Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1999, Side 32

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1999, Side 32
að.umna FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö I hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Eskifjörður: Rússamálið í rannsókn Mál skipstjórans á rússneska tog- veiði- og nótaskipinu Murman-2 sem fært var til hafnar á Eskifirði í fyrrakvöld er enn til rannsóknar, en reiknað er með að tekin verði ákvörðun um framhald málsins að rannsókn lokinni í dag. Skipið var tekið að síldveiðum í Berufjarðarál og gaf skipstjórinn fúslega upp til Landhelgisgæslunn- ar ólöglega staðsetningu sína við veiðarnar. Murman-2 er nýlegt skip í eigu Norðmanna a.m.k. að hluta og í áhöfn þess eru 6 Norðmenn og 9 Rússar. Skipið hafði fengið um 150 tonn af síld þegar varðskipið Týr kom að því og flutti til hafnar. -gk Átökin í Framsókn: Kom mér á óvart - segir borgarfulltrúi „Það kom mér á óvart að menn færu að kljást á þessum aðaifundi," sagði Alfreð Þorsteinsson, borgar- fulltrúi R-lista, um átökin sem urðu á aðalfundi Framsóknarfé- lags Reykjavíkur um helgina, þeg- ar Óskar Bergs- son, fráfarandi stjórnarmaður, bar upp van- trauststillögu á stjóm félagsins. Alfreð kvaðst hafa verið erlendis þegar fundurinn var haldinn. „Ég tel að nú sé sá tími að menn ættu að standa saman og forðast átök. Það er affararsælla að menn vinni að sínum málum innhyrðis og reyni að ná árangri með þeim hætti.“ Aðspurður um hvort klofningur væri uppi í félaginu, kvað Alfreð svo ekki vera. Hins vegar væri aug- ljóst að deilur væru í gangi. Ólíklegt væri að um víðtækan klofning væri að ræða. Menn þyrftu að setjast nið- ur og leysa málin. Sjá nánar bls. 2 -JSS Lokahóf KSÍ: Slagsmál Lögreglan í Reykjavík staðfesti í samtali við DV að hún hefði verið kölluð nokkrum sinnum út vegna slagsmála og ölvunar á lokahófi KSÍ sem fram fór síðastliðið laugardags- kvöld. Ekki náðist í Eggert Magnús- son, formann KSÍ, því hann er erlend- is en Birkir Sveinsson hjá KSÍ hafði ekki heyrt af málinu og taldi því að 'Ot ekki hefði verið um stórvægileg atvik að ræða. -GLM Alfreð Þor- steinsson. Rússneski togarinn Murman-2 og varðskipið Týr í höfn. Skipið verður á Eskifirði meðan rannsókn stendur yfir. DV-mynd Emil Kaupmannahafnarfanginn í stóra fíkniefnamálinu: Seldi dóp eins og pakkaferðir - veitti alhliða þjónustu Herbjörn Sigmarsson, einn níu- menninganna sem nú sitja í gæslu- varðhaldi í stóra fikniefnamálinu, rak dópþjónustu í Kaupmannahöfn og veitti aðhliða þjónustu í þeim efnum líkt og ferðaskrifstofur gera þegar þær selja pakkaferðir til sól- arlanda. Herbjörn, sem var búsettur í Danmörku þar til hann var hand- tekinn fyrir skemmstu, hafði yflr- ráð og stjórnaði smyglleiðinni sem byggði á aðgengi að gámum Sam- skipa í Kaupmannahöfn og Reykja- vík. Stöðu sína byggði Herbjörn á tveimur starfsmönnum í gámadeild Samskipa og aðrir komust ekki að. „Ef einhver ætlaði að kaupa dóp erlendis og smygla til landsins var vitað að hægt var að snúa sér beint til Bjössa og fá afnot af dópleiðinni en þá þurfti líka að kaupa dópið hjá Dópheildsali fluttur heim ásamt félaga sínum. DV-mynd Pjetur Bjössa. Það má segja að hann hafl bæði verið heildsali og flutninga- miðlari í þessum efnum,“ sagði heimildarmaður DV í undirheimum Reykjavíkur sem þar er öllum hnút- um kunnugur. „Við erum aðeins að byrja að sjá toppinn á þeim ísjaka sem þama hefur hefur verið á floti lengi.“ Starfsmenn flkniefnalögreglunn- ar hafa nú hneppt níu menn í gæsluvarðhald í tengslum við málið og yfirheyrt stóran skara neytenda til að reyna að gera sér grein fyrir umfangi smyglsins á dópleiðinni Kaupmannahöfn - Reykjavík sem Herbjörn Sigmarsson sat einn að. Þegar klippt var á þá leið þrengdist mjög um á íslenskum fíkniefna- markaði og hafa menn leitað nýrra leiða fram hjá eftirliti yfirvalda. Nú í fyrrakvöld var rétt rúmlega tvítug- ur maður handtekinn i Leifsstöð með tvö kíló af hassi límd við lík- ama sinn - hass sem átti að fara á sveltan fíkniefnamarkað í Reykja- vík. -EIR Veðrið á morgun: Úrkomulít- iö norðan- lands Á morgun verður sunnan og suðvestan 8-13 m/s og rigning eða skúrir, en úrkomulítið noðan- lands. Hiti fimm til ellefu stig. Veörið í dag er á bls. 37. Helgi Hjörvar: Ræöum til- lögu Ólafs „Við munum ræða tillögu Ólafs og orðalag hennar á morgun. Ég hef ekki ' séð tillöguna og treysti mér því ekki til að tjá mig sér- staklega um hana,“ sagði Helgi Hjörvar. forseti bogarstjórnar, við DV í morgun. Ólafur F. Magn- ússon, Sjálfstæðis- flokki, mun leggja tillögu fyrir borg- arstjórnarfund á fimmtudag um að Fljótsdalsvirkjun fari í umhverfismat. Óvíst er um fylgi við tillöguna en skoðanir í málinu ganga þvert á flokkslínur. Nokkur eftirvænting rík- ir um afstöðu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur borgarstjóra eftir ummæli hennar við Eyjabakka í sumar þess efnis að Fljótsdalsvirkjun færi í um- hverfismat. Ekki náðist í borgarstjóra í morgun. -hlh Klippa þurfti ökumann út úr bifreið sinni eftir árekstur á mótum Lista- brautar og Efstaleitis í gærkvöld. DV-mynd S Höfuðborgarsvæðið: 6 fluttir á slysadeild Umferðin á höfuðborgarsvæðinu tók sinn toll í gærkvöld, en alls voru 6 manns fluttir á slysadeild eftir fjögur umferðaróhöpp. Bílvelta varð nærri Olís-bensín- stöðinni í Mjódd og þaðan voru fjór- ir fluttir á slysadeildina en ekki taldir alvarlega slasaðir; bíllinn var fluttur í burtu með krana. Önnur bílvelta varð á Nýbýlavegi í Kópa- vogi en þar urðu ekki meiðsli. Árekstur varð á Listabraut og var annar ökmnaðurinn fluttur á slysa- deild með áverka á fæti og handlegg og hann kvartaði um eymsli á hálsi og höfði. Skömmu síðar varð annar árekstur á mótum Efstaleitis og Listabrautar og þar varð að klippa annan ökumanninn út úr bifreið sinni og var hann fluttur meðvit- undarlaus á slysadeild. Meiðsli hans eru þó ekki talin alvarleg. -gk MERKILEGA MERKIVELIN bfother pt-1 (slenskir stafir 5 leturstærðir 8 leturgerðir 6, 9 og 12 mm Prentar í tvær Verð kr. 6.603 Nýbýlavegi 14 Siml 554 4443

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.