Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1999, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1999, Page 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 1999 Fréttir Nýtt „Flókamál“ 1 uppsiglingu í Háteigskirkju: Organistinn rekinn - sagt upp í tölvupósti Pavel Manásek, organista í Háteigskirkju í fjölda ára, hefur verið sagt upp störf- um. Pavel er Tékki og hefur dvalið í heimalandi sínu frá áramótum, þar sem hann hefur verið við framhalds- nám, en hugðist mæta til organistastarfa sinna í Há- teigskirkju innan fárra mánaða. Gert er ráð fyrir að staðgengill hans, Bretinn Douglas Brotchie, verði ráð- inn í hans stað, en Dogulas er vinsæll undirleikari og hefur meðal annars unnið mikið með Sigrúnu Hjálmtýsdóttur. Vilhjálmur Siggeirsson, formaður sóknarnefndar í Háteigssókn, kannaðist ekki við að hafa rekið organist- ann en organistaskipti væru Háteigskirkja: vett- vangur organista- deilna. hugsanleg: „Við erum með kór- og tónlistar- starfið í kirkjunni í endurskoðun og verð- um að fá starfsfrið við það,“ sagði sóknar- nefndarformaðurinn, en séra Tómas Sveins- son sóknarprestur vissi hins vegar að búið væri að reka org- anistann. „Við ætlum að leggja meiri áherslu á almennan söng og kórstarf og verðum því að breyta til.“ - Var Tékkinn ekki nógu góður í það? „Það eru áhöld um það,“ sagði séra Tómas Sveinsson. Töluverður kurr er i Pavel Manásek organisti. Háteigssókn vegna brottreksturs organistans og skiptast sóknarbörn í tvær fylkingar eins og forðum í Langholtssókn þegar séra Flóki deildi við organistann þar. Enda hafa sóknarbörn á orði að upp sé að koma nýtt „FlókamáT' í Háteigs- sókn. Pavel Manásek hefur verið búsettur hér á landi í tæpan áratug og er íslenskur ríkisborgari. Hann hefur sem fyrr greindi verið í árs- leyfi við nám i Tékklandi og fékk uppsögn sína senda þangað í tölvu- pósti en þar stóð m.a.: „Með vísan til 11. greinar ráðningarsamnings þins er þér hér með sagt upp störf- um sem organisti og kórstjóri Há- teigssóknar með þriggja mánaða fyrirvara... Ráðningu þinni lýkur um næstu áramót. Ekki er óskað eftir vinnuframlagi þínu í uppsagn- arfrestinum." -EIR Stefnuræða forsætisráðherra: Undirliggjandi verðbólga „Innlendir og erlendir sérfræð- ingar í efnahagsmálum og hagstjórn velkjast ekki í vafa. Þeirra sam- dóma álit er að þar hafi ráðið mestu þær markaðsumbætur og það efna- hagslega aðhald sem hefur ríkt,“ sagði Davíð Oddsson forsætisráð- herra í stefnuræðu sinni á Alþingi í gærkvöld um orsakir góðærisins. „Samkeppni hefur verið efld um leið og leikreglur efnahagslífsins hafa verið gerðar skýrari og einfald- ari og losað hefur verið um þau helj- artök sem ríkisvaldið hafði áður,“ sagði Davíð. Margrét Frímannsdóttir, talsmaður Samfylkingarinnar, sagði stefnu- ræðu forsætisráðherra rýra. Davíð sagði undirliggjandi verð- bólgu vera í efnahagskerfinu en hluti vandans væri ekki á áhrifasviði ríkisstjórnarinnar. „Við þekkjum öll miklar bensín- og olíu- verðshækkanir. Þeirra rót er ekki i Davíð Oddsson forsætisráðherra flytur stefnuræðu sína á Alþingi í gærkvöld. okkar kerfl. Við sjáum að fákeppni og uppkaup á matvælamarkaði hafa leitt til hærra vöruverðs en nokkrar skynsamlegar skýringar eru á. Við sjáum að lóðaskortur hefur ýtt und- ir hækkun á fasteignaverði. Að mati Fjármálaeftirlitsins hafa hin ís- lensku tryggingafélög gengið lengra í hækkunum sínum en full rök eru fyrir," sagði hann. Davíð sagði þó rót hinnar eigin- legu verðþenslu vera of mikinn hraða á efnahagslíflnu. „Svarið er því að hægja dálítið á án þess að klossbremsað sé,“ sagði hann. Forsætisráðherra sagð útboðsfyr- irkomulag við sölu á hlut ríkisins í Fjárfestingarbankanum hafa fallið í góðan jarðveg. „Það er gegnsætt og skýrt og leysti farsællega þann vanda sem upp var kominn." Spilavíti Stjórnarandstaðan gagnrýndi inni- hald stefnuræðu forsætisráðherra harðlega, m.a. fyrir að minnast ekki á kjör hinna verst settu en vitna aðeins í meðaltöl um hag fólks þegar ljóst væri að sumir hefðu fengið miklu minna en aðrir í sinn hlut af góðær- inu. „í stefnuræðunni bólaði ekki á neinum vilja til að taka á þessari óréttlátu tekjuskiptingu," sagði Mar- grét Frímannsdóttir, talsmaður Sam- fylkingarinnar. Bæði Margrét og Sighvatur Björg- vinsson, þingmaður Samfylkingarinn- ar, ræddu söluna á Fjárfestingarbank- anum og töldu brýnt að settar væru skýrar reglur um viðskipti með slík bréf en að stjómvöld ættu ekki að skera úr um hverjir ættu að vera - eða ekki að vera - eigendur bréfanna. Ögmundur Jónasson, þingmað- ur VG, gagnrýndi markaðsstefnu ríkisstjórnarinnar harðlega og sagði m.a. að íslendingum liði eins og í spilavíti. Sverrir Hermannsson, formað- ur Frjálslynda flokksins, sagðist telja hroflvekju fram undan í þjóðarbúskapnum. Finnur Ingólfsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, lýsti því yfir í gær að hann hygðist, leggja fram tillögu um að Alþingi tæki af- stöðu til framhalds á framkvæmd- um við Fljótsdalsvirkjun. Finnur sagði fimm meginástæður vera fyrir velsæld íslendinga, m.a. raunsæja stefnu ríkisstjórnarinn- ar og skynsamlega kjarasamn- inga. -GAR Vantrauststillagan kom Finni Ingólfssyni ekki á óvart: Þekki manninn og vinnubrögðin „Þessi framganga Óskars kem- ur mér ekki á óvart, ég þekki manninn og vinnubrögðin," sagði Finnur Ingólfsson iðnaðarráð- herra um vantrauststillögu þá sem Óskar Bergson flutti á for- ystu Frámsóknarfélags Reykja- víkur um helgina. Óskar hefur sagt sig úr stjórn félagsins. Tiflag- an var fellt með fimm atkvæða mun. Aðalsteinn Magnússon for- maður stjórnarinnar sagði við DV, að hann myndi sitja út tíma- bilið, en ekki gefa kost á sér aftur nema vera viss um að hann nyti meiri stuðnings en þessi niður- staða sýndi. Finnur sagði að oft hefðu verið dálitlar væringar innan flokksins í Reykjavík. Hann teldi samt að það væri frið- vænlegra í hon- um nú heldur en oft áður. „Það kom fram á þessum fundi, að kjörnir full- trúar, þ.e. þing- menn og borgar- fulltrúar flokks- ins væru ekki í nógu miklu lif- andi sambandi við hinn almenna flokksmann," sagði Finnur. „í hópi þessara kjörnu fufltrúa er Óskar Bergs- son, sem er varaborgarfulltrúi. Tillagan um vantraust á Aðal- stein kemur að mörgu leyti, að því er mér finnst, úr hörðustu átt. Aðalsteinn hefur verið duglegur í starfi. Á ári kosninga hlýtur starf- ið fyrst og fremst að snúast um þær. Kosningastarfið hjá okkur var mjög öflugt, þó svo árangur- inn hafi ekki verið eins og við helst vildum að hann yrði. Ég man hins vegar ekki eftir að hafa séð Óskar Bergsson einn einasta klukkutíma í kosningabaráttunni hjá okkur, þrátt fyrir að vera stjórnarmaður I Framsóknarfé- lagi Reykjavíkur. Hann ber fram vantraust á mann sem hann er búinn að sitja með í ár í um- ræddri stjórn." Aðspurður um hvort Óskar hefði komið aftan að félögum sín- um í framsóknarfélaginu með til- lögunni, sagði Finnur að hann hefði gert það. Fundurinn hafi ekki verið fjölmennur. Óskar hafi safnað sinu fólki til hans, en ekki hefi tekist betur til en svo að til- lagan hafi verið felld. „Ég held að það sé af og frá að við, ráðherrar flokksins, höfum lítið sem ekkert samband við hinn almenna flokksmann. Þeim framsóknarmönnum sem vilja hefur verið boðið upp á að taka þátt i miklu nefndarstarfi innan flokksins á mínum vegum. Þar hafa enn getað skráð sig til þátt- töku í stefnumótunarstarfi og málefnastarfi í málaflokkum sem undir mig heyra. Óskar Bergsson hefur ekki tilkynnt þátttöku." Sjá einnig bls.13 -JSS Finnur Ingólfs- son. Stuttar fréttir i>v Hillary til Keiko Stefnt er að því að Hillary Clint- on, forsetafrú Bandaríkjanna, sem verður á íslandi frá föstudegi tfl sunnudags, fari til Vestmanna- eyja, fari þar í skoðunarferðir og kynni sér Keiko-verkefnið. Samkvæmt upp- lýsingum Morgunblaðsins hafa hóp- ar aðstoðarmanna forsetafrúarinn- ar farið til Vestmannaeyja nýlega að undirbúa heimsóknina. Auk Eyjaferðar er m.a. stefnt að því að frú Clinton fari til Þingvalla og hitti þar Davíð Oddsson forsætisráð- herra. Mbl. sagði frá. Snjóleysisstyrkur Sökum snjóleysis í Kerlingar- fjöllum, sem leiddi til tekjutaps Skíðaskólans, er áætlað fyrir 3ja milljóna framlagi honum til styrktar í óskiptum lið mennta- málaráðuneytisins í nýju fjárlaga- frumvarpi. Þessar 3 milljónir kæmu til viðbótar 12,5 milljóna framlagi sem skólinn fékk á árun- um 1997 og 1998 og lagt er til að hann fái enn 2,4 milljónir í fjárlög- um ársins 2001. Dagur sagði frá. íslensk miðlun á Húsavík? íslensk miðlun á í viðræðum við Húsavíkurbæ, Húnaþing vestra og Blönduósbæ um að setja á laggirnar staifsstöðvar á Húsa- vík, á Blönduósi og Hvamms- tanga. Fyrirtækið rekur þegar starfsstöð á Raufarhöfn og innan skamms verður opnuð stöð í Ólafsfirði. RÚV sagði frá. Alger flatneskja „Ég held að þetta sé flatasta stefnuræða forsætisráðherra sem ég hef lesið og hef ég þó lesið þær æði marg- ar. Hún er svo flöt að hún ætti betur við í Hollandi. Þarna er um að ræða sama góðæris- vaðalinn sem við höfum svó oft heyrt. Ræðan jaðrar við að vera sjálfshól á köflum," segir Stein- gímur J. Sigfússon í Degi. Aukin verkefni Verkefni stóru sjúkrahúsanna tveggja í Reykjavík hafa aukist tals- vert á þessu ári og segir Magnús Pétursson, forstjóri sjúkrahúsanna í Reykjavík, að í því felist aukinn kostnaður. Segir hann að um þús- und fleiri sjúklingar hafi komið á vefrænar deildir Landspítala á fyrri hluta þessa árs en sömu mánuði í fyrra. Mbl. sagði frá. Stærstu göngin Vatni var hleypt á aðrennslis- skurð Sultartangavirkjunar um helgina, en gert er ráð fyrir að að- rennslisgöngin fyllist í kvöld. Þjórsá er þar með veitt um stærstu göng landsins. RÚV sagði frá. Beðið um skýrslu Þingflokkur Samfylkingarinnar hefur lagt fram á Alþingi beiðni um skýrslu frá viðskiptaráðherra um úttekt á stjórnunar- og eignatengsl- um milli fyrirtækja sem starfa á ís- lenskum rnarkaði. Dagur sagði frá. Skuldalækkun fátækra Geir H. Haarde fjármálaráð- herra segir að íslensk stjórnvöld verði að gera upp við sig I livort þau vilja taka þátt í að 1 lækka skuldir gr fátækustu þjóða pL heims. Um H JjÉ þessa alþjóð- Æ legu skulda- ■BK. -1 mtt lækkun var rætt á ársfundi Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins, sem var haldinn í síðustu viku, en þar komu saman fjármálaráðherrar flestra ríkja og þróunarmálaráð- herrar, ásamt helstu flármálasér- fræðingum. Mbl. segir frá. -GAR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.