Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1999, Síða 68

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1999, Síða 68
FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Stöð 2 og Bylgjan með morgunsjón- varp „Við höfum unnið að þessu verk- efni frá í vor og farið vel yfir allar mögulegar forsendur morgunsjón- varps. Það er því ekki hægt að líta á ákvörðun okkar sem viðbrögð við nýj- ustu útspilum á sjónvarpsmark- aðnum. Þetta var alltaf spuming um hvenær en ekki hvort við hæfum útsendingar á morgnana," sagði Hreggviður Jóns- son, forstjóri ís- lenska útvarpsfé- lagsins, við DV. Ákveðið hefur Hreggviður LJónsson. verið að Stöð 2 og Bylgjan hefji sam- eiginlega útsendingu á morgunsjón- varpi 1. nóvember. Morgimsjónvarpið er sameiginlegt verkefni Stöðvar 2 og Bylgjunnar og verður sent út í opinni dagskrá á rásum beggja miðla frá kl. 7-9. - Hvað fær fólk að sjá í morgun- sjónvarpi? „Þarna verða fréttir, veðurfréttir, íþróttafréttir auk fjölbreytts efnis á léttum nótum um dægurmál og hvað ^ina í mannlífmu. Fréttir frá frétta- stofu verða strax klukkan 7 og síðan 7.30, 8, 8.30 og 9,“ segir Hreggviður. Því er við að bæta að kvöldfréttatími Stöðvar 2 kl. 10.30 feliur niður. -hlh Átján árekstrar Átján árekstrar urðu í fostudags- umferðinni Reykjavík í gær, á tíma- bilinu frá kl. 7 til kl. 18. Frekar hvasst var en skilyrði annars ágæt. Engin alvarleg meiðsl urðu á fólki en nokkurt eignatjón. -hlh Spánn iT/Jf MERKILEGA MERKIVELIN brother PT-igQQ_ Islenskir stafir 5 leturstærðir 8 leturgerðir 6, 9 og 12 mm prentborðar Prentar I tvær línur Verð kr. 6.603 Nýbýlavegi 14 Sími 554 4443 Þessir þjóðþekktu menn tóku tal saman að afiokinni setningu Aiþingis í gær. í þeirri umræðu kom í Ijós að það var ekki einungis Ólafur Ragnar Grímsson forseti sem hafði axlarbrotnað. Páll Pétursson alþingismaður hafði áður fyrr orðið fyrir þeirri reynslu, svo og biskupinn, herra Karl Sigurbjörnsson. Við þessi tíðindi varð Davíð Oddssyni forsætisráðherra að orði að þeir væru svo sannarlega allir margbrotnir menn. Sjá bls. 2 DV-mynd GVA Bréfberar kvarta undan drápsklyfjum: Óhóflegt álag - bök og liöþófar í hnjám gefa sig „Álagið er óhóflegt á bréfberum vegna aukinnar þyngdar á pósti,“ sagði Thelma Ásdísardóttir. Hún hefur verið bréfberi í Hafn- arfirði að undanfómu en hefur nú látið af því starfi. Bréfberar hafa kvartað mjög undan auknu álagi, enda kannast flestir við alls konar auglýsingablöð og bæklinga sem streyma inn um póstlúgumar á hverjum degi. Theíma sagði, að bréfberar hefðu efnt til tveggja funda að undan- fomu. Þar hafi fólk komið saman og lýst áhyggjum sínum með. Yflr- mönnum íslandspósts hefði verið boðið á fyrri fundinn. Þeir hefðu síðan fengið 3ja vikna frest til úr- bóta. I fyrradag hefði verið haldinn annar fundur. Þar var bréfbenun tjáð, að til stæði að halda líkams- beitingarnámskeiö. Thelma sagði að slíkt námskeið létti póstburðarpok- ana ekkert. Hins vegar hefði komið fram, að af stað væri farin aðgerð til að fá fólk til að merkja póstlúgum- ar betur. „íslandspóstur hefur verið með skýra stefnu um að mæla upp hverf- in, sem er mjög af hinu góða,“ sagði Thelma. „Þá minnka væntanlega mörg hverfi og þar með álagið. En þetta gengur allt svo hægt. Meðan þeir em með þetta í athugun og em að spá og spekúlera eru bök að fara og liðþófamir. í hnjánum að gefa sig. Þetta er ófremdarástand eins og það er í dag. Stundum eri allt upp undir 80 kíló af pósti í 50 prósent hverfið, sem þýða 160 kíló í hverfið í heild.“ Þuríður Einarsdóttir, formaður Póstmannafélags íslands, sagði við DV, að dropinn sem fyllti mælinn hefði verið að um síðustu mánaða- mót hefði vantað starfsmenn, auk þess sem póstmagn hefði verið mik- ið. Sumir hefðu unnið tvöfalda vinnu. „Póstmagnið hefur verið að smáaukast en keyrði um þverbak fyrir ári síðan.“ Þuríður sagði að fram hefði kom- ið á síðari fundi bréfbera, að sum- um hefði þótt lítið hafa.gerst til úr- bóta að hálfu íslandspósts, meðan öðrum hefði þótt málin komin í nokkuð gott horf. íslandspóstm- hefði boðað á fundinum í fýrradag að stöðugt væri unnið að því að koma málum til betri vegar. -JSS Veöriö á morgun: Hægviðri Hæg vestlæg átt og dálítil súld allra vestast, norðan 10-15 m/s og skúr- ir allra austast en annars hæg vestlæg átt og víðast léttskýjaö. Hiti 0 til 6 stig, mildast suðvestan til. Veðrið á mánudag: Votviðri Suðvestan 8-13 m/s og rigning, einkum vestan til. Hiti 5 til 10 stig. Veðrið í dag er á bls. 73.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.