Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1999, Síða 7
ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 1999
7
dv__________________________________________________________________________________Viðskipti
Þetta helst: ••• Viðskipti á VÞÍ 540 mkr. ••• Mest með húsbréf, 436 mkr. ••• Hlutabréf 104 mkr. •••
Mest með SÍF, 20 mkr. og hækkuðu bréfin um 1,45% ••• íslandsbanki hækkaði um 3,13% í 14 mkr. við-
skiptum ••• Búnaðarbanki lækkaði um 1,75% ••• Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,215% og er nú 1.377,9
stig ••• Jarðboranir lækkuðu um 3% ••• Samvinnusjóðurinn hefur hækkað um 53% sl. 30 daga
Fjárlagafrumvarp og þjóðhagsáætlun:
Mikill afgangur
en minni hagvöxtur
Magnbreytingar
þjóöhagsstærðar samkvæmt spá
2,5 2,7 2,4 2,5 2,5 2,6
2 2,1 2,0
1,5
: 1 ! | J ~J
0,5 f | í J '
VLF Þjóðar- Einka- Samneysla Fjármuna- Útflutningur Innflutningur
Heimild: ÞjMhagsstofnun útgjöld neysla myndun
í fjárlagafrumvarpi fyrir árið
2000, sem lagt var fram síðastliðinn
föstudag, kom fram að áætlaður
rekstarafgangur ríkissjóðs verði um
15 milljarðar króna. Ríkisútgjöld
sem hlutfall af landsframleiðslu
munu dragast nokkuð saman, úr
29,2% í 27,7%. Áætlaðar tekjur rík-
issjóðs eru 205 milljarðar króna en
ríkisútgjöld um 190 milljarðar.
Hreinn lánsfjárjöfnuður ríkissjóðs á
næsta ári er áætlaður tæpir 24 millj-
arðar króna. Áætlað er að greiddar
verði niður innlendar skuldir fyrir
samtals 22,5 milljarða króna. Sam-
kvæmt yfirliti yfir skuldir ríkis-
sjóðs er gert ráð fyrir að erlendar
skuldir minnki um 7 milljarða.
Þessi forsenda er að öllum líkindum
háð verðbólgu og gengisþróun ís-
lensku krónunnar þar sem upp-
greiðslur erlendra lána veikja gengi
krónunnar og setja aukinn þrýsting
á verðlag. Einnig setur gjaldeyris-
forðinn uppgreiðslu lána skorður. Á
næsta ári er gert ráð fyrir að skuld-
ir ríkisins lækki um 22 milljarða.
Minni hagvöxtur
í forsendum fiárlagafrumvarpsins
er aðeins gert ráð fyrir 2,7% hag-
vexti. Geir H. Haarde sagði hins
vegar að hann tryði því að raun-
verulegur hagvöxtur yrði meiri.
Þessi spá er jafnframt mun lægri en
spá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem
hljóðar upp á 4,7%. í þjóðhagsáætl-
un segir að í ljósi aðhaldssamrar
efnahagsstefnu séu horfur á mun
hægari vexti þjóðarútgjalda á næsta
ári. Jafnframt er því spáð að út-
flutningur aukist minna en á þessu
ári. Fyrir vikið verður hagvöxtur
umtalsvert minni, eða 2,7%, borið
saman við 5,8% á þessu ári sam-
kvæmt áætlun. Næstu árin þar á
eftir er spáð nokkru minni vexti,
eða um 2% að jafnaði árin
2001-2004. Þess her þó að geta að hér
er ekki tekið tillit til nýrra stóriðju-
samninga, einfaldlega vegna þess að
ekki er búið að taka ákvörðun þess
efnis.
Samkvæmt þessum forsendum
áætlar Þjóðhagsstofnun að nokkuð
muni draga úr þenslu í þjóðarbú-
skapnum og verðbólga muni hjaðna
á ný. Þannig er gert ráð fyrir að
vísitala neysluverðs hækki um 2,5%
frá upphafi til loka næsta árs, sam-
anborið við 5% á þessu ári. Það fel-
ur í sér að hækkunin milli áranna
1999 og 2000 verði nálægt 4% en hún
var 3,2% milli áranna 1998 og 1999. í
þjóðhagsáætlun er gert ráð fyrir að
almennar launabreytingar lagi sig
að hægari vexti í þjóðarbúskapnum.
Á næsta ári er gert ráð fyrir að
kaupmáttur ráðstöfunartekna á
mann aukist um 1-1,5% eftir mjög
mikinn vöxt undanfarin ár.
Mikilvægt framlag
Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar-
innar er mikilvægt framlag til að
sporna við of mikilli þenslu í hag-
kerfinu en að margra mati hefði
þessa aðhalds þurft að gæta í síð-
asta frumvarpi. Nýja frumvarpið á
enn eftir að ganga í gegnum af-
greiðslu Alþingis og er ljóst að mik-
ill þrýstingur verður á gjaldahlið-
ina, enda einsdæmi að fiárlagafrum-
varp sé lagt fram með svo miklum
afgangi. Það er því mjög mikilvægt
að Alþingi gæti aðhalds í fiárlagaaf-
greiðslunni ef markmið um „mjúka
lendingu" í hagkerfinu eiga að nást
fram.
Byggt á fréttabréfum Kaup-
þings, F&M og FBA.
Hagnaður United
3,8 milljarðar
Breska knattspyrnufélagið
Manchester United náði frábærum
árangri á knattspyrnuvellinum á
síðasta ári því rekstrarárangur fé-
lagins á síðasta reikningsári var
einnig mjög góður. Velta félagsins
var um 13 milljarðar íslenskra
króna og hagnaðurinn um 3,8 millj-
arðar. Þetta kom fram á Viðskipta-
vefnum á Vísi.is í gær.
Ársreikningur Manchester
United verður kynntur á næstu dög-
um en félagið tilkynnti nú um helg-
ina að velta félagsins á liðnu rekstr-
arári hefði slegið öll fyrri met en
heildarveltan var 110,7 milljónir
punda, eða um 13 milljarðar ís-
lenskra króna. Afkoma félagsins
batnaði að sama skapi, hagnaður-
inn jókst um 20% frá fyrra ári og
nam alls 32,3 milljónum punda eða
um 3,8 milljörðum króna.
Markaðsvirði
Össurar 5,4
milljarðar
Ýmis verðbréfafyrirtæki bjóða nú
þeim sem skráðu sig fyrir hlut í
Össuri hf. að kaupa greidda
greiðsluseðla þeirra. Þetta kom
fram á Viðskiptavefnum á Vísi.is.
Eftir því sem Viðskiptablaðið kemst
næst bjóða Landsbréf hf. hæst í
greiðsluseðlana, eða gengið 31,10.
Miðað við gengið 31,10 er markað-
virði Össurar liðlega 5,4 milljarðar
en miðað við útboðsgengið var
markaðsvirði félagsins tæplega 4,2
milljarðar króna.
Hraöfrystihúsið-Gunnvör:
Þorsteinn Vilhelmsson stjórnarformaður
- ný stjórn og framkvæmdastjóri hjá Hraðfrystihúsinu-Gunnvöru
Á hluthafafundi Hraðfrystihúss-
ins-Gunnvarar hf., sem haldinn
var á laugardaginn, var samþykkt
að ráða Einar Val Kristjánsson
framkvæmdastjóra félagsins. Þá
var kosin ný stjórn og var Þor-
steinn Vilhelmsson kosinn for-
maður stjórnar.
Á stjórnarfundi sem haldinn
var í kjölfar hluthafafundarins
skipti stjórnin með sér verkum.
Formaður var kjörinn Þorsteinn
Vilhehnsson og til vara Kristján G
Jóhannsson. Á sama stjórnarfundi
óskaði Konráð Jakobsson fram-
kvæmdastjóri eftir þvi að láta af
starfi framkvæmdastjóra en Kon-
ráð varð sem kunnugt er sjötugur
fyrr á árinu og hefur gegnt starf-
inu í 22 ár eða frá árinu 1977.
Voru honum þökkuð vel unnin
störf í þágu félagsins. Konráð mun
fyrst um sinn sinna sérstökum
verkefnum innan félagsins. Krist-
ján G. Jóhannsson sem var fram-
kvæmdastjóri Gunnvarar hf. frá
árinu 1984 tekur nú sæti í stjórn
félagsins og gegnir stöðu varafor-
manns.
Þorsteinn Vilhelmsson.
Einar Valur framkvæmda-
stjóri
Stjóm félagsins ákvað að ráða
Einar Val Kristjánsson, fyrrum
stjómarformann félagsins, í starf
framkvæmdastjóra og tekur hann
strax til starfa. Einnig var ákveðið
að strax yrði hafist handa við end-
urskipurlagningu á stjómskipulagi
og rekstri fyrirtækisins þar sem fyr-
irtækið hefur vaxið mjög ört á síð-
astliðnum tveimur árum. Stefnt er
að því að þeirri vinnu verði lokið
fyrir næstu áramót.
í dag starfrækir félagið fullkomna
rækjuverksmiðju í Súðavík, bolfisk-
vinnsu í Hnífsdal, auk þess sem fé-
lagið gerir út alls sjö fiskiskip sem
stendur.
Góð kvótastaða
Kvótastaða fyrirtækisins er
einnig mjög góð, þó sérstaklega í
þorski þar sem fyrirtækið fékk út-
hlutað rúmlega sex þúsund tonna
þorskkvóta á yfirstandandi fisk-
veiðiári, auk þess sem fyrirtækið
hefur yfir að ráða tæplega átta pró-
sentum grálúðukvótans og tæplega
sex prósentum steinbítskvótans, en
samtals eru úthlutaðar aflaheimild-
ir fyrirtækisins innan og utan fisk-
veiðilögsögunnar 14.138 tonn sem í
þorskígildum talið eru tæplega
12.500 tonn. -bmg
Búnaðarbanki stærri en íslandsbanki
Á föstudaginn hækkaði gengi
hlutabréfa í Búnaðarbanka íslands
en á sama tima hélst gengi hluta-
bréfa í íslandsbanka óbreytt. Er nú
svo komið að í fyrsta skipti er
markaðsverðmæti Búnaðarbankans
meira en markaðsverðmæti íslands-
banka. Viðskiptavefurinn á Vísi.is
greindi frá.
Hlutabréf í Búnaðarbankanum
hækkuðu á fóstudaginn um 1,8% og
var lokagengi þeirra 4,58. Gengi
hlutabréfa í íslandsbanka breyttist
ekki og var lokagengi þeirra 4,80. í
síðustu viku hækkaði gengi Búnað-
arbankans alls um 6,3% en á sama
tíma lækkaði gengi íslandsbanka
um 2,4%.
Verðbreytingarnar síðustu daga
og hækkun hlutabréfa Búnaðar-
bankans á fóstudaginn hefur leitt til
þess að nú er markaðsverðmæti
Búnaðarbankans í fyrsta sinn meira
en markaðsverðmæti íslandsbanka.
Markaðsverðmæti Búnaðarbankans
m.v. lokagengi vikunnar er 18.778
milljónir króna en markaðsverð-
mæti íslandsbanka m.v. lokagengi
vikunnar er 18.618 milljónir króna.
Agúst Einarsson
lætur af störfum
Ágúst Ein-
arsson hefur
ákveðið að láta
af störfum sem
framkvæmda-
stjóri Stál-
smiðjunnar.
Ákvörðunin
byggist á sam-
runaferli Stál-
smiðjunnar hf.
og Slippstöðv-
arinnar hf. Ný
stjórn hins
sameinaða félags mun ráða nýj-
an framkvæmdastjóra. Ágúst
mun starfa áfram að ýmsum
verkefnum fyrir hið sameinaða
félag, meðal annars stofnun
Dráttarbrauta Reykjavíkur ehf.,
sem annast mun rekstur dráttar-
brautanna við Mýrargötu.
Ákveðið hefur verið að stjórnar-
formaður Stálsmiðjunnar, Val-
geir Hallvarðsson, stjómi félag-
inu meðan á samrunaferli stend-
ur.
Hagtölur mánaðarins
hætta
Seðlabanki íslands mun á
næstu mánuðum koma nýrri
skipan á útgáfu rita bankans.
Síðasta tölublað Hagtalna mán-
aðarins, sem bankinn hefur gefið
út 1 aldarfiórðung, kom út á
fóstudaginn en í næsta mánuði
kemur út nýtt ársfiórðungsrit
bankans.
Tilgangur ofangreindra breyt-
inga er að skapa öflugri vettvang
fyrir Seðlabankann til þess að
gera grein fyrir stefnu sinni og
miðla upplýsingum til almenn-
ings. Breytingarnar munu gera
bankanum kleift að koma til
móts við kröfur um gagnsæ
vinnubrögð við mótun peninga-
stefnunnar og tímanlega miðlun
upplýsinga.
RHÍ semur við Streng
Fyrir skömmu var undirritað-
ur samningur milli Strengs hf.
og Reiknistofnunar Háskóla ís-
lands um Informix-hugbúnað.
Fram kemur í frétt frá Streng að
samningurinn geri ráð fyrir að
Háskólinn kaupi leyfi til að nota
allan Informix-hugbúnað ótak-
markað, jafnt til kennslu eða
stjórnunar.
Aukinn vöxtur
Hagtölur víða frá Evrópu gefa
nú til kynna að hagvöxtur sé á
uppleið og á meiri hraða en
áður. Þessar fregnir hafa gefið
hugsanlegri vaxtahækkun í Evr-
ópu byr undir báða vængi. Með-
al jákvæðra fregna eru minnk-
andi atvinnuleysi víðast hvar í
álfunni og aukin eftirspurn eftir
vinnuafli.
Obreyttir vextir
Talið er líklegt að vöxtum
verði ekki breytt í Bandaríkjun-
um á vaxtafundi sem haldinn
verður í dag. Nú þegar hefur
Seðlabanki Bandaríkjanna
hækkað vexti um 0,5% á þessu
ári og því eru flestir á þeirri
skoðun að vextir verði óbreyttir.
Mótrökin gætu verið þau að at-
vinnuleysi sé enn að minnka og
geti gefið vísbendingu um að
hagkerfið sé enn á hraðri upp-
leið.
Skipamiðlunin
Bátar & Kvóti
Sími: 568 3330
http://www.vortex.is/~skip/