Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1999, Síða 15
ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 1999
15
DV
Tíska
‘52 Allra veðra von
Ofurfyrirsætan Claudia Schiffer átti
hugi og hjörtu aðdáenda þegar hún
sýndi þennan stórglæsilega
tvískipta kjól frá tískuhúsi Pierre
Balmain í París um helgina. Claudia
hefur ekki tekið þátt í tískusýning-
um um langt skeið.
Um síðustu helgi var mikið um að vera í
tískuheimi Parísarborgar. Þar kynntu
hönnuðir sumartískuna fyrir árið 2000 og
voru sýningarnar gjarna kynntar sem síð-
ustu tískusýningar árþúsundsins.
Gríðarleg spenna var fyrir sýningu hins
víðfræga tískuhúss Yves Saint Laurent
enda vissu menn lítt hvers væri að vænta
frá hinum frumlega hönnuði, Alber Elbaz.
Tískuhönnuðurinn Stella
Cadente þótti stela senunni í
París um helgina. Hún þykir
með alfrumlegustu hönnuðun-
um í París og hér að ofan sést
sumarspariklæðnaður eins og
Stella Cadente sér sumarið 2000
fyrir sér.
Snákaskinn, regnkápur, karlmannlegar
buxnadragtir og siffonsloppar báru vissu-
lega merki Yves Saint Laurent en fatnaður-
inn telst þó öllu nýtískulegri en venja er frá
tiskuhúsinu.
Elbciz vakti viðbrögð en áhorfendur voru
á báðum áttum um hvað þeim ætti að finn-
ast um sýninguna. Kaupendur voru hins
vegar ekki í vafa; þeir voru stórhrifnir og
það dugar sjálfsagt Elbaz til að halda starf-
inu í eitt ár í viðbót.
Eins og sést hér á síðunni er allra veðra
von í Parísartískunni næsta sumar. Kven-
leikinn er allsráðandi hjá sumum hönnuð-
um þótt aðrir boði fatnað i hermannastíl.
Svartir og dökkir tónar virðast meira áber-
andi í París en var í London á dögimum. Þá
virðist bleiki liturinn, sem var vinsæll í
sumar, ætla að halda velli um sinn.
Silfurlitað plast með blómamynstri
er efniviður sumarkjóls sem kemur
frá tískuhúsi Yves Saint Laurent.
Kjóllinn er verk bandarísk-ísraelska
hönnuðarins, Albers Elbaz, sem
hefur unnið hjá tískuhúsinu síðast-
liðin tvö ár. Að sögn munu kaupend-
ur hafa tekið sumartísku Elbaz fagn-
andi en sama verður ekki sagt um
marga áhorfendur í París, sem vissu
ekki hvernig þeir áttu að bregðast
við frumlegum fatnaði hönnuðarins.
Svartir litir eru áberandi í
sumarlínu Yves Saint
Laurent fyrir næsta sum-
ar, þrátt fyrir að tísku-
hönnuðir á Bretlandi hafi
nýlega reynt að kveða
svarta litinn niður. Eins
og glæsilegt bikinið hér
að ofan gefur tll kynna
verða sundfötin næsta
sumar í dökkum litum
og ekki þykir verra
að hafa belti á bux-
unum.
Hermannaföt að hætti glæsikvenna
gæti Thierry Mugler hafa verið að
hugsa þegar hann hannaði þetta
dress. Skjólgóður klæðnaður í
heildina en svo má auðvitað fara úr
jakkanum ef hitnar i kolunum.
Tiskuhönnuðurinn Alber El-
baz er alltaf frumlegur í hönn-
un sinni en þennan klæðnað,
stuttan samfesting með skósíðri
blæju, sýndi hann í París um helgina
undir merkjum sumartískunnar fyrir ár-
ið 2000.
_
Bermúdabuxur, pils og blómajakki er klassísk
dragt að mati franska tískuhönnuðarins Thierry
Mugler fyrir næsta sumar. Sumartísku Muglers
var einkar vel tekið af áhorfendum og gagn-
rýnendum í París um helgina.
Bieiki liturinn heldur greinilega velli
og verður áfram vinsæll næsta sum-
ar. Ermalaus blússa og skærgrænar
stuttbuxur frá Pierre Balmain.