Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1999, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1999, Blaðsíða 30
3*46 MANUDAGUR 6. DESEMBER 1999 m Sviðsljós Pamela og Tommy: Smekklausasta par þessa árs Pamela Anderson og Tommy Lee hafa aftur verið kjörin smekklaus- asta par ársins á vegum bandaríska netmiðilsins EOnline. Það hefur svo sem ekki vantað fréttir á árinu af smekkleysi skötu- hjúanna. Pamela gaf sílíkonið, sem hún lét taka úr brjóstunum sínum, á safn. Hún fyrirgaf Tommy bar- smlðarnar og þau léku i nýju kyn- lífsmyndbandi. Það að auki upplýsti Pamela að hún geymdi fylgjuna frá síðustu fæðingu í frysti. í fyrsta sæti á listanum yfir smekklausa einstaklinga er sjón- varpskonan Rosie O'Donnell sem reifst við Tom Selleck í beinni út- sendingu. Dómnefndin er heldur ekki hrifin af söngkonunni Mariah Carey og setur hana í annað sæti Pamela Anderson og Tommy Lee þykja jafnsmekklaus og áður. Símamynd Reuter Julianne Moore og Ralph Fiennes brostu sínu blíðasta til Ijósmyndara er þau komu á frumsýningu myndar sinnar The End of the Affair f Los Angeles. Símamynd Reuter Vill gjarnan verða forseti Scwarzenegger getur jafnvel hugs- að sér að verða forseti Austurríkis. Símamynd Reuter Kvikmyndaleikarinn Arnold Schwarzenegger, sem búinn er að missa vöðvana vegna veikinda, get- ur jafnvel hugsað sér að verða for- seti Austurríkis. Hann vill gjarnan endurgreiða löndum sínum upp- vaxtarárin í Austurriki. Sagði Scwarzenegger, sem er kvæntur inn í Kennedy-fjölskylduna í Bandaríkj- unum og býr þar, að hann myndi íhuga málið yrði hann beðinn um það. „Ef Austurríkismenn koma og biðja mig um að bjóða mig fram til forsetaembættisins ætla ég að íhuga málið," sagði kvikmyndaleikarinn í heimsókn í Mtinchen á dögunum. Þar var hann til að kynna nýjustu kvikmynd sína End of days. Schwarzenegger á von á skaða- bótum sem honum voru dæmdar vegna ummæla læknis um að hann myndi deyja fljótlega af mikilli steranotkun um ævina. Hvetur dómnefndin söngkonuna til að ganga i víðari fötum. Nú llti hún út eins og bjúga í öllu sem hún klæðist. Madonna er i þriðja sæti. Banda- ríkjamönnum hefur ekki geðjast að útliti hennar á þessu ári, hrafn- svörtu hári og fölbleiku andliti. Þykir Madonna minna á norn. Britney Spears fylgir á hæla Madonnu og þar á eftir koma Denn- is Rodman og Carmen Electra. 1 sjöunda sæti er presturinn Jerry Falwell sem réðst gegn tel- etubbies-dúkkunum. Monica Lewin- sky er í áttunda sæti, Lil Kim í því níunda og Gwyneth Paltrow í tí- unda. Það var ræða hennar á ósk- arsverðlaunahátíðinni sem kom henni á listann. Vikuleiga 700 þúsund krónur Söngvarinn Sting þénar aukaskilding með því að leigja húsið sitt í Highgate í norðvesturhluta London á um 700 þúsund íslenskra króna á viku. Kvikmyndaleikarinn Pierce Brosnan bjó í húsinu þegar tökur á nýjustu James Bond-myndinni fóru fram. Nú mun annar hjartaknúsari þurfa að greiða fulguna fyrir þægindin, nefnilega kvikmyndaleikarinn Brad Pitt. Með Pitt í húsinu er kærastan, Jennifer Aniston. Jodie Foster í nasistamynd Kvikmyndaleikkonan Jodie Foster hefur leikið í myndum um barnavændi og hópnauðgun. Nú bíður hennar nýtt og erfitt verkefni. Jodie á nefnilega að leika Leni Riefenstahl, uppáhalds- kvikmyndagerðarkonu Hitlers. „Það var engin önnur kona á þessari öld jafndáð og samtímis jafnfyrirlitin," segir Jodie Foster um Leni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.