Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1999, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1999, Side 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 1999 Fréttir DV Bréfavinkonur Svava og Lilly hittast í fyrsta sinn eftir áratuga bréfaskipti: Eins og við höf- um alltaf þekkst Svava Torfadóttir og Lilly Otting hafa skrifast á í áratugi. Eftir liggja bunkar af bréfum, jólakortum og fjöiskyldumyndum, sem þær hafa sent hvor annarri í gegnum tíðina, þótt sumt sé nú glatað. DV-mynd Hilmar Þór. „Það er eins og við höfum alltaf þekkst," sögðu þær Lilly Otting og Svava Torfadóttir þegar DV hitti þær á heimili hinnar síðamefndu. Vissulega höfðu þær haft samband um áratugaskeið en aldrei hist fyrr en nú. Lilly er frá Glomfjörd í Norð- ur-Noregi og kom hingað til lands til þess að hitta konuna sem hún hafði skrifast á við I tugi ára, en Leiðrétting: Kópavogslög- reglan en ekki sú reykvíska Missagt var í DV í gær að lögregl- an í Reykjavík hefði handtekið par við verslunarmiðstöðina Smáratorg með um hálft kiló af hassi. Hið rétta er að það var lögreglan í Kópavogi sem handtók fólkið sem var með um 1,6 kíló af hassi. aldrei séð - og það urðu miklir fagn- aðarfundir. Upphafið að sambandi Svövu og Lillyjar var á árunum 1945-1946 þeg- ar íslenskir kennarar tóku sig til og söfnuðu fyrir börn í Norður-Noregi sem lent höfðu í hörmungum seinni heimsstyrjaldarinnar. Svava er frá Vestmannaeyjum. Þar var haldin skemmtun í samkomuhúsinu til styrktar norsku bömunum. Síðan voru útbúnir pakkar og sendir til Norður-Noregs. Lilly man enn hvað var í hennar pakka: „Það voru kjóll og skór, raunar háhælaðir skór, sem ekki var hægt að nota í sveit- inni,“ sagði hún. Norsku bömin þökkuðu fyrir sig og sendu heimilisfóng sín hingað til lands, ef einhver vildi skrifast á við þau. Þar með hófust bréfaskipti Svövu og Lillyar, sem hafa staðið nær óslitið fram á þennan dag. Eft- ir stendur fjöldinn allur af bréfum, jólakortum og fjölskyldumyndum sem fór á milli þeirra. Svava skrifaði á islensku og Lilly á norsku en það háði samskiptum þeirra ekkert. „Við skrifuðum um heimilið, börnin, bamabömin og fleira á þeim nótum.“ Vann drauminn Lilly hafði lengi langað til að kom- ast til íslands og heimsækja Svövu. Nýlega áttu hún sjötugsafmæli og þar að auki gullbrúðkaup. Dætur hennar fóru að athuga hvaða mögu- leikar væra á að láta íslandsdraum hennar rætast. í Norsk ukeblad er þáttur sem heitir: Vinn en dröm. Dæturnar skrifuðu blaðinu og sögðu frá málavöxtum. Það varð úr að Lilly vann draum. Þá upphófst mikið leynimakk við að koma ferðinni í kring án þess að hún kæmist að því. Lilly fékk ekki að vita neitt fyrr en viku áður en hún lagði af stað hing- að til lands. Hún hélt í fyrstu að ver- ið væri að gabba hana en svo var búið að búa um hnútana að Svava skrifaði henni bréf, óskaði henni til hamingju með afmælið og bauð hana velkomna tO íslands. „Þá varð ég orðlaus," sagði Lilly. Hingað fylgdi henni blaðamaður frá Norsk Ukeblad sem aflaði efnis í grein um heimsókn hennar hingað. „Það var frábært að fá tækifæri til að hittast," sögðu vinkonurnar. „Við náum mjög vel saman og virðumst meira að segja eiga sömu áhugamál- in.“ Þær hafa notað tímann tfl að spjalla saman. Svo hafa þær ferðast um og m.a. farið á Þingvöll, Gullfoss og Geysi. Þær voru að koma úr Perlunni þegar blaðamaður hitti þær. Landið kom Lflly ekki alveg á óvart því hún hefur horft á sjón- varpsþætti og lesið sér til um það. „En það var samt eins og ævintýri að koma hingað," sagði þessi hressa kona sem hélt í gær áleiðis til síns heima í Glomfjord. -JSS Stjórnmálamaður árþúsundsins: Jón Sigurðsson valinn Jón Sigurðs- son (1811-1879) var valinn stjórn- málamaður ár- þúsundsins í kosningu hér á Vísi.is sem lauk á miðnætti. Hann hlaut 39% at- kvæða. Jón Bald- vin Hannibals- son (1939) kom næstur á eftir honum með 30,9% atkvæða. 1 þriðja sæti lenti sitj- andi forsætisráðherra, Davíð Oddsson (1948), með 13% atkvæða. Kosning þessi er liður í uppgjöri íslandssögunnar sem heitir ís- Jón Sigurðsson. lands 1000 ár. Það eru DV, Bylgjan, SS og Vísir.is sem að baki því standa. Ingibjörg Sólrún Gísladótt- ir (1954) borgar- stjóri var eina konan í hópi þeirra sem hlutu flestar tilnefning- ar, en hún hlaut 10,5% atkvæða. Ólafúr Thors (1892-1964) hlaut 6% atkvæða og Jón Þorláksson (1877-1935) 1%. Þátttakendur í kosningunni vora 1778. Jón Baldvin Hannibalsson. A5 niðurlotum komin Dagfari heyrði frétt á dög- unum þess efhis að þjóðin væri að fitna. íslendingar væru að verða svínfeitir. í óefni stefndi ef ekkert yrði að gert. Þetta ætti ekki síst við um unga ís- lendinga, kynslóðina sem erfa á landið. Þetta er að söhnu dapurleg staða eftir líkamsræktaræði síðustu ára þar sem fitukeppunum hefur verið sagt stríð á hend- ur í sérútbúnum púlsölum og heilsulindum. Eða allt mjöl- og fjörefnaátið. Það er deginum ljósara að íslendingar verða að fara að hugsa sín mál. Ef marka má fyrrnefndar fréttir verða þeir brátt að niðurlotum komnir vegna fitu. Er þá illa komið fyrir afkomendum Gunnars á Hlíðarenda og fleiri kappa sem stukku hæð sína og brugðu níðþungum vopnum eins og ekkert væri. En það eru ekki allir sem vilja tileinka sér þann lífsstíl að vera sífellt að puða, hoppa og hía heldur vilja sumir kúra heima í sófa og taka það rólega að loknum vinnudegi. Slappa af. Þeir fara ekki nema tilneyddir í stöku göngutúra. Þessir ágætu íslendingar, sem eru reyndar einnig undan glæstum fomköppum eins og puðararnir, eiga ekki önnur ráð, vilji þeir ekki drepast úr offitu- sjúkdómum, en að segja offitunni stríð á hendur meö því að borða hollari mat. Borða meira græn- meti og ávexti í samræmi við manneldismarkmið. En grænmetið er svo dýrt að hagsýnar húsmæður kaupa heldur feitt kjet. Þetta er ójafn leikur. Svo ójafn að meira að segja puðararnir eiga í vök að verjast. Offitan og óttinn við fitukeppina á sér öflugan bandamann í of- urtollunum. Þarna er hrein- lega við ofurefli að etja og vart á færi annarra en kappa eins og Gunnars á Hlíðar- enda að ráða niðurlögum þessa skrímslis sem virðist hafa það að markmiði að drepa íslendinga, ef ekki íjár- hagslega þá í bókstaflegri merkingu. Nútímamenn vildu gjam- an geta reitt sig á fomar hetj- ur en eiga ekki í önnur hús að venda en læknana. En læknamir, sem boða græn- metis- og ávaxtaát, era ekki hótinu betur settir. Bandalag offitu og ofurtolla á sér nefnilega traustan bak- hjarl í ráðherra sem kennir sig við sjálfan Gunn- ar á Hlíðarenda þegar vel liggur á honum. Er nema von að þjóðin sé aö niðurlotum komin? sandkorn Á „tölvunámskeiði" í Degi mátti á dögunum lesa að fá- mennt en góðmennt væri í Ráðhús- inu. Blaðið leitaði skýringa á fámenn- inu á þessum fjölmenna vinnustað og ræddi í því sambandi við Helga Pét- ursson borgarfullrúa. Svaraði Helgi því til fjöldi starfsmanna hefði brugðið sér út fyrir bæinn, nánar tiltekið i Reykholt, á tölvunámskeið. Þar sem tölvunámskeið eru nú einu sinni fastm- liður í end- urmenntun fólks á skrifstofum var svar Helga tekið gott og gilt. Síðan hefur hins vegar komist upp um strákinn Tuma, eins og reyndar alltaf gerist. Hið rétta er að starfsfólk Ráðhússins var á sál- fræðinámskeiði. Þvi er spurt hvort Helgi hafi ekki haft hugmynd um hvað mannskapurinn var að gera í sveitinni eða bara verið svona feim- inn við að segja eins og var ... Tárið Hinn yfirvegaði landbúnaðarráð- herra, Guðni Ágústsson, hefur eins og aðrir landsmenn fylgst grannt með ferseta íslands og ástarmálum hans. I síðustu viku var Guöni í viötali við DV. Þetta var skömmu eftir að Gunnar V. Andrésson, Ijós- myndari DV, tók frægar myndir af for- setanum þar sem tárvot Doritt Moussaieff hlúði að honum axlar- brotnum. Eftir við- talið var landbúnaðar- ráðherra spurður hvort ekki mætti taka af honum ljósmynd sem fylgja myndi frétt um samþjöppun í græn- metisgeira. Þá svaraði Guðni með al- vöruþunga: „Mér væri einstakur heiður að þvi ef Gunnar V. Andrés- son fengist til að mynda mig. Hann er maðurinn sem myndaði tárið ...“ Mætið bara Það þykir heldur klént þegar sjón- varpsstöðvarnar okkar eru með beina útsendingu frá íþróttaviðbmrðum og verða síðan að hætta útsendingu áður en þeim viðburði er lokið. Þetta henti þá á Sýn um síðustu helgi. Þá var stöðin með margauglýsta út- sendingu frá kapp- reiðum Fáks. Komið var að síðustu keppnisgreininni, úrslitum í 800 metra hlaupi, þegar Snorri Sturluson íþróttafréttamaður til- kynnti að nú væri komið að ensku knattspymunni. Snorri bað þá sem hefðu áhuga á að sjá 800 mefra hlaup- ið vinsamlega að mæta bara á keppn- isstað, þótt ekki væru nema örfáar mínútur þar til hlaupið átti að hefjast. Á Sýn tóku hins vegar við auglýsing- ar í 15 mínútur, eða þar til enska knattspyman hófst... Hring eftir hring Guðmundur Ámi Stefánsson hef- ur blásið lífi í vefsíðu sína á ný eftir kyrrstöðu í sumar. Þar gerir hann kosningaloforð Framsóknar um millj- arð til baráttunnar gegn fikniefna- vandanum að umræðu- efni. Guðmundur segir umræðu síðustu vikna hafa leitt í ljós að djúpt sé á þessum Qármunum. í stað þess að drífa í mál- inu hafi verið gripið til þess ráðs að setja í málið nefnd til að fara yfir það og skoða. minnið svíkur ekki Sandkornsritara hafa nefndir þegar starfað vegna máls- ins og eðlilegt að spurt sé af hverju farinn sé enn einn hringurinn. Eitt- hvað virðist þetta hástemmda loforð ætla að þvælast fyrir Framsókn ... Umsjón Haukur L. Hauksson Netfang: sandkorn @ff. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.