Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1999, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1999, Síða 11
 ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 1999 Umsjón Silja Aðalsteinsdóttir Leikið úr hófl fram Fá tónskáld hafa vakið jafn öfgakennd viðbrögð áheyrenda með verkum sínum og Franz Liszt. Sumir hafa afgreitt verk hans sem innantóm handa- hófskennd glæsistykki, þar sem lítið bitastætt sé að fmna nema kannski fyrir þá sem líta á píanóleik sem einhvers kon- ar íþrótt, aðrir hafa haft og hafa hann í hávegum sem eitt fremsta rómantíska tónskáld sögunnar og fyllast andakt við það eitt að taka sér nafn hans í munn. Sennilega geta þó allir verið sammála um að hann hafi verið einhver allra besti píanóleikari sem uppi hefur verið og er sönnun þess að finna í lýsingum á leik hans, þeirri arfleifð sem hefur skilað sér í gegnum hina fjöldamörgu nemendur hans sem hafa miðl- að henni til nemenda sinna o.s.frv. og ekki síst í verkum hans sem óneitanlega eru hvert öðru stórkostlegra. Á einleikstónleikum kana- díska pianóleikarans Alains Lefévres í Salnum á sunnu- dagskvöld gafst áheyrendum tækifæri til að heyra þrjú þeirra og jafnframt umritanir hans á verkum J.S. Bachs og Richards Wagners en sú iðja var mikið stunduð af sönnum rómantikerum og fuflkomnað- ist í höndum snillingsins. Það að setja saman þvílika efnis- skrá og flytja hana ber vott um stórhug sem Lefévre sannaði svo í Bach-Liszt Prelúdíu og Fúgu nr. 1 í a-moll sem var fyrst á efnisskránni. Prelúdían var voldug, dramat- ísk og frjáls í tempói í rómantískum anda þótt eilítið hranalegur tónn skemmdi fyrir heild- armyndinni. Aftur á móti bar ákafinn fúguna eiginlega ofurliði þar sem vinstri höndin og stefið týndust stundum í hávaðanum sem vill oft skapast þegar Liszt er leikinn úr hófi fram. Tilbrigði við Weinen, Klagen, Sorgen, Sagen úr kantötu Bachs er átakamikið verk enda samdi tónskáldið það í minningu dóttur sinnar. Þar spannar tilfinningasviðið allt frá mannlegri ofsareiði og örvilnan til guðdóm- yfirkeyrðu tempói og virtist af- burða „tækni“ píanóleikarans notuð í þágu sýndaiTnennsku en ekki tónlistarinnar. Martin Krause, einn af síðustu nem- endum Liszts, var vanur að segja að tónlist hans krefðist meiri tækni en nota þyrfti til þess að hún virkaði hreinlega auðveld í flutningi, en eins og píanóleikarinn þandi hana á sunnudaginn virtist hann oft og tíðum þurfa á allri sinni flnu tækni að halda og örlítið meira en það. Funérailles var fyrst eftir hlé og var það virkilega fallegt og tilfinningaþrimgið þó svo hinar frægu „Chopin áttundir“ væru leiknar af þvílíkum krafti og of- forsi að þær kæfðu stef hægri handar í milliþættinum. Ástar- dauði ísoldar úr Tristan og Is- olde Wagners var einnig svo undurfagur í höndum Lefévres að maður næstum gleymdi stund og stað - þar til kom að hápunktinum sem var tekinn svo óþarflega bratt og með svo ofsalegri hraða- og styrkaukn- ingu að hann fór næstum því fyrir ofan garð og neðan. Söng- urinn til kvöldstjörn- unnar úr Tannhauser Wagners var hins vegar allur eins og mjúkur marsípanmoli og afar fallega leikinn í alla staði með silkimjúkum og syngjandi tóni, blæ- brigðaríkur og kyrrðin og fegurðin allsráðandi. Tannháuser-forleikurinn sem var lokaverkið á tónleikunum byrjaði einnig vel en um leið og kom að átakakafla keyrði um þverbak og þegar leið á verkið var maður kominn með hálfgerða sjóveikistilfinn- ingu vegna ýktra styrkleikabreytinga, of- gerðrar túlkunar og hamagangs sem hrein- lega missti marks hjá gagnrýnanda. Ef ég vissi ekki betur hefði ég eftir þennan flutning tekið undir með þeim sem flokka tónlist Liszts sem tækifæri til að vinna tækniafrek - sem er synd því hún býður upp á svo miklu meira en það. Alain Lefévre - lék Liszt af slíkum krafti að gagnrýnandi fann til sjóveiki. DV-mynd Hilmar Þór legar tilbeiðslu og dró Lefévre þessar öfgar oft á tíðum glæsilega fram og sýndi mikil tilþrif í leik, kannski einum of á sumum stöðum þannig að skotið hreinlega geigaði. Mefi- stovalsinn frægi nr. 1 var næstur á efnis- Tónlist Amdís Bjöik Ásgeirsdóttir skránni og var leikur Lefévre virkilega hug- myndaríkur og glæsilegur á köflum; þó vék glæsileikinn á stundum fyrir ofsafengnu og Byrði hvíta mannsins tynenning „ Rit um unglingabækur Skáldsögur handa unglingum á árþús- undamótum heitir nýtt greinasafn um ung- lingabækur sem Cappelen-forlagið norska gefur út. Þar eru 13 greinar um norrænar unglingabækur sem varpa nýstárlegu ljósi á þessa (oft) fyrirlitnu bókmenntagrein og draga fram spennandi og vel gerð dæmi um hana. Hvers konar bækur fanga huga unglinga? Hvað vilja þeir lesa og hvað eru þessar bækur að segja þeim? Er vísifing- urinn enn þá á lofti? Eða kafa nýjar unglingabækur ofan í hugardjúpin og veiða alls konar myrkar og ólöglegar hugsanir og hugmyndir? Meðal bóka sem skrifað er um eru nokkrar sem þýddar hafa verið á islensku og varpa greinarnar býsna óvæntu fræðilegu ljósi á þær svo að verulega vekjandi er fyrir kennara og nemendur að lesa. Ein íslensk grein er í bókinni eftir Þur- iði Jóhannesdóttur, „Utenfor bymuren - om folkelig kulturarv og synet pá islandsk natur i noen nyere ungdomsboker". Hún tekur fyrir nokkrar nýjar íslenskar ung- lingabækur sem sækja efni sitt í íslenskar þjóðsögur eða fjalla um dulræn fyrirbæri, og birtist á íslensku í fyrra í greinasafninu Raddir barnabókanna. Tangótónleikar Það verða spennandi tríótónleikar í Salnum í Kópavogi annað kvöld kl. 20.30 I tilefni af útkomu geisladisks á íslandi og í Japan með tangótónlist eftir Astor Piazzolla. Flytjendur eru Auður Hafsteinsdóttir, Bryndís Halla Gylfadóttir (á mynd) og Izumi Tateno en þau gerðu víð- reist í tónleikaferð sinni á síð- asta ári um Japan. Vorið 2000 er þeim á ný boðið að leika á fjöl- mörgum stöðum þarlendis og munu þau einnig leika á tónlist- arhátíð í Oulonsalo í Finnlandi næsta sumar. Upptökur á geisladisknum fóru fram í Finnlandi í febrúar og hann er þegar kom- inn út í Japan á vegum King Records, eins stærsta útgáfufyrirtækis Japans, og hefur fengið frábærar viðtökur gagnrýnenda þar. Geisladiskurinn mun koma út á næstu vikum hér á landi og mun Japis sjá um dreifingu. Auður og Bryndís Halla eru okkur að góðu kunnar og Izumi Tateno er mjög virt- ur og þekktur píanóleikari í heimalandi sínu Japan, auk þess sem hann leikur reglulega á tónleikum víða um heim. Izumi hefur leikið inn á fjöldann allan af geisladiskum og er stofnandi tónlistarhá- tíðarinnar í Oulonsalu. Sjónþingi útvarpað Við vekjum athygli á að á morgun kl. 13.05 verður á rás 1 útvarpað sjónþingi Þorvald- ar Þorsteinssonar sem haldið var i Gerðubergi í september. Spyrlar voru Þórhildur Þor- leifsdóttir og Jón Proppé en stjórnandi var Sigmundur Ernir Rúnarsson. Þetta var einstaklega skemmtileg og fróðleg stund, verst auðvit- að að í útvarpi sjást myndirnar ekki sem hann sýndi gestum Gerðubergs. Ráðgjöf í skólum Guðrún Helga Sederholm, félagsráðgjafi og námsráðgjafi í Menntaskólanum við Sund, hefur skrifað bókina Ráðgjöf í skól- um. Handbók í félagsráðgjöf og námsráð- til að leiðbeina ungu fólki og aðstandendum þeirra. Annars vegar leggur höfund- ur áherslu á námsráðgjöf, val á framhaldsskóla, skipulag heimanáms, starfsval og fleira af því tagi, hins vegar á per- sónulega ráðgjöf til þeirra sem eiga í margs konar samskiptaerf- iðleikum við fjölskyldu sína og annað fólk í kringum sig. Rætt er um einmanaleika, sjálfsvígshættu, van- metakennd og feimni, þunglyndi, átrösk- un, ofbeldi, vímuefnavanda og margt fleira. Háskólaútgáfan gefur út. Þess eru nokkur dæmi í bókmenntasögunni að höfundar skrifl á öðru máli en sínu móð- urmáli. íslendingum kemur þá fyrst í hug Gunnar Gunnarsson en auk þess mætti nefna rúmenska leikritaskáldið Ionesco sem skrif- aði á frönsku, Rússann Nabokov sem tók að skrifa á ensku og ef- laust mætti telja William Heinesen í þessum hópi og eru þá fáir taldir. Þá hafa á síðustu árum komið fram i Bretlandi og Frakklandi höfundar ætt- aðir úr fyrrum nýlendum sem skrifa á máli „herraþjóðar- innar“. Einn kynlegasti kvisturinn á þessum útlaga- meiði er skáldsagnahöfund- urinn Joseph Conrad, son- ur pólsks landéiganda sem hrökklaðist í útlegð eftir uppreisnina í Póllandi 1863. Hann settist að á Englandi, tók upp enska tungu og enska siði og gerðist sjómaður. Sigldi hann vítt um heimsins höf áður en hann söðlaði um og gerðist rithöfundur. Ólíkt mörgum útlagaskáldum fjallar hann lítt eða ekki um ættjörð sína en sótti einkum söguefni í sæfarareynslu sína. Þetta var í lok síðustu aldcir þegar sól breska heimsveldisins skein hvað skærast og settist að sögn aldrei í heimsveldinu því. Þessa gætti að sjálfsögðu í bókmenntum tímabilsins og sjóferða- og ævintýrasagnir um afrek og yfir- burði hvíta kynstofnsins streymdu yfir af- þreyingarmarkaðinn. Flestir þekkja til sagn- anna um Tarzan apabróður sem sprottnar eru úr þessum jarðvegi þó amrískar séu. Joseph Conrad nýtti sér þessa ævintýrasagnahefð i mörgum verka sinna - líkt og Dostojevskí nýtti sér glæpasöguna - til að fjalla um mann- leg vandamál og mennskan breyskleika. Þess vegna lifa sögur hans enn þó ævintýri heims- veldisins séu flestum gleymd. Nýlega hafa birst I íslenskri þýðingu tvær af þekktari sögum Conrads. Uglu- klúbburinn gaf út Innstu myrkur (Heart of Darkness) 1992 en sú saga öðlaðist aukna frægð þegar Francis Ford Coppola byggði á henni umdeflda kvik- mynd sina um Víetnamstríðið: Apocalypse Now. Og á þessu ári kemur út sú saga Conrads sem þekkt- ust er, Meistari Jim (Lord Jim). Sagan gerist í Aust- ur-Indíum og segir frá Jim, ungum prestssyni sem heldur til sjós i leit að frægð og frama. Ekki er laust við að lesandanum verði hugsað til víkingaferða fornsagn- anna og víst er að í söguheimi ríkir eins konar víkingasið- ferði. Heiðurinn, sá orðstír sem aldrei deyr þeim sem sér góðan getur, er hornsteinninn í lífsskoðun sögupersónanna og söguhetjan verður fyrir því óláni að glata honum. Sjálfsmynd hans brotnar í mola og hann leggur á flótta undan eigin dómi og sam- tíðarmanna sinna. En enginn flýr sjálfan sig og þó Jim þvælist viða og leiti athvarfs sem mildur drottnari innfæddra á afskekktri ey, kemst hann ekki hjá að horfast í augu við sjálfan sig. Sagan tekur á mörgum siðferðilegum vanda: sekt og sakleysi; hugrekki og heiguls- hætti, ábyrgðartilfinningu og undanslætti auk hins mikla vanda herraþjóðarinnar, þeirri „byrði hvíta mannsins" að réttlæta yf- irdrottnan sína. En það er ekki síst frásagnar- mátinn sem heillar i þessari sögu, að veru- Bókmenntir Geirlaugur Magnússon legu leyti fer hún lögð í munn sögumannsins Marlows, fulltrúa viðtekinna gilda nýlendu- tímans, en með því að nota kviksögur, flugu- fregnir og það sem höfundur í formála kallar „ýkjusögur" skapast margbreytilegt sjónar- hom þannig að úr verður margraddað lista- verk. Einnig þar má segja að Conrad feti í fótspor Dostojevskís og er ekki leiðum að likjast. Þýðing Atla Magnússonar virðist mér með miklum ágætum og nær vel hinum nokkuð hátíðlega og á stundum þung- lamalega stíl Conrads (sem kynni að vera afleiðing þess að skrifa á öðra máli en sínu eigin) en frásagnargáfan er óhrigðul og kemst einnig vel til skila í þýðingunni. Ég verð þó að játa að í fyrstu féll mér titillinn lítt í geð en þrátt fyrir nokkrar vangaveltur hef ég ekki fundið betri lausn (Herra Jim? Jim lá- varður? Jim húshóndi?). Nei, Meistari Jim er sennilegast skásta lausnin og guðsþakkarvert að bókaútgefendur skuli ekki enn að minnsta kosti sokknir i það fen kvikmyndahúsaeig- enda aö láta titla standa óþýdda. Joseph Conrad: Meistari Jim Atli Magnússon íslenskaði Mál og menning 1999

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.