Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1999, Page 25
ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 1999
33
Myndasögur
Skrambinn! Albert faerði húsið
_mitt ofan á beinin min sem
Vj ég gróf.
Eg stóðst
það ekki.
Hvutti.
Fréttir
Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri
á Akureyri, er óhress með skipun
nefndar um orkumál.
Finnur Ingólfsson iðnaðarráðherra
segir nefndina vera verkefnis-
stjórn.
Hörð gagnrýni á skipun nefndar um orkunýtingu:
Misskilning-
ur hjá
Kristjáni Þór
- segir Finnur Ingólfsson iðnaðarráðherra
Finnur Ingólfsson iðnaðarráð-
herra hefur skipað í samstarfí við
Siv Friðleifsdóttur umhverfisráð-
herra 15 manna nefnd sem gera á
rammaáætlun um nýtingu vatnsafls
og jarðvarma til langs tíma.
Kristján Þór Júlíusson, bæjar-
stjóri á Akureyri, hefur harðlega
gagnrýnt samsetningu nefndarinn-
ar þar sem hún sé skipuð 14 aðilum
af höfuðborgarsvæðinu og aðeins
einum af landsbyggðinni.
„Þetta er byggt á miklum mis-
skilningi hjá Kristjáni," sagði Finn-
ur Ingólfsson í samtali við DV. í
gær. „Þetta er ekki nefnd sem slík
heldur verkefnisstjórn sem stýrir
fjórum faghópum þar sem aðalstarf-
ið er unnið. Hennar hlutverk er að
leggja mat á alla virkjunarkosti með
tilliti til umhverfisverndar og nýt-
ingar. Síðan eru starfandi fjórir fag-
hópar um orkunýtmgu, minjavernd,
náttúruvemd, auk hóps um byggða-
mál og atvinnuþróun. í þessum fag-
hópum er fólk úr öllum geirum, svo
sem umhverfisverndarsamtökum,
atvinnulífi, sveitarstjórnum og þar
fram eftir götunum.
Það er alls ekki rétt að stilla
þessu upp sem höfuðborgarsvæði
gegn landsbyggðinni. Verkefnis-
stjómin er bara til að stýra verkefn-
inu sem slíku en vinnan fer fram í
faghópunum sem eru samsettir af
fólki úr ólíkum áttum, alls staðar af
landinu,“ segir Finnur Ingólfsson.
-HKr.
Hér er unnið af miklu kappi við gerð grjótgarðsins í Siglufirði og vélskóflan
teflir á tæpasta vaðið við vinnu sína. DV-mynd Örn Þórarinsson.
Unnið við grjótgarð í Siglufirði:
Vörn fýrir bryggju
SR-mjöls
Þessa dagana stendur yfir vinna
við gerð grjótgarðs við Siglufjarðar-
höfn. Honum er meðal annars ætlað
að verja löndunarbryggju SR-Mjöls,
bæði að varna því að sandur berist
aö bryggjunni og auka öryggi skipa
sem liggja við bryggjuna. Grjótgarð-
urinn er um 130 metrar að lengd og
kemur í framhaldi af svokölluðum
öldubrjót. Þarna er um talsvert
mikið mannvirki að ræða og full-
byggður stendur hann um 3 metra
upp úr sjó miðað við meðalsjávar-
hæð. I garðinn er áætlað að fari 35
þúsund rúmmetrar af efni.
Aö sögn Sigurðar Hlöðverssonar,
bæjartæknifræðings á Siglufirði, er
áætlaður kostnaður við verkið 26
milljónir króna. Það nýtur hefð-
bundins framlags frá Siglingamála-
stofnun. Verkinu átti að ljúka um
næstu mánaðamót en útlit er fyrir
að því seinki lítillega. Verktaki er
Suðurverk ehf. á Hvolsvelli. -ÖÞ