Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1999, Page 14
14
ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 1999
Flughræðsla er nokkuð sem mjög
margtfólk þarf að glíma við, jafnt þeir sem fljúga sjáldan og
þeir sem oft þurfa að nota þennan ferðamáta til að komast á milli
staða, bæði hér innanlands og til útlanda. Fólki líður oft mjög
illa og æpir upp yfir sig efeinhverrar ókyrrðar verður vart,
þótt engin hætta sé á ferðum. Aðrir sitja hinir rólegustu og
láta sem ekkert sé. Svo mögnuð getur þessi hræðsla orðið
aðfólk stígur aldrei upp íflugvél og keyrir t.d. landshorna
á milli hér innanlands frekar en stíga upp í flugvél og
komast milli staða á skammri stund. Tilveran kom við á
Akureyrarflugvelli og ræddi við farþega og flugfreyju sem
starfar m.a. við það að hughreysta farþega sem eiga við flug-
hræðslu að stríða.
Fólk lætur yfirleitt vita
Gréta Stefánsdóttir og Bára Pétursdóttir:
fljúga."
,Erum ekki hrifnar af því að
Allir flughræddir
þótt þeir neiti því
segja Bára Pétursdóttir og Gréta Stefánsdóttir
Við erum ekki hrifnar af því
að fljúga milli staða en við
látum okkur hafa það,“
sögðu vinkonumar Bára Péturs-
dóttir og Gréta Stefánsdóttir þar
sem þær biðu eftir flugi til Reykja-
víkur á Akureyrarflugvelli.
Aðspurðar um hvað ylli flug-
hræðslunni sögðu þær að þær
væru svo varnarlausar ef eitthvað
kæmi upp á. „Maður fer að hugsa
um ýmsa hluti og finnst maður
svo ofboðslega ósjálfbjarga ef eitt-
hvað kemur fyrir. Öryggisleysið
er svo mikið og maður bara situr
í sætinu sínu og getur ekki gert
nokkurn skapaðan hlut.
Við höldum að það séu allir
flughræddir þótt þeir neiti því,“
sögðu þær. Bára segist ekki fljúga
mjög oft en Gréta hefur af ákveðn-
um ástæðum þurft að fljúga mikið
eða 1-2 í mánuði. „Ég hef lent í of-
boðslega vondu veðri í flugvél,
það fór allt af stað inni í vélinni
og flugfreyjan og annar flugmað-
urinn voru á harðahlauptun. Ég
hélt að e.t.v. væri kviknað í vél-
inni en í ljós kom að í vélinni var
kona sem átti erfitt með öndun og
þurfti að fá súrefni," segir Gréta.
Þær ítrekuðu það síðan báðar í
lokin að þær væru
mjög flughræddar
en yrðu að láta
sig hafa það samt
sem áður að
ferðast fljúgandi
milli staða.
-gk
Ég verð yfirleitt ekki mikið vör við að fólk sé
hrætt við að fljúga. Ég gæti ímyndað mér að
slík tilfelli komi upp í tíundu hverri ferð eða
svo,“ segir Eva Björk Eggertsdóttir sem hefur
starfað sem flugfreyja innanlands hjá Flugfélagi ís-
lands í tvö og hálft ár.
„Yfirleitt er það þannig að fólk lætur vita af því
áður en flug hefst ef það er hrætt sem er mjög gott,
það er þá betri möguleiki fyrir flugfreyjuna að fylgjast
með því fólki og reyna að aðstoða það. Ég hef yfirleitt
þann háttinn á að ég segi fólki að það sé ekkert að ótt-
ast, þetta sé mjög öruggur ferðamáti og það muni ekk-
ert koma fyrir. Ferðimar hér innanlands eru líka það
stuttar að það er naumast nokkur tími til að verða
hræddur, enda öryggið mikið.“
Eva Björk segir að það fari nokkuð eftir árstíðum
hversu „rólegar" flugferðirnar eru. „Verstu veðrin
fyrir flug eru oftast á vetuma og þá er
mesta ókyrrðin þótt auðvitað geti verið
allur gangur á þvi. En það er mjög gott
að vita fyrirfram ef fólk hefur
áhyggjur, þá get ég sinnt því betur en
annars og reynt að róa það,“ segir Eva
Björk.
- Er einhver munur á flughræðslu milli
kvenna og karla?
„Já, það er það, konumar eru hrædd-
ari en ég man þó eftir einum strák
sem kom til mín í upphafi ferðar og
lét mig vita að hann væri mjög
hræddur að fljúga." -gk
Eva Björk
Eggertsdóttir tilbúin
að taka á móti
farþegum.
DV-myndir gk
segir Eva Björk Eggertsdóttir flugfreyja
Stundum smáspenna fyrir lendingu
segir Björn Þórleifsson
g finn eigin-
lega aldrei
fyrir flug-
hræðslu en
neita því þó ekki að
stundum finn ég fyr-
ir smá- spennu fyrir lend-
ingu. Annars líður mér nær
alltaf mjög vel í flugvél og
finnst við þær kringumstæður
gefast tími til að hugsa um
Björn
Þórleifsson.
ýmis mál og hvfla sig,“ segir
Bjöm Þórleifsson, skólastjóri á
Akureyri. Björn segist hafa
þurft að fljúga talsvert mikið
að undanfómu vegna vinnu og
hafa í áranna rás yfirleitt flog-
ið talsvert mikið.
„Ég hef lent í talsverðu æv-
intýri, um borð í lítilli íjögurra
sæta flugvél sem fór frá Akur-
eyri tfl ísaijarðar. Ég sat fram í
hjá flugmanninum en ungt par
með hund í aftursætunum. Svo
fór að flugmaðurinn fann
aldrei ísafjörð og ég held að
það hafi staðið naumt vegna
veðurs að við gætum lent aftur
á Akureyri. Hundurinn var
flugveikur og ældi í vélinni og
ég gat ekki betur séð en flug-
manninum væri brugðið loks-
ins þegar við höfðum aftur fast
land undir fótum.
Ég hef flogið með fólki sem
var mjög flughrætt og það er
greinOega ekki góð líðan. Ann-
ars er helsta hræðsla mín varð-
andi flug þessa dagana sú að ég
óttast að innanlandsflugið
verði fært frá Reykjavík tfl
Keflavíkur." -gk