á Kanaríeyjum.
Það voru stúlka frá írlandi, sem
kynnti nýjar lausnir í dulmálskóð-
un, og ungur Pólverji, með verkefni
þar sem notaðar voru gróðurfléttur
sem vísir á iðnaðarmengun, sem
deildu fyrstu verðlaununum með ís-
lendingunum. -GAR
F.v.: Tryggvi Kjartansson, Páll Melsteð, Sverrir Guðmundsson.
Tll hamingju
með afmælið
3. október
80 ára
Bjarni Helgason,
Suðurgötu 38, Hafnarfirði.
Sveinbjörn Sigurðsson
byggingameistari,
Miðleiti 7, Reykjavík.
Sveinbjöm tekur á móti gestum
að heimili sínu í sal. Hann
afþakkar gjafir en bendir á
Byggingarsjóð Reykjalundar.
70 ára
Gunnar Finnsson,
Túngötu 7, Ólafsfirði.
Ingibjörg Ólafsdóttir,
Hamai'sstíg 18, Akureyri.
María Pétursdóttir,
Suðurbraut 2, Hafnarfirði.
60 ára__________________
Bjöm Ómar Jónsson,
Víðihlíð 43, Reykjavík.
Einar Hálfdánsson,
Holtastig 18, Bolungarvík.
Hanna Sigurbjörg
Kjartansdóttir,
Reynimel 22, Reykjavík.
50 ára
Dagmar Þóra Bergmann,
Funafold 26, Reykjavik.
Gunnar Eiríkur Hubner,
Sjávargrund lOb, Garðabæ.
Hannes Stefánsson,
Vogi, Selfossi.
Lúðvík Finnsson,
Heiðarbóli 51, Keflavík.
Sigursveinn Hallsson,
Litluhlíð 5b, Akureyri.
Soffía Árnadóttir,
Funalind 9, Kópavogi.
Þómí Eiríksdóttir,
Ásbúð 28, Garðabæ.
40 ára
Anna Þórdís Guðmundsdóttir,
Hlíðarhjalla 1, Kópavogi.
Guðlaug Jónína Ágústsdóttir,
Nestúni 2, Stykkishólmi.
Hafliði Gunnarsson,
Dvergagili 2, Akureyri.
Hallgrímur P. Gústafsson,
Suðlbr. 15, Baldurshaga
Reykjavík.
Hermann Þ. Waldorff,
Selsvöllum 5, Grindavík.
Hrafnhildur Ingibergsdóttir,
Lækjarbergi 46, Hafnarfirði.
Kristján Már Gunnarsson,
Lóurima 29, Selfossi.
Linda Valbergsdóttir,
Goðalandi 10, Reykjavík.
Oddbjörg Ragnarsdóttir,
Skógarhjalla 11, Kópavogi.
Reynir Gunnlaugsson,
Grettisgötu 32, Reykjavík.
Rósa Dagný Grétarsdóttir,
Fifuseli 14, Reykjavík.
Sigrún Valgeirsdóttir,
Háteigsvegi 23, Reykjavík.
Sigurjón Hjörtur Magnússon,
Leiðhömrum 19, Reykjavík.
Stefán R. Sigurbjörnsson,
Miðvangi 1, Bakkafirði.
Dýr kunna ekki umferöarregiur.
Höldum þeim frá vesunum.
tffUMFERÐAR l. \
http://www.umferd.ls ráð