Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1999, Qupperneq 12
12
ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTOBER 1999
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarfornnaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EVJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON
Aöstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11, 105 RVÍK,
SÍMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓPN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is
Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreiflng: dvdreíf@ff.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverð á mánuði 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aösent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
DV greiðir ekki viðmælendum fýrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim.
Hagkvæmni og fáokun
Nú vilja allir ná svokallaðri hagkvæmni stærðarinnar.
í öllum geirum atvinnulífsins hafa fyrirtæki verið að
sameinast eða éta hvert annað til að stækka. Eftir fleiru
er að slægjast en hagkvæmninni einni, því að einokun er
framtíðardraumur þeirra, sem berjast á markaði.
Lengst af sáldrast hagnaðurinn af samruna fyrirtækja
út í þjóðfélagið, einkum í lægra vöruverði og hærri skött-
um stækkuðu fyrirtækjanna. Að lokum snýst dæmið við,
því að stækkuðu fyrirtækin verða ráðandi á markaði og
hagnýta sér þá stöðu til hins ýtrasta.
Á nokkrum árum hefur markaðurinn þrengst svo hér
á landi, að litlar líkur eru á, að smáfiskar geti ógnað
veldi stórhvelanna. Ekki tókst að stofna hér nýtt olíufé-
lag, þótt miklir peningar væru að baki, og ekki tekst
heldur að stofna hér nýtt tryggingafélag.
Kanadískt olíufélag skoðaði málin vel, en treysti sér að
lokum ekki til að ryðjast inn á markaðinn. Fyrirtæki á
vegum Llyods hefur lyktað af markaði bílatrygginga á
vegum Félags íslenzkra bifreiðaeigenda, en virðist ekki
telja mikla framtíð vera í þeim viðskiptum.
Ekki hafa rætzt vonir um, að erlendir bankar setji hér
upp útibú til að græða á að geta boðið upp á minni vaxta-
mun en íslenzku bankarnir beita viðskiptamenn sína í
skjóli fáokunar. Viðskipti á íslandi eru svo lítil, að út-
lendir bankar nenna ekki að standa í þeim.
Við sitjum því í súpunni. Annars vegar þurfa íslenzk
fyrirtæki að stækka til að verða jafn hagkvæm og hlið-
stæð fyrirtæki í útlöndum. Hins vegar fá íslenzku fyrir-
tækin ekki samkeppni að utan, af því að útlend fyrirtæki
hafa ekki tíma til að sinna litlum markaði.
Við þurfum hér á landi að þola færri og stærri fyrir-
tæki án þess að njóta þess hagræðis, að annað hvort úr
grasrótinni eða að utan komi ný samkeppni til skjalanna
til að halda verðandi fáokurum og einokurum í skeíjum.
Hörð samkeppni breytist því hratt í fáokun.
Ef við lítum yfir atvinnulífið í heild, sjáum við, að fá-
okun ríkir á fiestum sviðum. Samgöngur í lofti og á láði
hafa lengi lotið lögmálum fáokunar og hún hefur tekið
yfir vöruflutninga á landi. Fáokun í bönkum, trygging-
um og olíuverzlun hvílir á gömlum merg.
Að undanförnu hefur fáokun verið að rísa í smásölu
matvæla og í heildsölu grænmetis. Slik fáokun hefur frá
gamalli tíð ríkt í annarri heildsölu landbúnaðarafurða.
Framleiðslufyrirtæki og sölufélög í sjávarútvegi eru sem
óðast að sameinast og lyfjaverzlun enn hraðar.
Erlend markaðshagfræði segir, að hagkvæmni stærð-
arinnar sáldrist út í þjóðfélagið. Hún gerir ráð fyrir, að
upp komi ný samkeppni að utan eða að neðan, ef fyrir-
tæki hafi stækkað svo og þeim hafi fækkað svo, að þau
geti kippt markaðslögmálunum úr sambandi.
Hins vegar þarf töluverða trúgirni til að halda, að hér
muni rísa nýtt skipafélag, nýtt flugfélag, nýtt vöruflutn-
ingabílafélag, nýtt tryggingafélag, nýtt olíufélag, ný stór-
markaöakeðja eða nýtt dreifingarfélag innlendra mat-
væla á borð við mjólkurvörur, kjöt og grænmeti.
Sumpart kemur ríkið í veg fyrir þessa möguleika, til
dæmis með innflutningsbanni og ofurtollum á matvæl-
um. Sumpart stuðlar það að fákeppni, til dæmis með því
að reyna að sameina ríkisbanka í þágu helztu fáokunar-
hópanna, kolkrabbans og smokkfisksins.
Alvarlegasta orsök fákeppni er þó, að gömlu fáokunar-
hóparnir eru umbjóðendur íslenzkra stjórnmála og sjá
um fjárhagslegan rekstur rikisstjórnarflokkanna.
Jónas Kristjánsson
„í hugum þeirra sem tóku samfyikingaráformin alvarlega átti samfylking að marka fráhvarf frá íslenska eins-
flokkskerfinu..,“ segir greinarhöfundur m.a.
Sovét-lsland,
hvenær ferð þú?
Sjálfstæðisflokkurinn
hefur farið með stjórn
íslenska lýðveldisins
fram að þessu, ýmist
með stuðningi Fram-
sóknarflokksins eða Al-
þýðuflokksins og stund-
um beggja í einu.
Stjórnarandstöðuskeið
flokksins hafa í mesta
lagi orðið þriggja ára
löng og oftast endað
þannig að einkum þjón-
aði sem sönnun þess að
enginn gæti stjórnað
landinu nema sjálfstæð-
ismenn.
Líklega komust and-
stæðingar Sjálfstæðis-
flokksins næst því að
binda enda á stjómar-
tímabil hans árið 1991,
þegar þeir luku kjör-
tímabili og gengu til
kosninga í stjórnarsam-
starfi. Þá áttu þeir kost
á stjómarmeirihluta eft-
ir kosningar, ef Davíð
Oddsson hefði ekki tælt
Jón Baldvin Hannibals-
son með sér út í Viðey
til að mynda þar með
sér ríkisstjórn. Verð-
bólgan hafði þá verið stöðvuð árið
áður, aðallega á kostnað verka-
lýðshreyfingarinnar, þannig að
rutt var til hliðar vandamáli sem
oftast hafði verið vinstristjórnum
lífshættulegast, hinum næstum
árvissu efnahagsráðstöfunum.
Vinstristjóm hefði því getað siglt
þolanlega lygnan sjó fram eftir tí-
unda áratugnum. En tækifærið
var misnotað og hefur ekki kom-
ist í sjónmál síðan.
Einsflokksríki og
ráðstjórnarríki
Þegar Verkamannaflokkurinn
hafði farið með stjórn Noregs í
tæpa tvo áratugi eftir síðari heims-
styrjöld skrifaði norski sagnfræð-
Kjallarinn
Gunnar Karlsson
prófessor
ingurinn Jens
Arup Seip ögrandi
ritgerð sem hann
kallaði Fra embets-
mannsstat til ett-
partistat (Frá emb-
ættismannaríki til
einsflokksríkis). Þó
mörgum þætti
þannig nóg um
veldi Verkamanna-
flokksins norska,
eins og annarra
norrænna krata-
flokka þá og síðar,
þá búa ríki þeira
yfir mikilvægri
valddreifingu. At-
vinnureksturinn er
þar í höndum ann-
„Samt er það rétt að lýðveldi
okkar íslendinga á það sameigin-
legt með Ráðstjórnarríkjunum
að vera og hafa nánast alla tíð
verið undir pólitískri stjórn sama
aðila og stjórnar efnahagslífi
samféiagins.u
arra aðila en ríkisvaldið og ríkið
gegnir því hlutverki að stemma
stigu við auðvaldinu, skattleggja
það í þágu almennings og tak-
marka með löggjöf færi þess á að
ráðskast með fólk.
í Sovétríkjunum og stælingum
þeirra í Austur-Evrópu var þessi
valddreifing ekki til. Þar var at-
vinnureksturinn og pólitíska vald-
ið hvort tveggja í höndum sömu
flokksvélarinnar. Það var megin-
einkenni hins sovéska alræðis,
eins og frjálshyggjuhagfræðingur-
inn Friedrich A. Hayek benti eft-
irminnilega á. Nú er vissulega
margt ólíkt með þessu alræði og
veldi Sjálfstæðisflokksins á ís-
landi, einkum tiltölulega óháð
réttarkerfi og haftalítið tjáningar-
freísi, sem hvorugt var til austur
þar.
Þegar ég tala hér um Sovét-ís-
land, þá er það auðvitað ekki ann-
að en samlíking. Samt er það rétt
að lýðveldi okkar íslendinga á það
sameiginlegt með Ráðstjórnarríkj-
unum að vera og hafa nánast alla
tíð verið undir pólitískri stjórn
sama aðila og stjórnar efnahags-
lífi samfélagins. Og það hefur lík-
lega aldrei verið það hreinlegar
en nú, eftir að samvinnuhreyfing-
in lagði upp laupana.
Misheppnuð byltingartilraun
í mínum augum voru áformin
um samfylkingu vinstrimanna
umfram allt tilraun til að afnema
þetta kerfi og skapa varanlegt
pólitískt mótvægi við veldi
Sjálfstæðisflokksins. Það voru
því öfugmæli þegar því var
haldið fram að sameining Al-
þýðuflokks, Alþýðubandalags
og Kvennalista væri fráhvarf
frá lýðræðislegra ijölflokka-
kerfi til ólýðræðislegra
tveggja eða þriggja flokka
kerfis. í hugum þeirra sem
tóku samfylkingaráformin al-
varlega átti samfylking að
marka fráhvarf frá íslenska eins-
flokkskerfinu og mynda flokks-
legt athvarf fyrir ríkisvald sem
væri óháð efnahagsvaldinu í land-
inu.
Því miður lítur nú út fyrir að
þessi tilraun hafl farið út um þúf-
ur, vegna þess að of mörgum
reyndist ókleift að sjá þessa kerf-
isbreytingu fyrir sér. Sumir höfn-
uðu samstarfmu og bjuggu um sig
í nýjum pólitiskum samtökum.
Aðrir sáu aldrei annað í samein-
ingunni en tækifæri til að færa til
mörkin á milli Alþýðuflokks og
Alþýðubandalags. Því erum við
varla komin út á sameiningar-
brautina enn.
Gunnar Karlsson
Skoðanir annarra
Gegn verðbólgu
„Sjaldan hefur fjárlagafrumvarpsins verið beðið af
jafnmikilli eftirvæntingu og aö þessu sinni ... Um-
skiptin í ríkisQármálum eru ótrúlega mikil, því ríkis-
sjóður var rekinn með halla um langt árabil og skuld-
ir hlóðust upp innanlands sem utan. Rekstrarafgang-
ur rikissjóðs á næsta ári verður 2,2% af landsfram-
leiðslu. Það er miklu meira en búizt var við miðað við
ummæli fjármálaráðherra frá því síðast í ágústmán-
uði sl. ... Verðbólguhraðinn að undanfórnu hefur
valdið ugg, en forsendur fjárlaga gera ráð fyrir því, að
verulega dragi úr verðhækkunum á næsta ári.“
Úr forystugrein Mbl. 2. okt.
Lítilþæg launþegahreyfing
„Spyrja má: Hvers vegna eru launþegafélögin að
gera samninga ef kaupið er svo ákveðið með ein-
hverjum allt öðrum hætti, og hvað er fólk yfirleitt að
gera í slíkum félögum og hver er tilgangur þeirra? ...
Launafólk í viðmiðunarríkjunum hefur undantekn-
ingalítið hærra kaup og hagstæðari kjör en boðið er
upp á í því forríka lýðveldi íslandi. Það þarf að leita
til fátækustu héraðanna við Miðjarðarhafið til að
leita rétts samanburðar ... Þar sem lítilþæg laun-
þegahreyfing er búin að missa samningsréttinn úr
höndum sér og á sér ekki önnur markmið en að reka
ferðaskrifstofu og byggja hallir og sumarbústaði,
ætti að setja hana á almennan markað og bjóða starf-
semina út.“
Oddur Ólafsson í Degi 2. okt.
Kastalinn og tjáningarfrelsiö
„Fólk ryðst ekki óboðið inn á heimili bláókunn-
ugra, það væri rakinn dónaskapur og beinlínis lög-
brot... Innan veggja heimilisins erum við húsbænd-
ur, það er kastalinn okkar ... Þótt við viljum vernda
einkalífið og oft sé ósmekkleg hnýsni og peninga-
græðgi falin undir skikkju tjáningarfrelsis getum
við ekki leyft okkur að taka áhættuna. Myndir eru
ómissandi heimildir, án þeirra hlytum við oft að
fálma okkur áfram í þoku. Ef myndbirting verður
háð opinberum nefndum og ritskoðun þeirra gætum
við óvart stungið augun úr tjáningarfrelsinu."
Kristján Jónsson í Mbl. 2. okt.