Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1999, Side 19

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1999, Side 19
ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 1999 27 Gwyneth hafn- aði laununum Gwyneth Paltrow, leikkonan fjölhæfa, er kannski í uppáhaldi hjá mörgum sem mega sín i glys- borginni Hollywood. Til eru þó þeir sem ekki vilja greiða henni jafnhá laun og stúlkum á borð við Drew Barrymore og Cameron Di- az, þótt þær séu ekkert skárri leikkonur. Þannig var með fram- leiðendur kvikmyndarinnar um Englana hans Kalla. Til stóð að fá Gwyneth til að leika þriðja engil- inn en henni var boðið minna en hinum og sagði því bara nei takk. Jordan og Ford eru glæsilegastir Michael Jordan og Harrison Ford eru glæsilegustu karlmenn- irnir vestanhafs. Og jafnvel þótt víðar væri leitað. Þetta eru niður- stöður skoðanakönnunar sem bandaríska karlablaðið Playboy gerði meðal lesenda sinna. Körlunum þótti Jordan glæsileg- astur en konurnar voru hrifnari af Harrison Ford. Þær höfðu þó auga fyrh Jordan því hann lenti í öðru sæti á lista kvennanna. Að- eins einn stjómmálamaður komst á listann, Bill Clinton. Hann lenti í öðru sæti á karlalistanum. Pitt vingast við breska sígauna Stórleikarinn Brad Pitt velur ekki vini sína út ættbókum há- aðalsins. Pitt hefur til dæmis tengst breskum sígauna sterkum böndum. Sígauninn heitir Bobby Fi-ankham og stundar ólöglega hnefaleika þar sem menn berjast berhentir. Svo góðir vinir em þeir Brad og Bobby að leikarinn kom alla leið frá Los Angeles til Englands í veislu hjá sígaunun- um. Þar borðaði Brad sígauna- kássu sem í eru villikanína, lauk- ur og kartöflur. DV arslysinu í París, var einmitt sonur eiganda Harrods. Ekki nóg með það, heldur birtist Díana spákonunni einnig þegar hún var í fríi í Ástralíu. „Hún hefur meira að segja haft samband við Karl ríkisarfa og sagst hafa skilaboð til hans frá Díönu,“ segir innanbúðarmaður í bresku hirðinni við breska blaðið Sunday Mirror. Hazel hitti Fergie í nóvember síð- astliðnum til að ræða skilaboðin frá Díönu við hana. Fergie vildi ekki gera spákonunni lífið leitt þar sem hún, spákonan, átti eitthvað bágt um þær mundir. Hazel túlkaði þá umhyggju Hazel sem nokkurs konar samþykki fyrir allri vitleysunni. Sem það alls ekki var. Fergie er nefnilega sjálf löngu hætt að leita til spákvenna til að for- vitnast um framtíðina. Kata Zeta ætti að hlusta á Rachel Velska þokkadísin Catherine Zeta Jones ætti kannski að hlusta á fyrirsætuna Rachel Himter áður en hún gengur upp að altarinu með hinum hrukkótta Michael Douglas. Rachel var sem kunnugt er gift hrukkupopparanum Rod Stewart. í nýju tímaritsviðtali segir Rachel að allt hafi verið í finasta lagi með kynlif þeirra hjóna, reyndar hafi Rod verið svo góður að ungir menn komast ekki í hálf- kvisti við hann. Það sem Rachel fannst hins vegar erfiðast og það sem hún fríkaði loks út á var að vakna með gamla hrukkusekkinn sér við hlið. Claudia sýnir fyrir lúsarlaun Þýska ofúrfyrirsætan Claudia Schiffer lét sér nægja lágmarks- lúsarlaun þegar hún tók þátt í sýningu fyrir franska tískuhúsið Bcilmain um helgina. Claudia fékk ekki nema fimmtíu þúsund fyrir en hefði að öllu jöfhu átt að geta farið fram á tíu sinnum meira. En Claudia er vel stæð og gamall vinur hennar, GiUes Du- four, er helsti hönnuðurinn hjá ** Balmain. Dufour þessi vann áður hjá Karli Lagerfeld þegar hann var með Chanel en þar varð Claudia einmitt fræg. Annars er liðið eitt ár síðan Claudia lýsti því yfir í Mílanó að hún ætlaði aðeins að sýna fyrir góða vini sína í framtíðinni en þess í stað einbeita sér að kvik- myndaleik. Hvort eitthvert samhengi er á milli þeirrar yfirlýsingar og ásta- mála fyrirsætunnar skal ósagt lát- ið. Eitt er þó víst að hún hefur * sagt upp kærasta sínum til nokk- urra ára, sykursæta töframannin- um David Copperfield. Því var löngmn haldið fram að það sam- band væri bara í plati. Fergie er ekki par hrifin af stað- hæfingum frægrar breskrar spá- konu í nýrri bók. Spákonan segist þar hafa fengið skilaboð frá Díönu heitinni prinsessu handan grafar. Hertogaynjan af Jórvík segir full- yrðingarnar ósmekklegar í hæsta máta. Spákonan Hazel Courteney, sem er 43 ára og skrifar dálka í hið virta breska dagblað The Times, segir að Díana hafi vitrast sér fyrst i stór- versluninni Harrods í apríl 1998. Hazel var þá á leiðinni í brauðdeild- ina að kaupa franskt smjördeigs- horn handa bílstjóranum sínum. Sem hún strunsaði þarna um búð- ina vissi hún ekki fyrr til en það væri sem rafstraumur færi um hana og Díana talaði til hennar. Fyrir þá sem búnir eru að gleyma, er rétt að rifja hér upp að ástmaður Díönu, sem lést með henni í umferð- Fergie er stórhneyksluð á spákonu einni sem þykist hafa fengið skila- boð að handan frá Díönu heitinni prinsessu. Lara Flynn lætur allt flakka: Nicholson er geggj- aður og yndislegur Lara Flynn Boyle er alveg með eitt á hreinu: „Hann er galinn. Hann er yndis- legur. Það er ekki hægt annað en að elska hann.“ Hún á að sjálfsögðu við nýjasta elskhugann sinn, stórleikarann Jack Nicholson sem er litlum 33 ár- um eldri. Hún er 29 en hann 62. Slefberar í Hollywood velta því nú mjög fyrir sér hvort Löru muni takast það sem engri stúlku hefur lánast til þessa, nefnilega að temja villidýrið Jack. Skötuhjúin sýndu sig fyrst saman opinberlega við Emmy-verðlaunaafhendinguna í september og lét Jack þá eins og ást- sjúkur skóladrengur. í viðtali við norska blaðið VG lýsti Lara Flynn Boyle því yfir að hún hefði ekki áhuga á að eignast böm. Jack getur þvi verið alveg ró- legur hvað það varðar. „Ég er ekki nógu fórnfús til að vera mamma," segir Lara. Hún seg- ist þó hafa gaman af bömum. Little Cacsars-húfur Pétur I. Haraldsson nr. 15249 Fjóla H. Bjömsdóttir nr. 6394 Silja Embla nr. 15976 Þorsteinn Páll nr. 10842 Guðjón Þorsteinnsson nr. 14415 Freydís J. Guðjónsdóttir nr. 8754 Haíþór Sigurðsson nr. 10067 Sunna B. Ragnarsdóttir nr. 7491 Sigrún Sigurðardóttir nr. 12562 Ágústa Ó. Guðnadóttir nr. 13879 10 Little Caesars-brúður Steinar Ingi nr. 14762 Amdís Hanna nr. 2497 Heba Dögg nr. 13507 Tinna Torfadóttir nr. 15133 Tinna L. Sigutjónsd. nr. 13765 Bogi A. Sigurðarson nr. 12996 Gísli R. Einarsson nr. 12892 Hildur Ása nr. 14718 Haraldur Haraldsson nr. 11764 Hafþór Frímannsson nr, 10077 Krakkaklúbbur DV og Little Caesars þakka öilum sem voru með kærlega fyrir þátttökuna.Vinningshafar fá vinningana senda í pósti næstu daga. Fyrirsæta þessi vakti mikla athygii á sýningu Balmain tískuhússins í París um helgina. Einkum voru það fjaðraskúfarnir sem stúlkan hafði framan á sér sem þótti athyglisverður. Silkiblússan og pilsið stóðu þó líka fyrir sínu. MBB 25 Littte Caesars-pitsur Ágústa í. Heigadóttir Ástgcir R. Sigmarsson Sylvía Björgvinsdóttir Ragnar Ingi Aníta Ósk Sunna R. Garðarsdóttir Signður Marta Birgir Steinn Thelma D. Þórarinsd. Bima K. Hilmarsdóttir Aníta B. Friðriksdóttir Laufey S. Lárusdóttir Guðmundur Björgvins. Anna R. Jóhannsdóttir Sólný S. Jóhannsdóttir Eydís Elmarsdóttir Hrannar Eysteinsson Sigrún Jóna Ágúst K. Nielsen Atli Þ. Erlingsson Friðgerður Auðunsd. Ingvar Öm Haíþór Tryggvason Kári Steinn Auður Ákadóttir nr. 12232 nr. 1092 nr. 12360 nr. 8597. nr. 310595 nr. 11669 nr. 6426 nr. 14397 nr. 13374 nr. 14514 nr. 12246 nr. 14712 nr. 5553 nr. 9550 nr. 15330 nr. 11245 nr. 6278 nr. 12946 nr. 12895 nr. 231298 nr. 2519 nr. 2354 nr. 5637 nr. 10845 nr. 1119710 58 Fræg spákona reitir Fergie til reiði: Þykist hafa fengið skilaboð frá Díönu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.