Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1999, Side 6
6
ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 1999
Neytendur
Umhirða húðarinnar:
Verndum húð-
ina í vetur
Húð okkar er háð stöðugum
breytingum allt frá æsku til hárrar
elli en árstíðirnar hafa einnig mis-
munandi áhrif á húðina. Nú þegar
veturinn er á næsta leiti með kulda
og snjó þarfnast húðin aukinnar
umhirðu og vemdunar.
Hlutverk og útlit húðarinnar
Húðin gegnir ýmsum mikilvæg-
um störfum. Hún dregur m.a. úr
rakatapi líkamans og ver hann gegn
áverkum. Húðin tekur einnig þátt i
hitastjómun líkamans með svita-
myndun og er eitt helsta skynfæri
líkamans.
Húðin er lifandi vefur og unglegt
yfirbragð hennar, ferskleiki og
ljómi em undir því komin að full-
komið jafnvægi sé í þeim frumum
og vefjum sem hún er gerð úr. Leð-
urhúðin og húðþekjan skipta mestu
máli fyrir útlit húðarinnar. í leður-
húðinni eru bandvefsfrumur mikil-
vægastar þvi þær framleiða prótín
sem ákvarða mýkt húðarinnar.
Þessi prótín em meðal annars
kollagen sem er aðalstuðningspró-
tiniö í húðinni og elastín sem gefur
húðinni teygjanleika og mýkt. Leð-
urhúðin vinnur einnig úr næringu
fyrir alla húðina sem er ómissandi
fyrir endurnýjun frumnanna.
Húðþekjan er hinn sýnilegi hluti
húðarinnar. Á mörkum húðþekj-
unnar og leðurhúðarinnar em svo-
kallaöar þekjufrumur framleiddar.
Þessar frumur fyllast smám saman
af hornefni og færast upp á við aö
yfirborði húðþekjunnar þar sem
þær mynda hornlagiö. Húðfrumum-
ar endurnýjast samkvæmt
ákveðnu hringferli á
um 28 daga fresti.
Mismunandi
húðgerðir
Rakastig húðarinnar
getur verið ákaflega mis-
jafnt eftir mönnum því
sumir eru með þurra húð,
aðrir blandaða og enn aðr-
ir feita húð.
Þurr húð virðist mjög
fíngerð og þétt. Hún flagnar ,
mjög auðveldlega og er við-
kvæm fyrir áhrifum veðurs,
sérstaklega kulda. Þurr húð
verður gjaman rauð og bólgin.
Ekki er nauðsynlegt að nota
sterk hreinsiefni á þuma húð og
þeir sem era með slíka húðgerð
ættu að takmarka notkun basískra
sápa sem nema á brott húðfituna.
Best er að nota milda hreinsimjólk
og gott er að bera eimaö vatn, kælt
Umhirða húðarinnar skiptir miklu máli, sérstaklega á veturna þegar veður eru rysjótt og húðin þarfnast verndar gegn
kulda og vindi.
kamillute eða jafnvel léttmjólk á
húðina eftir hreinsun.
Á daginn er best að bera létt og
nærandi dagkrem á þurra húð en ef
kalt er í veðri og mikið rok er rétt
að nota feitt dagkrem til að vemda
húðina og koma í veg fyrir ofþom-
un.
Feit húð er þykk og glansandi
vegna fit-
Hollt mataræði skiptir miklu máli við
umhirðu húðarinnar.
henni. Blóðstreymi til húðarinnar
er venjulega minna í feitri húð en
þurri og feit húð hefur frekar til-
hneigingu til að fá fílapensla og ból-
ur en þurr húð vegna ofvirkra fitu-
kirtla.
Feita húð má hreinsa með vatni
og basískum sápum sem eyða fit-
unni að einhverju leyti. Ef húðin er
mjög óhrein og feit er gott að nota
hreinsimjólk og vatnssækna olíu.
Mikilvægt er að andlitsvatn-
ið sem notað er sé dálítið
súrt eða innihaldi alkó-
hól sem dregur úr um-
framfitu í húðinni.
Bólótta andlitshluta er
gott að skola upp úr
kamfóruvatni.
Þeir sem eru með feita
húð ættu að stilla notk-
un farða og annarra
snyrtivara í hóf. Ólíkt
þurri húð þarf feit húð
heldur ekki næringarkrem
á hverjum degi. Til að bæta
ástand feitrar húðar er mikil-
vægt að borða hollan og
vítamínríkan mat. Einnig eru
gufuböð, ferskt loft, íþróttir og góð-
ur nætursvefn góð fegranarmeðöl.
Öldrun húðarinnar
Einkenni aldraðrar húðar koma
fram bæði í efri og neðri frumulög-
um húðarinnar. Totutappar sem
binda og festa efra húðlagið við þau
neðri slappast, bandvefur og teygj-
anlegar trefjar leðurhúöarinnar
missa þanþol sitt og stinnleika og
fituvefur neðsta húðlagsins rýrnar.
Allar þessar breytingar leiða til
hmkkumyndunar. Ekki er hægt að
koma algjörlega í veg fyrir hrukku-
myndun en góð umhirða og matar-
æði getur hægt á henni og haldið
húðinni fallegri.
Með aldrinum verður húðin yfir-
leitt þurrari en áður og þá er mikil-
vægt að nota mild hreinsiefni sem
fjarlægja sem minnst af húðfitunni.
Einnig er mikilvægt að nota gott
andlitsvatn að hreinsun lokinni
sem örvar blóðstreymi í húðinni og
hleypir lit í kinnar. Einnig er gott
aö nota heita jurtabakstra á aldraða
húð því þeir auka blóðstreymið,
styrkja stoðkerfið og auka starfsemi
svitakirtlanna sem hreinsa þar með
út alls kyns úrgangsefni í húöinni.
Auk áðumefndra ráða er gott að
nudda andlitið vel kvölds og
morgna til að auka blóðstreymið og
halda hrukkunum mjúkum og teygj-
anlegum. Strekkjandi andlitsmask-
ar geta einnig gert aldraðri húð gott
með þvi að slétta húðina og gefa
henni fallega áferð. -GLM
Hollt og gott
spínatsalat
Þetta holla og góða spínatsalat er
ættað frá Frakklandi.
Uppskrift
7 msk. ólífuolía
2 msk. edik
2 niðursöxuð hvítlauksrif
1 tsk. Dijon-sinnep
12 steiktar risarækjur í skel
250 g steikt beikon, skorið í litla
bita
spínatlauf
1/2 salathöfuð, t.d. jöklasalat eða
lambhagasalat, rifið niður
salt og svartur pipar.
Aðferð
1) Til að búa til salatsósuna á að
píska saman 6 msk. af ólífuolíunni,
edikið, hvítlauksrifin, sinnepið og
kryddið á lítilli pönnu. Hitið á pönn-
unni þar til blandan er farin að
hitna, haldið henni síðan heitri á
lágum straum.
2) Hreinsið rækjurnar og látið til
hliðar.
3) Hitið afganginn af ólífuolíunni
á pönnu og steikið beikonið þar til
það er orðið stökkt. Bætið rækjun-
um þá saman við og steikið þær við
háan hita í nokkrar mínútur.
4) Raðið spínatinu og salatblöðun-
um á diska, bætið rækjunum og
beikoninu saman við og hellið
heitri salatsósunni saman við. Berið
fram með grófu brauði. -GLM
Þetta létta spínatsaiat er ættað frá Frakklandi,
m
i
f'JNIQUE
JJ
dííifynu
____:<x>q!'.2
f qiMOur
m
i
Odýrar snyrti-
vörur
Góðar snyrtivörur þurfa alls
ekki að vera dýrar og það er
aldrei að vita nema góðar snyrti-
vömr leynist í ísskápnum á heim-
ilinu.
Jurtamaski
Þessi jurtamaski á að vera
frískandi og róandi. Hann hentar
vel ofnæmisgjarnri og þreyttri
húð.
Fersk steinselja er skorin smátt
og hnefa-
fylli af
henni
hrærð saman
við tvær til þrjár mat-
skeiðar af skyri. Blandan er síðan
borin á andlitið og látin bíða í um
30 mínútur. Gott er að leggja fin-
gerða grisju ofan á maskann, til
dæmis eitt lag af eldhúspappír á
meðan beðið er. Þvoið maskann
af með volgu vatni.
Lárperukrem
Þeir sem eru með mjög þurra
húð ættu að prófa að búa sér til
krem úr lárperu, öðru nafni
avokadó. I kremið þarf:
5 g býflugnavax
3 g kakósmjör
10 g lanolín (1 tsk. ullarfita)
35 g lárpemolia
40 g eimað vatn
2 dropar rósaolía eða geraníum-
olía
Bræðið fyrstu þrjú efnin yfir
sjóðandi vatnsbaði. Bætið síðan
lárpemolíunni út í.
Hitið samtímis
eimaða vatnið í öðr-
um potti. Bæði fitu-
bráðin og vatnið
eiga að ná 60
stiga hita.
Hrærið síðan öllum
efnunum varlega saman með raf-
magnsþeytara (á minnsta hraða).
Haldið áfram að hræra þar til
kremið er orðið kalt. Lárpem-
kremið er mjög gott bæði sem
dag- og næturkrem fyrir þurra,
þreytta og slappa húð.
Sítrónuhreinsimaski
Þessi einfaldi sítrónumaski er
tilvalinn fyrir aldraða húð því
hann hefur frískandi áhrif, eykur
stinnleika húðarinnar og sléttir
hana.
Sítróna er skorin í
tvo helminga og inni-
haldið fiarlægt úr
öðrum þeirra. í auða
helminginn er síðan
látin ein eggjarauða
og hún látin standa í
berkinum í nokkra
tima. Áður en
maskinn er bor-
mn a er
nokkrum drop-
um af
sítrónusafa (úr
hinum helmingi
sítrónunnar)
bætt út í eggja-
rauðuna. Látið
maskann bíða í um
20 mínútur á húðinni. Þvoið húð-
ina þá fyrst með volgu vatni og
síðan með köldu.
Sóldaggarseyði
Það hefúr nú aldrei þótt neitt
sérstaklega eftirsóknarvert að
hafa mikið af freknum. Formæð-
ur okkar kunnu ráð við þeim
,vanda“. Þær suðu sóldögg í
mjólk og þvoðu andlitið síðan upp
úr seyðinu. -GLM