Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1999, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1999, Síða 4
4 MIÐVKUDAGUR 1. DESEMBER 1999 Fréttir Ófermdi sóknarnefndarformaöurinn um bréf séra Gunnars: Sáttamögu lei kar eru úr sögunni „Mér líður alveg ágætlega þrátt fyr- ir að vera ófermdur. Það er í lagi frá mínum bæjardyrum séð að séra Gunn- ari hafi þótt ástæða til að geta þess al- veg sérstaklega í bréfi sínu til prófasts- ins að ég sé ófermdur. Það er eitt af því mjög fáa í bréfi Gunnars sem er sann- leikanum samkvæmt," segir Gunn- laugur Finnsson, sóknamefndarfor- maður í Flateyrarsókn, en séra Gunn- ar Bjömsson sá ástæðu til að geta þess sérstaklega i bréfi sinu til prófasts að Gunnlaugur væri ófermdur. „Ég er alveg rólegur vegna þessa, enda veit ég hvað það var sem vakti fyrir prestinum með þessu. Ég er skírður og skímin er sakramenti en fermingin einungis staðfestingarat- höfh. Þaö sem vakti hins vegar fyrir séra Gunnari var að gera mig tor- tryggilegan og setu mína á kirkjuþingi í 28 ár. Gunnar vildi láta lita þannig út að þar hafi ég verið eins og umboðs- Gunnlaugur Finnsson, sóknarnefndarformaður á Hvilft. laus bastaröur. Reyndar var séra Sig- urbimi Einarssyni biskupi fúllkunn- ugt um það á sínum tíma að ég væri ófermdur, en það vora engar athuga- semdir gerðar," segir Gunnlaugur. Er einhver möguleiki á sáttum sóknarbama við prestirm sinn eftir þetta bréf Gunnars? „Nei, þetta bréf lokar endanlega á allt slíkt og hafi einhveijir möguleikar verið fyrir hendi þá em þeir úr sög- unni. Það hafa reyndar komið upp hlutir sem maður taldi endanlega úti- loka sættir, en nú er það alveg á hreinu,“ segir Gunnlaugur. Gunnlaugur segist ekki eiga von á því að neitt gerist í deilumáli prestsins og sóknarbamanna í Önundarfirði á næstunni. Beðið sé eftir því að biskup aðhafist í málinu og það sé eiginlega ekkert annað fyrirsjáanlegt í málinu á næstu vikum. -gk Biskup íhugar að flytja séra Gunnar í annað prestakall: Hér hafa aldrei veriö deilur - segir frú Ágústa í Holti Biskupinn yfir íslandi íhugar alvarlega að flytja séra Gunnar Bjömsson, sóknarprest í Holti í Ön- undarfirði til í starfi tímabundið svo helgihald geti orðið með eðlilegum hætti í Holtsprestakalli um jól og aðventu. Frú Ágústa Ágústsdóttir, prestsfrú í Holti, segir hins vegar aö í kirkju- sókn eiginmanns síns sé allt með kyrrum kjörum: „Hér hafa aldrei verið deilur. Hér er logn og gott veður og við hlökkum til jólanna," sagði frú Ágústa í símtali úr prests- bústaðnum í Holti í gær. í yfirlýsingu frá Biskupsstofu vegna mála séra Gunn- ars í Holti segir meðal annars: „Biskup harmar þá erfiðleika sem eru í sóknum Holtsprestakalls og lítur ástand mála al- varlegum augum. Unnið er að því að koma mál- um í viðunandi horf eins og nokkur kostur er og eins fljótt og unnt er svo safnaðarstarf og helgi- hald geti orðið með eðli- legum hætti um aðventu og jól. í þvi sambandi kemur til greina að flytja sr. Gunnar Bjömsson til í starfi tímabundið." Þá hefur biskup til skoðunar bréf það sem séra Gunnar sendi prófasti Frú Ágústa Ágústsdóttir. Séra Gunnar Björnsson, sóknarprestur í Holti. sinum og birt hefur verið hér í DV. Þar ber séra Gunnar hluta sóknar- bama sinna þungum sökum og lýsir þeim sumum sem geðfötluðum. í yfirlýsingu frá Biskupsstofu segir um þenn- an anga máls- ins: „Bréfið er til athugunar, m.a. hvort það gefi tilefni til sérstakra að- gerða.“ -EIR Hveragerði, það er ég Mikill titringur er í Hveragerði. Ekki er hann vegna núnings í iðrum jarðar heldur er núningurinn of- anjarðar, í mannheimum. Ástæðan er sala á rafveitukerfi Veitustofnana Hveragerðis. Tilboð bárast frá þrem- ur aðilum sem máttu bjóða í raf- veitukerfið. Lögin meinuðu víst ein- um aðila, RARIK, að vera með í til- boðsslagnum. Tvö tilboðanna fólu í sér verulega lækkun á raforkuverði, nokkuð sem hlýtur að teljast fýsilegt frá sjónarhóli íbúanna. Eftir að til- boðin höfðu verið opnuð gerist það hins vegar að RARIK fær leyfi ríkis- stjómarinnar til að bjóða í raforku- kerfið. Og þar sem RARIK vissi þá hvað hinir höfðu boðið ákváðu for- ráðamenn á þeim bæ auðvitað að sparka keppinautunum út í ystu myrkur með mun hærra tilboði. En þó tilboðið sé hærra segja menn að því fylgi hækkanir á raforkuverð- inu. Það er nokkuð sem telst miður fýsilegt út frá sjónarhóli íbúanna. í dag verður lokaöur bæjarstjómarfundur sem fjalla á um sölu rafveitukerfisins til RARIK. Bæj- arstjórinn segir engum koma það við að fundur- inn sé lokaður. Bæjarstjóm ráði því sjálf hvort fundir eru opnir eða lokaðir. Og um tilboð RARIK segir bæjarstjórinn að honum þyki alls ekki óeðlilegt að RARIK hafi sent inn tilboð eftir að hafa séð tilboð hinna. Hins vegar viti hann ekki hvað RARIK hafi frétt af tilboðunum því hann sé ekki RARIK. „Hveragerði, það er þó ég,“ skín úr orðum bæj- arstjórans sem lætur sér fátt um fínnast þó bæj- arbúar, sem eygja lækkun rafmagnsreikninga, vilji fylgjast með. Bæjarbúar verða að átta sig á þeim þráláta misskilningi að bæjar- stjórinn sé þeirra þjónn. Hann er þjónn bæjarfélagsins og bæjarfélagiö er hann. Þess vegna er það hans mál og hans ákvörðun hvort fundir eru opnir eða lokaðir. Og við sölu raforku- kerfisins verður hann að hafa hags- muni bæjarfélagsins eina að leiðar- ljósi því bæjarfélagið er undir hans stjóm og hagsmunir beggja fara sam- an. Hagsmunir bæjarbúa geta ekki farið saman við hagsmuni seljanda né kaupanda því þeir binda vonir við lægra raforkuverð sem aftur þýðir að taka verður lægra tilboði en þeirra sem buðu með leyfi ríkisstjórnar eftir að tilboðsfrestur var útrunninn. Dagfari verður að hafa sig allan við til að henda reiður á leikreglum í lýð- ræðisþjóðfélagi voru. Sá sem vill bjóða í opinber fyrirtæki eða mann- virki verður að átta sig á því að þó að fram fari útboð og áhugasamir skili inn tilboöum fyrir tilskilinn frest geta fleiri tilboðshafar bæst í hópinn þó seinna sé. Þeir eru undanþegnir leikreglum út- boðsins enda með leyfi ríkisstjómarinnar upp á vasann. Og um tilboð þeirra er fjallað á lokuðum fundi þar sem hagsmunir seljanda og kaupanda eru í hávegum hafðir. íbúa bæjarins varðar ekk- ert um þaö. Því Hveragerði, það eru ekki þeir. Dagfari sandkorn Klifurgarpur í sjónvarpsleik nokkrum, sem kallaður er „Hollywood Squares" og sjónvarpað er um öll Bandaríkin, koma fram stjörnur á borð við Whoopi Goldberg, Danny Glover og fleiri. í þættinum spila þau eins konar „myllu“ með kepp- endum. í þessrnn þætti kom litla Is- land mikið við sögu nýlega. Þátt- arstjómandinn spurði Danny Glover, leikarann góðkunna, hvað Vigdís Finnbogadóttir hefði gert sér til frægðar á íslandi. Svar kappans var fiarri sanni. Hann skaut á að hún hefði verið fyrsta íslenska konan til að klifa Everest. Þegar hið rétta kom í ljós, að hún hefði verið fyrsti kvenfor- setinn, þögnuðu þeir amerísku... Kann sér ekki læti Axel og félagar heitir spjall- og skemmtiþáttur á Skjá einum. Þættinum stjórnar Axel Axels- son, ungur og ör maður sem virðist ákafur um að slá í gegn hiö fyrsta. Sand- korni er tjáð að nefndur Áxel hafi áður unniö á út- varpsstöðinni FM og ekki farið dult með þá ætlan sína að stjórna eigin þætti í sjónvarpi. Nú, þegar á hólminn er kom- ið, kann stjómandinn sér vart læti og veður um víðan völl. Ung- ir áhorfendur munu ánægðir með margt í þætti Axels en eldri áhorfendum verður sumum nóg um ákafann og lætin, verða hreinlega sveittir þar sem þeir liggja i letistólum sínum... Frestaði fríinu Vinsældir á Uppistandi Jóns Gnarrs í Loftkastalanum em verulegar. Er nú þegar uppselt á níu sýningar. Ætl- unin var annars að hafa aðeins þrjár aukasýningar þar sem Jón þyrsti í frí með fiölskyld- unni og vildi ferðast til fiar- lægra og heitari landa. En Jón er með flughræddari mönnum eins og fram hefur kom- ið í viðtölum. Og ekki minnkaði sá ótti í kjölfar flugslys egypsku þotunnar á dögunum. Segir sag- an að það slys hafi orðið til þess að flugferð á sólarströnd var skotiö á frest, í bili að minnsta kosti. Flughræðsla er ekkert gamanmál en víst er að aðdáend- ur Jóns fagna fleiri sýningum með honum... Allir þig dáðu Tækniframlarir og breyttir at- vinnuhættir munu væntanlega skilja eftir sig spor í minningarorðum framtíðarinnar. Þannig getur nú- verandi stunu- drottning síma- þjónustu átt eftir að verða amma síðar meir og hljóta eftirmæli frá bamabömunum: Þú kvaddir í gær á þinn hljóða hátt. í hugskoti efst er mínu hve allir þig dáðu sem áttu bágt 'í einkalífinu sinu. Af minningum um þig er ég rík, aldrei þeir fiársjóðir tæmast. Amma mín, þú varst engum lík, það var unun að heyra þig klæmast. Umsjón: Haukur L. Hauksson Netfang: sandkorn @ff. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.